Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 5
J Æ í / f1 fj j i i t A þ • Synir eyöimerkurinnar hafa tekiö tæknina í sína þjónustu viö enskunám, enda eins gott aö geta eitthvaö í ensku ef maöur ætlar aö láta til sín taka í alþjóölegum olíuviðskiptum. Stór veggskilti í Burma auglýsa námskeiö: English for everyone — ensku fyrir alla. Sú var tíö, að enska var bönnuð þarna, nú er hún skyldunámsgrein í skólum. Alþjóöleg viðskipti fara aö langmestu leyti fram á ensku og hefur þaö átt sinn þátt í útbreiðslu hennar. Ungir Pólverjar standa í biöröð til aö komast í enskunám í Varsjá — annaðhvort til aö komast áfram — eða komast burt undan gerræöinu. alsöngvari í japönsku hljóm- sveitinni Godeigo. „Enskan hljómar betur,“ segir Björn Ulvaeus í ABBA-hljómsveitinni sænsku. „Orðin eru styttri, áherzlan þarf ekki endilega að vera á síðasta atkvæðinu, og lít- ill vandi er að ná rími.“ „Þó er það svo,“ segir pólski plötusnúð- urinn Wojciech Mann, „að það er ekki nema einn af hverjum hundrað sem skilur textana. Þeir halda bara áfram að ryðja þessu úr sér,“ segir hann. „Það er kraftaverk, hvað enskan hæf- ir vel hljómlist af þessu tagi.“ Utanríkismál Á tímum friðarsamninganna í Versölum 1919 var enskan þegar orðin fremsta tungumál þeirra manna, sem gengu í röndóttu hefðarbuxunum. Áðeins einn af leiðtogum hinna Fjögurra stóru í Versölum — ítalski forsætis- ráðherrann Vittorio Orlando — kunni ekki ensku. Það skipti í rauninni ekki máli, — það voru hvort eð var hinir þrír sem töl- uðu mest af því sem talað var. Nú á dögum er það orðin viðtek- in venja á langflestum alþjóð- legum samkundum, að enskan sé aðalmálið; gildir þetta jafnt um Alþjóða ólympíunefndina og fegurðarsamkeppnina um Miss Universe-titilinn. Svo margir af forustumönnum hinna ýmsu ríkisstjórna eru orðnir altalandi á ensku, svo sem Andrei Grom- yko og Menachem Begin, að jafnvel Valéry Giscard d’Esta- ing, fyrrverandi forseti Frakk- lands, neyddist til að tala ensku, þegar haldnir voru fundir æðstu manna. Vísindi Enskan kom í stað þýzkunnar eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar fjölmargir fremstu vís- indamenn Þjóðverja fluttust til Englands og Bandaríkjanna. Nú er svo komið, að yfir 80 prósent af öllum ritum um vísindi koma fyrst út á ensku. Ekki líkar öll- um vísindamönnum það vel. Þannig birtir þýzki eðlisfræð- ingurinn Heinz Maier-Leibnitz, sem var áður formaður Þýzka rannsóknafélagsins, niðurstöður tilrauna sinna fyrst á ensku. Gefur hann þá skýringu á því, „að ef um eitthvað frumlegt sé að ræða, skipti ekki máli á hvaða tungumáli það sé skrif- að“. Mjög víða gætir andspyrnu gegn enskunni, einkum í Frakk- landi. „Heiðarleiki móðurmáls- ins“ er hugtak, sem vekur ástríður þar í landi. Fyrrverandi forseti Frakklands, Georges Pompidou, menntamaður, sem ekki kunni ensku, gerði þess konar andspyrnu að þjóðlegu baráttumáli á sínum tíma. „Við getum ekki látið þá hugmynd ná fótfestu, að enskan sé eina mál- ið, sem unnt sé að nota á sviði iðnaðar, hagfræði og vísinda- legra rannsókna," sagði hann. Hann sóð fyrir því, að skipaðar voru stjórnarnefndir til að út- rýma enskuslettum og koma með uppástungur um frönsk heiti í staðinn. I opinbérum skjölum varð „hot money“ að „capitaux fébriles", „jumbo jet“ varð að „gros-porteur“ og „fast food“ að „pret-a-manger“. En al- menningur þrjóskast við og heldur oft áfram að nota ensku nöfnin. Stöku sinnum ná uppá- stungurnar yfirhöndinni, — þannig er farið að nota „infor- matique" í staðinn fyrir „data processing". Að takmarka fjölda amerískra sönglaga Franskir jafnaðarmenn hafa tekið upp merki Pompidous, og i fyrra gaf Jean-Pierre Chevene- ment, iðnaðar- og rannsókna- ráðherra, út fyrirmæli um það, að ef fundir um vísindaleg efni væru haldnir á ensku, skyldi jafnframt þýtt á frönsku, og það enda þótt flestir þátttakenda kynnu ekkert í því máli. Menntamálaráðherrann þar í landi, Jack Lang, sem heitir þó enskulegu nafni, hefur kvatt til „herferðar“ gegn amerískri „heimsvaldastefnu á sviði menningar- og fjármála" — sér- staklega í kvikmyndum, hljóm- list og sjónvarpsdagskrám. Ráðherrann hafði á prjónunum áætlanir um að fyrirskipa tak- markanir á þeim fjölda amer- ískra sönglaga, sem heimilt væri að leika í frönsku útvarpi og í frönskum diskótekum, en lét af þeim, þegar könnun, sem gerð var, leiddi í ljós, að diskótekin mundu þá mörg verða gjald- þrota. Ekki eru það allir Frakk- ar, sem óttast útlend áhrif í sama mæli og ráðherrann. „Frönsk menning getur varið sig sjálf,“ segir sagnfræðingurinn Emmanuel Le Roy Ladurie. „Við verðum að skapa menningu, sem geðjast almenningi en ekki aðeins embættismönnunum ein- um.“ Viðleitni Frakka til að stemma stigu við framgangi enskunnar er þó smámunir í samanburði við það, sem á geng- ur í Quebec. Á sl. fimm árum hafa frönskumælandi íbúar þar, sem eru í meirihluta, verið í al- gjöru stríði við enskuna. Við- skilnaðarstjórnin þar leyfir nú ekki lengur að enska sé notuð á auglýsingaspjöldum við vegi eða götur eða í auglýsingum utan á húsum, eða í nöfnum fyrirtækja. Orðið „stop“ hefur verið látið hverfa úr átthyrndu stöðvunar- merkjunum, og nemendum er óheimilt að stunda nám sitt við enskumælandi skóla í Quebec, nema því aðeins að foreldrar þeirra hafi stundað þar nám. Spænskan í Mexíkó á í vök að verjast Enskan er einnig vandamál við suðurlandamæri Bandaríkj- anna. Mexíkanar hafa lengi bar- izt gegn innrásinni að norðan, en með litlum árangri. Um það bil á miðjuin sjötta áratugnum hafði Mexíkanska tungumálafé- lagið miklar áhyggjur af því, hversu mikið stúlkur á tánings- aldri héldu upp á enskuna, sögðu „goodbye" í staðinn fyrir „adíos“ og „OK“ í staðinn fyrir „sí“. Nefnd Mexíkóborgar til verndar spænskri tungu stendur nú and- spænis holskeflu enskunnar. Á einum stað í bænum, á 10 mílna löngum kafla, er næstum því helmingurinn af verzlunum með enskum nöfnum. í útvarpsstöð þar eru lesnar fréttir á ensku á klukkutíma fresti. Dagskrár frá amerískum sjónvarpsstöðvum eru sendar út og kvikmyndahús- in sýna daglega textalausar myndir frá Hollywood. Ríkisstjórnir í ýmsum löndum hafa hafið baráttu til að stemma stigu við eða stöðva hægfara innreið enskunnar. Þær hafa mestmegnis orðið að lúta í lægra haldi. Þegar Ind- verjar heimtu sjálfstæði sitt frá Bretum árið 1947, var samþykkt, að hindi yrði opinbert tungumál landsins. Nú — 36 árum seinna — er tæpast hægt að segja, að á þessari breytingu sé byrjað. í riágrannaríkinu Burma var það ekki fyrr en í fyrra, að hætt var andspyrnunni gegn enskunni. Einvaldurinn þar, Ne Win, bannaði notkun enskrar tungu, þegar hann komst til valda árið 1962, en fyrir nokkrum árum sótti dóttir hans um inngöngu í brezkan háskóla til að leggja þar stund á læknisfræði. Henni var hins vegar neitað um inn- göngu, vegna þess að hún féll á Frh. á bls. 15. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.