Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Side 10
Þórður lét ferma öll skip sín grjóti og tók þá heit mikið til guðs og talaði langt erindi og snjallt og herði á alla í ákafa ef fundum manna bæri saman, að hver skyldi duga sem mann- legast 8. hluti Ásgeir Jakobsson tók saman Það var síðast komið frásögninni, að Þórður var á leið til Breiðafjarðar með 33 skipa flota og á fjórða hundrað manns, en Kolbeinn á leið í Dali til hernaðar með 600 manna. Nú segir af Kolbeini. Áður en hann fór vestur í Dali að herja þar, sótti hann Alþingi og fékk dæmdan Þórð kakala og nokkra hans helztu fylgimenn fyrir að fara með hernað á hendur Þóru Guðmundsdóttur, en eins og áð- ur segir, kom Þórður og menn hans að Reykjum í suðurferð- inni. Hann vann þó engin her- virki á bæ Þóru, heldur lét sér nægja flautir til matar, því að annað hafði verið borið í kirkju, og af því kölluðu Þórðar menn þetta flauta sekt. Þessi dómur, sem Kolbeinn og Hjalti bisk- upsson fengu ráðið, mæltist illa fyrir, segir í sögunni, af alþýðu manna og þótti sýna mikinn ofsa, þar sem Þórður hafði ekk- ert af sér gert á bænum. Strax þegar dómur hafði gengið á þinginu riðu þeir Kol- beinn og Hjalti vestur til Breiðafjarðar með 600 manna lið og var það í sama mund og Þórður hafði safnað að sér skipaliði sínu í Selvogi og þeir Broddi komu á skipum undir Æðey. Sturla Þórðarson var í Sæl- ingsdalstungu, þegar Kolbeinn kom í Dali og sendi Kolbeinn menn þangað til að drepa Sturlu. Honum þótti sýnt að Sturla væri sér ekki tryggur. Sturla hafði þó ekki enn gert sig beran að eiðrofi og var nú fram komið, sem hann hafði sagt við Þórð, að Kolbeinn myndi verða fyrri til að rjúfa griðin en hann, Sturla, að rjúfa éiðinn. Það fór nú sem oftar, að reyndist ekki svo auðvelt að koma Sturlu Þórðarsyni fyrir kattarnef. Sturlu barst njósn og var flúinn. Hann fór fyrst vestur í Saurbæ og fékk skip í Tjaldanesi og fór út til Krossasunds. Menn Kolbeins komu í Sæl- ingsdalstungu og gengu þar um öll hús með brugðnum sverðum og rændu öllu lauslegu, þegar þeir fundu ekki Sturlu. Kolbeinn reið áfrarrTmeð flokk sinn vest- ur til Saurbæjar. Þeir Kolbeinn grön og, Hákon galinn höfðu dvalið í Fagurey og komu þeir nú til liðs við Sturlu, þar sem hann lá á skipi sínu í Krossa- sundi, sem er örmjótt sund milli Efri-Langeyjar og Fremri- Langeyjar, en þær eyjar liggja skammt undan Dögurðarnesi (Dagverðarnesi). Þá er og ör- mjótt sund milli Fremri-Lang- eyjar og Arneyjar og enn er sund og það er breiðast þessara sunda, milli Arneyjar og Fagur- eyjar. Kolbeinn ungi reið suður Skarðsströnd og út í Efri- Langey, en þangað var honum hestfært. Hann reið síðan ofan Herleiðangrar eftir eynni, þar til hann kom að Krossasundi. Þar reið hann ofan í fjöru að kasta orðum á Sturlu, sem lá þar í sundinu á skipi sínu. Svo segir í sögunni: „Og er þeir fundust skorti þar eigi illt orðtak, er hvorir völdu öðrum." Kolbeinsmenn stóðu eftir í fjör- unni, þegar þeir Sturla reru brott úr sundinu. Þeir reru út til Fagureyjar en dvöldust þar skamma hríð, því að þeir fréttu að Kolbeinsmenn hefðu fengið skip og Kolbeinn grön og Hákon galinn tóku þá að óttast um hesta sem þeir áttu geymda í Bíldsey. Kolbeini unga með 600 manna lið gat verið orðið vant hesta. Þeir félagar gerðu því ferð sína í Bíldsey, en Sturla skyldi fara uppá land og safna liði um Snæfellsnes. Kægil-Björn og Jón Árnason voru í Tjaldanesi og nokkrir fleiri af Þórðarmönnum, þegar Kolbeinn ungi kom í Saurbæinn. Þeir Björn og Jón brugðu hart við og reru útí Akurey og ætluðu að taka þau skip sem þar voru. Þegar þeir komu þar að lending- unni, sáu þeir menn hlaupa uppi um eyna. Þeir Björn kenndu, að þarna voru Norðlendingar komnir á undan þeim, eflaust einnig í því skyni að taka skipin. Kægil-Björn lenti snarlega og hljóp á land og hans menn. Voru þeir álíka margir og Kolbeins- menn, en fyrir þeim var Óttar, bróðursonur Guðmundar bisk- ups. Norðlendingarnir hlupu á borg eina og vörðust þaðan, en Björn og hans félagar sóttu að þeim og varð ekki mannfall, því að Norðlendingarnir gáfu upp vopn sín og gengu Birni til handa og fóru með honum, og má af þessu marka, að ekki hafa allir Norðlendingar verið ein- huga Kolbeinsmenn. Þeir Kæg- il-Björn reru nú skipum þeim, sem þeir náðu til Fagureyjar. Og víkur nú sögunni aftur til Kolbeins granar og Hákonar galins, að þeir komu í Bíldsey og fundu þá menn þar fyrir og höfðu þeir bundið hesta þeirra og ætluðu að leggja þá á skip. Þarna voru þá komnir nokkrir Norðlendingar. Kolbeinn og Há- kon hlupu með sínum mönnum uppá eyna. Norðlendingarnir hlupu undan uppá borg á eynni og voru þeir níu saman og fyrir- maður Jón Oddason, er kallaður var skeggbarn. Þegar þeir Kol- beinn grön komu að borginni, hljóp Kolbeinn upp og tók Jón • / a sjo og landi höndum og féllu þeir báðir ofan fyrir borgina. Var þá þegar unn- ið á Jóni með þeim sérkennilega hætti, að Hákon greip af honum stálhúfuna og sló hann í höfuðið með henni og leiddi það högg Jón til bana nokkrum dögum síðar. Eftir fall Jóns voru Kol- beinsmenn allir handteknir og flettir og höfðu þeir Kolbeinn þá heim með sér til Fagureyjar. Þar sat þá Sturla og hafði ekki farið í liðssafnað „og urðu þeir Kolbeinn illa við það“. Sturla brá ekki vana sínum um fram- gönguna. Þeir fengu nú njósn af í Fagurey, að eitthvað af liði Kolbeins unga væri komið út í Arney og hefði eitt skip. Tók Sturla þá það ráð að gera mann vestur í móti Þórði og bað að hann skyldi hvata suður sem mest, en Sturla sjálfur og Dufgusynir reru inn til Arneyjarsunds fjórum skipum og ætluðu að verja Kolbeins- mönnum að komast til lands aftur og halda þeim úti i Arney, þar til Þórður kæmi að vestan. Arneyjarsund virðist hafa verið kallað í þennan tíma sund- ið milli Arneyjar og Fremri- 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.