Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 8
Sundhakki á austurenda Viðeyj- ar árið 1925, þégar Kárafélagið rak „Stöðina". Fremst á myndinni er hafskipabryggjan og á henni járnbrautarspor. Rafmagn var þá í Viðey frá dísilstöð. Fjær er oJíu- bryggjan, þá olíuhúsið og portið. Upp af bryggjunni er Mariner-húsið, þar sem danski flotinn geymdi kol og annan varning. Við hliðina á því er verzlunarhúsið, áður geymsluhús Sameinaða gufuskipafélagsins. Síð- an taka við fiskverkunarhúsin á sjávarkambinum og fiskreiturinn lengst til vinstri. A Kleppsholti, í baksýn, er þá engin byggð. Húsin í efri röð frá vinstri: Kvennabrekka, hús beykisins, Glaumbær, verbúð fyrir aðkomufólk, Ólafshús þar sem framkvæmdastjórinn bjó og þar fyrir ofan önnur íbúðarhús. Bryggjurnar báðar, fiskverkun- arstöðin og olíustöðin voru rifin í upphafi stríösins, þegar timburskort- ur varð. Seinna voru öll íbúðarhúsin rifin, nema Glaumbær, sem brann. Ljósm. Oskar og Vignir Allirþekkja Viðey. Hún blasir við frá Sundahöfninni og Kleppsveginum, þar sem fjbldi manns á leið um daglega. Eyjan er hluti af daglegu umhverfi Reykvíkinga og flestir lands- menn þekkja hana í sjón. All- margir hafa komið þangað, einkum eftir að Hafsteinn Sveinsson fór að flytja fólk út í eyna og flestir vita, að Viðeyjar- stofa er eitt af elztu húsum landsins. Þeir muna einnig úr barnaskólafræðunum, að Skúli Magnússon bjó þar. En Viðeyj- arklaustur og prentsmiðjan ? Æ, þar versnar nú í því. Það er að mestu grafið og gleymt, að Viðey var eiginlega höfuðstaður þjóðarinnar um langt árabil. Og menn í fjörrum löndum eru á þessum sjónvarps- og myndbandaúmum margfalt kunnugri en Magnás konfer- ensráð ellegar Ólafur sekrétérí. Þó ekki sé langt um liðið, er farið að fenna illilega íspor Egg- erts Briem í Viðey og er liann þó maður þessarar aldar. Og fáir • vita nú lengur deili á Milljónar- félaginu og „Stöðinni", sem nú er ekkert eftir afutan hlaðinn viðlegukantur og fáeinar stein- steypurústir. Saga Viðeyjar er svo núkíl og margþætt, að að- eins verður drepið á meginatriði í grein sem þessari. Sú saga endar t raun og veru með því að kreppan mikla kippir fótunum undan þeirri atvinnustarfsemi og uppbyggingu, sem þá var haf- in á austurenda Viðeyjar. En vegna þess arna er Viðey nú sem ónumið land. Fyrir utan Viðeyjarstofu og kirkjuna eru þar ótrúlega litlar minjar um mannvirki miðað við allt, sem á undan er gengið. Á björtum sumardegi bylgjast grasið, hvert sem litið er; safaríkt valllendis- gras — og hefur fyrir löngu kaffært stóran kirkjugarð, bæ- inn undir Sjónarhóli, klaustrið og prentsmiðjuhúsið. Frá klett- Sögustaður og unaðs- reitur við bæjardyr 1. HLUTI Gísli Sigurösson tók saman Reykjavíkur óttri strönd berst garg mávsins og þungur vélargnýr berst yfir sundið frá höfninni. En samt; það er sem enginn hafi hróflað við einu eða neinu á stórum flæmum, aðeins mógrafir, sem voru um leið uppþurrkunar- skurðir og grjótgarður frá tím- u.m Skúla. Viðey er miklu stærri en mað- ur gæti í fljótu bragði ímyndað sér; um 3 km enda á milli og víðast um 800 metrar á breidd. Víða í eyjunni hagar svo til, að sundin sjást ekki og þá virðist þetta flæmi áfast við land. Útí Viðey er aðeins fáeinna mínútna ferð á sæmilegum báti; hvort heldur er frá Vatnagörð- um eða smábátahöfn Snarfara við Elliðaárósa. Þegar kemur nærri lendingu, sem nú er beint framan við kirkjuna og Viðeyj- arstofu, verður ljóst, hversu glæsilegt bæjarstæði þarnaer. Stígur liggur upp frá fjörunni, framhjá Líkaflöt, sem svo er nefnd og gefur hugmynd um, að þar hafi dauðinn verið á ferö með einhverjum hætti. Þetta ör- nefni segir heilmikla sögu, þeg- ar betur er að gáð, og bendir okkur á ríkjandi viðhorf eða trú fyrir margt löngu, þegar menn töldu að gott væri að hljóta hinztu hvílu í Viðeyjarkirkju- garði og létu gjarnan fjármuni renna til klaustursins í því augnamiði. Og síðan, þegar kall- ið hafði komið og hinir góðu gef- endur voru allir, var einn áfang- inn sá að flytja líkin yfir til Við- eyjar og þangað komnum var þeim raðað á flötina atarna. Vestan við lægðina rís Sjón- arhóll og suðaustanundir honum mun fyrst hafa risið bær í Við- ey. Handan við hann, norðvest- Útsýni af Sjónarhóli austur yfir Viðey. Yfir Viðeyjarstofu ber Skúlahól, en lengst til hægri er Heljarkinn og þar í er Abóta- sæti. Eftir öll umsvifin í Viðey, klausturhald, prentsmiðju, fyrirmyndarbú og Milljónafé- lag, eru hús Skúla fógeta það eina sem eftir stendur. í Naustabrekku, norðvestan í Sjónarhóli, er kafgresi sem víð- ar og sundið yfir á Köllunarklett hjá Kleppi og núverandi Sundahöfn er slétt og mein- leysislcgt. En sú dýrð getur hæglega farið af. Neðri mynd: Minnismerki um brostnar von- ir. Húsgrunnar á Sundbakka, þar sem þó nokkur fjö'ldi fólks bjó og starfaði allt frá 1907 til 1931, að kreppan mikla gerði út af við Kárafélagið. anmegin, er Naustabrekka, vax- in kjarngresi og snarhallar niður að Brekkuvör, sem hefur verið lendingarstaður. Skammt þaðan teygist Virkishöfði, eða Hrossanes, fram og eru sögur tengdar þeim örnefnum, verður vikið að síðar. sem Grasið grær yf ir mannanna verk Margvíslegar gönguferðir mætti hugsa sér um Viðey og væri ugglaust nokkurra daga 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.