Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Síða 2
Dr. Meyer Friedman
A
i
Dagfar
i manngerðar
og kransæðastífla
Það var einhvern tíma um
miðbik sjötta áratugarins að
okkur dr. Rosenman fór að
gruna að kransæðasjúkdómur-
inn sem þjáði suma sjúklinga
okkar gæti ekki eingöngu stafað
af þeim áhættuþáttum sem al-
mennt voru viðurkenndir af
læknum.
Þessir áhættuþættir eru m.a.
ofneysla kolesterólríkar fæðu og
dýrafitu, sígarettureykingar,
hár blóðþrýstingur, offita og
hóglífi.
Hvers vegna fór okkur að
gruna að áður óþekkt orsök ætti
sinn þátt í þessum sjúkdómi
sem enn leggur hundruð þús-
unda manna að velli árlega í
Bandaríkjunum einum?
Ástæðurnar voru margar.
í fyrsta lagi höfðu fæstir
kransæðasjúklingar okkar alla
hina viðteknu áhættuþætti.
Stór hópur þeirra neytti ekki
kólesterólríkrar fæðu eða dýra-
fitu og þeir voru ekki heldur
með hátt kólesterólgildi í blóð-
inu. Umtalsverður hluti þeirra
var aftur á móti með lágt kólest-
erólgildi.
Þá hafði a.m.k. þriðjungur og
jafnvel helmingur sjúklinga
okkar aldrei reykt sígarettur.
Tveir þriðju sjúklinganna
voru alls ekki með háan blóð-
þrýsting.
Og margir sjúklinganna höfðu
reynt drjúgum á sig líkamlega
og verið síður en svo værukærir
áður en þeir fengu kransæða-
stífluna.
í sannleika sagt var talsvert
stór hópur kransæðasjúklinga
okkar sem aldrei hafði haft
neinn þessara áhættuþátta eða
þjáðst vegna þeirra. Ekki var
okkur heldur kleift að rekja
sjúkdóminn til ættgengis hjá
meira en helmingi sjúklinganna.
Samt var eitthvað
iíkt með þeim
Á sjötta áratugnum fengum
við staðfestan grun um að ein-
hver áður óþekktur ógnvaldur
ætti sök á sjúkdómnum.
Við fengum æ sterkara hug-
boð um að ýmislegt væri svipað
í fari hinna ungu og miðaldra
sjúklinga, í svipbrigðum þeirra,
fasi, talsmáta, hreyfingum,
hugsunarhætti og skoðunum.
I fyrstu urðum við að sjálf-
sögðu undrandi og angursamir
yfir því hvað hegðan og háttalag
var einkennilega líkt með þess-
um sjúklingum, sem voru af
ólíkum stigum og stéttum og
stunduðu margvísleg störf.
Hvers vegna skyldu lögreglu-
menn, húsverðir, bankamenn,
garðyrkjumenn, blaðamenn,
læknar og lögmenn, sem þjáðust
af sama líkamlega sjúkdómnum,
sýna sömu einkenni andlægrar
vöðvastarfsemi, — lífeðlisfræði-
legar og einkennandi sannanir
um dulda sálarkreppu?
Og hverjar eru þessar and-
lægu vöðvahreyfingar?
Eg birti hérna lista. Á listan-
um eru ekki aðeins skráð þau
einkenni sem við tókum fyrst
eftir heldur einnig þau einkenni
sem við höfum athugað á síð-
ustu fimm til tíu árum (merkt
stjörnu *).
Líkamleg og
andleg einkenni
A-manngerðar
A. Sálræn
einkenni
1. Sérkennandi kvíðasvipur og
viðmótskuldi.
2. Augum dcplað ótt og títt.*
3. Snöggir kippir í hnjám.*
4. Spilaö og slegið með fingr-
um.
5. Slitrótt og ör framsögn og
síðustu orðum setninga sleppt.
.6. Varasmellir og skellt í góm
meðan talað er.*
7. Kinkað kolli meðan talað
er.*
8. Loft gleypt meðan talaö er.*
9. Ýtt á eftir öörum í viöræðum
og gripið fram í.*
10. Spenntar líkamsstellingar.
11. Handapat, eftirhermur og
áherslur í svari við spurningum.
12. Andvörp.
13. Munnvikin dregin aftur svo
tennur berast.
14. Kaldranahlátur.
15. Hnefar krepptir.
16. Tíð blótsyrði, oft það sama.
B. Líffræðileg
einkenni
1. Tíður sviti á enni og efri vör.
2. Óeðlilega brún augnalok eins
og sólbrennd.
2