Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Page 3
Um Ragnarök Sr. Bolli Gústafsson í Laufási — á heimskringlu heilans hanga beinagrindur í faðmlögum augnatóftir tækninnar gáta blóði herjanna vinna vélbyssur að vélritun á sögu mannsins skríða drekar og sýklar inní morgunsárið af skýjum hugmyndanna steypast vetnissprengjur uppúr gufuhvolfínu spennast dauðateygjur eldsins. — Um þessar mundir eru liðnir þrír áratugir frá því þetta ljóð Það blæðir úr morgunsárinu birt- ist í samnefndri bók. Menn ýmist hlógu þá eða ypptu öxlum dálítið hneykslaðir og töldu höfundinn, Jónas E. Svafár, harla skrítinn fugl. Þarna var komið dæmigert atómskáld og sýnilega hálfgerð- ur rugludallur. — Flest er nú birt á prenti á þessum síðustu og verstu tímum! — sögðu margir, sem heyrðu þennan kveðskap. Fáum mun þá hafa komið til hugar, að þrjátíu árum síðar myndi sú heimsmynd, sem höf- undurinn dregur upp, nálgast okkur jafn óhugnanlega og raun ber vitni um. Nú hlær enginn lengur, því hver hending ljóðsins virðist áhrifarík spádómsorð sett fram á meitlaðan og listrænan veg. Tíminn hefur ósjaldan leitt í ljós, að mikil skáld eru oftar nær því að vera spámenn og boðberar sannleikans, heldur en skörpustu vísindamenn. Bókmenntafræð- ingar hafa sumir haldið því fram, að ljóðagerð Jónasar E. Svafár hafi numið staðar við ákveðið mark, hann hafi litlu við hana bætt hin síðari ár. Vera má, að auðvelt sé að rökstyðja það, en þá ber þess að gæta, að markmið skáldsins var ekki lágt og margir hafa getið sér frægð fyrir fáein Ijóð. Jónas yrkir yfirleitt ekki um blíðan fulgasöng og fagurt sól- arlag, heldur átök og ragnarök. Hann glímir hart við sjálfan sig og guð og notar einkennilegar og ógleymanlegar samlíkingar, orð- færi hans var oft „hneykslan- Iega“ einlægt. Sé á hinn bóginn vikið að for- spám vísindamanna, þá kemur mér í huga framtíðarsýn dr. Helga Pjeturs, sem hann ritaði árið 1933 eða sex árum fyrir seinni heimsstyrjöldina, en hann segir m.a.: — Um aldamótin 2000 verður ísland orðið eitt af skemmtilegustu löndum jarðar- innar, og veðurfarið mun ekki verða því til fyrirstöðu að fegurð landsins fái að njóta sín ... — Og enn fremur: — Um aldamótin 2000 verða hagir mannkynsins orðnir gerbreyttir frá því, sem nú er. Væri um það langt mál að rita ... Fyrst og fremst verður heilbrigði og farsæld miklu al- mennari og meiri en nú gerist, því að miklu betur verður kunn- að að færa sér í nyt það, sem miðar til eflingar lífsins. — Síð- ar segir dr. Helgi: — Styrjaldir verða engar, enginn vill taka á sig hinar óumflýjanlegu afleið- ingar af því að meiða og drepa. Einnig verða ýmsar deilur flokka og einstakra manna miklu minni en nú, auðveldara að forðast deiluefnin og koma á samtökum. Ósa mkomulag um trúarbrögð verður úr sögunni að miklu eða mestu leyti. — Það er bjart yfir framtíðar- heimi þessa gáfaða vísinda- manns. Hann hafði lifað fyrstu heimsstyrjöldina, kynnst ugg- vænlegum afleiðingum hennar og trúði á þroska mannsins og hæfileika til þess að læra af reynslunni. Heiminn skorti þá ekki mikilhæfa menn í vísindum og listum. En blika verðandi heimsátaka var að færast upp á himininn yfir Evrópu. Þá komu fram friðarhreyfingar og einmitt ári áður en dr. Helgi reit grein sína, þá var haldið friðarþing í Amsterdam í HoIIandi. Því tengdust einmitt nöfn hinna bestu manna. Greinir Halldór Laxness frá því í Skáldatíma. Segir hann: — í greininni segir að frumkvöðlar þíngsins hafi verið ýmsir frægir mannúðar- menn heimsins, vísindamenn og rithöfundar; eru taldir menn einsog Maxim Gorki, Romain Rolland, Henri Barbusse, Ber- trand Russel, Albert Einstein, Heinrich Mann, Martin Ander- sen Nexö, Thedore Dreiser, Up- ton Sinclair. Fimm þúsund manns sóttu þíngið, þaraf helm- íngurinn opinberir fulltrúar verkalýðsfélaga úr tuttugu og sjö löndum, og höfðu umboð til að fara með 30 milljónir atkvæða. Orðrétt: „Þessir menn voru hér samankomnir til að ræða og taka ákvarðanir um að neita vopna- smíði, vopnaflutníngum og her- þjónustu á þeim tíma sem kæmi auðvaldinu verst.“ — Kaflinn um Friðarþingið í Amsterdam hefst á bls. 101 í Skáldatíma oggrein- in, sem Halldór vitnar til, hafði birst í Verkalýðsblaðinu í Reykjavík í september 1932. Vert er að lesa frásögn hans vel á yfir- standandi tíð, þegar friðarum- ræðu gætir mjög í heiminum og jafnvel hér við nyrsta haf. Sú friðarhreyfing, sem vakin er at- hygli á um þessar mundir, er ekki nýlunda. Ég hefi verið að velta fyrir mér að undanförnu, hvernig ýmis mikilvæg málefni snúast oft upp í pex og verða þá gjarnan dæmd markleysa, jafn- vel þó um líf og dauða sé að tefla. Það sýnist vera eitthvert brýn- asta viðfangsefni mannkynsins á líðandi stundu, að koma í veg fyrir heimsslit. Ekki er að undra þótt kristin kirkja láti að sér kveða í almennri umræðu um endalok mannkyns á jörðunni, vegna þess að hún hefur lengst fjallað um þau væntanlegu örlög sem staðreynd og ber þar fyrir sig orð Krists: — Himinn ogjörð munu líða undir lok, en orð mín munu alls ekki undir lok líða. En um þann dag eða stund veit eng- inn, ekki einu sinni englarnir á himni, né sonurinn, heldur að- eins faðirinn. Gætið yðar, vakið og biðjið, því að þér vitið ekki, hvenær tíminn er kominn. — (Mark 13. kap. 31—34. v.) Sam- kvæmt þessum orðum er erfitt að staðhæfa, hvort stundin nálgast, en óneitanlega bendir margt til þess. Lærðir fulltrúar raunvís- inda hafa öðru hvoru í áranna rás staðhæft og þar með sann- fært marga um það, að þessi dómsdagsboðskapur sé öfgafull markleysa og guðfræðilegt þrugl. Nú kemur hins vegar á daginn, að Skaparinn hefur komið því þannig fyrir, að fyrrgreind vís- indi hafa náð slíkri fullkomnun, að þau geta átt stærstan þátt í að hin guðfræðilegu spádómsorð rætist. Nú bíður heimurinn skelfdur eftir vitfirringi, fulltrúa myrkrahöfðingjans á borð við Hitler sáluga eða félaga Stalín, sem í djöfulæði muni ýta á þann hnapp, sem kallar tortímingu yf- ir jörðina. Við okkur blasir nú svo hrikalegur váboði, að manni hlýtur að þykja dapurlegur fá- ráðlingssvipur á íslenskum fjöl- miðlum, ef í þeim á að upphefj- ast pex um það, hvort kirkjan taki afstöðu með einhverjum ákveðnum pólitískum öflum í umræðu um frið. Slíkar skylm- ingar ber að stöðva þegar í stað og koma mönnum í skilning um það, að í þeim vopnaleik slær enginn til riddara. Afstaða kirkj- unnar til friðarmála er glögg og einörð og miðast ekki við líðandi stund, heldur eilífðina. Þess vegna er hún nær altarissakra- mentinu, en kommúnisma eða kapítalisma, hvað þá hernaðar- bandalögum. Friðarviðhorf kirkjunnar er umræða um trú og samfélag við Guðs borð, sem for- sendu friðar, en ekki alltum- faðmandi sætmulla eða gagns- laust hrip. Trú kristinnar kirkju getur ekki sagt við þann, sem krossfestir Krist í kommúnísk- um eða fasískum fangelsum: — Heyrðu vinur minn, þó þú traðk- ir á mætum heilagrar trúar, þá skiptir það engu máli, ef þú að- eins lætur vera að stofna heims- friðnum í hættu, af því við erum svo dæmalaust hrædd. — Ætli kirkjan sér að gera það, þá eru dagar hennar taldir. Kirkja Krists á jörðinni, sem boðar frið Guðs, er ennþá stríðandi kirkja og verður það áfram, meðan árar myrkrahöfðingjans leika lausum hala. Hún semur aldrei við þá af hræðslu. Friðarhreyfing, sem byggir á dauðahræðslu, er til lítils nýt, þótt milljónir gangi langan veg og flöggum sé veifað. En frið- arhreyfing, sem byggð er á rétt- læti Guðs og er framfylgt í lif- andi trú á Krist, hefur í sér mátt gróandi, eilífs lífs og óttast ekki endalok þessa heims, sé að þeim komið. Hún knýr menn til hugs- unar um það og á alls ekki að láta þá í friði í draumi blekk- inganna. Sú trú hlýtur nú aö krefj- ast sameiningar kristinna kirkju- deilda í eina almenna máttuga kirkju. Sameinuð og fordómalaus verður hún von mannkynsins til eilífs friðar og bendir þá til framtíðar, þegar vélbyssurnar þagna og þurfa ekki að vinna lengur að vélritun á sögu manns- ins. Bolli Gústavsson í Laufási.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.