Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Qupperneq 10
 > r ' Úlfur Ragnarsson Hringdansirm Meðan himinninn er blár fyrir ofan skýin skyldi enginn maður örvænta Meðan jörðin er gjöful þegar vel árar skyldi enginn maður örvænta Meðan til eru menn sem lifa í kærleika skyldi enginn maður örvænta Ekki eru allir dagar heiðríkir Ekki sumrar vel á hverju ári Ekki lifa allir eftir bestu getu Tökum höndum saman í von um það sem er betra. Hringdans hinna virku daga er góður ef hann er stiginn með von í heitu hjarta Úlfur er læknir við Kristneshæli EyjafirðL Ljóð eflir hann hafa oft bhzt áður, og hann er sjálfur höfundur myndarinnar. ÚR MÍNU l-IORNI Mál- flutn- ingur og blaða- mennska Oft er um það rætt opinber- lega, að ýmislegt sem eðlilegt er að flokka undir framfarir, geti beinlínis orðið til vandræða, jafnvel til bölvunar. Þetta á ekki síst við um tækni og margskonar 10 þekkingarleg vísindi, sem notuð eru í þjónustu hins neikvæða, þótt í upphafi væri ætluð til góðs. Ritvél myndu nú flestir telja til ótvíræðra framfara. Slíkt tæki auðveldar stórlega störf rithöfunda og blaðamanna, að ekki sé nú talað um öll skrif á þjónustustofnunum. En vitleys- ur, rangfærslur og hugsanavillur vaða uppi meir en nokkru sinni fyrr. Kannski er þetta vegna þess, að nú koma fleiri aðilar við sögu en áður var, og þá misjafn sauð- ur í mörgu fé. En stundum spyr ég: Ætli það sé ekki vegna þess að menn eru að mestu hættir að nota penna? í blöðum, tímarit- um og bókum sér maður þess oft glögg merki, að það sem þar er skráð, hefur aðeins verið einrit- að og jafnvel ekki lesið yfir af þeim sem pikkaði á ritvélina. Ég er farinn að reskjast og hlýt því að velta því fyrir mér, hvort svona hugrenningar séu ekki ellimörk. Ég hef oft spurt yngra fólk, hvernig skilja beri þessa og þessa setningu og þá fengið eftirfarandi svar: Maður- inn kann bara ekki að hugsa á íslensku eða að gera sig skiljan- legan. Ég held að sumir ungu menn- irnir, sem sækja vit sitt í erlenda skóla eða erlendar bækur, þurfi margir hverjir að gera sér Ijósa þessa hættu. Það þarf hver mað- ur að gefa sér góðan tima til þess að samlagast nýju málumhverfi, jafnvel þótt það hafi áður verið hans eigið, ef hann hefur t.d. lengi dvalist erlendis. Menn þurfa alltaf töluverða æfingu í því að tjá sig, og því vandlátari ættu menn að vera sem þau mál eru flóknari sem um er rætt og meiri nýjungar. Þessvegna hlýtur það að vera hverjum flytjanda, hvort það er nú í ræðu eða riti, ávinningur, að sjá það sem hann vill sagt hafa fyrir sér á pappír, ritað með penna. Þá geta menn með hjálp augans hugleitt, hvort það sem sagt er hljómar eða er formað með þeim hætti, sem best fer á, svo að vel sé s.kiljanlegt og í samræmi við þann boðskap er flytja skal. Þá er held ég að sé loks kominn tími til að vélrita og síðan að prenta. Mér finnst það áberandi hve oft ég þarf að tví eða jafnvel þrílesa það sem ég er að glugga í, jafnvel í virðingarverðum tíma- ritum. Hætt er við, að þeir sem hafa naumast tíma, lesi slík skrif með álíka hraða og þau eru skrifuð og það bjóði heim mis- skilningi og jafnvel algjöru áhugaleysi. Sumar ritgerðir eru eins og iélegar þýðingar. Ég sting þessum hugleiðinum hér niður með öðru efni, vil ekki beina þessum orðum í neina ákveðna átt, þótt auðvitað hafi ég sérstaka skrifara öðrum fremur í huga. Þetta tekur víst enginn til sín, því miður. En víkjum nú að öðru efni. Ég hef áður á það minnst hve mik- inn feng ég taldi okkur að riti Jóns Helgasonar um Stóru bombuna hans Jónasar frá Hriflu, mest dáða og hataðasta stjórnmálamanns okkar á þess- ari öld. Nú verður þess að geta að hvorki var undirritaður í hat- ursmannahópnum né verulegur aðdáandi Jónasar og stefnumála hans, nema þá varðandi sam- vinnuhreyfinguna. En ég las alltaf greinar hans sökum víg- fimi mannsins og snilli hans í meðferð málsins. Mikið er til í bókum af ritum Jónasar, en margt er enn á víð og dreif í blöðum og tímaritum. Ég vil að hverri línu eftir hann sé haldið til haga. Ekki segi ég þetta vegna þess að ég sé yfir- leitt hrifinn af skoðunum hans eða rökum, heldur sökum þess, að orð hans eru opinská heimild um samtíð okkar og um einn af þeim, sem sterklegast hafa mót- að stefnu íslenskra ráðamanna í utanríkismálum. Jónas frá Hriflu varð eins og kunnugt er-einn af þeim fyrstu meðal íslenskra stjórnmála- manna, sem kastaði fyrir róða okkar gömlu hlutleysisstefnu. Ekki man ég í svipinn hvort rök hans voru þau sömu sem nú glymja sífellt í eyrum, að hún hafi ekki dugað okkur í sfðasta stríði og myndi ekki verða að gagni í því næsta. Við sem enn höldum tryggð við þessa stefnu og teljum að all- ar smáþjóðir eigi að standa utan við hernaðarbandalög á friðar- tímum, gerum okkur ljóst að góð stefna tryggir ekki að á fylgj- endum hennar sé ekki níðst. Eiga t.d. kristnir menn að af- neita trú sinni vegna þess að jafnvel samtrúarmenn svíkja þá í tryggðum? Heiminum hefur nú verið skipt í tvær blokkir: Ameríku- menn og þeirra fylgjendur, sem hjálpa allskonar harðstjórum og einræðisherrum að halda þjóð- um í fátækt og ófrelsi, — og Sov- étmenn, sem í pólitísku trúaræði og ótta drottna yfir samherjum sínum og þeim sem þeir náðu tökum á í síðari heimsstyrjöld- inni. Þar getur enginn um frjálst höfuð strokið. Ráðamenn beggja blokkanna beita múgæsingum og óttanum við gereyðingarvopn, sem þeir þegar beita í nokkrum mæli. Við eigum hvorugum að veita lið. En auðvitað getur sú afstaða ekki bjargað okkur í stríði. Hér er upphaf greinar eftir Jónas frá Hriflu, birt í Mánu- dagsblaðinu 12. maí ’58: „Bismark bjó til stórveldi á heimsmælikvarða með þátt- töku í þrem vel undirbúnum styrjöldum. Hann lagði ekki út í styrjöld, jafnvel ekki við Dani, nema að hafa sín megin tvö eða þrjú stórveldi sem opinbera eða leynda banda- menn. Evgenía, krínólínu- drottningin franska, hóf stór- styrjöld til þess að tryggja syni sínum á fermingaraldri völd. Síðar féll piltur sá í átökum við svertingja í Afríku, en Frakkar greiddu Þjóðverjum skaðabæt- ur fyrir gáleysi drottningar, tvö fögur frönsk héruð og fúlgu í gulli, sem Eiríkur Briem sannaði í góðri bók, að hefði verið hæfilegur klyfjaþungi á lest áburðarhesta, sem næði frá Reykjavík yfir Norðurland og austur á Hérað. Það er dýr leikur, jafnvel fyrir stórveldi, að fara í styrjöld eins og hin fagra en grunnfæra krínólínu- drottning 1870. “ Sá Eiríkur Briem, sem Jónas nefnir þarna, mun vera hinn kunni prestaskólakennari og prófessor f. 1846, d. 1929, rithöf- undur og fræðimaður. En hér er Jónas að rita um stefnu nútíma stjórnmálamanns, eins og sést á beinu framhaldi greinarinnar: „Liðsafli Brynjólfs Bjarna- sonar er ærið styrjaldargjarn. Fyrir 13 árum krafðist hann og flokkur hans á fundi í Alþinei að ísland segði Þjóðverjum, It- ölum og Japönum stríð á hend- ur til að uppfylla ósk Rússa, sem töldu að engin þjóð mætti eiga fulltrúa á stofnfundi sam- einuðu þjóðanna, nema með þessum inngangseyri.“ Þegar hér er komið í grein Jónasar ríður svo loks af skotið og því er stefnt að Lúðvík Jós- efssyni, sem þá er orðinn aðal- foringi sósíalista. Þetta er gott dæmi um málflutning Jónasar frá Hriflu. Og nú hverfum við aftur til óþurrkasumarsins mikla 1983 og sláum botn í greinina. Ég les mest í dagblöðum og tímaritum um bækur og listir, því fréttirnar allar fáum við í útvarpi og sjónvarpi. Svo glugg- ar maður öðruhvoru í pólitíska pexið og fellur yfirleitt ekki í stafi yfir málflutningi manna né skarpskyggni. Hjökkum við ekki í sama fari? Öllum finnst sjálfsagt að kveðnir séu upp dómar yfir þeim, sem fram koma í listum og íþróttum. En hversvegna eru þeim mönnum og konum, sem dag eftir dag fylla blöðin með hugleiðingum sínum og ritstýra þeim, ekki gefnar einkunnir, aðrar en þær svívirðingakveðjur, þeir senda hver öðrum og enginn virðist taka neitt mark á? Jón úr Vör

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.