Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 5
Rabelais (1494-1553) Veruleiki »9 goðsaga Fáar kynslóðir hafa verið jafn sannfærðar um frumleika sinn og frönsku endurreisnar- mennirnir. Það sætir nokkurri furðu, því það varð aðaliðja flestra þeirra að þýða og endursegja rit annarra manna. En þeim var dimmt fyrir aug- um. „Gotneska nóttin“, sem þeir nefndu svo, grúfði yfir landinu, og það tók þá fyrst að skíma þegar lærifeður þeirra, húmanistarnir, komu fram í dögun aldarinnar. En svo bar til að nokkrir menn suður á Ítalíu tóku að glugga í gamlar bækur á „dauðu“ máli, og þá rann upp fyrir þeim að á löngu liðnum tíma höfðu verið hugsaðar djarfari og skýrari hugsanir, orðaðar skarpar og einfaldar en þeir þekktu dæmi til. Þeir kynntust í þessum bókum mik- ilhæfum mönnum sem hirtu aðeins um það sem þeir vissu réttast. Og þegar þeir litu í kringum sig, sáu þeir að það þyrfti aldeilis að taka til hend- inni. Þegar ungur grámunkur, Fran^ois Rabelais, fór að stauta sig fram úr grískum textum, kringum 1520, og þýða Herodotus (á latínu), orðabók- ar- og tilsagnarlaust, í klaustri heilags Frans, Fontenay-Ie- Comte, mun hann hafa kennt svipaðrar hrifningar. I stólum vaidsins sátu skóla- spekingarnir við guðfræði- deildina í París, og höfðu gæt- ur á hverju ljósi sem gæti spillt nóttunni. Þeir drottnuðu yfir hinu andlega lífi og höfðu mót- að fræðsluna í skólunum, sem endurreisnarmennirnir höfðu kynnst og fyrirlitu. Þegar Erasmus, leiðtogi húmanista, birti árið 1523 skýringar við grískan texta Lúkasarguðspjalls, hrukku þeir við og bönnuðu allt grískunám í landinu á þeim forsendum að það leiddi til villutrúar. Grískar bækur Kabelais voru gerðar upptæk- ar, og hann tók þann kost að flýja. Bannið stóð að vísu stutt, en Rabelais þurfti að afla sér páfabréfs, með aðstoð góðra Portret af Rabelais, sem varðveitt er í listasafni Versala. vina, til að fá inngöngu í annað klaustur. Eins og risarnir í bókum hans sulgu vínið, þannig svalg hann af brunni þekkingarinn- ar, og fór úr einum háskólan- um í annan: Toulouse, Bourg- es, Orléans, París. í Poitier nam hann lögfræði, og 1530 innritaðist hann í læknadeild- ina í Montpellier, þar sem hann lauk kandidatsprófí eftir sex vikna nám. Fyrstu skáld- verk hans, Pantagrúll og Garg- antúi, komu út í Lyon á næstu árum, en þar höfðu bókaútgef- endur aðsetur. Snemma myndaðist goðsaga um þennan rithöfund, sem dafnaði langt fram á þessa öld. Hann mun hafa goldið bóka sinna sem eru vissulega ber- málugar, og grallaralegar á köflum; skrifaðar í ýkjustíl sem stundum er torvelt að henda reiður á. Hann átti að hafa verið snauður bóndi, son- ur kráarciganda, og lifa á stöð- ugu kendiríi. Hinar „klúru“ bækur átti hann að hafa ritað í ölvímu eftir langar svallnætur. Ronsard (um miðja 16. öld) gerði eftir hann þessa graf- skrift: Au bon Rabelais qui bourait Toujours, cependant qu’il virait. (Til Rabelais blessaðs sem drakk/ stöðugt allt sitt líf.) Goðsögunni gleymdist að maður þessi hafði aflað sér dæmafárrar alhliða þekkingar og lærdóms; að hann ritaði fornmálin, grísku og latínu, jafn vel og móðurmálið sem enginn ritaði betur; að hann var vel að sér 1 lögfræði (sbr. Gargantúa, 3. kap.); að hann var talinn af samtíðarmönnum mcðal sex bestu lækna lands- ins. Og faðir hans var sannan- lega virtur lögfræðingur í Sinn (Chinon), og átti þar í þorpi miklar eignir; en auk þess lít- inn bóndabæ í grenndinni, Dý- vinju (La Deviniere), þar sem þriðji sonur hans, Fran^ois, fæddist 1494, eða litlu fyrr. 1 ; 1 Bragi Magnússon, Siglufirdi BLÁA BLÓMIÐ Minningin lifir um bláa blómið, sem brosti við sól og yl, það bjó hérna neðan við gluggann í næði og naut þess að vera til. Sumarlangt átti það yndisstundir ýmist á degi eða nóttu, tvífættar verur, sem gengu um garðinn, Igleði og frið til þess sóttu, og kringum það sveimuðu fiðrildi og flugur, — og fleiri vini það átti. Það teygði út stilknum, varð sterkt og fagurt, og stækkaði allt hvað það mátti. Oft varð það drukkið af döggvarveig, sem dýrðlega svalaði og gladdi; þetta var óslitið sælu sumar, — unz sumarið blessað kvaddi. Já, minningin lifir um bláa blómið, sem brosti við sól ogyl, og bjó hér neðan við gluggann í næði, — en nú er það ekki til. ( Luis de Rosa PRESTURINN Presturinn er andvígur okkur. Hvað höfum við gert honum ? Hvað veldur andúð hans? Hann er hlynntur þeim efnuðu, með þeim samneytir hann. Hendur okkar eru óhreinar, við vinnum úti á akrinum, matarlaus getum við ekki lifað. Ætli hann viti það? Ekki förum við til kirkju, ekki oftar, við gerum það ekki. Þú, eða Kristur, þið vitið hvurs vegna. Iíann kallar mig „marxista“. Eg er syndari af því að hann hefur úrskurðað svo. „Þú ert kommúnisti," segir hann. Jæja? Aðeins eitt veit ég fyrir víst, að ég hef ekki nóg að borða. Jerzy Wielunski frá Póllandi þýddi á íslensku úr ít- alsk-albanskri mállýsku. (Luis De Rosa er albanskur að uppruna og er enn á \ lífi. Þegar Tyrkir óðu inn í Albaníu á sinni tíð og I hernámu landið, flúði fjöldi fólks og settist að í / Suður-Ítalíu, og talar enn í dag sérstakt mál, blend- I ing af ítölsku og albönsku. Luis De Rosa yrkir á því | máli. G.D.) Modesto Avaro NÓTT Hversu undarleg var þessi nótt: þú óskaðir þér að sofa, en andvakan mæddi þig. Hversu undarleg var þessi nótt: þú vildir ekki að þig dreymdi, en draumsýnir glöptu þig. Hversu undarleg var þessi nótt: í faðmi hennar dimmum þú þjáðist, en þú væntir þér værðar. Hversu undarleg var þessi nótt: að láta þig elska svo heitt og vera svo liðin. Jerzy Wielunski þýddi á íslensku úr píemontísku máli, sem talað er í Píemont á Norður-Italíu. Mod- \ esta Avaro er kona, sem býr í Argentínu ásamt fjölda fólks frá Píemont. Guðmundur Daníelsson I hreinskrifaði. ____________________________________________________) 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.