Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu DReP- UR |R DÝR omi Pvríú- TA uR 5-e’ac- U«? ’-itrJj UR Ut&l —é K £ R T A S N ’l K i R A n AK- $£ 'A r e F 6. T A n ‘C.i **•<* Æ © u R «»)• gi L A F A N 'O va«i> A R A N N => fx I A i) itíi?. Mftt-A N 1 £> U R Hár N A 4»t Lfl JlrZ HCVT- ufi. T '0 R jr«irn PRLftt K 1 r A =«411 Kw.'A»s U B U N A R 'O L A r. snvftf BMM5. r? A £> A K «TLR BoRP' 'I L n HAÍ- DÝKIÞ U MCO- ALfl L V F J A íria- KícúA L 1 n SöruM , lHOJo ft T L u M N ö*-. h ÖL N A N N A <]«TU M ’A T U =Jóu>A A n Ú Ck V'tH- 5oPI S N A F S WEMA ÍKVSI U r A N tWACÍf R A U e A N HlT- AUW V A R N) A N N rijér Hí» 5PIL N FL ri CVOD DlKl U f? í E ÍVNT- UH Lídi* 1 £> U N N ÍLJÚr UK. Ck T A R TuitA HLleP N 5tfi |G#Eld 1 1,7 1 N N /. PVAL! P7 A '1 Hús- DýR T '0 R VÍN- B A |6way N e V D D 1 Klaot u X A R N i RRb |E4t. N i r Fyí« 'A f> U R HAfN AÐl N B 1 T A ■£> 1 / ÍL~ j J f f .. -r m -■» • i .• * ' u SríFwA C-ieTA MALM- MR 5r,^| URO. DiTK- USTflsí Sjók^^HÁíi Ro jLjL/ _|V|^Ti| ' v w. ^éu- u Fta ll iuiw fíLFAK LopaR aiEiHig |»WNNJ KRClLÖO. fÍMWll + 1 SKJÁtFn Kdóri V íð Hat- úola VE«K- FÆRl Skvld- AR HLTómi 8>to T 1 FÍFL- /N cr iT* F-/ÚR ÁSKUfL Í£LL|R DVRT MELT- FAC«.\ 1 AR auc' ÓTTAK- AÐ V/l-Ð ’/L'AT Kusk 5 ElN Eind 5£FA SKott Þvnúd- ARElN. 5TUND' Ai? 1 HlTÓM l'ikam! hluti _ DfWKKS* RÚTARN- -4^ bvOA V\T- ÍKEftTlR M«£>l KomAST V Fuúl GuogaR ÍVELCl' uftiNN Fiskak Hávaði véisak- F/t- R.I Ku/epa Aula ÞMott- UK. G'/OJA SRM- HLT- bDAR FoR* FofJUR RfcTT RéVKTa Emd- 1 N6, LteiHK KVAÐ 05AÞA- HLASS- IMU + KVR. |CN- AÐAR- MAÍUk BrúmiR K\i£M- - Ó5KDP Arthur Rubinstein Frh. af bls. 7 Chopin, því að það gefi honum tækifæri til að sýna hæfileika sína til fullnustu. Raunar segir Rubinstein að skilningur hans á yfirburðum Mozarts hafi ekki komið fyrr en seint á ævinni. Tjækovskí hafi verið sér mikils virði um fermingaraldur, því að það hafi verið svo auðvelt að kyssa stelpur undir tónlist eftir hann. Wagner hafi einnig lent aftarlega að Meistarasöngvur- unum undanteknum. Busoni tel- ur hann mesta píanóleikara sem hann hafi þekkt og talar sér- staklega um Bach-spil hans. Hins vegar þykir honum allt minna til um Glenn Gould. Einhverju sinni átti hann að leika píanókonsert í c-moll eftir Beethoven undir stjórn Toscan- inis og það gekk ekki alltof vel í upphafi, en allt fór vel að lokum og Rubinstein segir, að gamli maðurinn hafi lært verkið af sér. Þeir hljómsveitarstjórar sem hann ber mest lof á, eru Zubin Metha, Barbirolli og George Szell. Til eru hljóðritan- ir með Rubinstein og tveim hin- um fyrstu, en engar með honum og Szell. Hins vegar var Alfred Wallenstein sá hljómsveitar- stjóri sem hann kaus sér gjarna til að stjórna hljómsveitum fyrir upptökur sem nota átti við hljómplötugerð. Þegar Rubinstein stóð á fer- tugu fór hann einu sinni sem oftar í tónleikaferð til Póllands. Hljómsveitarstjórinn sem átti að stjórna hét Emil Mlynarski. Hann var leiðandi maður við óperuna í Varsjá, hafði unnið ötullega við uppbyggingu tón- listarlífsins í landinu. I hléi á tónleikunum í Varsjá opnuðust dyrnar á herbergi einleikarans og inn komu 3 þokkadísir og kynntu sig fyrir Rubinstein, tvær þeirra voru dætur Mlyn- arskis. Sú sem hafði orð fyrir þeim var ljóshærð og ríkulega gædd þeim töfrum sem Rub- instein fannst vera aðal pólskra kvenna. Hún hét Nela og var 18 ára. Til að gera langa sögu stutta, er skemmst frá að segja að Rubinstein féll fyrir töfrum hennar og fór þegar að stíga í vænginn við hana og leitaði eig- inorðs við hana, en hann var í neti annarrar konu og það gat Nela ekki þolað, enda fór svo að hún gekk að eiga annan píanó- leikara, en Rubinstein var mik- ill kunnáttumaður í að vinna ástir giftra kvenna og svo fór að hjónaband Nélu leystist upp og þau Rubinstein gengu í heilagt hjónaband 4 árum síðar og eign- uðust 4 börn og hjónabandið stóð í 4 tugi ára. Hjónabandið breytti lífshátt- um Rubinsteins að því leyti að hann tók list sína alvarlegar, æfði sig meira og lærði verkin betur. Aður sagðist hann hafa verið meistari hinna fölsku nótna. Þannig hefir ævin liðið við vaxandi frægð og sjálfur sagðist Rubinstein aldrei hafa spilað betur en þegar hann var kominn á 8. tuginn. En allt tekur enda og á æf- ingu í Toulouse 1976 gerðist það, að honum sortnaði allt í einu fyrir augum og hann sá ekki hljómsveitina. Hann var þá að leika hæga þáttinn í píanókon- sert Schumanns. Þá ákvað hann að hætta og síðustu opinberu tónleikarnir voru í London 26. júlí 1976. Þrem árum áður hafði komið út fyrra bindi sjálfsævi- sögu hans, en sjóndepran hindr- aði hann í að ljúka verkinu, svo að hann varð að segja fyrir, en aðrir að ganga frá textanum. Það var ensk kona að nafni Annabelle Whitestone sem vann það verk og enn lifði í gömlum glæðum hjá Rubinstein, því að nú skildu leiðir hans og Nelu og síðara bindið er tileinkað Anna- belle með ást og þakklæti. Þá var Rubinstein 92 ára og í loka- orðunum segir hann, að sjón- depran hafi aukið ást sína á líf- inu og hann telur síðustu árin þau fegurstu sem hann hafi lif- að. Vafalítið hefir það verið Annabelle sem fyllti líf hans nýrri og ferskari angan við ævilokin. í viðtali sem Rubinstein hafði við danskan blaðamann 1970, líkti hann ævilokunum við það þegar fullþroska ávöxtur fellur af trénu og dauðinn væri hluti af lífinu og jafn eðlilegur og það. Nú er snillingurinn Arthur Rubinstein allur og það var Annabelle sem annaðist hann síðustu árin þar til yfir lauk. A.K. VIÐEY Frh. af bls. 11. af því sjálfur síðasta árið sem hann lifði og er sú för allfræg; ekki sízt vegna vísunnar, sem hefur sannarlega lifað höfund- inn: Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur, víða trúi ég hann svamli, sá gamli, við Dani var hann djarfur og hraustur og dreifði þeim um flæðarflaustur með brauki og bramli. Hér er þess að geta, að Bessa- staðamenn höfðu fyrst sett niður í Viðey þann mann, sem Gleraugna-Pétur hefur verið nefndur; kannski hefur hann fyrstur manna hér á landi geng- ið með gleraugu. Það kynni að hafa hvatt Jón biskup til að leika bófahasar, að Pétur var af heilum huga andvígur kaþólsku og virðist honum hafa verið um- hugað um að eyðileggja allt sem minnt gæti á Viðeyjar- klaustur; kirkjugarðinn þar á meðal. Svo langt gekk hann í þessu, að hann lét gera skolp- ræsi frá bænum, sem endaði í kirkjugarðinum, honum til óvirðingar. Gleraugna-Pétur var þó far- inn, þegar Jón kom hefndarför- inni í verk. Það var sumarið 1550 og þá sat í Viðey Laurenti- us Mule hirðstjóri. Nú endurtók sagan sig; hirðstjórinn virðist ekki hafa haft viðbúnað eða varnir og var hann ásamt öðru fólki rekinn upp í bát og skipað að hafa sig á brott, en enginn barinn til óbóta og þaðan af síð- ur drepinn. Svo er sagt, að Jón biskup hafi „hreinsað" klaustur og kirkju, sem hafði verið vanhelgað, en varla hefur verið mikið til að hreinsa í klaustrinu, þegar húift var að eyðileggja það. Og ekki var kirkjan einu sinni hæf til messusöngs. Jón ákvað nú samt að allt skyldi vera sem fyrr og einum betur, því hann fyrir- skipaði að reisa skyldi virki á þeim höfða sunnan í eyjunni, sem síðan heitir Virkishöfði. En það kom aldrei til þess að menn stæðu þar gráir fyrir járnum til að hrinda af höndum sér útsend- urum kóngsvaldsins. Dauði Jóns Arasonar í nóvember sama ár sá til þess. Framhald í næsta blaði. IJtgcfandi: Hf. Árvakur, Kcykjavík Framkv.stj.: Haraldur Svcinsson KiLstjórar: Matthías Johanncsscn Styrmir Cunnarsson KiLstj.fltr.: Gísli SigurAsson Auglýsingar: Kaldvin Jónsson Kitstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.