Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 7
leyti var hann mikið í Varsjá og lifði fjölskrúðugu lífi við tónlist og aðrar unaðsemdir sem lífið hafði á boðstólum. Síðan lá leið- in til Parísar til að halda þar tónleika og þar með var hin mikla sigurganga hafin, sem entist ævilangt, þó að á ýmsu gengi. Einu sinni var hann að því kominn að svipta sig lífi, en á eftir fannst honum aldrei jafn dýrlegt að lifa. Pyngjan var að vísu oft raunalega létt, en lífið hafði sína töfra fyrir það. Tónleikaferðirnar urðu fleiri og fleiri. Hann fór til Englands, Spánar og Italíu, vestur um haf, en sú ferð færði honum ekki þá frægð sem hann dreymdi um. Seinna ferðaðist hann til Suð- ur-Ameríku og vakti þar mikla hrifningu. Hann kynntist mörg- um helstu tónskáldum og tón- listarmönnum síns tíma. Auk Szymanovskis, kynntist hann Saint-Saens, Ravel, Stravinski og Villa-Lobos og lék verk þeirra, en sú tónlist sem kemur þar á eftir hefir ekki orðið með- al viðfangsefna hans. T.a.m. hefir hann ekki leikið verk eftir Béla Bartók. Þetta kemur einnig til af því að Rubinstein hefir leikið yfir 200 konserta á ári í áratugi. Þess vegna hefir hann nær eingöngu leikið sígilda róm- antíska tónlist á efnisskrám sín- um. Hann segist geta lært verk eftir Beethoven og Mozart á 2 dögum, Brahms á 3 dögum og Chopin á 5 dögum. í 60 ár hefir hann leikið sviplíkar efnisskrár, þar sem er að finna verk eins og Appassionata eftir Beethoven, Carneval eftir Schumann og verk eftir Chopin. Þótt undar- legt megi teljast voru tónsmíðar eftir Mozart tiltölulega sjaldan á efnisskrám Rubinsteins, enda þótt hann mæti Mozart mest allra tónskálda. Hann lét sér þau orð um munn fara, að Moz- art geti sagt meira með nokkr- um nótum en Beethoven með heilli sónötu, en hann telur þó að Beethoven hafi verið mikill byggingarmeistari í tónlistinni og sem slíkur hafi hann verið öllum fremri, en Mozart geti fyllt sálina með einu stefi og sama gildi um Schubert. Sú tónlist geti snortið hann, svo að honum vökni um augu. Rubin- stein segist líta á sjálfan sig sem millilið milli hinna miklu snill- inga eins og Bachs, Beethovens og Mozarts og hljómleikagest- anna. Þessi tónlist hljómi hið innra með honum, svo að hann þarf alls ekki að hlusta. Hann geti legið í rúmi sínu og notið þess í einrúmi án þess nokkuð hljóð heyrist hið ytra, en þessari tónlist verði hann að koma til tónleikagestanna og til þess noti hann hæfileika sína að leika á píanóið. I þessu sambandi víkur hann að Chopin og tónlist hans og segir, að enda þótt hann standi hvergi nærri jafnfætis Mozart og Beethoven, þá hafi Chopin haft undraverða þekkingu á möguleikum píanósins. Þegar hann setjist við hljóðfærið og leiki verk eftir Chopin, taki hljóðfærið að blómstra, en hjá Mozart og Beethoven hafi það verið tæki til að koma hug- myndum þeirra á framfæri. Sjálfur njóti hann þess að leika Frh. á bls. 16. Reyr-húsgögn í baöher- bergi frá versluninni Lín- unni hf., Hamraborg 3. Þetta baöherbergi er búiö ítölskum reyr-húsgögnum. Eins og sjá má er þetta léttur, nýtískulegur stíll en þó vel vandaö til vinnu og efnis. Efniö er askur og slípaöur reyr bundinn meö leöri. Hægt er að fá þetta í Ijósum eöa dökkum lit; fleiri litir eru til en þá þarf aö panta sérstaklega. Hver eining í þessari sam- stæöu er seld stök og má því haga kaupum eftur efnum og ástæöum hvers og eins. Verö á veggskáp er kr. 2.017 (45x22, hæð 75 cm), spegill 70 cm í þvermál kostar kr. 1.123, hilla (75x14 cm) kr. 643, hilla (55x14) verö kr. 549, handklæöaslá kostar 544 krónur, vaskskáþur (75x60) verð kr. 2.455, skápur (80x37) kr. 3.270, kollur kostar kr. 743 og óhreinatauskarfa kr. 1.519. Handlaug fylgir ekki en fella má flestar al- gengar geröir f borö vaskskápsins. Reyr í baðherbergi Hreinlæti og heilsurækt Hreinlæti og heilsurækt eru nátengdir þættir í viðleitni fólks til að njóta vellíðunar. í þeim tilgangi hafa gufuböð verið iðkuð að fornu og nýju. Þær heilsuræktarstöðvar sem bjóða þessa þjónustu eru vel sóttar og vinsælar af almenningi, en nú fer í vöxt að hafa gufubaösklefa á einkaheimilum og í sambýlishúsum einnig. Hér er finnskur Joutsen-baðklefi frá Finnsauna Lagerholm, sem er stærsti útflutningsaðili á þessum vörum í Finn- landi. Þessi baöklefi kemur í tveimur stærðum: 164x209 sm, verð kr. 21.495, og 209x209 cm, verð kr. 23.226. Efnið er 4,2 sm þykk fura, sem ekki þarf að einangra. Sauna-bekkirnir eru úr abachi-viði en hann hitnar ekki. Minni klefinn tekur 4 persónur í sæti en sá stærri 5 manns. Hæð klefanna er 2 metrar. Mjög auðvelt er að setja klefana upp en plankarnir falla í þar til gerð gróp hver ofan á annan svo þétt að ekki er um neitt hitatap að ræða. Ofn í minni klefann kostar 6.570 krónur en í þann stærri kr. 6.980. Sauna-ljós fylgir ekki en kostar 1.044 krónur. Vilji fólk hafa baö-stemmninguna fullkomna munar ekki mikið um fötuna en hún kostar 291 krónu og ausan 151 kr. Joutsen-baðklefarnir ásamt ofnum og öðru lílheyr- andi fást í Byggingavörudeild SÍS, Suðurlandsbraut 32. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.