Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 13
Pietro Mascagni skora Turiddo á hólm til að halda sóma sínum. En Turiddo verður fyrri til og bítur af Alfió eyrað, eins og þá var sveitasiður undir þessum kringumstæðum, og þeir keppinautar berjast þar til Turiddo hnígur niður nár. Á torginu fyrir framan þorps- kirkjuna liggur ógæfustúlkan Santuzza örvilnuð í örmum Luciu, móður Turiddus. Lola er á bak og burt, og Alfió stendur eftir með heiðurinn endurheimt- an, en dýru verði keyptan þó. Þannig endar „Cavalleria rusticana". Hún fjallar um ást- ina, heiðurinn og dauðann eins og góðri óperu sæmir, og reynist heiðurinn þeirra mestur. Nú er víst öldin önnur í þeim efnum, en þeir sem leggja leið sína í Þjóðleikhúsið og gefa sig á vit þeirri veröld sem var, munu í engu verða sviknir. Mascagni sá til þess fyrir rúmum nítíu árum, og flytjendurnir nú. Birgit Cull- berg og Fröken Júlía Birgit Cullberg hefur fyrir löngu hlotið alþjóðlega viður- kenningu fyrir skapandi starf sitt við ballett. Hún er mjög fjölhæf, bæði sem dansari, kór- eógraf og stjórnandi. Hún las bókmenntir við Stokkhólms- háskóla áður en hún hélt til Englands, en þar nam hún í fjögur ár, 1935—39, ballett hjá Kurt Joos, en hann boðaði aukna túlkun í ballettdansi sem svar við tilhneigingu hinnar sí- gildu hefðar í þá átt að leita fyrst og fremst eftir tæknilegri fullkomnun og fimi. Þegar árið 1939 hafði hún stofnað eigin dansflokk, og 1946 var hún einn stofnenda Sænska danslistar- hússins, og ferðaðist víða með sýningar á vegum þess næstu árin. Á sjötta áratugnum var hún kóreógraf fyrir Konunglega Sænska Ballettinn, og setti upp sýningar að auki víðar í Skand- inavíu, Þýskalandi og Banda- ríkjunum. Þá hefur hún verið stórvirk sem kóreógraf fyrir sjónvarpsballett, og 1961 vann hún Ítalíuverðlaunin svokölluðu fyrir sjónvarpsgerð „Drottn- ingarinnar illu“, en tónlistina við það verk samdi Dag Wiren. Birgit Cullberg Hún varð stjórnandi Cullberg ballettsins 1967. Birgit Cullberg vinnur jafnan balletta sína úr mjög dramat- ískum efnivið, og má þar marka áhuga hennar á vandamálum mannssálarinnar. Má greina hvorttveggja í ballett þeim, sem nú er sýndur í Þjóðleikhúsinu, „Fröken Júlíu", en hann er byggður á samnefndu leikriti Strindbergs, og er tónlistin eftir Rangström. Þetta er í annað sinn, sem Birgit Cullberg sýnir Fröken Júlíu hér á landi. í fyrra skiptið var það einnig í Þjóðleikhúsinu, á Listahátíð þess 10. júní 1960. Byggt á leikriti Strindbergs Ballettinn „Fröken Júlía" er byggður á samnefndu leikriti Strindbergs, og er það eitt hans frægustu verka. Margir lýstu forundran sinni yfir því, að Birgit Cullberg skyldi ráðast í að túlka verk þetta í dansi, og sögðu það ógerlegt: Strindberg, skáldjöfurinn, ætti hvergi heima nema í bókum sínum og leikritum. En ballettinn var stórsigur þegar hann var frum- sýndur i Sænska Ríkisleikhús- inu 1950, og var hann tekinn til sýningar í Konunglega ballett- inum um haustið sama ár. Síðan hefur ballettinn „Fröken Júlía" verið sýndur víða um lönd, og ævinlega við mikla hylli áhorf- enda. í leikritinu sjálfu má glögg- lega sjá þær ástríður, sem eru megineinkenni sköpunarverks Strindbergs og eiga uppsprettu sína í lífsreynslu hans sjálfs: togstreituna milli aðals og múgs, ást og niðurlægingu. „Fröken Júlía“ gerist á sænsku óðalssetri upp úr 1880. Verið er að undirbúa Jóns- messuhátíð. Greifadóttirin frök- en Júlía er ung stúlka sem lært hefur af móður sinni að fyrirlíta holdlegar ástríður. En hún á unnusta, og í æsingi hátíðarinn- ar, sem í hönd fer leikur hún sér að því að láta hann stökkva sem hund yfir svipu sína og slær hann síðan. Unnustinn þykkist við og segir henni upp. Á Jónsmessuhátíðinni er dansað og drukkið, og allt þjón- ustufólkið hefur komið saman til að skemmta sér. Fröken Júlía kemur á vettvang, æst og óróleg, og tekur að sækja blygðunar- laust á Jean, en hann er þjónn greifans föður hennar. Jean fer á vit heitkonu sinnar, eldabusk- unnar Kristínar, en fröken Júlía eltir hann og dregur á tálar, fyrst í dansi, síðar í herbergi hans. Á meðan safnast þjón- ustufólkið saman í éldhúsinu og hefur framferði greifadóttur- innar mjög í flimtingum. Þegar fröken Júlía og Jean birtast aftur sést að hann er bæði þreyttur og argur. Kristín eldabuska sýnir þeim fyrirlitn- ingu á leið sinni til kirkju. Frök- en Júlía skynjar niðurlægingu sína, en Jean stærir sig af þeim tökum sem hann hefur náð á Júlíu. Fröken Júlía skundar að fjárhirslu föður síns til að taka þar peninga til að flýja óðals- setrið og niðurlægingu sína. Sem í martröð sér hún forfeður sína stíga niður úr myndrömm- um sínum á veggjum salarins og stíga vofudans sem lyktar með því að sjálf ættarmóðirin réttir henni hníf til að fremja með sjálfsmorð, og hreinsa þar með nafn sitt. Þjáningum fröken Júlíu linnir ekki fyrr en hún skipar þjóninum Jean að stinga sig til bana. I ballettinum mótast dansinn af stéttarmun persónanna. Ólík- ar stíltegundir togast á: annars vegar klassískur stíll aðalsmeyj- arinnar, en hinsvegar frum- stæður og óskólaður dans þjón- . ustufólksins. Jean, þjóninn, sem notið hefur stundarhylli fröken Júlíu, er sem milli tveggja elda: hann veit ekki hvort hæfir hon- um nú: formfesta upphafinnar stéttar eða óöguð tjáning eigin upplags. Leikstjóri „Cavalleria rustic- ana“ að þessu sinni er Benedikt Árnason, en aðstoðarleikstjóri er Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir. Leikmyndir og búningar eru eftir Birgi Engilberts, en með hlutverk Turiddo fer rúmenski tenórinn Konstantín Zaharia, eða allt þar til Erlingur Vigfús- son óperusöngvari leysir hann af hólmi í júní, en Erlingur er búsettur í Köln og hefur ekki sungið opinberlega hérlendis í áratug. Með hlutverk Lolu fer Sigríður Ella Magnúsdóttir, en Ingveldur Hjaltested er hin ógæfusama Santuzza. Halldór Vilhjálmsson fer með hlutverk póstekilsins Alfio, og Sólveig Björling leikur móður Turiddos, Luciu, Agnes Löve stjórnaði söngæfingum aðalleikaranna svo og Þjóðleikhússkórsins, sem kemur nú fram stærri en áður og styrktur nýjum röddum. Aðstoðarmaður Birgit Cull- berg við uppsetninguna á „Frök- en Júlíu" er Jeremy Leslie- Spinks, og fyrst um sinn mun sonur hennar, Miklas Ek, dansa hlutverk Jean, en síðar tekur Per Artur Segerström við, en hann er aðal sólódansari Stokkhólmsballettsins, og ís- lendingum að góðu kunnur síðan hann dansaði hér á sýningu Þjóðleikhússins í Giselle. Dansmeyjar íslenska ballettsins munu skiptast á um að dansa hlutverk fröken Júlíu, og að sjálfsögðu skipa dansarar ís- lenska ballettsins önnur hlut- verk. Leikmynd er fengin að lani frá Cullberg ballettinum, en búningar eru sumir léðir þaðan, en aðrir eru héðan. Guðrún frá Héraðsdal Frh. af bls. 7. heima í Héraðsdal, með foreldr- um sínum, eftir það hún var heitin Páli, að hún varð þunguð eftir lítilsháttarmann þann er sagt er Illugi heiti og fyrir því hún vissi ærna reiði foreldra sinna við liggja, vildi hún dylja það sem lengst. Var það nú um sumarið, að hún fór til grasa suður á heiði með öðru grasa- fólki og lágu þar er Galtarár- drög heita. Var hún þá að falli komin. Maður hét Þorfinnur Jónsson er upp hafði alist með Jóni í Héraðsdal og konu hans. Var hann og í frændsemi við Jón, en var nú laus og hafði róið suður um veturinn. Kom hann nú með öðrum lestarmönnum sunnan og lögðust þeir undir Sauðafelli á Kúluheiði. Sagði Þorfinnur svo síðan, að mjög fýsti sig að ríða heim norður undan lestinni og varð það. Hafði hann tvo hesta góða. Er hann kom í Galtarár- drög sá hann þar tjald grasa- fólks, fór af baki og lyfti upp tjaldskörinni og sá að Guðrún frá Héraðsdal sat þar ein uppi allföl álitum, en allir aðrir sváfu. Þorfinnur mælti: Nú líst mér ekki á þig Gunna mín. Hún mælti: Þegiðu Þorfinnur. — Tók víravirkisknappa af hálsi sér og rétti að honum. Vissi hún að hann hafði viljað kaupa þá af henni áður og þá eigi verið falir og bað hann nú duga sér og koma eitthvað til byggða. Barnsburður í Sölvanesi Söðlaði Þorfinnur þá annan hestinn reiðtygjum hennar og tók hana með sér, þó ærinn vandi þætti honum á vera, ef að til yrði hún á leiðinni, því það þóttist hann vita, að jóðsótt mundi hún tekið hafa, hugðist að fara skemmstu leið og fór með hana Litlasand og Gilhaga- dal og allt komust þau ofan að Sölvanesi; bjó þar Gunnlaugur lögréttumaður hálfbróðir henn- ar. Þorði hún ei heldur heim að fara, þó kostur hefði þá á verið. En þegar ól hún barnið, er hún kom að Sölvanesi, en ei varð það langlíft. Gekk Gunnlaugur þá á milli hennar og foreldra henriar og það sagði hún sjálf, að miklu þyngra tæki hann á broti þessu en móðir sín, svo það var lengi að hann vildi hana ei augum líta. Og eigi var hún allskamma hríð í Sölvanesi. Sagt er að Guð- rún kvæði þá margar bölstökur, þó vér vitum eigi að greina, því vel var hún skáldmælt og er þetta ein: Ber eg tíðum bleika kinn, bundin ekka sárum. Sorgarbikar sýn ég minn samblandaðan tárum. Þó kom svo að faðir hennar fékk henni fé nokkurt til bús og fór hún þá að búa á Steinsstöð- um, erfði hún þá jörð síðar. En jafnan saknaði hún Héraðsdals, þar hún var alin, sem hún kvað: Þó blási nú á bleika kinn, blærinn rauna svalur, horfir til þín hugur minn. Héraðs-fagri dalur. Var það og oft, að hún kastaði vísum fram; var hún og kona glaðlynd af eðli og ör af fé. Páll silfursmiður Sveinsson gat son eystra meðan hann var í Krossavík er Jón hét. Var hann smiður mikill og fljótvirkur, svo sagt er hann smiðaði 12 ljái á dag. Bjó hann á Hrafnkelsstöð- um síðar. Var sem hún sæi gegnum holt og hædir Páll silfursmiður kom nú austan frá Krossavík, er Guðrún hafði farið að búa á Steinsstöð- um og vildi nú fá hennar er hún var heitmey hans áður. Þótti nú mörgum jafnt á komið með þeim, er bæði höfðu börn átt eft- ir trúlofun sína og kom þá svo, að Jón faðir hennar hélt brúð- kaup þeirra heima í Héraðsdal. Fóru þau nú að búa saman á Steinsstöðum og bjuggu þar alla ævi sína. Þau eignuðust fimm syni: Svein, Jón, Eirik, Þorstein og Benedikt. Eina dóttur áttu þau, Guðrúnu, er giftist Tómási hreppstjóra á Nautabúi. Hún varð ekki gömul og voru þau barnlaus, en fjölmennar ættir eru komnar frá þeim Steins- staðabræðrum. í þætti um Guðrúnu á Steins- stöðum, segir Gísli Konráðsson sögur um skyggnigáfu hennar, þegar hún var að alast upp í Héraðsdal og ætla ég nú að segja tvær af þessum sögum. Frásögn Gísla hefst með þess- ari setningu: „Var hún all- snemma hin gerfilegasta mær og afar vel viti borin." „Það hafa þeir menn sagt er kunnugastir voru Guðrúnu, að oft sæi hún í gegnum veggi, holt og hæðir. Og það sagði hún sjálf, að þó hún mjaltaði kýr um vetur einn í Héraðsdal og setti frá sér fyrri fötuna en sú er með henni mjólkaði, sæi hún huldubörn tvö koma að fötunni með sinn spón- inn hvort og löptu úr henni sína 6 spænina hvort þeirra. Var það síðan um mánaðartíma, að Guð- rún flýtti sér að mjólka og setja frá sér fötuna og lofa börnunum að taka spæni þessa, en þau tóku aldrei fleiri en 6. Guðrún sá börnin jafnan, en hin mjalta- konan aldrei. Oft var það að Guðrún sá álfa og var það eitt sinn, er hún bar aska innanbæjar eða baðstofu- göng, en sami veggur var undir þeim og húsi því, er litla bað- stofa var kallað og í henni tvö eða þrjú rúm. Sýndist Guðrúnu þá op í gegnum vegginn svo gerla sá hún rúmin í henni. Furðaði hana það og greip svuntu sína frá sér og varpaði yfir á rúmið. Vildi hún vita með því, hvort svo væri, sem henni sýndist og reyndist það bæði að sögu hennar og annarra, er þar voru í Héraðsdal, að svuntan lá á rúminu, þar sem hún fleygði henni á það.“ Björn Egilsson 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.