Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 4
Kínverjar gera yfirleitt ekki víðreist um heiminn og vestræn áhrif eru heldur ekki talin mjög holl. Kína er samt eitt af þeim fjölmörgu löndum þar sem enska er kennd sem grundvallarmál. Um 700 milljónir manna um víða veröld tala nú ensku og er þar um að ræða 40% aukningu á síðustu tveimur áratugunum. í hinni alþjóðlegu popptónlist eru textar yfirleitt á ensku, í viðskiptum er hún Iangsamlega algengust og nú orðið á sviði utanríkismála og vísinda. Sumstaðar í heiminum er enskukunn- átta hreinlega lykillinn að því að komast áfram — eða komast úr landi. Samantekt úr Newsweek. Michal Luszczynski heitir pólskur söngvari, en syngur þó næstum því eingöngu á ensku. Vitaskuld er ekki til nein þýðing á orðum eins og „Baby-baby“ og „Yeah-yeah-yeah“. Hann bendir á þar að auki, að „Szlysze wark- ot pociagu nadjedzie za zakretu" sé ólíkt stirðara í framburði en „I hear the train a-coming, it’s rolling down the line...“ Indland, þar sem töluð eru 179 tungumál, setur traust sitt á enskuna til að sameina landið. Kona nokkur þar lét þess getið, að hún hefði aldrei getað gifzt manni sínum nema fyrir tilstilli enskunnar. „Eiginmaður minn er að norðan og talar hindi, en ég er frá vesturströndinni og tala konkani. Mér gengur ennþá erfiðlega að tala við móður hans.“ Nú á dögum gengur sól til við- ar yfir brezka samveldinu með þessu venjulega reglubundna millibili, en aldrei yfir þeim löndum, þar sem mælt er á enska tungu. Brezkir nýlendu- menn gerðu hana útbreidda, og amerískir hermenn hjálpuðu til á stríðsárunum, en styrkur hennar óx enn við tilkomu al- þjóðiegra verzlunarfyrirtækja. Hvort sem manni líkar betur eða verr, þá kemst enskan næst því af öllum tungumálum að vera alþjóðlegt tungumál. Um það bil 700 milljónir manna tala ensku; er þar um að ræða 40 prósent aukningu á sl. 20 árum og heildartölu, sem svarar til eins sjöunda hluta af öllum íbúum jarðarinnar. Hún hefur rutt úr vegi frönskunni á sviði utanríkismála og þýzkunni á sviði vísindanna. Hún er fremsta tungumálið í læknis- fræði, rafeindafræðum og geimtækni, svo og í alþjóða- viðskiptum, auglýsingum, út- varpi, sjónvarpi og kvikmynd- um. Robert Burchfield, ritstjóri Oxford English Dictionary, seg- ir svo: „Það háir læsum mönn- um og menntuðum, sem hér á jörðu búa, ef þeir kunna ekki ensku." Lykillmn að því að komast áfram Mjög oft er það svo, að þeir, sem ekki kunna ensku, eru byrj- aðir að stunda nám í henni. Enskan er í flestum löndum lyk- illinn að því að komast áfram í lífinu, og í sumum Iöndum, eins og kommúnistaríkinu Póllandi, leiðin til að komast í burtu. Kennsla í ensku sem tungumáli númer tvö er orðin að stórmáli alls staðar í heiminum. Luis Jorge Santos, skólastjóri Winston-Salem-tungumálaskól- ans í Bogotá, segir, að ensku- kennsla sé arðbærasta við- skiptagreinin í Colombíu — „að sjálfsögðu fyrir utan eiturlyfja- sölu.“ Enskan er þó ekki það mál sem flestir tala; meira en millj- arður manna talar kínversku, en þar af mjög fáir, sem ekki eru sjálfir Kínverjar. Fleiri íbúar Austur-Evrópu leggja stund á rússnesku en nokkurt annað tungumál. En tólf lönd eða fleiri hafa reynt að sporna við notkun enskunnar. Þau hafa samþykkt lög, sem banna notkun enskrar tungu, og kostað sjónvarpsaug- lýsingar til að greiða fyrir notk- un sinnar eigin tungu. Hefur nefndum á vegum ríkisins verið falið að finna upp innlend orð, sem gætu komið í stað enskra orða. Það er á hinn bóginn aðeins eitt annað tungumál, sem veitir enskunni einhverja samkeppni á sviði alþjóðlegra samskipta, en það er franskan. En langt bil er þar á milli keppinauta. Bjart- sýnustu tölur, sem birtar hafa verið í París, gera ráð fyrir, að 150 milljónir manna tali frönsku í heiminum í dag, en það er innan við fjórðungur þeirra, sem skilja og tala ensku. Franska utanríkisráðuneytið ver stærstu fjárhæðinni af ráðstöfunarfé sínu til frönsku- kennslu og ætlar sér þannig að koma franskri tungu á framfæri í heiminum. Eftir formælanda ráðuneytisins er haft: „Það er undirstöðuþáttur í utanríkis- stefnu okkar. í Frakklandi hefur vaknað ný löngun til að standa vörð um móðurmál okkar, og við sinnum þeim málum með vax- andi atorku." Hins vegar viður- kennir Alain Fantopié, formað- ur sérstakrar nefndar sem á að sjá um varðveizlu og útbreiðslu franskrar tungu, að enskan sé í fyrsta sæti. Velgengni enskunnar á sér margar rætur, og verða þær helztu raktar hér á eftir. Alþjóðaviðskipti Enska er tungumálið, sem japanskir kaupsýslumenn nota til að ganga frá samningum við viðskiptavini í Kuwait. Svíar tala á því máli við Mexíkana, og bankamenn frá Hong Kong nota það í viðskiptum í Singapore. Ensku heitin eru orðin það al- geng í alþjóðlegum viðskiptum, að nýtt viðskiptatímarit í Chile, Gestión, ákvað að kalla einn þáttinn í ritinu „Marketing" eða sölutækni, og gekk þannig al- gjörlega framhjá hinu eiginlega spænska heiti. Enskukunnáttu er krafizt í auknum mæli, þegar til stendur að hækka í stöðum eða hækka í launum. Skrifstofu- fólk í Mexíkó, sem eitthvað kann fyrir sér í ensku, getur fengið helmingi hærri laun; í Egypta- landi gætu þau tífaldast. „Enskukunnátta er ekki aðeins dýrmæt, — hún er algjör nauð- syn,“ er haft eftir Quinta Rob- erts, sem starfar við Interlingua Institute í Mexíkóborg. „Það er aðeins einn af hverjum hundrað sem lærir ensku af því að hann hafi gaman af því. Hinir læra þetta tungumál, vegna þess að þeir þurfa á því að halda." Ýmis alþjóðleg verzlunarfyr- irtæki bíða ekki eftir því að starfsmenn þeirra eigi sjálfir frumkvæðið að enskunámi. Sum þeirra hafa sjálf með höndum enskukennslu. Chase Manhatt- an-bankinn, til dæmis, annast kennslu í ensku til handa starfs- fólki bankans í þremur- heims- álfum. Aramco sér um, að rúm- lega 12.000 starfsmenn þess fyrirtækis í Saudi-Arabíu njóti enskukennslu, og er hópurinn orðinn þrisvar sinnum stærri en hann var 1979. Svo eru önnur fyrirtæki, sem senda forstöðu- menn sína til Englands til þátt- töku í enskunámskeiðum í sam- ræðuformi. Og í efsta þrepinu (1500 dollarar á viku) eru nám- skeið, sem haldin eru á enskum heimilum hefðarfólks, en fyrir þeim námskeiðum gengst Swann-stofnunin í París. Fylgir þá venjulega með í kaupunum sundlaug og tennisvellir og jafn- an einkakennari fyrir hvern nemanda. Gordon Swann for- stjóri segir frá því, að einn nem- andinn hafi þurft að fá vitn- eskju um, hvernig lýsa ætti ör- yggisbúnaði í kjarnorkuveri; annar vildi fá að vita, hvernig tala ætti við ameríska blaða- menn. „Verzlunarmaður, sem ekki kann ensku nú á dögum, er hræðilega illa settur," segir Nelly Bourdais, ein af forstjór- um Charles of the Ritz, hins fræga snyrtivörufyrirtækis. „Það endar venjulega þannig, að hann verður að hlaupa til ritara síns á fimm mínútna fresti, eða ráða til sín einkatúlk." Popp-meimingin Enskan ræður ríkjum í poppheiminum um víða veröld. í september sl. voru 11 af 20 LP-plötum í Japan með enskum heitum. Spönsk punk-hljóm- sveit, sem kallaði sig Asfalto, spilaði fyrr á árinu inn á plötu um það, hvernig ætti að fara að því að læra ensku, og varð hún metsöluplata. Allir rokksöngv- arar gefa sömu skýringarnar á því, hvers vegna þeir syngi á ensku: Þeir hafa alizt upp við enska danslagatexta. „Á upp- vaxtarárum mínum hlustaði ég á Neil Sedaka og Bítlana," segir Yukihiko Takegawa, sem er að- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.