Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 9
Þunglyndi og dulúð götunnar, 1914. átti eftir að hafa áhrif, ekki ein- göngu á málverkin heldur einnig á skrif hans, var byggð á því sem Nietzsche kallar „Stimm- ung“. Pittura metafisica“ Af hverju „pittura metafis- ica“? Það getur enginn gefið nákvæma útskýringu á orðinu „metafisica", eitthvað sem er yfir-líkamlegt, — yfirnáttúr- legt? Reynt hefur verið að þýða þetta orð á íslensku með dul- speki, frumspeki eða háspeki. De Chirico hefur sjálfur látið frá sér fara að orðið „metafis- ica“ sé til orðið í sambandi við myndverk sín fyrir áhrif frá Otto Weininger, við lestur bók- arinnar „Des fins ultimes" þar sem Weininger kemur með orðið „metafisica" sem „tillögu fyrir alheimstákn, sem útskýringu á hverri einangraðri einingu í heildinni og innsta eðli hlut- anna“. í byrjun ársins 1910 sest De Chirico að í Flórens ásamt móð- ur sinni. Hann gerðist þung- lyndur mjög og varð mikið veik- ur. „Ég málaði stundum lítil málverk; Böcklin-tímabilinu var lokið og ég byrjaður að mála málverk þar sem ég reyndi að tjá hinar sterku og dularfullu tilfinningar sem ég hafði upp- götvað í verkum Nietzsche: þunglyndi fagurra haustdaga, síðdegi í ítölskum borgum." Meðal þeirra verka sem að De Chirico málaði á þessu tímabili voru „Ráðgáta haustsíðdegis" og „Ráðgáta véfréttarinnar". í bók- inni „Meditazioni di un pittore" reyndir De Chirico að útskýra hvernig hugmyndin að verkinu „Ráðgáta haustsíðdegis“ varð til. „Það var bjart haustsíðdegi, ég sat á bekk á miðju Santa Croce-torginu í Flórens. Auðvit- að var þetta ekki í fyrsta skipti sem ég virti þetta torg fyrir mér; ég var nýbúinn að ná mér eftir löng og erfið iðraveikindi og var í næstum því sjúklega næmu ástandi. Mér virtist sem hlutirnir í kringum mig væru á batavegi. Á miðju torginu rís stytta af Dante hjúpuðum löng- um kyrtli. Hann heldur verkum sínum þétt upp að líkamanum og drýpur lárviðarkrýndu höfði eins og til íhugunar. Styttan er úr hvítum marmara, en hefur orðið gráslikjuleg með tíman- um, mjög þægileg ásýndum. Hlý og sterk haustsólin lýsti Upp styttuna og framhlið kirkjunn- ar. Þá fann ég fyrir þeirri ein- kennilegu tilfinningu að ég væri að horfa á þessa hluti í fyrsta skipti og myndbygging mál- verksins opinberaðist í vitund minni, og í hvert skipti sem ég lít á málverkið upplifi ég þetta augnablik, sem heldur áfram að vera mér algjör ráðgáta vegna þess að það er óútskýranlegt. Þess vegna nefndi ég málverkið „Ráðgáta haustsíðdegis". „Pittura metafisica" hófst því sem persónulegt tjáningarform De Chirico, en átti síðan eftir að þróast í ákveðna listastefnu árið 1917, þegar hann kynntist ítalska málaranum Carlo Carra. „Metafysíska„-tfma- bilið 1910—1919 „Metafysíska“-tímabilið er án efa áhrifamesta tímabilið á listamannsferli De Chirico og sérstaklega mikilvægt til þess að átta sig á honum. En þar með er ekki ætlunin að útiloka seinni verk hans. Ég álít að öll tímabil verka hans samsvari sér að nokkru leyti, enda þótt þau séu misjöfn að gæðum. í málverkunum frá 1910—1914 er mest öll undir- stöðumyndfræði hans til staðar. Stytturnar, byggingarnar, boga- göngin, lestarvagnarnir, járn- brautarstöðvarnar, verksmiðj- urnar, turnarnir, klukkurnar, þrúgandi nálægð skugganna, fjarstæðukennda fjarvíddin o.s.frv. í lok ársins 1914 fara svo kynlausu gínurnar að birtast í verkum hans. Síðan á hann eftir að endurtaka með margvísleg- um breytingum og tilbrigðum sömu fyrirmyndirnar. Myndlíkingar De Chirico eru oft haldnar furðulegum krafti og einfaldleik. Hann byggir upp einkennilegan og kvíðvænlegan heim út frá venjulegum hlutum sem allir þekkja og geta nefnt, en skilaboðin eru alltaf óútskýr- anleg. Hann hefur sjálfur sagt að það séu sjö borgir sem skipti meginmáli í verkum hans, og þær séu tengdar honum á ein- hvern dularfullan hátt. Þessar sjö borgir eru: Volo, Munchen, Flórens, Tórínó, París, Ferrare og Róm, og voru að hans mati allar tengdar umbreytingaskeið- um í list hans og einnig ákvörð- uðu þær oft myndmál verkanna, Fyrsta upplifunin sem við verðum fyrir þegar við horfum á verk ðftir De Chirico er ósam- ræmið á milli tíma og rúms. Við erum stödd jafnt í fortíð, nútíð og framtíð. Flest verkin sýna lokuð dularfull svæði, þar sem allt mannlíf hefur verið numið á brott og dauðaþögn ríkir. Samt höfum við það á tilfinningunni að einhver búi þarna, að einhver leynist á bak við lokaða glugga- hlerana. En þó að maðurinn sé oftast fjarlægur getur hann birst okkur í líki styttu, skugga, brjóstmyndar eða gínu. Ef hann birtist sjálfur er hann alltaf hafður í bakgrunni og mjög lít- ill, (nema í sjálfsmyndunum og „Heili barnsins“ 1914) líkari fjarlægri minningu fremur en mannlegri veru. Sum málverkin minna á leik- hússvið, þar sem byggingarnar breytast í nokkurs konar bak- tjöld og fjarvíddirnar spila á sína eigin mótsögn og leita út í óendanleikann. Leikararnir (gínurnar, stytt- urnar) eru þöglir, óhreyfanlegir, fjarstaddir og nálægir í senn. De Chirico tekst að opna augu okkar fyrir raunveruleikanum með óraunveruleikann að yfir- skini. Þannig verða þessi mál- verk hans ósjálfrátt undanfarar stríðsins. Þetta angistarfulla, tvíræða og ógnvekjandi and- rúmsloft átti eftir að verða að raunveruleika. Víst er að undirmeðvitundin, sem varð súrrealistunum svo kær, er til staðar í verkum De Chirico. Duldir eigin sálarlífs, draumórar hans um leyndar- dómana sem huldir eru undir yfirborði hlutanna, minningar hans frá æsku og unglingsárun- um eru mjög áberandi. Þung- lyndi fagurra haustdaga, síðdegi í ítölskum borgum blandast til- finningu um eftirsjá og bið. Minningarnar um eilíf ferðalög, brottfarir og heimkomur og minningin um föðurinn, sem var járbrautarverkfræðingur í Volo og lést þegar De Chirico var tæplega 17 ára gamall. Rústir og goðsagnir Grikklands til forna, aðdáunin á Nietzsche, Schop- enhauer og Weininger, opinber- un Böckling og Klinger, — allt þetta og meira til kemur fram í verkum De Chirico. Myndin „Heili barnsins" sem var máluð árið 1914 og er nú í eigu Moderna Museet í Stokk- hólmi, er með dularfyllstu verk- um „metafyslska“-tímabilsins. Enginn veit hvert þessi nakti maður með lokuðu augun er. Ýmsar getgátur eru á lofti. Freud-sinnaðir listfræðingar halda því fram að þarna sé fað- irinn sjálfur kominn, og ganga þeir svo langt að sjá i skarlats- merkinu, sem stendur fram úr bókinni, og verksmiðjureyk- háfnum í bakgrunninum, fallus- tákn. Einnig hefur því verið haldið fram að þetta væri dulbúið portrett af Alfred Jarry og að De Chirico hafi orðið fyrir áhrifum að portrettmynd af Pierre Loti eftir Douanier Rousseau. En eitt er víst að „Heili barnsins" hefur fallið Picasso vel í geð vegna þess að Heili barnsins, 1914. Dularfulla torgiö, 1971. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.