Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Page 12
Orö f belg unn annarlegan hreim á mæltu máli Flugfreyjumál Að undanförnu hafa tveir ágætir menn birt hér í Lesbók greinar um ákveðnar og uggvænlegar breytingar á íslenzku talmáli: Erlendur hreimur og rangar, óíslenzku- legar áherzlur eru að skjóta upp kollinum og heyrast annað veifið í ríkisfjölmiðlun- um, útvarpi og sjónvarpi. Ég tel þó alrangt að fréttamenn séu einhverjir sérstakir vandræðagemlingar að þessu leyti; margir þeirra tala ágætis mál, sem ekkert er útá að setja. Aftur á móti á það sér æði oft stað, að þessir fréttamenn nái sér í viðmælendur, sem þyrftu að athuga sinn gang. Umfram allt þykir mikill fengur í að fá frammá- menn í stjórnmálum uppí sjónvarp til að þeir tjái sig um vandamál líðandi stundar. Þjóðkunnur gáfumaður og fyrrverandi flokksformaður hefur löngum verið illa haldinn að þessu leyti og hefur þá undar- legu áráttu að snúa við hefðbundinni, ís- lenzkri áherzlu og hafa hana á síðara eða síðasta atkvæði orðsins. Þegar áhrifamenn eru annarsvegar, er allt svona tal smitandi og sjúkdómnum bregður fyrir í vaxandi mæli hjá ráðherrum og alþingismönnum. Þegar betur er að gáð, heyrast rangar áherzlur og röng ítónun víðar. Á dögunum átti ég leið út til London og heim aftur með Flugleiðavél, sem ekki er í frásögur fær- andi. En mér er minnisstætt málfar flug- freyjanna, þegar þær þuldu þennan hefð- bundna texta við upphaf og lok flugsins. Þær fluttu textann einnig á ensku og þokkalega að ég held. En það sem átti að vera íslenzka, var heldur ömurlegt á að hlusta og voru þær þó alíslenzkar, fjall- myndarlegar og elskulegar að auki. Megin sjúkdómseinkennin á þessum flutningi þeirra var einskonar sönglandi, sem aldrei heyrist sem betur fer í venjulegu mæltu máli, en er þó engin ný bóla í flug- vélum; þessi hjákátlegi flutningsmáti hefur að mér finnst verið þar við lýði æði lengi. Ég hef einnig heyrt hann hjá sumum stjórn- endum þátta, sem kynna hljómplötur í út- varpinu. Meinið er, að það er ákaflega erfitt að lýsa þessu í rituðu máli; það verður alls ekki gert svo vel sé nema í töluðu máli og þá með því að herma eftir þessari sérstöku tónmyndun. Meginreglan í framburði á íslenzku er sú, að áherzlan er á fyrsta atkvæði og „talað er niður á við“ eða með öðrum orðum: taltónn- inn lækkar í lok setningar. í flugfreyjumáli er farið öfugt að: Tónninn hækkar í lok setningar og þá með ákveðnum sönglandi hreim. „Setningarnar setja upp rassinn" eins og Halldór Halldórsson, prófessor orðaði það svo hnyttilega, þegar ég ræddi við hann um þetta fyrirbæri. Og til þess að gefa frekari hugmynd um þessa óíslenzku en bráðsmitandi tónun, gæti hefðbundinn flugfreyjutexti hljómað eitthvað þessu líkt í eyrum farþeganna: „Góðir farþe^ Jón Jónsson f\ug og áhöfn hans bjóða ykkur velko^ *><* Vvl0 tirtva Flugið til London tekur t xf og flogið verður í 30 í norsku og sænsku er ríkjandi ákveðinn sönglandi hreimur og er hann víti til varn- aðar að minni hyggju. Bágt á ég með að trúa því, að þessi sönglandi hafi verið við lýði i íslenzku fyrir margt löngu, en sú til- gáta hefur heyrzt. Við höfum þá að minnsta kosti losnað við hann, sem er guðsþakkar- vert. Svo áleitinn er þessi hreimur, að ís- lendingar, sem dvalið hafa langdvölum í þessum löndum, eiga stundum erfitt með að tala móðurmálið sitt án þess að leggja því til þennan hvimleiða són. Vonandi verða örlög íslenzkunnar ekki þau að fá hliðstæð- an kvilla yfir sig unz hann gerist svo rótgróinn, að ekki verður með neinu móti aftur snúið. Unnendur málsins verða allsstaðar að vera á verði og það er hreinlega ekki hægt að líða stjórnmálamönnum, sem sífellt eru að tjá sig í sjónvarpið um vandræði sem þeir geta ekki leyst, að þeir tali ekki fram- bærilegt mál. Flugleiðir geta heldur ekki látið það viðgangast, að flugfreyjur klæm- ist á þessum stuttu textum, svo raun sé á að hlýða. Verðum á verði! enn er tími til að spyrna við fótum. Gísli Sigurðsson Dagfar A-manngerðar blóði, þ.e.a.s. að magn þess stjórnaðist ekki eingöngu af neyslu kólesterólríkrar fæðu eða dýrafitu. Það ykist einnig við andlegt álag (einkum við streitu vegna einhvers konar baráttu). Sú uppgötvun okkar að hegð- un A-manngerðar gæti aukið innstreymi á noradrenalín- hormón var einnig staðfest af ýmsum sérfræðingum (Carruth- ers, Hanes o.fl., Nestel o.fl.). Nauðsyn gagnrýnnar rannsóknar Sé svo komið að hegðun A- 12 manngerðar sé viðurkenndur jafnþýðingarmikill áhættuþátt- ur kransæðastíflu og aðrir þætt- ir sem fyrr voru viðurkenndir, svo sem aukið kólesterólmagn í blóði, háþrýstingur og óhóflegar sígarettureykingar, þarf samt að taka annað með í reikning- inn. Sannleikurinn er sá aö öll þessi heilsufarsatriði eru talin vera áhættuþættir vegna þess eins að þau finnast við læknisskoðun kransæðasjúklinga og tengjast því sjúkdómnum. Hins vegar hefur það aldrei verið staðfest að neinn þessara áhættuþátta sé beinlínis valdur að sjúkdómnum. Væri það t.d. gott og gilt fyrir tölfræðinga að staðhæfa að sígarettureykingar séu bölvald- urinn aðeins vegna þess að fleiri reykingamenn fá kransæða- stíflu en þeir sem ekki reykja sígarettur? Hafa ber í huga að Japanir reykja alveg eins mikið og Bandaríkjamenn en tíðni kransæðastíflu í Japan er aðeins tíundi hlutinn af tíðni sjúk- dómsins í Bandaríkjunum. Sýni- lega er eitthvað fleira en síga- rettureykingar sem veldur hinni miklu tíðni sjúkdómsins í bandarískum reykingamönnum. Sama má segja um nýlegar niðurstöður af rannsóknum kransæðalyfjakönnunar ríkis- ins, sem sýna að lækkun kólest- eróls í blóði með lyfjum kemur ekki í veg fyrir að kransæða- sjúklingar fái annað áfall. Þær niðurstöður Ieiða í ljós að við getum ekki staðhæft að ákveðnar líffræðilegar, efna- fræðilegar eða sálfræðilegar truflanir séu orsakavaldar kransæðasjúkdóms einungis vegna þess að þær eru undanfari eða tengdar sjúkdómnum. Sama máli gegnir um A- manngerðardagfar. Þótt það sé greinilega undanfari og nátengt kransæðastíflu, á sama hátt og viðurkenndir áhættuþættir, verður ekki fullyrt að það sé orsakavaldur. Hvaða rannsóknir eru þá nauðsynlegar til að skera úr um það hvort A-manngerðin sé í hættu? Þörf er á gaumgæfilegri rann- sókn. Velja þarf allstóran A- manngerðarhóp. Síðan þarf að fá álitlegan hluta hópsins til að semja sig að nýjum siðum og láta af eða draga úr fyrra lát- æði. Hinir séu látnir afskipta- lausir. Sé því svo farið að hegð- unin sé áhættuþáttur, sem svo kallast, ætti við læknisskoðun að koma í ljós að minni einkenni sjúkdómsins fyndust hjá þeim einstaklingum sem breytt hefðu framgangsmáta sínum. Önnur leið væri sú að reyna að fá A-manngerðarhóp sem fengið hefði áfall til að breyta um dagfar. Þessum einstakling- um ætti þá síður að vera hætt við öðru’áfalli. Hvorug þessara rannsóknar- leiða er auðveld í framkvæmd. Fyrst af öllu þarf að sann- reyna að hægt sé í raun að breyta hegðum A-manngerðar. Ennþá vita fáir eða jafnvel eng- ir sálfræðingar, sállæknar eða tölfræðingar með nokkurri vissu hvaða þættir eru ráðandi hvatar þessarar hegðunar. Enginn okkar er heldur ennþá alveg viss um hvers vegna, hvernig og hvenær tveir aðal- eiginleikar A-manngerðarein- staklinga, tímakapphlaupið og kaldlyndið, skaða líf þeirra og heilsu. Við vitum heldur ekki hversu mikið af þessum hegðunarmáta er erfður eða áunninn. Það getur reynst erfitt að finna leiðir til að draga úr dag- farsvandkvæðunum þegar við þekkjum ekki undirrót þeirra og orsakir. Skilgreiningin hlýtur líka að byggjast afar mikið á þeim sem greininguna gerir. Þá er ekki síður erfitt að út- vega hóp A-manngerðarein- staklinga, bæði heilbrigða og kransæðasjúklinga, í þeim til- gangi að breyta hegðun þeirra og lífsmáta í tilraunaskyni. Sannleikurinn er sá að A- manngerðareinstaklingar eru ekki aðeins hreyknir af lífsmáta sínum, þeir þakka honum bein- línis fjárhagslega og félagslega velgengni sína. Öryggisleysi er rótgróið í skapgerð A-manngerðarein- staklinga. Enginn þarf því að ætla að þeir séu fúsir að breyta þeim lífsmáta sem þeir telja að- almótvægi öryggisleysisins: æð- ishörku til að öðlast meira og ná lengra þrátt fyrir hindranir keppinautanna. Loks má það vissulega teljast erfitt að breyta þeim háttum og siðum sem einstaklingur hefur tamið sér ævilangt, jafnvel þótt þeir séu honum skaðlegir. Sér- fræðingurinn hefur ekki yfir að ráða neinu nýju undralyfi né heldur skurðtækni sem eyða má með undirrót reiði, gremju, óþolinmæði og viðskotaillsku en þessir skapgerðarþættir eru tvímælalaust uppistaðan í hegð- unarmáta A-manngerðar. Hann getur aðeins beitt orðum í þeirri von að hann stuðli þannig að sjálfsþekkingu og -viðurkenn- ingu viðmælanda síns. Vænlegar líkur Er unnt að breyta háttum A- manngerðar til hins betra? Þrátt fyrir andmæli og mótbárur hef ég ástæðu til að ætla að það sé hægt. Margir hjartasérfræðingar sem haft hafa með höndum mjög dýrar faraldsfræðilegar rannsóknir árum saman án þess að taka tilfinningaþáttinn með í reikninginn hugga sig við þá al- mennu skoðun að A-manngerð sé algerlega óumbreytanleg. Þeir líkja henni við erfðastuðul sem ekki verði breytt. En þessir vísindamenn virð- ast ekki skilja að þeir gætu gert sig seka um að endurtaka grundvallarskekkju sína. Hún er sú að fyrir nokkrum áratugum létu þeir hjá líða vegna fljót- færni og fastmótaðra skoðana og án nokkurra athugana, að taka með í reikninginn að til- finningar ættu ef til vill ein- hvern þátt í þróun kransæða- sjúkdóms. Margir þeirra neita núna á sama hátt og án þess að spyrjast fyrir um rannsóknir á þessu sviði að hegðunarháttum A- manngerðar verði breytt. Þeir hafa enn rangt fyrir sér. Á árinu 1978 hófum við rann- sókn á um 1.000 einstaklingum af A-manngerð sem fengið höfðu hjartaáfall. Þetta eru sjálfboðaliðar og helmingur þeirra hefur samþykkt að á næstu 5 árum verði gerð tilraun til að draga úr ýmsum A-mann- gerðarháttum þeirra. Tilgangur þessarar rannsókn- ar sem styrkt er af opinberu fé og samtakasjóðum er tvenns konar: 1) hve stóran hundr- aðshluta þessara A-manngerð- areinstaklinga sem fengið hafa áfall er unnt með ráðgjöf að fá til að breyta hegðunarvenjum sínum ef það á annað borð reyn- ist kleift? 2) fá þeir sem breyta lífsmáta sínum síður áfall í ann- að sinn? Ennþá er allt of snemmt að álykta að lífsmátabreytingar komi í veg fyrir hjartaáfall í annað eða þriðja sinn eða bráð- an dauða. En það er Ijóst að kransæða- sjúklingar geta dregið úr spenn- unni sem stuðlar að hegðunrvenj- um þeirra. Það er heldur ekkert undrun- arefni, a.m.k. ekki okkur sem til þekkjum, að það er ekki erfiðara að breyta um lífstíl og halda honum í horfi en breyta óhollum neyslu- og reykingavenjum. En mikil áhersla skal lögð á þessa viðvörun: Sá sérfræðingur sem tekur að sér að gefa ráð um breytt dagfar A-manngerðar- einstaklings verður að hafa meira til brunns að bera en sér- þekkingu í hegðunarráðgjöf, hann verður sjálfur að vera bú- inn sérstökum skapgerðareigin- leikum og ekki síst þeim að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.