Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 11
Þaðan héldu þeir svo til munkastofunnar, brutu hana upp og léku munkana líkt og aðra. Svo brutu þeir upp ábótastofuna, en þar var engi maður fyrir. Þarna brutu þeir upp allar hirzlur í leit að peningum og verðmætum, en mörg skilríki og skjöl eyðilögðu þeir, eða tóku undir sig og sáust þau aldrei framar. Að því búnu brutu þeir upp kirkjuna og rændu öllum dýrgripum hennar." Skammgóður vermir hjá Didrik og kóngsmönnum Hér var þó nokkuð að gert og ekki allt talið enn. Allt fólk í eyjunni var rekið í land á tveim- ur smábátum og hefur trúlega verið því fegnast að komast í burtu frá þessu illþýði. Síðan létu Didrik og hans menn greip- ar sópa um allt fémætt og höfðu að auki með sér á brott 20 uxa, 120 sauði og 7 lestir fiska. Allt var það að sjálfsögðu flutt til Bessastaða. Um ránið í heild eru annars engar skýrslur til, en kannski hefur eitthvað fémætt verið eftir, því Didrik skildi eftir fjóra varðmenn, þegar hann hvarf af vettvangi. Nú hafði Danskurinn fengið „blod pá tanden“ og stóð mikið til. Framundan var að ræna einnig klaustrin austur í Þykkvabæ og Kirkjubæ. Frá því er skemmst að segja, að sú ætl- an komst aldrei í framkvæmd, því Didrik og fylgdarmenn hans úr Viðeyjarför voru allir vegnir; sjö í Skálholti og tveir í Hruna. Ekki þótti beint mannskaði í þeim og fyrir dómi í Laxárholti 23. ágúst voru þeir allir dæmdir réttdræpir, en banamenn sýkn- ir. Var sá dómur staðfestur. Við þann úrskurð blossaði upp hefndarhugur hjá Viðeyingum. Gerðu þeir aðför að varðliðun- um fjórum, felldu þá alla og dysjuðu við Heljarkinn. Einn var þó eftir lifandi af mönnum Didriks; spurðist til hans suður á Vatnsleysuströnd, en Viðey- ingar létu sig ekki muna um smáferð þangað til að hafa af honum líftóruna. Arason reið þar hjá Ekki verður skilið svo við endalok Viðeyjarklausturs, að ekki sé getið kempunnar Jóns Arasonar, biskups á Hólum. Hefur honum þótt uggvænlegt að horfa upp á þá þróun, sem var í gerjun og þegar hann spurði klausturránið, varð hon- um vísa á munni: Sunnan aö segja menn Sundklaustur haldist laust, þýzkir gera þar rask þeigi gott í Viðey. Öldin hefur ómild Ála bruggað vont kál. — llndarlegt er ísland ef enginn réttir þess stétt. Áli sá er Jón nefnir þarna, er Alexíus ábóti í Viðey. I tveimur síðustu hendingunum má skilja, að Jóni þyki undarlegt, ef eng- inn hefni þessa. Lét hann verða Frh. á bls. 16. EF HJALMA — ÞÁ LÍKA SPELKUR Kristnir menn lifa undir þeirri kvöð að fyrirgefa náunga sínum, ef hann veit ekki hvað hann gerir. Ekki veit ég með vissu, hvort stjórnmálamenn heyra undir þetta boðorð, en þó hlýtur það að vera, annars væri þeim tekið að fækka. Því nefni ég þetta boðorð hér, að ég þarf á því að halda vegna laga, sem Alþingi setti 1981 (nr. 55), þar sem leyfðar eru hjólreiðar á gangstéttum. Alþingismenn eru jafn- sjaldséðir fótgangandi og hvítir hrafnar og ég trúi því, að þeir hafi ekki vitað, hvað þeir voru að gera. Ein helzta forsendan fyrir Iögunum var sú, að reykvísk- um unglingum væri mikil og bráð þörf á aukinni hreyf- ingu á þessari bílaöld og þeir fengjust líklega fremur til að hjóla en hlaupa sér til heilsu- bótar, ekki sizt, ef þeir fengju að hjóla á gangstétt- um. Auk þess að vera heilsu- ræktarlög hafa lögin þann kost, að þau koma til með að jafna slysum niður á fólk réttlátar en verið hefur, þau dreifast á fleiri. Nú verður það ekki lengur bílafólkið útá akbrautunum sem tekur á sig nær öll umferðarslysin heldur einnig börn og gam- almenni uppá gangstéttinni. Unglingarnir, mest strák- ar, því að enn eru þeir nú frakkari til mannrauna og ævintýra en stelpur, flykkt- ust út á gangstéttirnir strax og þeir fréttu um hjólreiða- lögin, svo sem til var ætlazt. Mörgum unglingi fannst greinilega spennandi að stefna á fullri ferð á vegfar- anda og sjá á honum skelf- ingarsvipinn og snarbeygja, þegar komið var fast að manninum. Maður hefur heyrt því fleygt, að unglingar séu mis- jafnir að innræti eða af upp- eldi, þeir sem vilja heldur hafa það svo, líkt og fullorðið fólk, en lofi innræti sínu að leika meir Jausum hala en fullorðnir gera. Svo virtist, sem einhverjirþeirra ungl- inga, sem maður heyrir að félagsfræðingar, kennarar og lögreglumenn séu að glíma við, hafi fengið hjól og farið að hjóla eftir lögunum, nema horft framhjá fyrirmælum um að hjólreiðamönnum beri skylda til að sýna gætni. Það efa ég ekki, að þeir alþing- ismenn, sem að lögunum stóðu, verða hissa og von- sviknir, þegar þeir frétta að þetta ákvæði hafi ekki verið virt af öllum unglingum. Fyrsta hjólreiðaaldan gekk tiltölulega fljótt yfir. Það reyndist erfitt að hjóla, brekkur margar í bænum og það varð að fara upp þær til þess að geta spanað niður, en það var mest gamanið. En svo komu gírahjólin og þá horfði nú til bóta um erfiðið, þótt um leið hafi þá hallað á heilsuræktina. Fyrsta aldan leið hjá stór- slysalítið en vissulega ekki án slysa, þau hafa ekki öll verið tíunduð í lögreglu- skýrslum. Það er heldur að þeir á slysavarðstofunni geti einhverja hugmynd gert sér um fjölda meiðsla þennan stutta tíma, sem enn er um að ræða í hjólreiðum á gangstéttum. Fótgangandi fólk fékk sem sé smjörþefinn af því, sem koma myndi, þegar hjól- reiðamennirnir væru komnir almennilega í gang. Mér eru sérstaklega minn- isstæð tvö atvik, sem ég held aðgeti bent til þess sem verði almennt eftir þessum lögum. Það var gömul kona á ferð á Laufásveginum og gekk norður gangstéttina að aust- anverðu. Ég var á sömu gangstétt á leið suður. Nú verður það að á móti mér, en á eftir gömlu konunni, koma fjórir hjólandi piltar. Þar sem ég sá til þeirra steig ég út á götuna, en gamla konan varð ekki pilt- anna vör. Þeir hjóluðu fram- hjá henni sitthvoru megin og hún stóð grafkyrr á meðan. Þegar strákarnir voru allir komnir framhjá gömlu kon- unni, gekk hún upp að garð- vegg og hallaði sér upp að honum, svo að ég gekk til hennar og spurði, hvort eitthvað væri að henni. — Nei, sagði gamla kon- an, ég er bara að jafna mig svoldið, mér brá svo voða- lega, þegar pilturinn kom allt í einu aftan að mér og straukst svo mig á hjólinu, ég átti mér einskis von, og stóð svo þarna bara stjörf á miðri götunni, þorði ekki að hreyfa mig. I annað skiptið var ég á leið eftir Bústaðaveginum. Þá voru einar fjórar hræður á ferð fótgangandi austan við Réttarholtsveginn. Spölur var á milli þessa fólks, og var ég síðastur í röðinni. Þá koma brunandi nokkrir unglingar á hjólum austur eftir gangstéttinni. Sá fyrsti reiddi stelpu með sér og hann var geysiklár, þræddi á mikilli ferð á milli mannanna, sikk-sakkaði, hinir komu svo hver af öðr- um, og hafa eflaust ætlað að leika sama leikinn, þræða sitt á hvað milli fólksins. Það var náttúrlega dálítið skemmtilegt, að svinga sér þannig, þeim varð þó ekki að þessari skemmtun nema þeim fyrsta og þeim næsta, þá höfðu þessar fótgangandi hræður forðað sér; ég og annar til uppí brekkuna, en hinir tveir útá götu, sem er þó ekki árennilegt á Bústaða- veginum, en þann kostinn völdu þeir nú heldur. Umferðarmálanefnd trúi ég nefndin heiti, sem var að ræða umferðarmál í sjón- varpinu fyrir skömmu. Þar bar á góma hjólreiðar á gangstéttum en menn reynd- ust áhyggjulitlir af fótgang- andi fólki og stjórnandinn, eflaust ein af þessum gáfuðu kvenverum nú, sem fæðast með alla þekkingu og þurfa ekki að afla sér hennar með sama hætti og við karlar höfum þurft, flýtti sér að spyrja: — En hvað um hjálma, þurfa hjólreiðamenn ekki að nota hjálma ? Jú, rétt er það hjá stúlk- unni, það er betra að einn slasist en tveir og betra að unglingurinn á hjólinu sleppi en gamlinginn á stéttinni, sem á skammt eftir hvort eð er. Það var óneitanlega dálít- ið stingandi hugsun sem fólst íþessu, að umræður um hjólreiðar á gangstéttum skyldu strax taka að snúast um hjálma á hjólreiðamenn- ina, sem sagt höfuðáherzlan lögð á að finna vörn fyrir slysavaldinn, gera hjólreiða- manninum öruggara að hjóla á vegfarandann. Auðvitað eru hjólreiðamenn sjálfir í hættu á gangstéttum og ekki sízt unglingar, sem hættir til bæði viljandi og óviljandi að fara óvarlega, en ég vil skilj- anlega að eitthvað sé hugsað til hins, sem fyrir hjólinu verður. Þó finnst mér þessi nýja stefna að útbúa slysa- valdinn sem bezt, mjög at- hyglisverð. Ég vil í þessu efni minna á unglingana á hraðbátum hér úti í Flóanum. Þar eru trillu- karlar á færum eða undir netum, sem gætu orðið fyrir hraðbátapiltunum og slasað þá. Væri ekki rétt að hrað- bátagörpum væri gert að hafa stálstefni á bátum sín- um ? Þá er það nú svo, að þessi skotfaraldur, sem gengur yfir heiminn, berst eflaust hingað eins og aðrir faraldrar og þá væri gott að tiltæk væru lög, sem skyld- uðu þann, sem hefði í huga að skjóta annan mann, að vera í skotheldu vesti. Skotið gæti hlaupið afturúr byss- unni. Ég er enginn sérfræðingur í að slasa gamalt fólk né fót- gangandi fólk yfirleitt, þó ég sé að skipta mér af þessu, og ætla mér ekki að betrum- bæta aðferðir Alþingis eða umferðarmálanefndar í þeim efnum, en ég leyfi mér þó að gera þá tillögu af því nú er nýliðið ár gamlingjanna, að þeir verði skyldaðir til að kaupa sér spelkur um leið og hjólreiðamennirnir hjálma. Mér finnst ekki sanngjarnt að fótgangandi fólki sé ekki gert að hafa uppi neinar varnir, þegar hjólreiða- mennirnir verða skyldaðir til að vernda sig. Þessa tillögu vil ég að um- ferðarmálanefnd, sem virðist verðugur fulltrúi Alþingis í umferðarmálum fótgang- enda, taki til athugunar. Ásgeir Jakobsson. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.