Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Page 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 1 m *7TgZ 522 jS2 58 “ í i'l ,-w L 1 Cl £ R © u R KKOK- ufl 2ÉIMS H o R aTT mih* Kam;ir E Ð vY £ F A ÚííoMH inrni R £ R N M 'A x Y JílTIO L 1 fj D í W M úr- 0ÚA T y A T É P VlSAí/ UMA- <*»IO 5mjö< Ö*ML* s K A K A r I N Þ A R <C1KDH D/CMbJ 1* b K U ÍEFIH r fe F U R HAR tlO/W Tíl> u L L ?M N 1 s T 1 £> ItRMlR Cfrirt. A P l R. ALDA á. R £ l M ILLU KyíRD R £ 1 T u ÓH4- t'N- INM K A R s Æ ÚVAOlJ d A Ý R MVNT í P^LI K R A f«t« A ri íttWT L Á R A 'tÓTu*. fitrÁuT P R b M 1 KvaD JK U þfFiR AF ■ U A s 1 R S L O R r/<it L'ik 1 A R U R Po<A jriL JUfWM 'a s A R ■ucuur* rsti-i ?»(<* A T A N n sffjy É ~L Kýft £ 'A R T &•«*>- “tliM *LM*U- 'A r J£i M \ULAH MAMfJ M A R ííl K fUCL' Mt £ R A \ R l»N- R T1 T j.... H R A P I M u Hllbí- 1 K L A R 7 £ T T aó' £~ S Íl'at K A R. U £ Ð F [íJ l± LJ K" m] A ■fi ILL- VIRKl STÓ- MEnn HlT- ÓMIR STÓ- MERKI £ m 1 HHHíTíNÓ. \/ím TuiJtJ- AM Frum £fm 1 ELSS- SfÆfil OLIFAÍ- AÐUR —i NÁó „ . ■ - .. uíy IÐKIf) ÆTTAR- nafn 5kTÖi;g, At>i HRUKK- AlNS DUÍ,- (.EFUft. SKÁN Haf 1'ýwD AR HLl-ÐlM Ki/cN- NAFH HREiFB IR 'Jl£> buim ÍAH FAWA- ÍAKA ÖLOU ReMaoi K£HRl EMO/NC. 5KVL0- MENNI BoRÐ- ANU ÓH ITÓ£ / ‘AtT- INA Aí HEfAA L'iKAMS HLM.TI X>ýR- ANNA IfRéfTA |sr0 fa TX.K \ H'íma V TóX SM'fl- Ai-Dfl Kavc- AN BEITA SA«- psl- KvJ VÝR. HEIMIU SVHÚ- MR ■Hafa IöRÐ Á FoR- F£€ uit I FRGl ;ke«a fiAFMlR SrWf\- KoRM M£)MR VCIÐAR- FÆ(i» Ktaft- UR LEÚUR SLbmið KEMÍT ELO- STÆ£>- 1Ð £N)N- FiSK- SP'KS- AN - ** «</ íA9 Huldufólksbörn var lítil. Og þess vegna veit ég, að það er rétt sem konan sagði, að maður verður að þreifa fyrir sér með tánum, meðan skyggnin varir, því að þá sér maður ekki þúfurnar í okkar heimi.“ Hún brosti og strauk hlýlega kinn sonar síns. Eftir þetta fór Jonni daglega á fund félaga sinna í hlíðinni. Þau voru ætíð elskuleg við hann og vildu gera honum allt til geðs, en lengi vel leyfðu þau honum ekki að „fara úr skrokknum", eins og hann sjálf- ur komst að orði. Þau sögðu að mamma þeirra vildi ekki að hann temdi sér það, því að þá gæti það orðið vani, sem kannski kæmi honum illa síðar á lífsleiðinni. „Þú hefur nefni- lega miðilsgáfu, segir mamma, og með hana verður að fara mjög varlega.“ Jonni skildi ekki hvað þau áttu við, en hann langaði mjög mikið til að fara aftur inn í Álf- heima. Það var líka svo ambögu- legt að leika sér við börn sem maður gat ekki snert. Stundum fannst honum engu líkara en að þau væru bara alls ekki til, þótt hann sæi þau og heyrði! Loks kom að því, eftir svosem mánaðarkynningu, að honum var leyft að koma inn í þeirra heim. Þá var hann fyrst látinn fela sig vandlega inni í þéttu kjarri, svo að enginn skyldi af tilviljun finna líkama hans, meðan hann væri sjálfur fjar- verandi. Þetta var á sunnudegi og í það sinn var það presturinn, pabbi Huldubarnanna, sem lagði á ráðin. „Við ætlum nefni- 16 lega að fara með þig til kirkju og sýna þér, að við, Huídufólkið, sem þið kallið, þjónum Guði engu síður en þið,“ mælti hann brosandi. Þetta var hár og grannur maður, fríður og göf- ugmannlegur, klæddur hvítri skikkju og mjög tiginn á svip. Börnin og móðir þeirra voru nú einnig í hvítum skrúða. Þau föðmuðu Jonna að sér og buðu hann velkominn. Öll voru þau glaðleg, en þó hátíðlegri í fasi og framkomu en áður. Ekki vissi Jonni hvers konar farartæki það var, sem þau fóru í til kirkjunnar. Það líktist opnum bíl að öðru leyti en því, að engin hjól voru undir honum og ekki virtist hann koma við jörðina, en fór þó nokkuð hratt. Kirkjan var utarlega í dalnum og fjarska vegleg, snjóhvítt musteri með hvolfþaki. Ómur klukknanna var undursamlega fagur, og svo virtist sem þær lékju eitthvert lag, sem Jonni kannaðist þó ekkert við. Mikill fólksfjöldi var þarna saman kominn og allir hvítklæddir. Voru menn þögulir og fjarska hátíðlegir á svipinn. Kirkjan var dásamlega fögur að innan: hvolfþakið líkt og sæi í bjartan vorhimin, en með gullnum stjörnum, og veggirnir ljósfjólulitir. Þar var prédikun- arstóll og altari, eins og í guðs- húsum mennskra manna, og á gríðarstórri altaristöflu var mynd af Frelsaranum, er sat í sóllýstum blómagarði og var að tala við hóp af börnum. Þessi mynd varð Jonna ógleymanleg, því að bæði hinn hvítklæddi Kristur og börnin virtust bráð- lifandi; það var líkt og að sjá þetta út um glugga. Eftir að allir höfðu fengið sér sæti, var algjör þögn í nokkrar mínútur. Presturinn stóð fyrir framan altarið og horfði til himins, alvarlegur í bragði, en bjartur og hreinn á svip. Svo heyrðist allt í einu hljómlist, er líktist gítartónum, og í sama bili tók allt fólkið að syngja. Ekki skildi Jonni orðin, og lagið hafði hann heldur ekki heyrt fyrr, en fagurt var það. Er söngnum lauk, flutti presturinn stutta bæn, en þvínæst gengu fram að altarinu tuttugu börn og hófu söng. Raddir þeirra voru skærar og fallegar, og Jonna fannst hann kannast við lagið, en gat þó ekki komið því fyrir sig. Seinna þýddi Mahem fyrir hann sálminn, er börnin sungu, og var efni hans á þessa leið: Frelsarinn er stóri bróðir barnanna. Hann hjálpar þeim að varast allt er veldur ógæfu og sorgum: IlJar tilhneigingar, ill verk, illar hugsanir, hrekki og klæki, vilji þau aðeins þiggja vernd Hans. Leitið því til Hans, hreinskilin og óttalaus, bróðurins milda, sem allt vald er gefið, er ávallt, á nótt sem degi, vakir, hlustar og heyrir ákall ykkar, óskir og bænir. Hann elskar sín litlu systkini og bíður þess, sem bróðir og vinur, að þið meðtakið ástúð Hans og aðstoð. Af engu gleðst Hann meir en að mega hjálpa ykkur, því að Frelsarinn er stóri bróðir bamanna. Að söngnum loknum, var aft- ur þögn og miklu lengri í þetta sinn. En á meðan heyrðist lág- vær tónlist sem úr fjarska, ljúf og sefandi. Þessari góðu þagnarstund gieymdi Jonni aldrei. Hún varð honum ekki aðeins ljúf minning, heldur einnig leiðsögn síðar á ævinni. Meðan á henni stóð, vissi hann þó naumast hvað gerðist, en seinna skírðist hún í minningunni og jók skilning hans, er hann eltist og þroskað- ist. Hvað var það sem gerðist? Hin algera kyrrð og ómar mildra tóna runnu saman í eitt, en jafnframt var til hans talað; karlmannleg en þýð rödd hvísl- aði í hugarleynum drengsins um Skaparann og verk Hans á jörð- inni, útlistaði fyrir honum feg- urð og mikilleik alls lífs, og nauðsyn þess að lifa og starfa í samræmi við þær leiðbeiningar er Guð hefur lagt í sálu sérhvers manns. Við köllum þær rödd samviskunnar, og þótt þessi rödd sé ekki hávær, segir hún okkur á hverjum tíma og við hvert tækifæri hvað er rétt, hvað er satt og hvað er gott. Ef við aðeins hlýðum því milda hvísli í hugans leynum, getum við orðið nytsamar og ham- ingjuríkar manneskjur, sjálfum okkur og öðrum til blessunar. Það er barist um okkur af öfl- um, sem við köllum ill og köllum góð, og hið illa getur veitt stundargengi, stundarnautn, jafnvel upphefð, en aðeins hið góða er fært um að veita okkur varanlega gleði, gæfu og frið. Allt þetta skynjaði Jonni litli á þessari ljúfu stund í Álfheim- um. Og það festist í minni hans þannig, að ekkert gat afmáð það. Honum varð það svo ríkt í huga að hann fylgdist lítið með því, sem eftir var af guðsþjón- ustunni. Á heimleiðinni var hann einnig þögull og hugsi, en spurði loks prestinn, er sat við hlið hans: „Kom Kristur líka til ykkar?“ Presturinn brosti góðlátlega og kinkaði kolli. „Já,“ svaraði hann. „Við köllum Hann reynd- ar öðru nafni á máli okkar, en persónan er hin sama. Hann kemur til allra skynsemi gæddra lífvera, ávallt og ævin- lega, ef þær vilja þýðast ástúð Hans og leiðsögn." Jonni hafði mikið að segja mömmu sinni, þegar heim kom, en oft vantaði hann orð til að útskýra þá reynslu, er hann hafði orðið fyrir. Hún virtist þó skilja hann furðu vel, og lagði ríkt á við hann að muna vel þau hollráð, er honum höfðu verið gefin. Aðeins einu sinni eftir þetta fékk Jonni að koma inn í Álf- heima, en það var daginn áður en hann fór úr sveitinni. Þá voru prestshjónin ekki heima, en börnin héldu honum veizlu og voru fjarska góð við hann. En öll voru þau dálítið angurvær yfir því, að leiðir þeirra hlutu að skilja. „Við hittumst nú allavega næta sumar!" sagði Jonni í huggunarskyni við þau og sjálf- an sig. En þau hristu aðeins höfuðið og Mahem svaraði honum: „Það verður því miður ekki. Pabbi hefur fengið annað prestakall, norður í landi, og við flytjum þangað í haust. — Það er óvíst að við sjáumst nokkurntíma aft- ur. En við munum ekki gleyma þér, og ég vona líka að þú minn- ist okkar.“ Jonni hitti þessi leiksystkini sín aldrei framar á lífsleiðinni. En hann mundi þau alla tíð og það, er hann hafði lært af kynn- ingunni við Huldufólkið. Hann gætti þess jafnan að fara eftir hollráðum þeim, er það hafði gefið honum, og þó að hann mætti ýmsum erfiðleikum á æviskeiði sínu, varð hann hinn mesti gæfumaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.