Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 12
Cavalleria Rusticana og ballettinn Fröken Júlía í Þjóöleikhúsinu í fyrsta verki sínu en tókst síðan aldrei að gera neitt, sem tæki fram þessari vinsælu óperu Guðbrandur Gíslason tók saman Pietro Mascagni fæddist í Liv- orno á Ítalíu á jólaföstu 1863. Faðir hans var bakari og þóttist himinn hafa höndum tekið að eignast son, sem gæti tekið við fyrirtækinu þegar fram liðu stundir. En í framtíð sveinsins beið annar sætleiki en sá sem fyrirfinnst í tertum og vínar- brauðum, og þegar Pietro var enn á unga aldri kom einn af þessum ríku frændum, sem allar fjölskyldur virðast eiga, til skjalanna og bauðst til að bjarga honum frá ofninum og gera hann að tónlistarmanni. Rekinn úr skóla Pietro var farinn að semja tónlist aðeins þrettán ára, og 1882 fór hann til Mílanó og lét innritast í tónlistarskólann þar. Meðal kennara hans voru Ponchielli og Saladino. Þeim ágætu mönnum þótti bakara- sonurinn frá Livorno ekki stunda nám sitt með því harð- fylgi sem gera myndi úr honum góðan tónlistarmann, og eftir tveggja vetra nám var hann rek- inn úr skólanum. Næstu árin flakkaði Mascagni um ítalfu með óperettuflokkum, sem áttu tilveru sína helst að þakka smekkleysi áheyrenda, eða þar til hann kvæntist, settist að sem tónlistarkennari í Cerignola í Púglíu og skrifaði óperueinþátt- unga í frístundum. Þegar útgefandi nokkur að nafni Sonzogno efndi til sam- keppni um óperueinþáttunga, sendi Lina, eiginkona Mascagnis „Cavalleria" inn að honum for- spurðum. Mascagni sigraði í keppninni ásamt tveimur öðrum tónsmiðum, og var „Cavalleria" frumsýnd fyrir hálfu húsi í Constanzi leikhúsinu í Róm vor- ið 1890. Þegar tjaldið féll að lok- inni frumsýningu, ætlaði allt um koll að keyra, slík var hrifn- ing áheyrenda. Á einni nóttu varð bakarasonurinn frá Liv- orno kokteilhæfur í fínum hús- um. Innan árs var hann orðinn Frá sýningu Þjóðleikhússins á Cavalleria Rusticana 1954.1 aðalhlutverkum voru Guðrún Á. Símonar sem Santuzza, Ketill Jenson sem Turridu, Guðmundur Jónsson sem Alfio, Guðrún Þorsteinsdóttir sem Lucia og Þuríður Pálsdóttir sem Lola. Lárus Ingólfsson gerði leikmynd og búninga. við spurningunni um áhrifamátt þessa verks er að finna í verkinu sjálfu, sem sýnt er um þessar mundir á fjölum Þjóðleikhúss- ins. Tók við La Scala af Toscanini Næstu áratugi ferðast Masc- agni víða og stjórnaði flutningi á eigin óperum. Hann samdi alls 15 óperur, en engin þeirra hefur náð jafnmikilli hylli og „Cavall- eria“. „II picolo Marat", sem sótti efnivið sinn til frönsku byltingarinnar, var vel tekið við frumsyningu 1921, enda þrótt- mikil tónlist sem gerir geysi- harðar kröfur til hæfni tenór- söngvara. En allar aðrar til- ur hans. 1940 fór hann í sýn- ingarferð með „Cavalleria" í til- efni af hálfrar aldar afmæli óperunnar, og gat þá enn um stund baðað sig í hrifningu áheyrenda. En sá ljómi reyndist skammvinnur. Fasistar voru loks hraktir frá völdum, og Mascagni, gamall og þreyttur, var fyrirlitinn fyrir daður sitt við þá. Hann dó í ágúst 1945, bitur og vonsvikinn, í sóðalegri hótelkytru í Róm. „Cavalleria rusticana", í senn yndi hans og örlaganorn, lifir enn. „Cavall- eria rusticana" eða „sveitasómi" gerist í litlu þorpi á Sikiley og fjallar hvorki um aðalsfólk né aðrar yfirnáttúrlegar verur, heldur um mig og þig og laus- beislaðar ástríður. Því er hún Baliettinn Fröken Júlía var sýndur í Þjóðleikhúsinu á listahátíð í júní 1960. Myndin er frá þeirri sýningu og sjást þarna Margaretha von Bahr í hlutverki Fröken Júlíu, Frank Schaufuss í hlutverki Jean og Hanne Marie Ravn í hiutverki Kristínar. Mascagni flaug alfíðraður heimsfrægur. Eftir hartnær öld er ekkert lát á vinsældum „Cavalleria". Enginn ópera hefur verið sýnd jafn oft, jafn víða og notið jafn stöðugrar lýðhylli. Astæðurnar fyrir vinsældum hennar eru margvíslegar, og ber þar vita- skuld hæst tónlistina sjálfa, svo og túlkun hennar á ástinni, en hvað væri ópera án ástar og annarra ástríðna? En öll svör raunir Mascagnis til að endur- vinna hylli áheyrenda voru fyrir daufum eyrum, honum til mik- illar skapraunar. Það var því með fegins hendi að hann tók við stjórn La Scala óperunnar 1929 af Toscanini, sem undi þar ekki lengur vegna yfirgangs fas- ista. Þar með varð Mascagni að hirðskáldi einræðisstjórnarinar, og varð það síst til að auka hróð- oft nefnd brautryðjandi raunsæis á ítalska vísu í óperum (verismo), en áður hafði Frakk- inn Bizet riðið á vaðið með svip- uð efnistök í óperunni „Carm- en“. Efnið í Cavalleria „Cavalleria" hefst á páska- morgni. Grandvarir og guð- hræddir þorpsbúar eru á leið til messu. Það er létt yfir þeim því nú fer hátíð í hönd. Þeir eru þakklátir fyrir hið friðsæla sveitalíf.sem forsjónin hefur fært þeim. Fáa grunar að harm- leikur sé í vændum. Turiddo, fríður og föngulegur þorpari hefur snúið heim aftur, eftir að hafa gengt herþjónustu og fundið heitmey sína| Lolu, gifta póstekli þorpsins. vænum manni og velefnuðum. I örvænt- ingu sinni leitar hann í faðm stúlkunnar Santuzza, sem veitir honum ást sína og blíðu, aðeins til þess að sitja eftir með sárt ennið, þegar Turiddo og Lola gerast elskendur á ný. Santuzza segir Alfio, póstekli frá athæfi konu hans, og sá góði maður á ekki annarra úrkosta völ en að 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.