Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Qupperneq 11
Langeyjar, en ekki eins og nú er
merkt á kortum, sundið milli
Arneyjar og Fagureyjar.
í miðju þessu mjóa sundi lá
þröskuldur og var djúpt beggja
vegna við hann og ekki hestfært,
ef hátt var í, en ríðandi er sjór
var fallinn og þá sennilega ekki
nema um bláliggjandann, því að
sjávarfallastraumur er í þessum
sundum.
Þeir Sturla lögðu skipum sín-
um beggja vegna þröskuldsins
og hugðust grýta Norðlend-
ingana, þegar fjaraði út og þeir
reyndu þá að ríða milli eyjanna.
En Norðlendingarnir voru einn-
ig í Fremri-Langey og úr báðum
eyjunum sóttu þeir niður í fjöru
eftir því sem sjór féll út og þar
kom, að þeir gátu grýtt þá
Sturlu úr báðum áttum og urðu
þeir Sturla þá að hörfa úr sund-
inu og komust menn Kolbeins þá
yfir í Fremri-Langey og þaðan
yfir Krossasund upp á Meðal-
fellsströnd og riðu inn til Dala.
Þeir sáu útá Breiðafirðinum
mörg skip á siglingu. Þar var á
ferð Þórður kakali með flota
sinn. Sendimaður Sturlu hafði
mætt Þórði í Flatey. Þórður lét
ferma öll skip sín grjóti og „tók
þá heit mikið til guðs og talaði
langt erindi og snjallt og herði
alla í ákafa, ef fundum manna
bæri saman að hver skyldi duga
sem mannlegast“.
Eftir það gengu menn á skip
sín og var bæði siglt og róið inn
og suður um fjörð. En það stoð-
aði ekki þótt Þórður hraðaði
sem mest hann mátti ferð sinni.
Sá hluti Kolbeinsmanna, sem
var úti í Arney og Fremri-
Langey var sloppinn.
Þórður hafði hvorki lið né
hesta til að taka land og sækja
eftir Kolbeini inní Dali. Kol-
beinsmenn höfðu að visu dreifzt
í þessum herleiðangri, en nú
myndu þeir safnast saman og
væru þá um sex hundruð og allir
á hestum, en Þórður hafði á
skipum sínum rúm þrjú hundr-
uð manna og Kolbeinsmenn ör-
ugglega búnir að sjá fyrir því að
hann fengi ekki hesta undir lið
sitt. Þórður ætlaði þó að reyna,
og Teitur Styrmisson var sendur
suður til Böðvars Þórðarsonar
að biðja hann liðveizlu, en Þórð-
ur hélt öllum sínum flota inn til
Hólmláturseyjar i Hvammsfirði
og beið þar átekta. Böðvar kom
þar til hans, en ekki vildi hann
veita Þórði lið til að ráðast á
Kolbein. Og varð nú annað uppi
en þeir höfðu ætlað Teitur og
Svarthöfði um liðsemdina við
Breiðafjörðinn. Þeir náðu sem
sé ekki saman vinirnir í þetta
skipti.
Herferðir beggja í Breiða-
fjörðinn ónýttust fyrir þeim
höfðingjunum. Þórður hafði
ekki hesta til að elta Kolbein og
Kolbeinn ekki skip til að ráðast
á Þórð. Kolbeinn gerði heldur
enga tilraun til að nálgast Þórð.
Þótt Kolbeinn hefði lið miklu
meira en Þórður, hefur hann
veigrað sér við að ráðast á Þórð
á þessum slóðum af ótta við að
þá kynnu Dalamenn og Snæfell-
ingar að vakna upp til liðs við
Þórð. Kolbeinn reið heim með
allt sitt lið en meiddi náttúrlega
nokkra menn á leið sinni um
Dali. Þar var reyndar að verki
mest Hjalti biskupsson. „Þeir
Hjalti sáu þá hvar menn slógu á
engiteigi. Lét Hjalti þá taka.
Hét annarr Áslákur en annarr
Árni. þeir voru gamlir menn og
heilsulitlir og höfðu þeir því eigi
forðað sér. Hjalti lét hvorn
tveggja fóthöggva og mæltust
þau verk illa fyrir. Þá lét Hjalti
enn brjóta fótleggi í tveim
mönnum í Laxárdal. Eftir það
reið hann heim suður, en Kol-
beinn norður til Skagafjarðar.“
Þegar Þórður spurði að Kol-
beinn var farinn norður, sigldi
hann vestur til Barðastrandar
og gekk þar af skipi en lét menn
fara með skipin vestur.
Þeir Broddi og Hafur, sem
komnir voru undir Æðey og áð-
ur segir frá, höfðu siglt norður
aftur eftir að hafa unnið her-
virki nokkur í ísafirði, en engan
mann drepið. Það reyndist sem
sagt rétt hjá Teiti og Svart-
höfða, að þarna hefur enginn
verið eftir norðurfrá, sem slæg-
ur var í.
Þórður fór heim á Mýrar og
allir menn til búa sinna. Var nú
aflátið að leita um sættir með
þeim Kolbeini og Þórði. Það
þótti sýnt orðið, að annarr hvor
þeirra myndi hníga fyrir hinum.
Tumi Sighvatsson var í Skál-
holti með Sigvarði biskupi vet-
urinn og vorið 1243 og fram yfir
þann tíma að þeir atburðir gerð-
ust um sumarið í júní og júlí
sem lýst hefur verið. Tumi hefur
átt að gæta þess, að sunnlenzku
bændurnir héldu sættina við
Þórð og bera honum njósn úr
þeim héruðum.
Það er engin lýsing til á Tuma
Sighvatssyni yngra fremur en
Þórði, en svo virðist sem hann
hafi ekki verið borinn til höfð-
ingja, en viljað vera það og hon-
um hafi ekki verið öfundarlaust
um bróður sinn.
Þegar Hjalti biskupsson var
kominn heim eftir hervirki sin í
Dölum, reið Tumi leynilega
vestur við þriðja mann. Hann
kom í Flatey, þar sem var Teitur
Styrmisson og varð það að ráði
að Tumi ætti þar bú með Teiti.
Er Tumi hafði skamma stund
verið í Flatey tók hann sig upp
og þeir tólf saman fóru til lands
í Dölum. í fylgd með Tuma voru
þeir Dufgusynir, Kægil-Björn og
Kolbeinn grön. Þeir félagar riðu
um Borgarfjörð og suður Gagn-
heiði og linntu ekki ferð sinni
fyrr en þeir komu að bænum
Ölfusvatni í Grafningi. Þar bjó
maður er Símon hét og var kall-
aður kútur. Hann hafði frá
blautu barnsbeini verið í fylgd
með Gissuri Þorvaldssyni. Sím-
on var á Örlygsstöðum og hann
var í Reykholti að vígi Snorra
Sturlusonar og voru honum
eignaðir áverkar við Snorra.
Símon þótti allra manna tillögu-
verstur í garð Sturlunga. Með
Símoni var sá maður er Þor-
steinn hét og var Guðinarson,
kjósverskur maður. Þorsteini
var og eignað banasár Snorra.
Þeir Tumi tóku bæinn og
fundu Símon í baðstofu og hafði
hann gert þar reyk. Var hann
leiddur út og höggvinn. Sá mað-
ur sem vó hann var Gunnar
Hallsson, nautatík kallaður.
Þeir Sturlungar spurðu að
Þorsteinn var í seli og þar fimm
menn með honum. Þeir tóku
Þorstein höndum og spurði
Kægil-Björn hver höggva vildi
af honum höndina. Sigurður hét
maður, kallaður vegglágur.
Hann var norrænn og hafði ver-
ið kertissveinn Skúla hertoga en
komið út hingað með Snorra og
var í Reykholti er Snorri var
drepinn. Hann bað fá sér öxina
og sagði sér hafa það verið í hug,
er þeir drápu húsbónda hans, að
hann skyldi gera einhverjum
þeirra illt, er þar stóðu yfir, ef
hann kæmist í færi við einhvern
þeirra.
Þorsteinn rétti fram höndina
vinstri. Björn bað hann hina
hægri fram rétta, kvað hann
með þeirri mundu á Snorra hafa
unnið, frænda sínum, „enda skal
sú af fara“. Eftir það hjó Sig-
urður höndina af Þorsteini.
Gerðu þeir ekki meira að, því að
Þorstein mæddi blóðrás. Eftir
það rændu þeir hrossum og
lausafé og héldu síðan vestur yf-
ir heiði og svo til Dala og þaðan
úti Flatey.
Það var á Ólafsmessudag (29.
júlí eða 3. ágúst), að Þórður kak-
ali spurði þessi tíðindi öll og
einnig skipkomu í Dögurðarnes.
Þórður fór suður yfir Breiða-
fjörð og með honum heimamenn
hans og fór hann til skips í Dög-
urðarnesi. Þar hitti hann menn
að norðan, sem sögðu að Kol-
beinn var heima og allt kyrrt
þar um sveitir.
Hver maður sæti að búi sínu
og væri svo einnig í sveitum
vestur frá Skagafirði. Þórður
.sendi þá Nikulás og Hrafn
Oddsson í Dali, að safna þar
hestum leynilega. Þórður sagði
það alþýðu manna, að hann
myndi fara aftur vestur, þegar
hann hefði lokið erindum sinum
við skip. Hann fór af stað út
Breiðafjörð, en þegar hann var
kominn suður fyrir eyjar, sagði
hann heimamönnum sínum, að
hann ætlaði að snúa við og fara
í Dali og þaðan norður á sveitir,
svo langt sem honum þætti fært
vera. (í Sturlungasögu Il.b.
(Sturlungaútg. 1946) — er spurt
í textaskýringum hvaða eyjar
Þórður hafi siglt „suður fyrir",
maðurinn á leið vestur. Verður
ekki að byrja á að sigla frá Dag-
verðarnesi suður úr eyjaklasan-
um útaf nesinu til að geta tekið
stefnuna vestur? Þórður siglir
suður á siglingaleið út úr
Hvammsfirði.)
Nú skarst úr liði Þórðar sá
maður sem kom út með honum
og fylgt hafði honum trúlega,
Snorri Þórólfsson. Snorri átti
náfrændur fyrir norðan og vildi
ráða griðum fyrir þá frændur
sína, en Þóður vildi engu heita
um grið nokkrum manni meðan
hann hefði á engum manni vald.
Snorri undi ekki þessu svari og
skildi þar með honum og Þórði.
Snorri fór vestur en Þórður á
Skógarströnd og svo inn til
Dala.
Þórður fann menn sína alla,
sem hann hafði sent í Dalina við
höfða við Haukadalsá. Þeir riðu
um kvöldið, fimmtíu og fjórir
saman, suður um Brattabrekku
og suður yfir Karlsháls um nótt-
ina og komu fram drottinsmorg-
un í sólarroð til Fljótstungu og
höfðu farið svo, að enginn mað-
ur varð var reiðar þeirra um
héraðið. Að kvöldi sama dags
riðu þeir á Arnarvatnsheiði.
Á Lárentíusarmessu (10. ág-
úst) var fjölmennt mannamót á
Giljá. Hafði þar safnazt saman
alþýða manna fyrir vestan
Skagafjörð. Þar gekk sú frétt, að
Þórður kakali væri farinn úr
Dögurðarnesi vestur á fjörðu og
þótti þá öllum vænt um það, því
að þeir þyrftu þá ekki að óttast
ófriðinn.
Þorsteinn Jónsson, sem fyrr
er getið, bjó í Hvammi og þar
var með honum Eyjólfur, sonur
hans, þá nítján vetra. Eyjólfur
var manna efnilegastur í þann
tíma, mikill maður og vænn.
Manna var hann bezt á sig kom-
inn, sterkur svo að þá voru engir
hans jafnaldrar þvílíkir. Hann
var stundum heima með föður
sínum, en stundum á Flugumýri
með Kolbeini. Þessi mikli efnis-
maður, sem svo er lýst í Þórð-
arsögu, var sá sögufrægi Eyjólf-
ur ofsi.
Á vist með Þorsteini í
Hvammi var Mörður Eiríksson,
tengdasonur hans. Báðir höfðu
þeir Þorsteinn bóndi og Mörður
verið á Örlygsstöðum með Kol-
beini og voru Merði eignaðir
áverkar við þá feðga. Mörður
hafði á Örlygsstöðum spjót mik-
ið, sem þá var siðvenja. En er
Mörður reið af Örlygsstaðafundi
norður um Vatnsskarð, mælti
það við hann maður nokkur, að
spjótið væri hlykkir einir. Ann-
ar maður er reið með þeim og
verið hafði í ferð með Merði,
svaraði: „Það hefur hallazt mjög
í goðabeinunum."
Þessi orð hafði Þórður spurt
og hafði af því þungan hug á
Merði. Helgi hét maður og var
Hámundarson og bjó á Másstöð-
um. Hann var annar beztur
bóndi en Þorsteinn í Vatnsdal.
Hann var læknir mikill, Helgi
þessi, og hafði verið á Örlygs-
stöðum og barizt við Sturlunga.
Þá er enn að nefna Vatnsdæl-
ing, Einar Hallsson, sem bjó á
Giljá. Hann var hinn vaskleg-
asti maður og var jafnan í ferð-
um með Kolbeini. Einar hafði
verið á Örlygsstöðum í móti Sig-
hvati. Þórður reið yfir Arnar-
vatnsheiði um nóttina eftir
drottinsdag (sunnudag) og um
daginn niður undir byggð í
Vatnsdal. Þar beið hann myrk-
urs en reið þá niður í dalinn.
Þeir Þórður tóku fyrst bæ á
Haukagili og fréttu þar að ailir
bændur í dalnum myndu vera
heima á búum sínum. Þá var
skipt liðinu. Var Ásbjörn fyrir
einni sveitinni, og var það
gestgjafasveit Þórðar, en þeir
Teitur og Svarthöfði fyrir ann-
arri og þá Þórður sjálfur fyrir
þeirri þriðju en átján menn voru
í hverri sveit.
Teitur og Svarthöfði fóru með
sína sveit á Másstaði að taka
þar Helga lækni. Ásbjörn og
gestasveitin fóru á Breiðabóls-
stað að taka þar mann, sem
Hallvarður hét Jósepsson, en
Þórður ætlaði sjálfur með sína
sveit í Hvamm. Þangað vildi
helzt enginn fara sökum vin-
sælda Þorsteins og tók Þórður
það á sig, þótt einnig honum
væri það óljúft, „en þó veit ég
eigi þann mann fyrir norðan
land, að eigi sómi mér betur yfir
að standa en Þorsteini Jóns-
syni“. En í Hvammi var Mörður.
Hér verður nú stytt lítillega
frásögnin af hervirkjum þeirra
Þórðar í Vatnsdal í morgunsár-
ið, en þeir Þórður riðu á bæina
nokkru fyrir sólroð og komu að
mönnum óvörum.
Þeir Þórður náðu að drepa
Mörð og annan mann drápu þeir
í Hvammi og unnu á þremur
öðrum. Þorsteini gaf Þórður
grið og tók hann í lið sitt. Eyj-
ólfur slapp á fjall upp og senni-
lega hefur piltinn þá ekki órað
fyrir þvi að hann ætti eftir að
mægjast við Sturlunga og hefna
þeirra grimmilegar en nokkur
annar. Ekki er þess getið, að
Þórður rændi í Hvammi. Þeir
Teitur og Svarthöfði drápu
Helga lækni á Másstöðum og
hjuggu hönd af Einari Hallssyni
á Giljá og rændu þeir á báðum
bæjunum hrossum og því sem
innan gátta var.
Þeir Ásbjörn rændu öllu á
Breiðabólsstað öðru en gangandi
fé, en Hallvarður slapp en þeir
náðu að drepa Lær-Bjarna og
unnu á fleiri mönnum.
Svo hafði verið ráð fyrir gert,
að flokkarnir hittust allir við
Hólavað, þegar þeir hefðu lokið
sér af í Vatnsdal. Það varð og
svo, að þar hittust þeir og reið
þá Þórður vestur og menn hans
og rændu því sem fyrir varð þar
til þeir komu í Miðfjörð. Þar lét
Þórður engu ræna. „Tvennir
voru þeir hlutir, sem Þórður
bauð mestan varnað á, að þeir
skyldu eira konum og kirkjum."
Þorsteini sleppti Þórður þegar
þeir komu vestur, og skildu þeir
með vináttu. Þórður fór á Mýr-
ar.
Framhald síðar.
Haukur
Hólm
FÖT
-7
Þú klæöir þig
í glimmer og diskóföt
og reynir aö vera þú,
en þú ert í feluleik
felur þig á bakvið fegurö
og ferö í taxa í Broadway,
en innst inni ertu bara lítið barn.
Þú dregur á þig
leðurjakka, ólar ög keöjur
færö þér eina pípu
glas af brennivíni,
setur upp ruddasvipinn
og segist gefa skít í allt.
Slangrar niöur á Borg,
en innst inni ertu bara lítið barn,
einlægt, lítiö og ráövillt barn.
11