Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 6
farið sem undrabarn, heldur átti að halda honum við hljóðfærið með öðrum og venjulegri hætti. Sá sem var valinn til þessa verks hét Heinrich Barth og var prófessor við tónlistarháskóla í Berlín. Hann var sextugur að aldri, þrjár álnir á hæð og ógnvekjandi og Rubinstein minnist hans með engri hlýju í ævisögu sinni. Venjulegt skóla- nám var falið í hendur dr. Theo- dor Altmann og Rubinstein get- ur ekki nógsamlega lofað hand- leiðslu hans og gefur honum þann vitnisburð að hann hafi uppgötvað allt sem leyndist í sér. Að vísu bar þann skugga á að Rubinstein segist hafa verið ómögulegasti stærðfræðinem- andi sem fæðst hafi á jörðinni. Drengurinn bjó hjá pólskri ekkju og dætrum hennar þrem- ur, sem allar voru að gutla við tónlist og Berlín sjálf var að verða stórborg með auðugu menningarlífi, leikhúsum og frábærum tónlistarflutningi. Arthur Rubinstein ásamt Anielu konu sinni við bústað þeirra á Marbella á Spáni. Hér er hann „aðeins" 83 ára og átti eftir að yfirgefa þessa konu og taka upp samband við aðra síðasta sprettinn. þeim konum, sem koma við sögu á æviferli Arthur Rubinsteins, enda sagði hann á gamals aldrí, að 90 prósent af áhugamálum sínum hafi verið konur. Samt var hann mikill lestrarhestur og bókmenntaunnandi og bestu vinir hans voru ekki síður úr hópi þeirra sem fengust við aðr- ar listgreinar en tónlist, enda er það sannast sagna að oftar en ekki andar heldur köldu til ann- arra tónlistarmanna — og þó einkum píanóleikara — í ævi- sögu hans. Arin liðu, Rubinstein sagði skilið við Barth og kennslu hans. Sjálfstæðum tónleikum fjölgaði og gagnrýnendurnir luku miklu lofsorði á hann. T.a.m. fékk hann mjög loflega dóma fyrir að leika píanókon- serta Mozarts. Joachim hvatti hann til að læra ensku og frönsku og í Póllandi eignaðist hann nýjan vin, Paul Kochanski, sem var gyðingur og afburða fiðluleikari. Þeir léku saman kammertónlist og vináttu þeirra og samleik er það ekki síst að þakka, hvað Rubinstein varð frábær í að leika kammertón- list, enda var það iðja þeirra og gleðigjafi dögum og vikum sam- an. Á þessum árum kynntist Rubinstein pólska tónskáldinu Karol Szymanovski sem var nokkrum árum eldri en hann og síðar átti hann eftir að kynna mörg verk hans og koma honum þannig á framfæri. Um þetta Skömmu fyrir jólin — 20. des- ember síðastliðinn — andaðist Arthur Rubinstein í Genf í Sviss, tæpra 96 ára gamall. Hann var orðinn nær alblindur og hættur að halda opinbera tónleika, en það gerði hann fram um nírætt. Samt naut hann þess að lifa til síðasta dags, fagnaði hverjum nýjum degi hvort sem hann færði honum sorg eða gleði. Hann unni lífinu hugást- um og af því sagðist hann vera hamingjusamasti maðurinn á þessari jörö. í eftirfarandi lín- um verður drepið á nokkur at- riði í lífi hans og listferli, en þeim sem vildu fá meira að heyra skal bent á tveggja binda ævisögu hans sem var metsölu- bók fyrir nokkrum árum, enda segir hann frá af miklu hisp- ursleysi og margt hefir borið við á langri leið þó að fátt eitt verði tíundað hér. Arthur Rubinstein fæddist 28. janúar 1887 og var lang- yngstur 7 systkina. Foreldrar hans voru gyðingar og áttu heima í Lodz í Póllandi, sem var í þá daga mikil iðnaðarborg, þar sem gyðingarnir voru drifkraft- urinn og það var gyðingasamfé- lag sem drengurinn ólst upp í. Ekki bar neitt á tónlistarhæfi- leikum hjá ættfólki Rubinsteins, en hann var ekki gamall þegar í ljós komu óvenjulegir tónlist- arhæfileikar hjá honum, og þeg- ar systir hans var í píanónámi, fylgdist hann með af áhuga og fyrr en varði gat hann spilað fjórhent með kennara systur sinnar. Faðir hans vildi að hann lærði á fiðlu, en úr því varð ekki, en fjölskyldan leitaði ráða hjá fiðluleikaranum Joseph Joach- im í Berlín þegar drengurinn var á 4. ári. Joachim lét dreng- inn leysa ýmsar þrautir á hljóðfærið og sagði móður hans og systur, að drengurinn gæti orðið mjög mikill tónlistarmað- ur, en ráðlagði þeim að neyða hann ekki í tónlistarnám, en koma með hann til sín þegar hann hefði þroska til og hann skyldi sjá um tónlistaruppeldi hans. Þettá gekk allt eftir. Rub- instein og fjölskylda hans flutt- ist til Varsjár, þar sem hann hélt áfram tónlistarnámi, lærði að dansa og varð áStfanginn í fyrsta sinni á ævinni. Hún hét Mania og var með hrafnsvart hár, fallega fætur og augu eins og persnesk prinsessa. Hann var í sjöunda himni þegar hann dansaði við hana og hún skynjaði hvað bjó innra með honum og kyssti hann stundum, þennan litla dreng sem lék svo fallega á píanó. En tónlistin kallaði. Móðir hans fór með hann til Berlínar og Joachim tók að sér að veija honum kennara og skipuleggja nám hans. Hann lagði blátt bann við, að með drenginn yrði Nú kom sú stund að Joachim Arthur Rubinstein, einn af fremstu píanóleikurum heimsins, er látinn á tíræðisaldri. Honum var tónlist í blóð borin og hann helgaði henni allt líf sitt - og það var á ýmsan hátt stórkostlegt líf, því hér var enginn meðalmaður á ferðinni. ákvað að láta drenginn koma fram opinberlega. Rubinstein lék píanókonsert í A-dúr eftir Mozart og Joachim stjórnaði; á eftir fylgdu fleiri tónleikar. Líf- ið varð bjartara og nú fóru kossmjúkar kvennavarir að valda honum andvökunóttum og breyta tilverunni. í ævisögu sinni greinir Rubinstein frá fjölmörgum og tilbrigðaríkum ástarævintýrum. Fyrir honum voru konur aðeins ástamál. Fal- leg kona vakti alltaf athygli hans. Hálfníræður sagðist hann enn snúa sér við á götu til að horfa á konu með fallega fót- leggi eða frítt andlit. Og níræð- ur sagðist hann enn heillast af konu með fallegt hár, einfald- lega af því hún væri kona. Hann hefði getað kvænst hvaða heimskri konu sem væri, sagði hann, aðeins af því hún væri kona, og hann vissi að þar væru brjóst að finna og hann hefði haft gríðarlegan áhuga á að vita hvort þau væru lítil, stinn og brjóstvörturnar svartar, rós- rauðar eða eldrauðar, þegar kjóllinn félli og afhjúpaði leyndardóminn. Það yrði stór og fallegur hópur ef hægt væri að safna saman á einn stað öllum Arthur Rubinstein eins og hinn frægi Ijósmyndari Kars í Ottawa ljósmyndaði hann meðan píanósnillingurinn var á miðjum aldri. Nokkuð af kappanum dregið, enda er myndin tekin á síðasta aldursári hans, þegar sjónin haföi brugðist. Hélt yfir 100 hljóm- leika á ári - að jaftiaði 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.