Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 4
Oddur Björnsson EFTIR KONSERTINN Frumsýnt í Þjódleikhúsinu í október1983. Leikstjóri: Oddur Björns- son. Aöalleikendur: Helgi Skúlason, Helga Bach- mann, Erlingur Gíslason, Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Leikmynd og búninga geröi Steinþór Sigurðsson. Oddur Björnsson gengur um gólf heima hjá sér í litlu svörtu timburhúsi á Njarö- argötunni þar sem æöarnar þrútna í viðnum á veggjunum og hugsar og talar, velur orð sín, reykir, eilítið spenntur. Hann er kominn á steypir- inn. Innan skamms verður frumsýnt á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu leikrit hans „Eftir Konsertinn“, sem hann Ieikstýrir sjálfur. Oddur veit að það er erfitt að frumsýna í Þjóðleikhúsinu, eftirvænting frumsýningar- gesta streymir þar um salinn og upp í bergloftið eins og þungur andardráttur og hann mun standa frammi fyrir þeim berskjaldaður, með orð sitt og æði. Og hann veit að morguninn eftir, þegar hann er orðinn léttari, tekur óumflýjanlegur tómleikinn við, og Oddur Björnsson verður eins og sprungin blaðra, allt þar til hugur hans blæs honum nýtt verk í brjóst. En þetta hlutskipti hefur hann valið sér, og hann er sáttur við það. — Vísar heiti leikritsins „Eftir konsertinn“ að einhverju leytl til inntaks þess? — Leikritið gerist eftir kon- sert, en orðið konsert hefur í mínum huga margræða merk- ingu — Það mætti til að mynda taka svo til orða að við höfum lifað einn allsherjar dúndur- konsert eftir kreppuna, eftir stríð. Ég vil ekki ræða mikið um leikritið áður en það verður sýnt — þetta er leikhúsverk, samið fyrir leikhúsgesti, en ég get þó sagt að það fjallar um fólk sem er í leit að einhverju inntaki í lífi sínu. Fjölskyldan í leikritinu fékk allt í arf eins og svo margir íslendingar, og hún er að gera sér grein fyrir því að ekki er endalaust hægt að lifa á arfi, hvort sem hann er menningar- legur eða festur í verksmiðjum eða húsum, — hver kynslóð verður að finna sitt eigið gildi. Stundum kemst fólk ekki að þessu fyrr en á miðjum aldri, og svo er í leikritinu. En þótt ýms- ar skírskotanir séu í verkinu til samtímans, svo sem samkvæm- ishjal um byltingar og heimsókn pólsks píanista sem spilar bylt- ingaretýðuna er verkið samt 4 Guðbrandur Gíslason ræðir við Odd Björnsson leikritahöfund og leikstjóra í tilefni af nýju verki hans sem frum- sýnt verður í Þjóðleikhús- inu nu í október „Leiðinlegt leikhús á engan rétt á sér sem áður í gamansömum tóni... — Vel á minnst. Rómverjinn Longinus sagði að aðalhlutverk skáldsins væri að upplýsa og skcmmta. Hvort skipar hærri sess í verkum þínum? — Að skemmta, tvímæla- laust. Leiðinlegt leikhús er hugsanavilla, sem á engan rétt á sér. Hitt er annað að ég upplýsi um mannlega hegðun og samfé- lagslegt ástand eins og það kem- ur mér fyrir sjónir. Kannski veð ég þar í villu og svíma, en það er annarra að dæma um það. í leik- riti mínu „Dansleik", sem Menn- ingarsjóður gefur út á bók í vet- ur, fjalla ég t.d. um græðgi og skemmtanafíkn Borgíaættar- innar ítölsku vegna þess að mér finnst þessir þættir í lífi þeirra höfða til nútímans. Kapítalism- inn byrjar „fullswing“ á ftalíu á miðöldum þegar borgríkin kepptu innbyrðis og notuðu til þess óprúttin meðul. Svo voru þetta heillandi karakterar, eins og oft er um stórbrotið fólk. — „Eftir konsertinn“ er fimmta sviðsverk þitt af fullri lengd en auk þess hefur þú skrif- að fjölda útvarpsleikrita, einþátt- unga, barnaleikrit og sjónvarps- lcikritið „Postulín“. Er hægt að lifa af því að vera leikritahöfundur á íslandi í dag? — Já það er hægt ef maður er öruggur með að komast með verk sín á markað í leikhúsun- um, í útvarpið og sjónvarpið hérlendis og e.t.v. erlendis. Fé- lag okkar leikritahöfunda hefur náð viðunandi samningum við þá sem flytja verk okkar — þótt alltaf þurfti að endurskoða þá samninga eins og aðra til að fylgjast með breytingum tím- ans. Það er líka mjög hvetjandi að stóru leikhúsin íslensku hafa sýnt innlendri leikritun mikinn áhuga, enda hafa þær sýningar reynst einhverjar vinsælustu sýningarnar í leikhúsum undan- farin ár. — Akvaðstu ungur að leggja fyrir þig leikritun? — Nei. Þegar ég hóf nám við Háskóla íslands var ég óráðinn í hvað ég ætti að leggja fyrir mig: norrænu, læknisfræði eða jafn- vel guðfræði. Til Vínar fór ég til að leggja stund á sálarfræði, en þegar ég kom út sá ég að leik- húsfræði var kennd við háskól- ann svo ég ákvað að nema hana. Eftir dvöl mína í Vín hefur það aldrei verið spurning hvað ég ætti að leggja fyrir mig — ann- að en leikritun kom ekki til greina, og svo dinglaði leik- stjórnin líka þarna einhvers staðar í litla heilanum. Ég hef gaman af því að skrifa, ánægjan er þyngri á metunum hjá mér en erfiðið og einmana- leikinn sem fylgir þessu starfi, annars væri ég ekki að því. Ég er einnig þakklátur fyrir að geta gert það sem hugur minn stend- ur til. — En þú hefur samt skrifað skáldsögu, Kvörnina, sem kom út hjá Helgafelli og fjallar um óráð- inn ungan mann sem heldur til útlanda. — Já. Kvörnin varð til úr drögum að kvikmyndahandriti sem ég skrifaði fyrir hvatningu Gunnars Eyjólfssonar. En þegar á reyndi fannst enginn pródús- entinn, svo ég skellti þessu í sög- uform. Hver veit nema ég eigi eftir að líta á það handrit aft- ur... — H v e r n i g vinnur þú leik- rit þín? — Ég reyni að vinna skipu- lega, byrja daginn snemma, enda er ég oft bestur fyrri hluta dags. Nóttin væri prýðileg ef maður væri ekki alltaf svona syfjaður. Annars fer það mjög eftir verkefnum hvernig ég vinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.