Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 10
hann tekur þemað upp í verki sínu „Maðurinn með pípuna" ár- ið 1915. „Pictor class- icus sum“ í lok ársins 1918 yfirgefur De Chirico Ferrare og fer til Róm- ar. Þar kemst hann í sam- band við Mario Broglio, rit- stjóra listtímaritsins „Valori Plastici", sem kom út á árunum 1918— 1922. Stuttu síðar birtir hann grein í þessu tímariti und- ir fyrirsögninni, „II ritorno al mestiere" (afturhvarf til tæk- ninnar) og í þeirri grein undir- strikar hann mikilvægi þessara þriggja orða sem hann hefur va- lið sem kjörorð: „Pictor classi- cus sum“ eða ég er klassískur málari. Margir furðuðu sig á akademísku innihaldi greinar- innar. De Chirico skrifar þar meðal annars: „Við megum ekki gleyma því að orðið tækni kem- ur frá gríska orðinu tekne, sem þýðir list.“ Þetta afturhvarfstímabil hjá De Chirico í kringum 1920, til nýrrar tækni og nýs stíls undir áhrifum gömlu meistaranna og endurreisnartímabilsins kemur á sama tíma og „retour a l’ordre" um alla Evrópu, eins og mæta vel mátti sjá á sýningu sem Pompidou-listamiðstöðin efndi til í lok ársins 1980 og kölluð var “Les Rélismes 1919— 1939“. Fasistarnir komast fljótlega til valda á Ítalíu og fyrirliðinn, Mussolini, lætur ekki líða á löngu uns hann fer að notfæra sér sköpunarkraft lista- mannanna. Haustið 1925 fer De Chirico að nýju tii Parísar. Hann um- gengst ennþá dálítið súrrealist- ana Dali og Margritte, en vin- skapurinn við André Breton hefur rofnað algjörlega. En þó að súrréalistarnir afneituðu honum 1919 fylltust þeir aðdáun á bókinni „Hebdomeros" sem kom út í fyrsta skipti á frönsku hjá Pierre Lévy árið 1929, og settu hann á stall með höfund- um eins og Gérard Nerval, Al- fred Jarry og Lautréamont. „Hebdomeros" — sem ber undir- titilinn Málarinn og snilligáfa rithöfundarins — er eina skáldsagan, sem De Chirico hef- ur skrifað. Eintal án upphafs og endis, þar sem samhengið virð- ist nær eingöngu vera undir til- viljun komið. „Hebdomeros" segir frá æsku barns þar sem mtnningarnar birtast í brotum. Nútíminn blandast fortíðinni svipað og 1 myndunum frá „metafysíska"- tímabilinu. Á árunum 1925—1935 málar De Chirico mörg mjög athyglis- verð verk eins og t.d. „Húsgögn- in í dalnum", „Fornleifafræð- ingarnir", „Skylmingarmenn- irnir", Dularfullu böðin" og „He- star við sjávarströnd". Síðan er eins og umskipti verðí á listam- annsferli hans eftir 1935, — en Dularfullu böðin, 1935. því miður fáum við ekkert að sjá af þeim verkum á sýningunni. Eins og fyrr var sagt gerði De Chirico mikið af því sjálfur að ýta undir goðsögnina sem að ríkti í kringum hann, allt frá því að hann ritaði á fyrstu sjálfs- myndina 1910 „Et quid amabo nisi quod aenigma est?“ Og hverju ætli ég hafi unnað nema því sem var ráðgáta. Hann efur eflaust verið orð- inn þreyttur á þessum „skiln- ingssljóu" listfræðingum og sölubröskurum og til þess að gera þeim lífið leitt og rugla þá algjörlega í ríminu (eða kannski var það af peningagræðgi?) byrjaði hann á því að falsa eigin verk frá „metafysíska“-tímabil- inu á gamals aldri (kringum 1966). Vitað er til að hann hafi málað allt að 18 eintök af sömu myndinni. Fyrir þá sem að hafa áhuga á verðgildi myndverka má geta þess í gamni, að meðal- verð verka De Chirico frá árun- um 1960—1978 er tæp ein og hálf milljón íslenskar krónur — og eru þá verkin frá „metafys- íska“-tímabilinu sjálfsagt mikið dýrari. Kannski er fjarstæða De Chirico í því fólgin að hafa vilj- að lifa „sitt frelsi" á öld sem hampar frelsinu, en virðist ekki þola frelsi einstaklingsins. Ætli Marcel Duchamp hafi ekki haft rétt fyrir sér þegar hann sagði öllum að óvörum, eftir að hafa hlustað á fyrrverandi aðdáendur De Chirico lýsa yfir því að hann hefði týnt sköpunarneista fyrra tímabilsins í síðari verkunum: „En komandi kynslóðir eiga kannski eftir að leggja eitthvað til málanna." Laufey Helgadóttir. Játningar völvu. Eftir Tove Ditlevsen — Helgi J. Halldórsson þvddi Þeir sem fást við ritstörf Loksins er veðrið þannig að hægt sé að vinna. Við vinnum auðvitað eins og annað fólk allt árið, en hið rétta veðurfar er ekki nema endrum og eins. Þeg- arsólin skín úti afheiðum himni verðum við að „njóta hennar" þó að hugsanirnar séu hægfara inni í rauðu sólbrenndu höfði, og enginn virðist hafa um annað að tala en hve veðrið sé fagurt. Manni er fagnandi trúað fyrir því að himinninn sé blár og trén græn eins og maður sé allt í einu orðinn litblindur. Fólk spyr hvort maður ætli ekki bráðum í frí, en þessar þrjár vikur, sem maður til mála- mynda — eða vegna fjölskyld- unnar — flutti sig um set, rigndi svo blessunarlega frá morgni til kvölds, og rétt þegar maður hafði vanist því að skrifa í nýju ókunnu umhverfi var kominn tími til að halda aftur heim. Fyrir okkur þýðir frí nefni- lega sjaldan annað en að við reynum að einbeita okkur að hinni hálfu skáldsögu, ófull- gerðu smásögu, fjórða parti af útvarpsleikriti eða æviminningu sem við höfðum orðið að hverfa frá vegna þess að erfiðir tímar þvinguðu okkur daglega að fást við eitthvað styttra og meðfæri- legra sem gaf strax eitthvað í aðra hönd. Enginn hefur áhuga á því hvernig þessum minnihlutahóp okkar vegnar á 10 vinnustað sínum. Við erum alveg látin um það sjálf og ég hef aldr- ei þekkt neinn rithöfund sem ekki fórnar löngum tíma í að finna sér hin réttu vinnuskilyrði. Hvað veðrinu viðkemur, eykur rigning, slagveður og haust mést andagiftina. Best væri að hafa hrímföla huggunarsnauða þoku eins og í sögu Poes „The House of Usher“, þar sem loftið er fullt af óheilnæmum, eiturgulum guf- um, en slíkt fenjaloftslag þekk- ist ekki íþessu landi. Ogjafnvel þótt svo væri mundu samt ótal önnur óútreiknanleg atriði hindra að hugmynd, sem kvikn- ar, komist niður á pappírinn. Þeir sem ekki þekkja til halda oft að við njótum mikilla for- réttinda af því að venjulega get- um við sjálf ákveðið vinnutím- ann, og samkvæmt goðsögninni er hin eilífa skriffinnska ástríða gagnstætt þeim skyldustörfum sem menn inna eingöngu af hendi til að hafa eitthvað til að bíta og brenna. En að undan- teknum snillingunum, sem geta nýtt sköpunargáfu sína án tilits til ytri skilyrða, verðum við minni spámennirnir sífellt að hugsa um hvernig viðgetum best létt af heilanum daglegu fargi og komið í veg fyrir að um- hverfið trufli þegar andinn er yfir okkur. Vinnufrið köllum við það. Venjulega, en ekki alltaf, táknar það algera kyrrð í kringum okkar. En ég þekki starfsbróður sem aðeins getur komið ein- hverju frá sér þegar fjölskyldan er með hávaða í kringum hann. Barnsgrátur, tónlist, hringing í dyrabjöllu og síma. Hann vissi það ekki sjálfur, því að eitt sinn leigði hann sænskan eyðibæ til að vera laus við ærandi hávaða, en vegna skorts á tilbreytingu og þó einkum vegna lamandi þytsins í trjánum sneri hann fljótt heim niðurbrotinn á sál og líkama. En hvað því viðvíkur að skerpa sköpunargáfuna, eru til þess mörg ráð. Sagan segir að hinn mikilvirki Balzac hafi drukkið hundrað bolla af kaffi á dag. Aðrir sloka í sig miður sak- lausum vökvum en þó í minna umfangi. Þrír bjórar eru sagðir eyða hinum alkunna ótta við hvíta pappírinn en fjórir eða fleiri brjóta niður einbeitingar- hæfileikann og veikja sjálfs- gagnrýnina. Eg er duglegust að vinna við niðurdregin glugga- tjöld klukkan fjögur á morgnana í skýi a f tóbaksreyk. Verði ár- angurinn miður góður er það hvellu og ólagvísu kvaki spörv- anna í Kaupmannahöfn að kenna. Lísa Sörensen hefur skrifað bók um konur skáldanna sem hafa ekki á liðnum árum átt alltof góða daga. Carlyle gat að- eins skrifað ef konan hans var í sama herbergi og hann, en hún varð að steinþegja. Einu sinni lagði hann frá sér pennann and- varpandi, sneri sér að henni og sagði ásakandi: En þú andar, Jó- hanna! Það er engin bók til um eig- inmenn skáldkvenna þó að hún gæti líka orðið fróðleg. Á æsku- árum mínum hittust tveir af þessum raunamæddu mönnum af tilviljun á veitingahúsi, en þangað höfðu þeir leitað til að bæta sér upp það heimilisyndi sem kona við skriftir geislar sjaldan frá sér. „Kannast þú við það, “ sagði annar þeirra raunamæddur, „þegar maður á konu sem aðeins einu sinni hefur slysast til að skrifa tvær línur sem ríma sam- an ? Þá tekur fjandinn við henni og hún vill hvorki þvo upp, elda mat né gæta barna sinna leng- ur.“ Jú, hinn kannaðist við þá geðveiki. Hjá honum hafði það gengið svo langt að hann hafði neyðst til að þvo nærbuxurnar sínar sjálfur! Þetta var fyrir tíð rauðsokkanna og orðið „nær- buxnaumönnun" hafði ekki verið fundið upp. Báðir þessir hrelldu herra- menn fengu reyndar skilnað og hvernig það síðan gekk hjá yrkj- andi konum þeirra bannar systrasamheldni mér að gera opinskátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.