Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 2
 UMI-MERH Stanislas Bohic — Birgir H. Sigurðsson Betra umhverfl — hversvegna ekki? Þeir Stanislas Bohic, landslagsarki- tekt, og Birgir H. Sigurösson, skipu- lagsfræöingur, báöir raiklir áhuga- menn um fegrun umhverfisins, tóku aö sér þaö verkefni á vegum Lesbók- ar aö taka Ijósmyndir víösvegar um höfuðborgarsvæðið, bæöi á opnum svæöum og við umferðargötur. Mynd- irnar eru síðan unnar þannig aö trjágróður er teiknaöur á sérstaka filmu og hún lögö yfir upphaflegu myndina og síöan sett á blað. Þannig fást tvær myndir af sama stað og geta menn boriö saman aö gamni sínu og metiö hvernig er umhorfs og hvernig getur verið þegar trjágróöur er kom- inn nokkuð á veg. Ætlunin er aö birta nokkrar slíkar samanburðarmyndir í Lesbók á næst- unni. Töluvert hefur miöaö í rétta átt hér á höfuðborgarsvæöinu í umhverfis- málum undanfarinn áratug, þótt enn blasi verkefnin hvarvetna við. Á þetta ekki hvað síst við um Reykjavík, þótt nágrannasveitarfélögin séu vissulega farin að láta þessi mál til sín taka líka. Mörgum eru enn í fersku minni óræktarspildurnar sem blöstu vföa viö á árunum fyrir 1970. Þá var farið að gera áætlanir um „grænu byltinguna" svonefndu, og upp frá því hefur um- hverfið vissulega fengið á sig betri svip. Ekki hvað síst þar sem grænu grasgeirarnir tóku við af möl og mold- arböröum, sem rykið þyrlaðist úr um leið og hreyfði vind. Sumum finnst hins vegar nú orðið, að grasi vöxnu svæðin séu of einhæf. Menn gerast óþolinmóðir, vilja meiri tilbreytni. En allt tekur þetta sinn tíma. Þessar myndir eiga að gefa dálitla innsýn í framtíðina — sýna hvernig hægt er að bæta umhverfið með fögr- um trjágróðri, og um leið hvetja íbúa og sveitarstjórnir til að láta til skarar skríöa. Sennilega lætur nærri að af trjá- gróðri á höfuðborgarsvæðinu sé um 90—95% í einkagörðum, og eigendur geta vissulega verið stoltir af. Þeir fylgjast iíka með því vökulum augum að gróðri þeirra sé ekki spillt af skemmdarfýsn eða óvitaskap. Hins vegar gcngur bæði upp og ofan að vernda þann gróður sem á að vera almenningseign og er ætlað að dafna á opnura svæðum. Þó eru auð- vitað margar og góðar undantekn- ingar frá því að hann verði fyrir hnjaski, sem betur fer. Og við eigum ágæt útivistarsvæði sem eru íbúum mikill yndisauki. Stór götutré, sem mjög setja svip sinn á götumyndir hjá nágrannaþjóð- um okkar, fyrirfinnast varla hér á höf- uðborgarsvæðinu. Þó hafa verið gerð- ar tilraunir með slíkt hér f Reykjavfk, en ekki þarf nema einn spellvirkja af þúsundum vegfarenda til aö koma slíkum gróðri fyrir kattarnef á fyrstu árunum. Við skulum þó vona að þeim fækki óðum sem slíkt hafast að. 2 í miðbæ Kópavogs. Mynd- in sýnir hluta Hamraborg- ar, en þar eru byggingar sem í er sambland af íbúð- arhúsnæði, verslunum, skrifstofum og annarri þjónustu. Miðbærinn hefur verið kallaður hjarta Kópa- vogs. Steinsteypa, malbik, gler og bflar. Um hver jól eru nokkur afhöggvin grenitré skrúfuð fóst á steinveggina til hátfðar- brigöa. Vissulega geta tré og runnar breytt umhverf- inu til hins betra. En því eru ekki lifandi tré og runnar notuð og þeim leyft að standa allt árið um kring? &, ' v m * Hluti Hamraborgar f Kópavogi gæti hugsanlega litið út eitthvað þessu líkt, sem myndin hér að ofan sýnir. Hvernig yrði umhorfs ef trjám og runnum yrði komið þar fyrir á smekkvísan hátt?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.