Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 15
A.J. Spencer: Death in Ancient Egypt Penguin Books 1982 Fornfræðingar hafa löngum litið með lotningu til Egypta, um trúarbrögð þeirra og lífsbaráttu má lesa af veggmyndum sem fundist hafa í grafhýsum í því landi. Margt er til letrað um sömu efni á sömu veggjum. Á þessari öld hefur mikil gróska verið í egypskum fræðum og hef- ur margt merkilegra muna verið grafið úr sandinum við Nílardal. Ekki eru allar grafirnar jafn auðugar og gröf Tutanks Amons, því ræningjar voru skjótari á vettvang en fræðimenn. í Death in Ancient Egypt eru gerð skil flestu því sem sam- tímamenn vita um greftrunar- siði Forn-Egypta og því sem við- kemur dauðanum. Höfundur ásetti sér að draga saman á einn stað alla vitneskju manna um þessi efni, því þær bækur sem þegar voru til, þegar hann hóf að rita hana, telur hann í mörgu úreltar. Honum tekst bærilega að setja fram efnið svo „hinn al- menni lesandi“ hlýtur að hafa af því nokkurn fróðleik. Kaflar eru níu. Fjalla þeir um upphafið að múmíugerð í Egyptalandi, und- irbúning að greftruninni, varnir grafhýsanna, lífið eftir dauðann, kistur, heilög dýr og arkitektúr. A.J. Spencer stundaði nám í egypskum fræðum og heimspeki sem hann er doktor í. Hann starfar við egypsku deildina í British Museum og hefur skrifað fjórar bækur um forn-eypsk efni. Þessi bók er stútfull af fróð- leik og aðgengileg leikmönnum, hún er um 250 síður og bendir höfundur á bækur til frekari lesningar. Þá er og í henni staða- og nafnaskrá. Death in AncientEflypt A.J.Spencer Elisabeth David: French Country Cooking Penguin Books 1982 Elisabeth David hefur ritað margar matreiðslubækur. Hún fékk áhuga fyrir matargerð með- an hún stundaði nám í París og hefur síðan leitað hófanna víða og menntað sig í listinni. Hún hefur víða búið og lært mat- reiðslu af innfæddum ítölum, Frökkum, Grikkjum og Indverj- um. Sælkerar heimsins leita oft í bækur hennar þegar mikið ligg- ur við. Þessi bók kom fyrst út 1951 og hefur síðan verið prentuð aukin og endurskoðuð tuttugu og einu sinni. í inngangi lýsir David Frökk- um sem yfirmáta nýtnum hvað mat varðar. Þeir nýti hráefnið til hins ýtrasta. Ekki má marka af þessari bók að þeir standi Is- lendingum framar í því efni, því engar uppskriftir eru að slátri, engar að sviðum. Á Skotlandi borða menn slátur og arabar eta svið en heilar dýra eru vinsælir í kæfu hjá Frökkum. Uppskriftir eru margar í bók- inni. Kaflar um vín, súpur, fisk, kjöt, egg, salöt, sætindi og sósur. Margt góðra rétta er að finna í French Country Cooking. Til að búa til E1 Pa Y All þarf maður nýbakað brauð, nuddar á það hvítlauk eftir óskum, þá saltað og ólífuolía látin drjúpa yfir. Þá er morgunverður eins og hann hann tíðkast hjá katalónskum tilbúinn. steinum eða lurkum og væla undir var mikill ís brotinn. Hvað þá þegar svartir grófu holu í jörð og settu yfir tréplötu sem við var festur strengur sem svo var bundinn við stöng, þá var til nokkuð, sem ekki var hægt að nota til annars en framleiðslu tóns eða tóna. f þessari bók er sögð saga hljóðfæranna og verður leikmað- ur um margt fróður við lestur hennar. Margar ljósmyndir fylgja henni og um 80 teikningar og útskýringamyndir, þar á með- al er ein af langspili, önnur af fornri barnahringlu og orgeli, svo smáu að á því var hægt að halda líkt og fiðlu. Bókin er tæpar 400 síður að stærð í stóru broti, með orðskýr- ingum og nafnaskrá. Musical Instruments Through the Ages Edited by Anthony Baines 'This ie a uniquely valuahle book, packed wiih . Information, curtous toafnlrtfi and a wtoe Musical Instruments Through the Ages Edited by Anthony Bains Penguin Books 1982 Bókin skiptist í fjórtán kafla. Fjalla nítján sérfræðingar um aðskiljanleg efni. Sagt er af fornum hljóðfærum, orgeli, pí- anói, lútum, gítar, fiðlum, hörp- um, víólum, sílafónum og trumb- um auk kafla um blásturshljóð- færi og horfin tól. Ekkert er fjallað um raf- magnshljóðfæri, enda eru þau svo margbreytileg að önnur bók jafnstór myndi vart nægja til að gefa mynd af þeim. Tónlist í sinni frumstæðustu mynd birtist í takti. Þegar for- feðurnir tóku að berja saman James Wright: The Devil’s Parole Penguin Books 1982 í Saintshaven er lífið í engu frábrugðið því sem gerist í öðr- um smábæjum á Englandi. Ár- talið er 1939 og fólk þykist finna, að til tíðinda hljóti að draga þá og þegar. Það er sumar og mikið úrfelli. Frú Birkenshaw er fimmtug og það er haldin veisla. Fjölskylduvinir koma og það gera líka þýskir útlagar. Mat- reiðslukonan er þýsk og einmitt þennan dag en á öðru ári lést maður hennar í Vínarborg. Þýskur stærðfræðingur er í veislunni og ræðir hann við Desmond O’Connor, en sá síðar- nefndi er leikari og er í tygjum við eldri dóttur Birkenshaws, Eleanor. Yngri dóttirin er með unglingaveikina eins og bróðir hennar. Eleanor er leikkona en atvinnulaus. Húsbóndinn á sér listakonu fyrir viðhald og er sjálfur blaðamaður. O’Connor hverfur annaðslagið til London að innheimta húsa- leigu fyrir ömmu sína. I einni slíkri ferð hans gerast þeir at- burðir sem sagan snýst um. Irski lýðveldisherinn hefur sókn á Englandi sjálfu og Birken- shaw-fjölskyldan er í sviðsljós- inu. En að lokum endar allt vel enda er höfundur þegar tekinn til við að skrifa framhald þess- arar bókar. James Wright var í flotanum í seinna stríði, að því loknu, eftir að hafa stundað nám í Oxford, sneri hann sér að blaðamennsku og útgáfu. The Devil’s Parole er fyrsta skáldsaga hans, hún er fljótlesin afþreying. Enskan flæðir yfir heiminn Frh. af bls. 5. inntökuprófi í ensku. Ne Win sneri við blaðinu þegar í stað og gerði enskunám að skyldunámi, allt frá smábarnaskólum upp í menntaskóla. Sum af þeim löndum, sem lít- ið gera úr enskunni á opinberum vettvangi, sýnast þó samtímis vera að greiða götu hennar. Suður-Kórea leggur bann við því að atvinnusöngvarar syngi al- gjörlega á ensku, en á hinn bóg- inn er nemendum gert að leggja stund á enskunám, allt frá sjöunda bekk. Mexíkó hefur far- ið þess á leit við framleiðendur og eigendur verzlana, að þeir noti einungis spönsk heiti á framleiðslu sinni og á verzlun- um. Haldið er uppi öflugri aug- lýsingastarfsemi, þar sem Mex- íkóbúar eru skammaðir fyrir ofnotkun enskunnar. í einni slíkri sjónvarpsauglýsingu er amerískur ferðamaður látinn benda á auglýsingar á ensku utan á byggingum. „Ég get varla trúað því, að ég sé í Mexíkó," segir hann við stjórnanda þátt- arins, en sá er í T-skyrtu með „I love New York“ flennt yfir skyrtubarminn. Mexíkóbúinn fer greinilega hjá sér, breiðir yf- ir stafina á brjóstinu og leggur af stað með gest sinn í ferðalag um „hina ósnortnu Mexíkó.“ Allt að einu eru 10.000 ensku- kennarar í mexíkönskum gagn- fræða- og menntaskólum. Jafn- vel Frakkar eyða mörgum millj- ónum dollara á ári hverju til kennslu í erlendum tungumál- um, aðallega ensku. Mæla frönsk lög svo fyrir, að hvert það fyrirtæki, sem hafi fleiri en 10 starfsmenn, skuli verja 1,1 prósenti af launagreiðslum til menntunar starfsliðsins. Venjan er sú, að fyrirtækin greiða gjaldið í ríkissjóð, sem síðan greiðir fyrir þá æfingu eða menntun sem starfsmaður kýs sér. Langflestir velja sér ensku- nám. Enskunámsskólar eru til næstum því alls staðar, en kennslan er oft á tíðum bágbor- in. „Það er hægt að finna en'sku- námsskóla á næstum því hverju götuhorni í Hong Kong,“ segir Kenneth Wescott, sem er skóla- stjóri Maxwell-stofnunarinnar, þess enskunámsskóla, sem þar þykir einna beztur. „Námsgjöld- in eru ekki há, og skólastofurnar eru þétt setnar, en kennslan er fyrir neðan allar hellur." Kenn- araskipti eru tíð, um 80 prósent á ári, og oftast er það svo, að þeir hafa sjálfir notið lítillar kennslu. Margir af þeim eru enskumælandi unglingar, sem reyna að vinna þannig fyrir sér um leið og þeir ferðast um. „Þetta er algjör íhlaupavinna," segir írinn Raymond Dolphin, sem hefur tekið að sér ensku- kennslu stuttan tíma í Róma- borg. „Menn, sem slíkt leggja fyrir sig, hljóta að vera fæddir ferðalangar." Ný blómleg atvinnugrein Þörfin fyrir góða enskukenn- ara hefur skapað mjög blómlega atvinnugrein — að kenna kenn- urunum. „Þótt þú talir ensku, er ekki þar með sagt, að þú kunnir að kenna hana,“ segir einn kennarinn. Fjölmargir háskólar í Bandaríkjunum hafa nú á boðstólum nám, sem lýkur með meistaraprófi, svokallað TOEFL, „the Teaching of Engl- isn as a Foreign Language". Er nemendum kennt, hvernig þeir skuli kenna erlendum nemen- dum réttritun, framburð og setningamyndun. Þegar þeir út- skrifast, eiga þeir að geta látið í té kennslu um sagnorð tungum- álsins, sem aldrei eru til friðs, og losað nemendur úr snörum alls kyns óreglu, eins og t.d. framburðarins á „bough“, „dough" og „rough“. Þegar kennararnir hafa lokið námi í enskukennslu, nota þeir margvíslegar aðferðir við kennsluna. Berlitz-kerfið er vinsælast, felst í „algjörri ein- beitingu", og heyrir nemandinn ekkert annað en ensku frá því hann stígur í fyrsta sinn inn fyrir þröskuldinn á kennslustof- unni. „What is it?“ segir kenn- arinn og heldur blýanti á lofti. „It is a pencil," segir kennarinn síðan. Þetta er síðan endurtekið um penna, reglustriku, o.s.frv. Næst er það síðan nemandinn, sem verður að svara á ensku. Þegar nemendurnir snúa sér að því að ná valdi yfir nýja tungumálinu, verður á vegi þeirra ekki aðeins ein enska heldur tvær, — amerísk enska og brezk enska. Merkingarmun- urinn í þessum málagreinum er svo mikill, að bæði Associated Press í Ameríku og Reuters- fréttastofan í Englandi verða að láta þýða ensku yfir á ensku. I Englandi er það, sem Banda- ríkjamenn kalla „cookie", kallað „biscuit“, „tractor-trailer" er „articulated lorry“ og „Sunday joint" er „roast-beef dinner“ — ekki hass-sígaretta. Reuters- skrifstofan í New York hefur hjá sér bækling upp á tólf síður um algeng orð, sem nauðsynlegt er að þýða. „Við þurfum að hugsa á „báðum“ tungumálun- um,“ segir Evelyn Leopold, sem þar vinnur. „Við þurfum að þýða fram og til baka.“ Hvor enskan, sem kennd er, spretta alls staðar upp nýjar að- ferðir til að gera námið skemmtilegt og auðvelt. „Þögla aðferðin" er svo til algjör and- stæða Berlitz-kerfisins; kennar- inn segir næsta lítið, en nem- endurnir hafa orðið. „Þekkingin kemur að innan en ekki að utan,“ segir kennari nokkur í París, sem beitir þessari aðferð. Nemendurnir reyna að bera Frh. á bls. 16. 15 i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.