Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 2
Hlutverkaskipting kynjanna er eldgamalt fyrirbæri og barnsmóðurhlutverk konunnar ásamt likamsstyrk karlmannsins hafa átt mestan þátt í aö festa hana í sessi. A teikningunni sjást írayndaðir Cro-Magnon-menn koma allvígalegir heim af veiðum, þar sem konur og börn sýsla við matseldun. Cro-Magnon-maðurinn kom á eftir Neanderthal-manninum og er undanfari nútímamannsins. Tryggvi V. Líndal Barnsmóðurhlutverk kvenna: Undirstaða karlaveldisins Búast má við, að karlaveldið hrynji, þegar tækni okkar iðnvædda þjóðfé- lags nær því stigi, að líkamlegum erfiðisstörfum verði útrýmt, en ástæð- urnar fyrir karlaveldinu eru hinsvegar margar og nokkuð augljósar eins og bent er á hér Þegar mannfræðingar hafa borið saman hlutverk kvenna í öðrum þjóðfélögum en okkar eigin iðnvædda tækniþjóðfélagi, hefur það nær undantekningar- laust reynst vera konan sem sér mest um barnauppeldið og matreiðsluna. Þessi hlutverk virðast nátengd stöðu hennar sem hins valdaminna kyns, og virðast grundvallast á þeirri líffræðilegu staðreynd að það er konan sem elur barnið í líkama sínum á fósturskeiði þess. Er það rökfært á þessa leið: Olétt kona á óhægar um vik með að ferðast á milli staða en karl- maður, eða kona sem gengur ekki með barn. Þetta hefur svo leitt til þess, í flestum þjóðfélög- um, á flestum tímum, að það hefur oftar fallið í hlut karl- mannanna að fara í hinar lengri og fleiri nauðsynjaferðir út fyrir heimilið, en á því byggist yfir- burða valdastaða karlmannanna helst. Það féll hinsvegar eðlilega í hlut hinnar ófrísku konu að gegna þeim nauðsynjaverkum sem ekki kröfðust lengstu eða flestu ferðanna utan heimilis- ins, nefnilega eftirliti með börn- unum og matseld. Þar með var komin fram tals- verð hlutverkaskipting milli kynjanna. Þessi hlutverkaskipting fól í sér þann vankost fyrir konuna, að matseld og barnaeftirlit eru fremur tilbreytingarlítil og ein- hæf störf að jafnaði, og að því leyti leiðinlegri en veiði- og viðskiptaferðir karlmannanna. Auk þess að heimilisstörfin voru leiðinlegri, fylgdi þeim einnig minna vald. Karlmenn- irnir höfðu þar eftirfarandi að- stöðumun: í fyrsta lagi leiddi þeirra hlut- verk sem veiði- og viðskipta- manna til þess, að þeir fengu fjölbreyttari þekkingu og reynslu á umheiminum, en slík mennt er oftast máttur. í öðru lagi hjálpaði það karlmönnunum, að hver karl- maður var líklegur til að hitta fleiri karlmenn, á fleiri stöðum, svo karlmenn höfðu þar fleiri persónuleg sambönd og meiri samtakamátt. í þriðja lagi réðu karlmenn yfir megin viðskiptasamböndun- um og höfðu þannig úrslitaað- stöðu við öflun lífsnauðsynja. Þetta gátu þeir síðan notað sér í baráttu kynjanna, einfaldlega með því að hóta verkfalli. í fjórða lagi kom það í hlut karlanna, sem hins víðförlara kyns, að bera vopn til veiða á stórum dýrum og til varnar heimabyggðinni. Þessi vopn var hægt að nota gegn konunum. í fimmta lagi bauð starf karl- mannanna upp á meiri hvíld og afslöppun, bæði vegna þess að veiðar og viðskipti eru ekki stöð- ug, og vegna þess að þeir voru dreifðari, og því erfiðara að fylgjast með þeim. Atti þetta einnig að einhverju leyti við um jarðyrkjustörf. Voru þessi hlunnindi karlmanna vel þess virði fyrir þá, að verja með karlaveldismætti. I sjötta lagi er að nefna þá staðreynd að líkamlega eru karlmenn yfirleitt stærri en kvenmenn, og því betur fallnir til flestra líkamlegra áreynslu- starfa og íþrótta. (Ekki eru sér- fræðingar þó sammála um hvort þessi stærðarmunur kynjanna sé arfleifð mannsins sem spen- dýrs, eða hvort verkaskipting mannsins eftir kynjum hafi valdið þeirri þróun.) í sjöunda lagi má nefna þá einu andlegu yfirburði sem karlmenn virðast hafa fram yfir konur, að meðaltali, samkvæmt sálarfræðiprófum, en það er hæfileikinn til að meta þess konar fjarlægðarhlutföll sem reynir á þegar hlutum er kastað í mark. Hefur það getað orðið veiðimönnum og stríðsmönnum að liði, og hefur e.t.v. þróast í því sambandi. í áttunda og síðasta lagi hefur verið bent á, að karlmenn hafa notið góðs af því þegar ungbörn- um var fargað. í þjóðfélögum þar sem tíðkaðist að bera korna- börn út, eða farga þeim með öðr- um hætti, þá voru það oftar meybörn sem urðu fyrir barðinu á því. Virðist þetta vera eðlilegt val, ef tilgangurinn er að hindra offjölgun. Þar eð ein kona getur getið af sér miklu færri börn en einn karlmaður, á einni ævi, þá er árangursríkara að fækka konum en körlum til að halda fjölguninni í skefjum. Til dæm- is: Ef eitt meybarn er látið lifa, en tíu sveinbörn, þá getur sú kynslóð uppkomin aðeins getið af sér þau börn sem hin eina kona getur alið, segjum t.d. tíu börn. Ef hinsvegar eitt sveinbarn væri látið lifa, en tíu meybörn, þá gæti sú kynslóð uppkomin getið af sér eitt hundrað börn, þar eð hinn eini karlmaður gæti frjóvgað allar konurnar. Slík stefna í „barnaútburði" leiddi til þess, að karlmönnum fjölgaði á kostnað kvenna, en það stuðlaði í heild að valda- minnkun kvenna. Ég hef nú fjallað um hefð- bundna yfirburði karla í stórum dráttum, að því leyti sem þeir grundvallast á minnkun hreyf- anleika konunnar um með- göngutímann. Það hefur vænt- anlega ekki farið framhjá les- andanum að margt af þessu á enn við í okkar iðnvædda nú- tímaþjóðfélagi. Einnig mætti nefna ýmsa kosti sem konan hefur notið af þessari skipan mála. Ekki vil ég þó fara nánar út í þessa sálma að sinni, heldur gefa öðrum hérlendum mannfræðingum tækifæri til þess að kynna al- menningi þetta mál, ásamt til- heyrandi dæmum og heimildum. Ég vil í stað þess ljúka þessu stutta spjalli mínu á fagnaðar- erindi: í skrifstofustörfum nútímans standa konur næstum jafnt að vígi körlum, þótt þær séu ófrísk- ar öðru hvoru. Og þar eð valda- mestu störfin eru jú skrifstofu- störf, þá hefur hinni ævafornu aðstöðu karlmanna, sem byggð- ist aðallega á líkamlegum burð- um, verið að mestu hnekkt. Má því búast við að karlaveldið hrynji, þegar tækni okkar iðnvædda þjóðfélags nær því stigi, að líkamlegum erfiðis- störfum verður útrýmt, þ.e.a.s. ef eftirspurnin eftir kvenfólki til skrifstofustarfa verður þá svo sterk að hún verður þess megn- ug að vinna á úreltum hleypi- dómum beggja kynja gagnvart jafnræði. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.