Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 11
Gréta Sigfúsdóttir KLIPPT Á ÞRÁÐINN) Það var hvorki nótt né dagur en himinninn speglaðist í vatninu og brá á það annarlegri birtu sem þrengdi sér gegnum vatnsborðið niður í dimmt og dularfullt djúpið Á botni vatnsins lá dýrgripur óendanlega verðmætur dýrgripur sem geislum stafaði af þegar birtan að ofan lék um hann án þess að gefa honum sérstaka lögun Vatnið lá kyrrt í faðmi himinsins í fullkominni sameiningu utan við rúm og tíma jafnvel hvikulir vindarnir héldu niðri í sér andanum Allt var þrungið lotningu og þögn Þá sá hún að neðan úr djúpinu lá festi eða þráður tengdur við ströndina og hún fann að það var á hennar valdi að viðhalda draumsýninni eða klippa á þráðinn Hana dreymdi þennan draum nóttina áður en hún framdi morðið og þó framdi hún það með köldu blóði Hún hafði talið sér trú um að í rauninni væri það ekki glæpur: Löggilt morð Jacques Prévert ÉG ER EINS OG ÉG ER Ég er eins og ég er Ég er nú svona gerð Ef setur hlátur að mér þá hlæ ég eins og þú sérð Ég ann þeim sem elskar mig Er það mín sök ég spyr ef það er ekki hann sem ég elskaði áður fyrr Ég er eins og ég er Ég er nú svona gerð Hvað viltu meir af mér Hvað viltu meir ég spyr Til unaðar er ég gerð og engu ræð ég um það Háhæluð eins og þú sérð mjaðmir miklar að sjá brjóstin of mikið út augun sem dökk af sút og því spyr ég þá Hvað gerir það þér Ég er eins og ég er til yndis þar sem ég fer Hvað gerir það þér hvað fyrir mig ber Já eflaust hef ég unnað þeim sem unna kunna rétt eins og börnin unna börnin sem kunna að unna unna, unna ... Hvíþá að spyrja hvað Ég er til yndis öllum gerð og engu ræð ég um það. Jón Óskar íslenskaöi Rabb Gagnfrœði Gagnfræði. Óneitanlega er miður, að þetta orð skuli á hröðu undanhaldi í daglegu máli ogýmislegt bendir til, að það hverfi senn úr íslensku fræðslukerfi. Gagnfræðaskóli, gagnfærðapróf oggagn- fræðingur. Þessi hugtök fela í sér menntun, sem lengi þótti mikilsverð fyrir framfarir hér á landi og lét vel í munni fram undir miðja þessa öld. Um síðustu aldamót þóttu gagn- fræðingar frá MöðruvöIIum og Flensborg engir aukvisar og var mikils af þeim vænst. Þegar saga vorbjartrar ungmennafélagsaldar á lslandi er könnuð, kemur í ljós, að þáttur gagnfræðinga reyndist þá veigamikill og merkur. Úr þeirra hópi komu félagsmála- frömuðir, stjórnmálaskörungar, athafna- menn á ýmsum sviðum, menntafrömuðir, fræðimenn og skáld. Það liggur í augum uppi, að hugtök eins og grunnskóli og fjölbrauta- skóli verða visin og lágreist við hlið þessa rismikla og merkingarljósa orðs, gagnfræða- skóli. Munurinn á þeim er svipaður og á tveim ferskeytlum þar sem önnur þarf langa skil- greiningu til útskýringar, en hin stendur sjálfstæð og segir allt, sem segja þarf. Það fer ekki á milli mála, hvað felst í orðinu gagn- fræði. Það ber svip þeirrar sérstæðu, íslensku menningar, sem gerir kröfur til einstaklings- ins í fámennu þjóðfélagi að geta sinnt sem flestum verkefnum, veraldlegum og andleg- um. Enginn hefur skilgreint þá menningu betur en Stephan G. Stephansson í vísunni um baslhagmennið: „Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn kerra, plógur, hestur. “ Og það blandast engum hugur um, að vísan sú arna stendur sjálfstæð, en höfundur henn- ar var sannur gagnfræðingur úr skóla lífsins, auk þess að vera skáldmæringur. Sérfræði eru góðra gjalda verð og í sumum tilvikum bráðnauðsynleg, t.d. á heilbrigðis- sviði. Hins vegar virðist sem landlægt dekur við þau á sem flestum sviðum sé á góðri leið með að útrýma íslenskum gagnfræðingum, mönnum fjölþættrar þekkingar og fjölhæfni. Áður fyrr var ekki óalgengt, að menn með nokkurra mánaða farskólamenntun, gagn- fræðapróf eða búfræðinám að baki, hæfu rannsóknir á aðskiljanlegustu efnum ognæðu undraverðum árangri. Ýmsir þeirra hafa unnið þrekvirki, sem langskólagengnir menn með háar lærdómsgráður mega öfunda þá af. Þetta kom mér í huga, þegar hörmuleg tíðindi spurðust frá Patreksfirði íjanúar sl. um mannskætt snjó- eða krapaflóð. Sem vænta mátti, voru margir sérfróðir menn kvaddir til að láta álit sitt íljósi í fjölmiðlum um orsakir náttúruhamfaranna og þeir jafnframt inntir eftir, hvort unntyrði að sporna við slíkum slysum í framtíðinni. Oft var þá minnst á rannsóknir og gagnasöfnun. Hins vegar heyrði ég aldrei minnst á það í þessum um- ræðum, að til væri gagnmerkt rit um skriðu- föll og snjóflóð á íslandi. Þetta ritverk kom út í tveim vænum bindum (hvoru um 550 bls.) árið 1957. Höfundur þess var hvorki háskóla- menntaður veðurfræðingur eða jarðfræðing- ur, heldur búnaðarráðunautur, Olafur Jóns- son að nafni. Hér á Norðurlandi var þessi gáfaði Austfirðingur löngum nefndur Ólafur í Gróðrarstöðinni, því að í Gróðrarstöðinni á Akureyri vann hann í rúman aldarfjórðung, einkum við jarðyrkjutilraunir og leiðbein- ingarstarfsemi. En þótt hann sinnti því starfi af miklum áhuga og fágætri kostgæfni, þá lét hann sér það ekki nægja. í tómstundum ferð- aðist hann um öræfi landsins og þær ferðir vöktu snemma rannsóknaráhuga hans. Fór svo, að hann hóf vísindalega könnun á því öræfasvæði, sem nefnt er Ódáðahraun, og birti niðurstöður þeirra rannsókna í miklu þriggja binda ritverki. Fyrsta bindið fjallar um landslag og könnunarsögu Ódáðahrauns, annað bindið um jarðsögu og eldgosasögu, en þriðja bindið er ferðaþættir o.fl. Hvert þess- ara binda er að meðaltali 420 bls., en verkið kom út árið 1945. Það er athyglisvert, að árið 1947 sendi Ólafur frá sér ljóðabókina Fjöllin blá og skáldsöguna Öræfaglettur, sem kvikn- að hafa af nánum kynnum við öræfi landsins og gerðar eru af skáldlegum hagleik. Þá voru liðin tvö ár frá því hann hóf heimildakönnun að sögu skriðufalla og snjóflóða hér á landi. Eftir tólf ára þrotlaust starf var það mikla verk fullbúið til prentunar og gefið út 1957. Hver, sem kynnir sér það, velkist ekki lengi í vafa um, að það er sönn gagnfræði bæði leikum og lærðum. Helgi Hallgrímsson, nátt- úrufræðingur, komst svo að orði um þetta þrekvirki, er hann minntist Ólafs við andlát hans: „Með bókinni Skriðuföll og snjóflóð lagði Ölafur grundvöllinn að íslenzkri „ofan- fallafræði“, sem þá og reyndar líka síðan hafði verið vanrækt hrapallega, þrátt fyrir síendurtekna stórskaða og manntjón af þeim völdum skriðuhlaupa og snjóflóða. Ólafur lét þó ekki þar við sitja, heldur kynnti sér margt, sem um þetta efni var ritað erlendis einkum í Sviss og Noregi, og reyndi að yfirfæra þá reynslu sem þar hafði fengist m.a. í fyrir- byggjandi aðgerðum. Um þessar mundir var góðæri mikið á ís- landi og snjóflóðaskaðar fátíðir. Þessum ábendingum Ólafs var því lítill gaumur gef- inn af almenningi eða stjórnvöldum. Það var fyrst eftir hin mannskæðu snjóflóð í Nes- kaupstað um jólaleytið 1974, að menn vakna til meðvitundar um þessa miklu hættu, sem víða vofir yfir jafnvel þéttbýlum stöðum, og þá voru rit Ólafs dregin fram í dagsljósið. Ef leiðbeiningum Ólafs hefði verið hlýtt, hefði aldrei þurft að koma til svo ægilegra slysa. “ Ekki eru liðin 10 ár frá snjóflóðunum í Neskaupstað, þegar voveifi verður af völdum krapaflóðs á Patreksfirði. í riti Ólafs er ekki að finna heimildir um hliðstæðar náttúru- hamfarir á þeim sama stað. En Patreksfjarðarkauptún og Pat- reksfjörður koma nokkuð við sögu i öðru bindinu. Er þar t.d. greint frá kófhlaupi í Kollsvík við Patreksfjörð árið 1857, sem er næsta sjaldgæf tegund hlaupa. Segir Ólafur ein mitt íþví sambandi: „Snjóflóð í bleytu- snjó og krapahlaup eru hér algeng, en snjó- flóð í lausum kornsnjó fátíð og í hjarnssnjó mjög óalgeng. “ (II. bindi bls. 54.) Brautryðjendastarf Ólafs Jónssonar á þessu sviði hefur ekki hlotið verðskuldaða viðurkenningu og ekki vakið þann áhuga fyrir skriðu- og snjóflóðavörnum, sem vænta mátti. Margur hefur hlotið heiðursdoktors- gráðu af minna tilefni. En þessi einstæði gagnfræðingur keppti aldrei eftir vegtyllum. 1 forspjalli að hin mikla verki komst hann svo að orði: „Svo þegar öll kurl koma til grafar, er það ef til vill æðsta skylda hvers manns að fylgja rödd hjarta síns.“ Betri væri heimur- inn, ef allir vísindamenn hugsuðu þannig. Hugsjónastarf á borð við það, sem Ólafur Jónsson vann, þekkist vart lengur á auraöld ogmangaratímum. Þá verða gagnfræðin helst að víkja af hlykkjóttum fjölbrautum. Bolli Gústafsson í Laufási. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.