Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 15
bjóða frúnni? Þáttur úr daglega lífinu eftir Sigrúnu Benediktsdóttur Þaö var fyrir röskum fimm árum, að ég flutti úr dreifbýlinu til kaupstaðar á suð-vesturhorn- inu. Eins og gefur að skilja hafði þetta ýmsar breytingar í för með sér, nýja vini og kunningja, nýtt umhverfi og ólík viðhorf. Það var einmitt um þetta leyti, sem ég komst fyrst í kynni við nýja stétt, ef svo má að orði komast. Hér á ég við þann flokk manna, sem hefur þá iðju, að ganga milli húsa og bjóða til sölu allslags vörur, happdrætt- ismiða, ljósaperur, pottaplöntur og hver veit hvað. Þetta fyrirbæri var mér nokk- ur nýjung, gamla sveitin mín hefur líklega verið of afskekkt til að svona kaupmennska fengi staðið undir sér þar. Einu tilfell- in í þessa átt held ég að hafi verið um það bil annað hvert ár, en þá birtust venjulega sann- kristin heiðurshjón, þeirra er- indi að rukka fyrir Barnablaðið og selja bækurnar „Perlur", sem ég hygg að fleztir kannist við. Þar sem móðir mín var brjóst- góð manneskja, þá átti hún ákaflega erfitt með að neita þessu ágæta fólki um að kaupa af þeim bækurnar. Það mátti því segja, að „Perlur" beinlínis flæddu inn á heimilið með nokkurnveginn reglubundnu millibili annað hvert ár. Ég var vart búin að útenda fyrsta árið mitt í þéttbýlinu, er mér var orðið full ljóst, að ekki yrði hjá því komist, að breyta verulega afstöðunni til sölu- fólksins. Mér var víst eitthvað líkt farið og móður minni, að ég kunni sjaldnast vel boðnu að neita, þess vegna var ég nú sannarlega orðin reitunum rík- ari, en að sama skapi fátækari af fé. Já, það fór ekki milli mála, að þessi útgjaldaliður var stórkost- legur og þar sem ég hafði ekki hug á, að fá mér vinnu utan heimilis til að standa undir slíku og þvílíku, þá hlaut hér að verða breyting á. Ég fór nú að yfirlíta varning- inn, sem ég hafði sankað að mér á þennan hátt og svei mér, ef leynist nokkur nýtilegur hlutur í öllu þessu samsafni. Þarna voru bækur og smárit, sjálfsagt eitthvað á þriðja tuginn, auðvit- að gæti ég losnað við eitthvað af þeim á næstu tombólu. Þá skal nefna hljómplötur, bæði með ljóðalestri, kennslu í erlendum málum og popptónlist. Svo hafði ég líka keypt 15 perlufestar bún- ar til úr trékúlum, ótal plaköt, eftirprentanir af társtokknum börnum og fleira í þeim dúr. Þá má ekki gleyma henni „Svörtu Maríu“, en það var blómjurt, sem ég keypti undir þessu heiti. Ekki var hægt að segja, að planta þessi bæri nafn með rentu, því loksins þegar hún fékkst til að blómstra, þá reynd- ust blómin jafn gul og stjörnur himinhvolfsins. Um síðir fékkst þó skýring á nafngiftinni, eða það töldu krakkarnir mínir. Ég hafði ekki átt „Svörtu Maríu" lengi er ég uppgötvaði, að hún var planta eigi einsömul, á henni var sá urmull lúsa, að hún hlaut umsvifalaust að lifa sitt skapa- dægur og hafna í sorptunnunni. Þarna kom það, blómið var svo svart af lús, að það var fáviska að láta sér detta í hug annað en af því væri nafnið dregið. Nú var „Svarta Maríu“, ekki til nema í minningunni og ég ákveðin í að setja þak á öll út- gjöld mín til betlara, rétt eins og Svavar blessaður Gestsson, sem alltaf er að rembast við að koma þaki á vísitölubæturnar. Ekki líða margir dagar frá ákvörðun minni, unz ég fæ að sanna hve haldgóð hún reynist. Dyrabjöllunni er hringt og úti- fyrir stendur einhver sú vesæld- arlegasta mannpersóna, sem ég hef augum litið. Hann lygnir aft- ur augum eins og sauðkind, sem er í þann veginn að renna niður vel jórtraðri tuggu og stynur síð- an upp: „Má bjóða frúnni bókina Hinn glataði heimur, til styrktar drykkjusjúkum"? Ég er næstum viss um, að maðurinn muni bresta í grát neiti ég boðinu, svo ég sæki strax þessar 50 krónur, sem upp eru settar fyrir ritsmíð- ina og afhendi þær um leið og ég móttek „Hinn glataða heim“. Máltækið segir: „Hverju beini verður að fylgja nokkuð" og hér sannast það, því þegar ég er að fara að kasta kveðju á vininn, muldrar hann niður í barm sér: „Svo er ég með hljómplötu hérna.“ Nei, nú er nóg komið, ég kveðst ekki hafa minnsta áhuga á plötunni, en hann andvarpar þungan og fer sína leið, án orða. Nú ber fátt til tíðinda um hríð, einungis happdrættismiðar og þessháttar sakleysi slæðist inn um bréfalúguna. Skyndilega er þó friður rofinn og bón- bjargamaður kominn á dyra- þrepið. Eins og oft áður kemur það í minn hlut að standa fyrir svörum. Þessi byrjar á, að biðja mér mikillar blessunar, kveðst kominn til að boða nýja trú — sína trú, jafnframt því, sem hann sé að safna fé handa svelt- andi meðbræðrum okkar í Afr- íku. Hér er dálítið nýtt fyrirbæri á ferðinni, ég verð í fyrstu hálf klumsa við, en kveðst þó ætla að láta mér nægja mína gömlu trú. Hann lætur ekki slá sig útaf lag- inu og spyr, hvort hann megi ekki koma innfyrir og syngja svolítið fyrir heimilisfólkið, jafnframt því sem hann útskýri hina nýju trú. Ég kveð ekki aðra heima en mig eina og endurtek, að ég sé engin manneskja til að burðast með meira en eina trú. Og hvað lýðnum í Afríku viðvík- ur, þá ætla ég alveg að láta hann liggja á milli hluta. Mér er ekki kunnugt um, að það hafi verið fyrir tilstilli samskota í öðrum heimsálfum, sem við íslendingar komumst upp úr eymdinni, sem hér ríkti í gegnum aldir. Nú skipast veður í lofti og í stað blessunarorðanna ákallar trú- boðinn Satan hástöfum, snýst snarlega á hæli og hverfur á braut. Ég er naumast búin að loka hurðinni, þegar barið er varfærnislega. Hverslags er þetta, getur verið, að hann sé kominn aftur? Jú, viti menn, það er að vísu ekki sá sami, en á tröppunum stendur engu að síð- ur maður með lúna tösku sér í hönd og þá þarf ekki frekari vitna við. Nú eru síðustu leifar þolinmæði minnar horfnar á braut, ég ríf snarlega upp hurð- ina, hvessi augun á manninn og læt dæluna ganga: „Hvað á þessi stöðugi átroðningur eiginlega að þýða, er ekki nokkur leið, að maður geti fengið frið fyrir betl- urum og flökkulýð á sínu eigin heimili?" Maðurinn starir stjarfur á mig, en nú er ég hörð á því að gefa ekkert eftir og held áfram: „Já, hvort er það nú fyrir hundavinafélagið eða svertingj- ana?“ Nú kemst viðmælandi minn loksins að og segir: „Heyrðu góða, ég ætlaði bara að fá að lesa af rafmagninu hjá þér.“ Já, fall er oft fótum nær en hyggur, ég verð algjörlega orðvana og hrökklast inn án nokkurra skýr- inga. Svona gengur þetta, bæði í dúr og moll, en ég er nú búin að sjá, að við Svavar eigum það sameiginlegt, að okkur gengur báðum jafn illa að koma á þak- inu — honum á vísitölubæturn- ar, mér á útgjöldin. Sigrún Benediktsdóttir r Kristjana E. Guðmundsdóttir Tár Þú fagra perla, sem fellur af mannsins sorg og fögur glitrar einnig við dýpstu gleði. Þú bætir og huggar börnin í sveit og borg. Björt þú fellur af þeirra öra geði. Lokar augum og léttir hinn þyngsta harm, lúinna manna og kvenna. Dýrasta perla dauðlegra manna, dýrmæta tár. Höfundurinn er húsmóðir og 6 barna móöir í Kópavogi og vinnur að hluta á Bókasafni Kópavogs. Hún hefur gefið út eina ljóðabók, Ljóðnál- ar, 1982 Arelíus Níelsson Rödd hrópandans Um auðnarveldin ómar raustin sterk: „Rís upp, snú við, mín þjóð, “ sem þórgnýr fram úr þrungnu skýjaveldi á þrumu slóð. Hún ógnar, hræðir. Umhverfið er dauðans kalda kverk. Upp, fram mín þjóð, til þess, er mætir þér. Og þú munt fá þinn dóm. Það ekki framar aðeins verða él. Heyr ógnar hljóm. Þú deyrð, ef svona áfram sefur. Þér yfir vakkar heljar blakki her. Samt geturðu eitt. Þú iðrun heita ger, af allri sál. Við þröskuld stendur hann er skírir hér við heilagt bál og hreinsar sora úr hjarta þínu og hug og höndum þér. Rís upp, snú við og undir örlög þín þig auðmjúk hneig. Sjá, heilagt teikn, sem hefur þú ei lotið á himni skín. Hver krossins tákni trúr, sem helgar allt, fær trausts og friðar notið. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.