Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 1 R m'iClI 55» toruí Drikk- URlNN Tö’nn To’nn EISK- UfiU ■ I ■■ FLAKl- At:ff MISK- -♦ O 7 t> Tj u L L M U Ai G A N s R 'o L A N Ati-- -fúuuna Æ (L 1 N N Kom- AiT N 'a U, A’ ) FÍFL\ KVÓiÞ t> 'A R 1 10 MAIM N 7 V B. A í> Jre- I EÐA P W £> A MbPA1 rarA- itóCut N1 I S r U R. VlLOI $ 1 ! (tein i* l M Ruooi HRINOI r R U N T i SPorr 1 L 1 N 1 H v' T W R 5WÚNAR Cíócue l«woi U N O N A R A s Á T A bi £ND- A R ERFICI 5ÁT3 'a N N km Bótv- Aí>| ÓTT- IHH A C1 1 M N Röjk- K N 'A R. MfgCP irytip- u« 4 E K $KÓU n A JlMAÍ D out. N A p B- A R. 'IC’OT F A T A kkK 8 « fc ter** «>*Tia Lor R 'o A R A N A Ð 4 L rÍLAL. 5CFA F H r it- 1 L L S R t.a«í- rtSrul 3 A L 1 N N 1 Fjall A A A T TÓNM 'A 'A ■ i flN- m G A SÖCcN M 'V L 'o ANH- IRNAK IA fA s T A M Ck 1 d> Lltfiii At A T S lÍMl fi s T f± N ) f rs' L 0lBÍ^lRr-T- SpiliM 1 111 þkr r- AR ERU HÁÐIR. VAMN UR U LL TÓBAKÍ ToluR DFÚS V*Zjt* fWDINÚ iTAeie FuIlí 1 ) i ímX- POKI D\(elta KEVRA Bátuil Fuc. LAE TAU £ 1N - JTAKT K&m Báta- S K.VLI NVrr*- UNDl£> + L'í < - - H wr fí DUCMA? HÁ-Ð 1Ánm ■ Fisk þXÓTA R't KA N ÓSKAÐ BLA5HR 11 /t u - GTÖRÞl HOND- iEaCtUR KlunkaR C\o$- EFNI fc SKVT VEIHAÐ KVRR ýLPR- ÓífKNHT. 'fl R L P O KIAl Titill ÓHLTÓÐ 1 5 L 'A S ICINN l£> CLSKU TÍMI NnTAKA T 1 L lAÍCAifí. TÚEIlt E/MJ SKlPAt N 1£>UR FSLCí- INN ÍCR KilEIKuR + AM&oÐ / . acjúf- 14 « Eydp k L'l PA JTAFA/ Á JKIPI 1 KomnI Biti ■ upp- ■ hróp- 1 U N l ea- stc/nn Askama Blája FR/l- 4TLIHQ ÍKEtSA 'A LIT- FáAá JaIemha LEIT Tveuz '(7FEKKT UR 5KAP- ViOMD ófeKkT ÍÞýpDi 5\mk- A<J- AíniR ! Enskan flæðir yfir heiminn fram ýmiskonar hljóð og orð á ensku, og „kennarinn" er kort, sem þeir hafa fyrir framan sig. Þegar nemandinn hittir svo á réttan framburð, kinkar kenn- arinn kolli til samþykkis, og hinir nemendurnir byrja svo að æfa þau hljóð. Einn af kennur- unum viðurkenndi, að „aðferðin væri mjög þreytandi", en hins vegar væri um að ræða „skap- andi þreytu". Önnur aðferð er sú, sem kölluð hefur verið „sugg- estopedia". Taka nemendur þá þátt í fimm vikna námskeiði, sem haldið er í þægilegum og venjulegum húsakynnum. Kenn- arinn les upp enska textann, aft- ur og aftur, og reynir þannig að láta hann síast inn í nemendur. Þeir, sem mæla með þessari að- ferð, halda því fram, að með henni sé á fimm vikum hægt að læra 2000 ensk orð, allt það orðasafn, sem málið byggist á. Bækur, bæk- ur, bækur Kennararnir hafa sér til stuðnings útgáfufyrirtæki, sem gefa út kennslubækur í ensku. Eru þau rekin með ágætum hagnaði og selja fyrir um 20 milljónir dollara á ári í Banda- ríkjunum einum. Þrjú helztu kennslubókafyrirtækin, Oxford University Press, Longman og Regents, gefa árlega út um það bil 100 nýjar bækur, sumt af því bækur, sem fjalla um orðanotk- un á sérstökum sviðum, t.d. á sviði kjarnorku eða alþjóðlegra viðskipta. Markaður þessi fellur 16 útgefendunum vel í geð, vegna þess að þeir geta selt óþýddar bækur um víða veröld, en verða einungis að gæta þess, að móðga engan. „Ef ekki má nefna „bac- on“ á nafn í Arabíu," segir út- gefandi nokkur, amerískur, „þá er það fellt í burtu í þeirri bók, en bókin höfð eins að öðru leyti.“ Yingying lærir ensku Tölvurnar, útvarpið og sjón- varpið eru einnig sterkar stoðir undir þá velgengni, sem ensku- kennsla á nú að fagna. Kennsla í notkun tölvunnar er ennþá á þróunarstigi. Meðal annars er farin sú leið að búa til ýmiskon- ar leiki, þar sem nemendur fást við að greiða úr flækjum í ensk- um setningum og ráða fram úr því, hver sé sekur um glæp; þarf þá að leggja fyrir tölvuna ýmsar spurningar. Annars staðar eru rafeindafjölmiðlar miklu al- gengari, bæði útvarp og segul- bönd; á þetta sérstaklega við um Kína. Þar er lögð niður vinna í heilum verksmiðjum til þess að starfsfólkið geti setzt niður í kringum útvarpstækin og hlust- að á enskukennslu frá Voice of America. Útvarpið í Peking sel- ur á hverju ári margar milljónir bæklinga til þeirra sem vilja fylgjast með kennsluþáttum út- varpsins í tungumálum. Og sjónvarpið í Kína flytur í hverri viku marga kennsluþætti í ensku, sem geta t.d. heitið nöfn- um eins og „Yingying lærir ensku“ eða „María fer til Pek- ing“. Vinsælasti enskukennslu- þátturinn í kínverska sjónvarp- inu er þáttur, sem heitir „Fylgstu með mér“; er þar um að ræða hálftíma þátt, byggðan á kennsluþáttum BBC, sem út- varpað er um allan heim. Stjarnan í þættinum er brezka útvarpsþulan Kathy Flower, og hefur hún fyrir vikið hlotið geysimikla fjölmiðlafrægð í Kína. Hún fær hundruð bréfa á viku, bónorð frá karlmönnum, vitaskuld öll á ensku. Þátturinn lýsir skemmtilegum atvikum úr daglegu lífi, er allt að því gam- anþáttur, og kemur með því móti boðskap sínum vel til skila. Hrunið Enskan sýnist nú eiga sér ör- uggan sess sem alheimstungu- mál. Segja málfræðingar, að út- breiðsla hennar verði ekki leng- ur rakin til notkunar málsins í Englandi og Bandaríkjunum. Og ekkert útlit er fyrir, að styrkur enskunnar fari minnkandi í heiminum í náinni framtíð. En ensk tunga á sér e.t.v. einn fjandmann, sem getur orðið henni að bana, — sig sjálfa. „Á sama hátt og latnesk tunga klofnaði í frönsku, ítölsku o.s.frv.," segir Birchfield hjá Oxford English Dictionary, „sýnist vera að fara þannig fyrir enskri tungu, að hún sé smám saman að leysast upp í ólík af- brigði. En þessi þróun gæti að sjálfsögðu tekið margar aldir." Það er ekki lengra síðan en fyrir tveimur árum, að þeir hjá Ox- ford gáfu út orðabók, sem heitir „Oxford American Dictionary". Þeir sem líta á útbreiðslu enskunnar sem eins konar ögr- andi heimsvaldastefnu, þurfa því ekki að örvænta. Tungumál, sem gera innrás í lönd líkt og erlendir herir, sem það gera, geta sýnzt leggja allt undir sig með auðveldum hætti, en þegar upp er staðið, eru það þau sjálf, sem hafa verið tekin til fanga. Samantekið og þýtt úr News- week — Hörður Ólafsson Talið þér Frensku? Frh. af bls. 6. borða á veitingastofum McDon- ald. Einnig stytta þeir og tengja saman orð og búa til ný; pasokon merkir þannig einkatölva. Mic- hihiko Yokohagi hefur skrifað bók, sem heitir „Leiðréttingar á ensku, sem framleidd er í Jap- an“. Segir hann, að enskumæl- andi fólk eigi í vök að verjast, þegar Japanir fara að nota heimatilbúnu orðin í samtölum við það. Sjálfir skilja þeir lang- flestir orðin ágætlega, enda er lántaka enskra orða orðin það umfangsmikil þar í landi, að þeir tala um, að verið sé að tala Japl- ish. Pidgin Ehglish er það kallað, þgar enskan blandast máli þjóð- ar, sem ekki mælir á ensku; eru slíkar málblöndur oft litríkar og hljómmiklar. Málfræðingar telja, að meira en 100 þess konar málblöndur séu til í heiminum. í Papúa á Nýju Gíneu merkir sori long að syrgja, kisim ring að gifta sig og holim long ting ting að muna eftir einhverju. Sumir fræðimenn líta niður á biönduna og segja hana vart annað en smábarnahjal, en Robert Burchfield, ritstjóri Oxford English Dictionary, segir, „að blöndurnar hafi því miður náð fótfestu og verði ekki hjá því komizt, að sætta sig við þær“. Hins vegar eru aðrir, sem vilja halda því fram, að blöndurnar séu orðnar að sjálfstæðum tungumálum. Málfræðingurinn John R. Rockford, frá Stanford University, segir þannig, að blöndurnar hafi auðugan orða- forða og frumlega setningaskip- an. í Papúa á Nýju Gíneu er melanesíska enskublandan eitt af þremur opinberum tungumál- um, talað af meira en 750þúsund manns. Þar er jafnvel gefið út dagblað á þessari pidgin-ensku, með myndaseríum og öllu til- heyrandi. „Ef málið yrði lagt niður, mundu ríkisstjórnin og kirkjurnar einnig leggjast niður, “ segir Frank Mihalic, kaþólskur prestur, sem hefur tekið saman fyrstu orðabók landsins um þetta mál, sem þar er talað. Stadarleg enskunotkun: Stund- um kemur það fyrir, að blanda enskunnar við staðarmálið sýn- ist ífyrstu alls ekki vera neins konar blanda, þvíað orðaforðinn er allur enskur. Á hinn bóginn eru málfræðin, framburðurinn og hugsanagangurinn greinilega staðbundin. Á þetta sérstaklega við um Indland. Önnum kafinn kennari gæti þannig sagt við nemanda sinn. „Don’t you know I am not vacant? Come behind.“ Eða einhver náungi, sem væri í góðu skapi, gæti sagt: „My heart is garden-gardén. “ Málfræðingar halda því fram, að breytingar af þessu tagi á merkingum enskra orða geri fólki, sem talar mismunandi enskur, erfitt fyrir að skilja hvert annað auðveldlega. „Við höfum enn ekki lært að nota ensku á alþjóðavettvangi, “ segir Larry Smith, sem starfar við East-West stofnunina í Hónól- úlú. „Það eina, sem við höfum lært, er að yfirfæra til Manila það, sem við notum í Kansas City. “ Burchfield er á sama máli: „Ef Belfast-búi væri fluttur til Memphis í Tennessee og ræddi við bæjarbúa þar, með sínum sérkennilega framburði, gengi þeim illa að skilja hann. Memph- is-búanum mundi ekki farnast betur í Belfast. En hann bætir því við „að ekki sé von til þess, að vandinn verði leystur. Hann gæti í rauninni farið versnandi, sem stafar af kaldhæðnislegu sambandsleysi á því tungumáli, sem þó er mest talað í heimin- um“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.