Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Síða 8
Hernám í annari mynd. Breskum herflutningabílum lagt við Ross Road í Port Stanley, höfuðstað Falklandseyja. Eftir stríöið veit um heimurinn um Falk- landseyjar og 4.500 manna breskt herliÖ hefur komiÖ sér þar fyrir. Lífið veröur ekki eins og það var áöur. Hólpnir í bili — en smeykir Á meðan hiö stutta en snarpa stríð um Falk- landseyjar geisaði milli Argentínu og Bretlands, fylgdist William McWhirter, fréttamaður banda- ríska tímaritisins „Time“ með gangi hernaðarátak- anna frá Buenos Aires. McWhirter var einn af fyrstu bandarísku blaðamönnunum, sem Bretar leyfðu síðar að koma til eyjanna og sjá með eigin augum þær breytingar, sem orðið hafa á lífsháttum íbúanna. Margar breytinganna koma mjög á óvart, en sjálfir bardagarnir og eftirmál styrjaldarinnar hafa fært ýmislegt úr lagi á þessu eylandi, sem eitt sinn taldist til afskekktustu afkima heims, vanrækt og öllum gleymt. Rex Hunt í fullum skrúða. Núna er innrásin algjör. í þetta sinn er það ekki óvinveitt- ur erlendur her, sem hyggur á landvinninga, ekki heldur hið 4500 manna brezka herlið, sem hefur hreiðrað um sig í höfuð- staðnum og lagt hann undir sig, i góðri meiningu og á einkar vinsamlegan hátt. I þetta sinn er innrásaraðilinn enn ógnvæn- legri og miður velkominn — sjálfur umheimurinn. Falklendingar, sem höfðu skapað sér einfalt en unaðslegt konungsríki í þykjustunni, óttast nú, að stríðið og afleið- ingar þess muni gera sjálfan raunveruleikann að fastagesti á eyjunum þeirra. „Meðan á her- náminu stóð, vorum við vanir að tala um það okkar á milli, að það yrði svaka partí, þegar Bret- arnir kæmu.“ Þetta sagði Ger- ald Cheek; hans fjölskylda hefur búið í þrjá ættliði á Falklands- eyjum — sjálfur sat hann í fangabúðum Argentínumanna í stríðinu: „En veizlan sú var aldrei haldin," bætir hann við. Ekki lengur ókunnur staður Falklandseyjar eru vitanlega ekki lengur afskekktar og gleymdar. Hin sérstæðu stað- arheiti á eyjunum eins og Teal Inlet (Skúfandarvík), Goose Green (Gæsavellir), Bluff Cove (Þverhamravík) og Two Sisters (Tvær systur) eru alþekkt nú- orðið sem orrustuvellir. San Carlos-flói varð frægur sem „sprengju-brautin". Átökin milli herjanna tveggja, annars hers- ins, sem var á flótta og hins, sem rak flóttann þvert yfir Austur-Falkland, hafa skilið eftir alls konar hernaðarskran á víð og dreif: Gil og pyttir, full af braki úr þyrlum, stríðsmáluðum bílhræjum og öðru drasli, þús- undir af virkum skotfæra- lengjum út um allt, og bústnar fimmhundruðpunda- og þús- undpunda sprengjur, sem mara þarna í mjúkum mýrarjarðveg- inum líkt og strandaðir hvalir. Mörg af hinum lágreistu smá- býlum, með sínum útflúruðu listum og vindskeiðum, máluð- um í sterkum litum, blómakass- ar í gluggum og gróðurhús hafa orðið harkalega fyrir barðinu á vonstola Argentínumönnum og eru nú heldur illa leikin. Gólfin eru þakin þykku lagi af for, skápar rifnir frá veggjum, hús- gögnin mölbrotin, leirtauið mölvað mélinu smærra, og jafn- vel barnaleikföng brotin og eyðilögð. Urmull af jarðsprengj- um á túnum og ökrum Einn þáttur eyðileggingarinn- ar var þó enn hrottafengnari; Síra Daníel Spraggon. jarðsprengjum var dreift vítt og breitt í næsta nágrenni höfuð- staðarins jafnt og allt í kringum smæstu byggðirnar. Upp undir tólf þúsund slíkra jarðsprengja — sumar þeirra plastsprengjur, sem erfitt er að koma auga á — sumar aðeins 5—10 sm í þver- mál — voru grafnar í tún, akra og víðs vegar á ströndunum um- hverfis Port Stanley, um fjögur þúsund að auki voru grafnar við litla byggðarlagið Fox Bay (Refaflóa) á Vestur-Falklandi. Brezkir sprengjusérfræðingar vonast til að hafa hreinsað til kringum kaupstaðinn einhvern tíma í byrjun október, og sveit- irnar að ári en óbyggðirnar ekki fyrr en eftir nokkur ár. Þessi nýtilkomna hætta orkar á hina 1800 íbúa Falklandseyja eins og annarlegur fjötur. Á landsvæði, sem er um það bil eins stórt og Líbanon, hafa þeir alizt upp við mikla víðáttu, þar sem áður var hægt að reika um og kynnast fjöllum og dölum, vöxnum breið- um af ljósu foxgresi. Þeir voru vanir að dunda sér daglangt úti í görðunum sínum og við mótöku, þar sem þessu aðaleldsneyti eyjaskeggja , var hraukað upp og það þurrkað, svo að hægt væri að elda við það. „Mónotkun er orðin eins konar sérstakur lífsstíll í okkar aug- um,“ segir síra Harry Bagnall, aðstoðarprestur í Port Stanley. „Á vissum árstímum er mórinn okkar það einasta, sem við töl- um um.“ Nú koma jarðsprengjurnar í veg fyrir það, að menn geti not- fært sér þetta kannski léttvæga en þó dýrmæta frjálsræði að mega taka upp mó handa sér. „Fólk gerði ráð fyrir því, að þurfa að gera við hús og girð- ingar eftir að átökunum lyki,“ segir John Leonard, Bandaríkja- maður einn, sem búið hefur um langt skeið á Falklandseyjum. „En þetta skerta ferðafrelsi er okkur reglulegur harmleikur." Það er sannarlega ekkert ver- ið að ýkja hætturnar: Þrír brezkir hermenn hafa þegar misst limi við að gera jarð- sprengjur óvirkar. Litlu húsin, sem standa uppi í brekkunum í Port Stanley, nötra á grunni næstum því daglega og glugga- rúðurnar glamra, þegar tækni- mennirnir sprengja þær jarðsprengjur, sem fundizt hafa. Góðlátlegt grín að Argentínumönnum Þær vikur, sem hernámið stóð, hafa hins vegar fremur skilið eftir fjölmargar góðlátleg- ar grínsögur um Argentínu- menn og þeirra tilburði en bein sárindi í hugum Falklendinga. Eyjarnar eignuðust sínar eigin hetjur meðan á stríðinu stóð. Þeirra á meðal var Terry Peck, sem leiðbeindi brezkum her- flokkum á fyrstu njósnaferðun- um, sem þeir voru sendir í. Midge Bucket, sem ein sér myndaði neyðaraðstoð og björg- unarlið Port Stanley-bæjar. Svo var það Tim Dobbyns, sem lagði líf sitt í hættu, þegar hann tókst á hendur næturlanga ferð frá Goose Green til Port Stanley til þess að skýra frá því, að Argentínumenn hefðu smalað saman öllum íbúum Goose Green-byggðarinnar og héldu þeim í gæzluvarðhaldi í sókn- arkirkju staðarins. En ef til vill var samt enginn jafn hugvits- samur og úrræðagóður og kaþ- ólski presturinn við Kirkju heil- agrar Máríu í Port Stanley, síra Daniel Spraggon. Af hinni mestu leikni tvinnaði hann sam- an einhvers konar sambland af kaþólsku veldi og kunnáttu- samlegum leikrænum tilburðum í þó nokkrar árangursríkar brellur gegn Argentínu- mönnum. Áhrifamesta stundin í þessum almannavörnum prests- ins kann að hafa verið sú, þegar taugaóstyrkir argentínsk- ir herverðir tóku eitt sinn upp á því að skjóta á húsin í Port Stanley á næturþeli til þess að herða á útgöngubanninu og gera það allt áhrifameira. „Húsið hennar gömlu Mary Hill varð fyrir skothríð, þvínæst húsin þeirra Stellu Perrys og Stans og Daphne Cletheroes." Það tók þó steininn úr, þegar eina nóttina var skotið 27 sinnum á kaþólska 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.