Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 10
Myndirnar gefa hugmynd um, hvilíkt flæmi Viðey er. Á efri myndinni er horft af Sjónarhóii vestur um eyjuna, en á þeirri neðri af Skúlahóli yfir austurhlutannn. Vinstra megin við áburðarverksmiðjuna í Gufunesi sést barnaskólinn í Viðey, sem er nánast það eina, sem eftir stendur af húsum á Sundbakka. Viöeyjarstofa og kirkjan blasa viö úr Reykjavík. Aö ööru leyti sést harla lítið eftir af þeim húsum, sem eitt sinn voru klaustur, höfuöból undir Sjónarhóli, prentsmiöja - aö ógleymdum öllum húsunum á Sundbakka, þar sem var athafnasvæöi Milljónarfélagsins og Kárafélagsins. Af öllu þessu er mikil saga, sem hér verður drepiö á í fjórum hlutum. Viðey var meiri háttar hlunnindajörð og höfuðból. Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi, einn fárra íslendinga, sem fæddir eru í Viðey, er hér með plóg, sem er táknrænn fyrir búskap Eggerts Briem snemma á öldinni, en lengst til hægri eru leifar af hlöðnum túngarði, sem lá þversum yfir eyjuna og var frá dögum Skúla fógeta, eða jafnvel eldri. Til vinstri: Skarfakál vex víða í klettum við strönd Viðeyjar. þremur. Þorvaldur var þá sjálfur aldraður orðinn og þreyttur á allri veraldar- ívasan. Hafði hann því hneigst að því ráði að helga guði ólifaða æfidaga sína og ganga undir reglu. En þar sem ekkert munklífi var að finna í hans lands- fjórðungi, tók hann það áform að vinna sjálfur að stofnun klausturs og leist honum „ Viðey í Sundum “ einkar vel til þess fallin, sem hún þá líka var vegna legu sinnar. Til þess að koma máli þessu í æskilega framkvæmd, fjekk hann tengdadóttur sína, Hall- veigu Ormsdóttur (ekkju Björns Þorvaldssonar á Breiðabólstað), er þá var talin auðugust kona á Is- landi, til þess að gefa til guðsþakka feiknarauð, sem hún hafði erft eftir Kol- skegg í Stóradal, frænda sinn. Mun Snorri hafa verið þar með í ráðum. “ Klaustrið var vígt 1226 og réð- ust þangað fimm bræður að Þor- valdi meðtöldum. Bræðurnir báru ekki munksnafn, heldur voru þeir kallaðir kanokar og yf- irmaðurinn prior, enda klaustr- ið helgað Ágústínusarreglu, sem stundum var nefnd „svart- munkaregla" eftir búningi bræðranna. Almenningur kall- aði þá engu að síður munka og priorinn ábóta og svo fór að það varð allsráðandi. Samkvæmt fyrsta máldaga Viðeyjarklaust- urs, var það helgað guði, Maríu mey, Jóhannesi skírara, Pétri, Páli og sankti Ágústínó. Má ímynda sér að þeir Ágústínusar- 10 bræður hafi átt rólega daga lengst af í Viðey við nið af hafi og kvak fugla og ólíkt hefur það verið því streitufulla athafna- lífi, sem nú blasir við handan við sundið. Að safna auð með augun rauð ... I upphafi var Viðeyjarklaust- ur án tekna. En fyrir því var séð hjá hinu rétta valdi, að það gæti staðið til bóta. Biskup, sem reyndar var ábóti klaustursins, gaf klaustrinu allar tekjur bisk- upsstólsins af svæðinu frá Hafnarfirði í Hvalfjarðarbotn. Á Alþingi fékkst samþykkt með atfylgi Snorra Sturlusonar, að hver bóndi á fyrrgreindu svæði skyldi gjalda klaustrinu einn osthleif á ári. Það var ekki svo galin byrjun. Viðeyjarklaustur naut þess, að Þorvaldur frá Hruna var ekki alveg dauður úr öllum æðum, og þótt gamall væri, gekk hann dyggilega fram í því að koma ýmsum hlunnindum undir klaustrið þau 9 ár sem hann lifði. Þá átti klaustrið eyna alla og engir áttu þar ítök lengur. Það átti að auki Korpúlfsstaði og Blikastaði, Kleppsland allt, laxveiðar í Elliðaám, allan Vatnsenda og hálft Elliðavatn. Klaustrið átti engan keppinaut sunnanlands og slíkum guðs- þakka-stofnunum var fengsælt um fé á þeim tíma. Er ævintýri líkast, hve auðsöfnunin hefur í rauninni gengið fljótt, og til viðbótar við það sem áður er nefnt, telur Jón biskup Helga- son í grein sinni: „Selför í Þormóðsdal hinum efra og alla fjárbeit, vetur og sumar, geldfjár- afrétt í Skarðskinn, hólm þann er liggur í Elliðaám niður frá Vatnsenda-hólmi, sjöunda hluta hvalreka og viðreka í Hvassahrauns- landi, áttundu vætt hverja úr hvalreka úr Grindavík, milli Rangagjögurs og Valagnúpa af eru 24 vættir eða meiri hvalur, loks einn- ig hvalreka milli Hraun- nes-tjarna og Kolbeins- skora, fjórðu hverja vætt úr hval, hvort sem er meiri eða minni, en „sá maður, sem býr í Krýsuvík, skal skyldur að festa hvalinn, svo að eigi taki sær út og gera orð til Viðeyjar fyrir þriðju sól. “ Seinna jukust klaustrinu svo eignir, bæði við gjafir og kaup, og það varð auðugast allra ís- lenzkra klaustra (telst svo til að klaustrið hafi átt samtals 110 jarðir um eitt skeið).“ Auðsætt er, að það hefur þurft mikið lið til að gera sér mat úr þessum hlunnindum öll- um. En Viðeyjarklaustri og öðr- um klaustrum á íslandi komu víðar bitlingar. Bræðurnir urðu í fyrsta lagi að leggja töluvert fé á borð með sér. Síðan má telja próventugjafir þeirra, sem leit- uðu á náðir klaustranna, svo og sálugjafir þeirra, sem kusu sér legstað þar. Þá var það til að menn arfleiddu klaustrið að öll- um eigum sínum gegn loforði um að þeim væru sungnar þar sálumessur. Margar ágætar jarðir urðu klausturseign vegna þessa. Þá voru skólagjöld námsmanna meðal þess sem draup og ekki má gleyma sekt- um fyrir brot á kirkjulögum. Ljóst er af sögu Viðeyjar- klausturs, að þar hefur verið stórbú. I seinustu skýrslu þess um búpening má sjá, að rekin hafa verið á fjall á krossmessu 77 geldneyti, en þar að auki kálfar, og 160 fjár. 22 kýr og 182 ær voru hafðar í seli. Eftir voru þá heima í Viðey 23 kýr, 20 ær, 13 kálfar og 20 hestar. Af leigu- kúgildum um allar trissur feng- ust mikil matföng, oftast smjör, en stundum fiskur. Eitt árið fékk klaustrið í leigur rúmar 9 lestir fiska, en 1200 fiskar voru í hverri lest. Ekki var það nú all- ur fiskaflinn, því klaustrið átti 14 báta og skip, sem gerð voru út frá Suðurnesjum, og smærri báta, sem reru heiman úr Viðey, eða úr Örfirisey. Endalok Viðeyjar- klausturs Saga Viðeyjarklausturs spannar 300 ár og hafa menn ugglaust getað ímyndað sér í rósemi bústarfa og tíðasöngs, að klaustur yrði um alla ævi í Við- ey. En nú var skammt í mikil átök á trúmálasviðinu; siða- skipti í álfunni og andskotinn laus, þegar þær öldur bárust hingað. I þeirri orrahríð lauk sögu Viðeyjarklausturs. I skilmerkilegri grein, sem forveri minn hjá Lesbók, Árni Óla, ritaði í Ferðahandbókina 1972, segist honum svo frá ráns- förinni til Viðeyjar og endalok- um klaustursins: „Laugardagskvöldið fyrir hvítasunnu 1539 lagði flokkur 14 vopnaðra manna á stað frá Bessastöðum, undir forustu Didriks von Mynden og var ferðinni heitið til Viðeyjar að taka klaustrið í kóngsins nafni. Didrik var vel kunnugt um, að Alexíus ábóti var ekki heima, hann var farinn fyrir nokkrum dögum í venjulega fardaga yfirreið ásamt vildustu mönnum sínum. Var því allt höfuð- laust í Viðey og ekki annað karla heima en munkarnir og vinnumenn á búinu. Herflokkurinn rændi áttæring í Laugarnesi og fluttist á honum til eyjar- innar og kom þar um miðja nótt. Var lent í Brekkuvör og brýndi Didrik þá fyrir mönnum sínum hvað þeir ættu að gera, þeir ættu að fara hermannlega fram, og mundi þá lítil vörn fyrir. Síðan gekk hópurinn snúð- ugt upp að bænum, og var ekki langt að fara. Þar var allt fólk í fastasvefni og lá nakið í rúmunum. Þeir Did- rik brutu upp bæinn og ruddust inn. Æddu þeir svo milli svefnhúsanna og réð- ust á fólkið írúmunum með bareflum og ólum. Var þá engum hlíft, ekki einu sinni konum né börnum, og var þarna að heyra kveinstafi mikla, grát og veinan. Eng- an mann drápu þeir þó, en misþyrmdu körlum svo að þeir voru bláir og blóðugir, og síðan bundnir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.