Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 13
laust. Það er alveg sama hver það er, þessi óhroði smeygir sér inn hjá manni og verkar kitl- andi. Þetta er selt dulbúið í ein- hvers konar gatslitnum menn- ingarblæjum. Ég held, að heil- margir af þessum kvikmynda- gagnrýnendum séu gervimenn- ingarvitar. Sumt af því rudda- lega smekkleysi, sem viðgengst á kvikmyndatjaldinu nú á dög- um, er alveg ótrúlegt!" Það hefur löngum verið litið á Katharine Hepburn sem upp- reisnargjarna menntakonu, sem varðveitt hefur tilfinningaríka einstaklingshyggju sína. Aðeins nánustu vinir hennar voga sér að kalla hana „Kate“ eða „Katie", en samt dá jafnt sam- leikarar hennar sem tæknimenn í myndatökuhópnum hana og virða. Von og bjartsýni „Ég hef aldrei fundið fyrir neinum reglulegum mun á því að leika í kvikmynd eða á sviði," heldur hún áfram. „Mér líkaði þó betur við kvikmyndir, af þeirri einföldu ástæðu, að það er unnið að þeim að degi til, í stað þess að þurfa að vinna á kvöldin. Utiatriði kvikmyndar gefa manni oft tækifæri til að aðlag- ast umhverfinu tilfinningalega, í stað þess að koma „óupphitað- ur“ og óforvarendis til upptöku í sviðsmynd í kvikmyndaiðjuver- inu. Náin þekking á umhverfinu getur skipt sköpum fyrir tján- ingu leikarans. Það er að vísu ekki svo mikill tæknilegur munur á því að leika á leiksviði og í kvikmynd. Spenc- er Tracy fann heldur aldrei fyrir slíkum mun. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það aldrei hið sama að horfa á ljósmynd og að sjá persónuna holdi og blóði klædda beint fyrir framan sig á leiksviðinu. A leiksviðinu verður maður að beita sér meira per- sónulega heldur en í kvikmynd- um. Ég held, að ég sé mjög bjart- sýn að eðlisfari, og eitt er víst, að mér líkar ekkert, sem er niðurdrepandi. Af þessum sök- um er ég hrifnari af leikritum og kvikmyndum, þar sem vonin er snar þáttur. Mér finnst mannkynið vera svo merkilegt." Svona játningar eru harla einkennandi fyrir Katharine Hepburn og varpa skíru ljósi á skapgerð hennar. Ef til vill er það einmitt þess vegna, að börn- um finnst eins og eftirlætis- frænka þeirra sé komin í heim- sókn, þegar þau eru samvistum við Katharine Hepburn. „Ég komst að því fyrir löngu, að maður verður sjálfur að kynnast því af eigin raun, um hvað hlutirnir snúast hér í líf- inu. Viðhorf mín til lífsins eru björt, og mér tekst venjulega að sjá björtu hliðarnar við flestar aðstæður." Þýðingarmikió, að áhorfendur kunni skil á efni myndarinnar Katharine Hepburn hefur löngum verið kunn fyrir að vera Joseph L. Maniewicz gefur þeim Montgomery Clíft og Katharine Hepburn góöar ábendingar viö töku eins atriðis í kvikmyndinni „Suddenly, Last Summer" (1959). Hepburn lék þar hlutverk auðugrar frænku frá Suðurríkjun- um og ætlar að passa upp á tengdadóttur sína, sem fengið hefur þann dóm að vera rösklega hálfgeggjuð. Efnisþráöurinn ætti annars ekki að koma neinum á óvart, því höfundur verksins er Tennessee Williams. Katharine Hepburn f kvikmynd- Katharine Hepburn og John Wayne tóku alg dável út saman í kvik- inni „The African Queen“, þar myndinni „Rooster Cogburn" (1975), leikstýrt af Stuart Miller. sem hún lék trúboða, sem lendir í hinum mestu hrakningum á flótta undan þýzkum hermönnum í fyrri heimsstyrjöldinni. Katharine Hepburn og Jane Fonda í hlutverkum sín- um í Óskars- verðlauna- myndinni „Síð- sumar“. Ég hef aldrei unnið eingöngu peninganna vegna, og veit, að ég hef verið fjarska heppin, því ég hef alltaf verið tilbúin að stilla kaupkröfum mínum í hóf í sam- ræmi við allar aðstæður þess verks, sem ég hef verið að leika „Maður getur ekki horft fram hjá gæðunum“ „Þegar ég var fyrir nokkrum árum með í söngleiknum „Coco“ á Broadway, hefði ég ósköp vel getað fengið 15 til 20 þúsund dali á ári, en ég kærði mig ekki um það. Ég vil fyrst og fremst fá að vera með í einhverju veiga- miklu verkefni á sviði eða í kvik- mynd, og þá geng ég líka beint heldur hirðuleysisleg í klæða- burði, <fg enn þann dag í dag klæðist hún helst af öllu síðbux- um utan vinnutíma. Bjartsýnt viðhorf hennar og aðlaðandi við- mót vekur yfirleitt mikið sjálfs- traust með því fólki, sem starfar með henni. Hún játar fúslega, að hún hafi nú orðið fremur lítinn áhuga á, hve mikið hún beri úr býtum fyrir vinnu sína sem leikkona. „Ég get ekki haldið því fram, að peningar freisti mín í raun og veru,“ segir hún. „Ég hef alltaf verið reiðubúin til að vinna fyrir lægra kaup, þegar fjárhagsáætl- un einhverrar kvikmyndar var mjög knöpp og úr litlu var að spila. Ég er ósköp óhagsýn í þeim efnum; fyrst legg ég mig fram við vinnu mína í leikriti eða í kvikmynd og tek svo fjár- málaáhyggjurnar fyrir á eftir. Henry Fonda hlaut óskarsverðlaunin trá bandarísku kvikmyndaaka- demíunni fyrir beztan leik í karlhlutverki og Katharine Hepburn ffyrir beztan leik í kvenhlutverki árið 1982 í kvikmyndinni „Síösumar", undir leikstjórn Marks Rydells. til verks og leik í því. Ég veit svo sem mjög vel, að sumar þessara kvikmynda, sem eru kostnaðar- minni í framleiðslu, seljast ekki eins vel og fokdýrar stórmyndir, af því að þær hafa ekki sama fjárhagslega styrkinn á bak við sig og stórmyndirnar. En samt geta þær haft mikið listrænt gildi. Mergur málsins er sá, að maður getur ekki horft framhjá sjálfum gæðunum. Áhorfendur kvikmyndar eða leikrits verða að hafa fengið staðgóðar upplýsingar um verkið í tæka tíð áður en sýn- ingar hefjast. Fyrir mörgum ár- um, þegar ég ferðaðist um með leikhópi, og við sýndum „Sem yður þóknast", var aðsóknin góð, sýningin naut mikilla vinsælda og við stórgræddum á fyrirtæk- inu. Seinna misheppnaðist sýn- ingarferðalag með „Storminn" af því að við höfðum ekki aug- lýst sýningarnar nægilega vel fyrirfram. Það er alveg bráðnauðsynlegt að fara á stúfana og láta mögu- lega áhorfendur vita um það í tæka tíð, hvaða verk sé í vænd- um. Katharine Hepburn lýsir nýj- asta kvikmyndahlutverki sínu í „Síðsumri" („On Golden Pond“) þannig, að það sé aðallega „heillandi samskipti tveggja manneskja, sem hafi elst hlið við hlið“. Svo furðulegt, sem það má virðast, er þetta í fyrsta sinn, sem hún leikur á móti Henry Fonda. Hitt kom svo minna á óvart, að þessi kvikmynd var til- nefnd til Óskarsverðlauna á tíu sviðum, þar á meðal til verð- launa sem besta mynd ársins. Myndin fékk svo verðlaun fyrir besta leik í karl- og kvenhlut- verki og gengu þau verðlaun til þeirra Henry Fonda og Kathari- ne Hepburn. Samferðafólkið tekið að týna tölunni Katharine, sem er fædd í Hartford, Connecticut, fyrir 72 árum, segist nú orðið sakna mjög allra þeirra mikilhæfu karla og kvenna sem voru sam- ferðamenn hennar á hinum ýmsu æviskeiðum hennar en nú séu horfin sjónum. „Þetta fólk er bara horfið, grafið og öllum gleymt," segir hún dapurlega. „Þegar ég kom fyrst til Hollywood fyrir fimm- tíu árum voru þar alls konar stórlaxar á öllum sviðum. Sumir þeirra voru kannski hreinustu ófreskjur, en núna er þetta lið allt saman gjörsamlega horfið. Ég hef starfað á þessum vettvangi afar lengi, ég geri mér samt ennþá rellu út af því frá hvaða vinkli kvikmyndavélin beinist að mér og öðru þvíum- líku. Ég held að ég hafi alla tíð tekið heilbrigt tillit til tækni- atriða og tæknibragða, sem við- gangast í kvikmyndatökum. Maður þarf raunar að vera sér- staklega næmur fyrir öllu þess háttar, þvi það getur skipt meg- inmáli. Sumt fólk býr yfir eðlis- ávísun á ýmsum sviðum og ein- mitt það er mjög þýðingarmikið, skilurðu." 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.