Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 12
Eftir lain McAsh Aðdragandinn að kvikmynd- inni „Síðsumar" (On Golden Pond) minnir mig á þann tíma, þegar hin glæsilega Katharine Hepburn var að koma til upptö- ku á kvikmynd í nágrenni við mig í Suður-London-skóglend- inu, þar sem ég var vanur að viðra hundinn minn á sunnu- dagsmorgnum handan gamla skuggalega hússins á Syden- ham-hæð. Þetta var fyrir um það bil níu árum, þegar verið var að vinna að töku útiatriða kvikmyndar- innar „A Delicate Balance" eftir Edward Albee í allra næsta nágrenni við heimili mitt. Það var því miður enginn hávirðu- legur Henry Fonda til staðar við þetta eftirminnilega tækifæri, en eins og til að bæta þar um, voru þarna aðrar frægar kvik- myndastjörnur: Paul Scofield, Lee Remick, Joseph Cotten, Kate Reid og Betsy Blair. Og á hverjum einasta degi í þessar þrjár vikur ók Katharine Hepburn að „The Wood“ (en það var nafn hússins), sitjandi í aft- ursætinu í lúxusbílnum með einkabílstjóra við stýrið, og hún gæddi sér á óteljandi karamell- um á leiðinni. Þar sem þetta er svefnhverfi, voru það ekki svo ýkja margir, sem voru á ferli og sáu til ferða hennar. Aldraðir íbúar hverfisins, sem mundu eftir „The Wood“ á fyrri vel- mektardögum þess, stöldruðu við hjá garðhliðinu, en virtust ekki þera kennsl á þetta fræga aðkomufólk, sem ruðst hafði þarna inn í hversdagslíf þeirra. Þegar mér núna veröur litið aftur í huganum til þessa tíma, verður mér allt í einu ljóst, að um vissan skyldleika er að ræða milli hlutverka Katharine Hep- burn í báðum kvikmyndunum. Erfiðleikarnir, sem bundnir eru því að komast á elliárin og mæta hrumleika þeirra, valda heilmiklu ölduróti, svo ekki sé minnst á boðaföllin á lygnu yfir- borði „Gulltjarnarinnar". Eftir að hafa hlotið Óskars- verðlaunin þrisvar sinnum fyrir bestan leik í kvenaðalhlutverki („Morning Glory“ 1933, „Guess Who’s Coming to Dinner" 1967, „The Lion in Winter" 1968) hlotnaðist Katharine Hepburn fjórði Óskarinn fyrir leik sinn í hlutverki hinnar öldruðu en ennþá mjög ernu Ethel Thayer í kvikmynd Mark Rydells „Síð- sumar" („On Golden Pond“). Þrenns konar bíógestir Katharine Hepburn, sem nú er orðin 72 ára, komst að raun um það, meðan á skammri dvöl hennar í Suður-London stóð, að aldurinn hefur sín áhrif á skoð- anir manna, og það mjög svo. Á Spencer Tracy var mótleikari Katharine Hepburn ( fjölmörgum kvikmyndum. Hér sjást þau í einni beztu myndinni, sem þau léku saman í, „Án ástar“ (Without Love) frá árinu 1945, en það var Harold Bucquet, sem leikstýröi þeirri mynd. Gróft smekkleysi „Núna eru þessi eftirlætisgoð kvikmyndagagnrýnendanna komin til skjalanna fyrir al- vöru,“ heldur hún áfram, „þessir svokölluðu „djörfu" kvikmynda- leikstjórar. Það eru gagnrýn- endurnir, sem hafa skapað þessa menn. Við lifum og hrærumst í heimi kvikmyndaleikstjóranna, og þeir hafa uppgötvað klámið. Ég dreg mjög í efa þetta há- fleyga þvaður um siðferði, sem margir þeirra þykjast hafa til að bera. Það verkar afsiðandi á áhorfendur — er rangt og sið- Arið 1935 lék Katharine Hepburn í kvikmyndinni „Sylvia Scarlett“ undir stjórn eftirlætis leikstjóra síns, George Cukor. í þessari mynd kom hún fram dulbúin sem ungur piltur. þeim tíma lét hún eftirfarandi orð falla um einmitt þetta efni: „Þegar ég var tuttugu og tveggja ára, lék ég í leikriti í New York og fannst þá allt vera mjög spennandi. En aldurinn mótar skoðanir manns, eftir því sem aldurinn færist yfir, verða vandamálin miklu alvarlegra eðlis. Áhorfendur eru nú á dögum mjög sundurleitir, að því er áhuga þeirra varðar; það er dekrað við þá með útspekúler- uðum, æsandi kvikmyndum og með klámmyndum. Það eru heilu skararnir af bíógestum, sem beinlínis falla fyrir slíkum myndum. Svo er líka stór hópur alltaf á höttunum eftir róman- tískum kvikmyndum. Enn einn hópur kvikmyndaáhorfenda er svo sá, sem krefst einhvers sér- staks af kvikmyndinni, ein- hvers, sem höfðar meira til vits- munalífsins. Því fólki ofbýður hreinlega að fara í háttinn með öllum þessum stjörnum á kvik- myndatjaldinu. Menn eru orðnir dauðleiðir á því. Þeir vilja fá sannfærandi kvikmyndaefni, eitthvað sem heldur þeim and- lega vakandi." „Jafnvel stórlaxarnir eru horfnir, gleymdir og grafnir" Um Katharine Hepburn, sem unnið hefur Oskarsverðlaun fjórum sinnum, nú síðast í „Síðsumri“r þegar hún var 72 ára SI. ár hefur Katharine Hepburn sett eins konar met með því að vinna Óskarsverð- launin í fjórða skipti (áður hafði hún fengið Óskarinn árið 1933 fyrir „Morning Glory“, árið 1967 fyrir „Guess Who’s Coming to Dinnér“ og næsta ár þar á eftir, 1968, fyrir hlutverk sitt í „The Lion in Winter“) fyrir frammistöðu sína í „On Golden Pond“ eða „Síðsumri", sem leikstýrt var af Mark Ryd- ell og Jane Fonda lék einnig eitt aðalhlut- verkið í. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.