Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Page 14
Gtínter Grass: The Meeting at Telgte Secker & Warburg Þessi skáldsaga Grass er tileinkuð Hans Werner Richter. Hann stofn- aði til funda meö gagnrýnendum, rithöfundum og útgefendum árið 1947. Sá hópur varð seinna þekktur undir heitinu „Gruppe 47“. f þeirri grúppu voru margir merkir þýskir höfundar, þeir lásu úr verkum sínum og dispúteruðu. Verðlaun veitti fé- lagsskapurinn þei'm úr hópnum sem fram kom með eftirtektarverðastan litteratúr hvers árs. í tuttugu ár hélst þessi bókamannafélagsskapur, og æ með sama fyrirkomulagi. Grass varð félagi í hópnum 1955 og hlaut fyrsta skáldsaga hans, „Tintromm- an“, verðlaun grúppunnar 1958. Sú bók varð víðfræg. Gúnter Grass hef- ur ritað fjöldan allan af bókum, skáldsögur, leikrit og ljóð. Þá er hann einnig vel liðtækur grafíker og lýsir oft á tíðum bækur sínar. The Meeting at Telgte segir af ímynduðum fundi þýskra bóka- manna í lok þrjátíu ára stríðsins, 1647. Það er ekki tilviljun að Grass velur einmitt þetta ártal, því margt var líkt með þýskum þá og í lok seinni heimsstyrjaldar. Árið 1647 var landið bitbein Svía og Frakka, sem borið höfðu sigurorð af þýskum í löngum hildarleik. Þjóðin var illa stödd eftir stríðið, trúardeilur og niðurlæging settu mark sitt á þjóð- lífið. Þýsk tunga var á undanhaldi. Grass lætur þessa litlu sögu ger- ast á fáeinum dægrum í smábænum Telgte. Þeir sem fundinn sitja eru öll helstu skáld Þjóðverja á 17. öld, og sum þeirra jafnvel, 1647, söfnuð til feðra sinna. Libuschka eða Cour- asche, er persóna úr Simplicissimus eftir J.J.C. von Grimmelshausen. Brecht gerði um hana leikritið Mutt- er Courasche og í þessari bók Grass er hún fyrirferðarmikil. Freistandi er að álíta The Meeting at Telgte lykilróman, en svo er ekki, heldur skemmtir Grass sér við að bera saman fundi Gruppe 47 ann- arsvegar og hinn ímyndaða fund 1647. Eftirmáli Leonard Forsters er upplýsandi fyrir þá sem ekki eru fullkunnugir bókmenntum Þjóðverja á 17. öld. The Meeting at Telgte er tæpar 150 síður og er kápumynd eftir höf- undinn. The study of the most significant and f undamental ideas of eminent European political thinkers of the last hundred years Political Ideas Edited by David Thomson. Penguin Books. í þessa bók skrifa þrettán höf- undar fimmtán kafla um stjórn- mál og stjórnmálahugsuði. Fyrsti kaflinn fjallar um Machi- avelli, þann ítalska orðhák, þá er sagt af Marteini Lúter, páfa- hatara, og síðan koma þeir hver af öðrum Hobbes, John Locke, Rousseau, Burke, Hegel, Mill og Marx. Af þessum fimmtán köflum eru níu útvarpserindi en hinir sem eftir eru voru sérstaklega samdir fyrir þetta safn. Höfund- ar eru: David Thomson, Hale, Cargill Thompson, Minogue, Cranston, Morris, Hampden Jackson, Parkin, Peters, Beales, Watkins, Vigor og A.C. Macin- tyre, þeir eru allir frægir á með- al þeirra sem glöggt fylgjast með stjórnmálaumræðu breskri. Political Ideas er aðgengilegt lestrarefni og er með ólíkindum, að leikmaður, sem undirritaður er, skuli ekki hafa orðið ógn þreyttur af lestri hennar. Bókin er rúmar tvö hundruð síður og er bókalisti á eftir hverjum kafla, hugsaður fyrir þá sem fræðast vilja frekar um stefn- urnar. Þá er og nafnaskrá all- löng. authoroi-THE TERRIBLE SECRET EUROFE SINCE THE REBIRTH OF EUROPE REVISED EDITION Walter Laqueur: Europe Since Hitler The Rebirth of Europe Penguin Books Síðustu þúsund árin eða svo hefur Evrópa mátt þola margt. Og margir hafa verið kallaðir til þess að kveða upp úr með það að álfan eigi sér litla framtíð. Þesskonar spámenni hafa verið til á hverri öld. Lítil ástæða var til bjartsýni eftir þær hörmungar sem Hitler kallaði yfir álfuna. Forystu hennar í stjórn- málum og efnahagslífi var verulega ógnað. Ríkin í Austur-Evrópu lentu undir hæl Sovétveldisins og þau sem vestast eru, voru í sárum og höfðu, að því er virtist, ekki bolmagn í sér til að standa aftur í fæturna. Það tók ríkin tuttugu og fimm ár að komast aftur til alþjóðlegrar virðingar og standa þar óháð stórveldunum í austri og vestri. Margir af mestu hugsuðum og vís- indamönnum þessara ára voru sestir að í Bandaríkjunum og vó það þungt. Eftir stríðið jókst menntun til muna í Evrópu og menningin blómstraði, og hvort sem maður hallast að því eða ekki, að hún geti breytt heimin- um, þá vega skapandi störf vissulega þungt þegar eftirstríðsárin eru skoð- uð. Europe Since Hitler skiptist í fjóra höfuðkafla: um fyrstu árin eft- ir stríðið hvað stjórnmál og landa- mæri varðar, þá er kafli um efna- hags- og félagslegar framfarir. Langur kafli um kúltúr og síðastur er svo þáttur um evrópsk stjórnmál frá 1955—1970. í bókarlok er siðan viðbótin sem þessi útgáfa hefur fram yfir þá fyrri, nefnilega um síðastlið- inn áratug. Bókinni fylgir ítarleg bókaskrá og Henry Parland Sorgin og Gleðin Hönd í hönd héldu þær á móti mér Sorgin og Gleðin ganga þær vildu í gamlan trylltan dans. Hví þá að dansa ? ég horfði á Sorgina — það væri annars of erfitt að gráta. Hví þá að dansa ? ég horfði á Gleðina — það væri annars of erfitt að fagna. Fyrst dansaði ég við Sorgina og síðan við Gleðina. Svo dönsuðum við öll þrjú við glymjandi hlátur gulnaðs blóms. Sigurjón Guðjónsson þýddi. -1 14 Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi Augu þín Augu þín eru blá eins og himininn. Þegar þú skokkar í skólann hlær vindurinn í hörgulu hári þínu. Þegar ungur ég var Þegar ungur ég var kallaði ég ekki allt ömmu mína. Nú er liðin sú tíð að rauk af höndum mínum við lóðardrátt. Nú kólnar mér á klónum án þess að taka mér nokkurt verk í hönd. Ellikerling er á næstu grösum. L nafna- þar sem Halldór Laxness er að finna. Höfundurinn, Walter Laqueur, fæddist í Þýskalandi og flutti þaðan 1938. Hann er sagnfræðingur að mennt og er í metum víðast hvar um löndin. Hann hefur skrifað yfir tutt- ugu sagnfræðirit og eina skáldsögu. Europe Since Hitler kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1970, er þetta aukin útgáfa og er upp á rúmar sexhundruð síður. Nancy Hathaway: The Unicorn Penguin Books Undirritaður minnist þess ekki að hafa séð á könnunarferðum um það íslenska dýrasafn, nokkurn stoppað- an einhyrning. Þó kann vel að vera, að einhyrnd skepna hafi staðið þar í glerskáp í félagsskap við þríhöfða lamb eða fimmfættan kálf. Einnig má vel vera, að einhyrnt dýr sé að finna á einhverju náttúrugripasafni og þá líkast til í formalíni. Þegar Guð setti Adam það fyrir að gefa skepnunum nöfn, varð mann- skepnan jafnskjótt herra þeirra. Fyrstan nefndi Adam einhyrning- inn, og þegar Guð nam nafnið, snart hann horn dýrsins og upp frá því varð einhyrningurinn merkust skepna. Guð gaf dýrinu kraft sem fólst meðal annars í því, að ræki það hornið í óhreint vatn, varð það á augabragði hreint á ný. Trú manna á einhyrninga, mátt þeirra og tilvist var útbreidd í gegn- um aldirnar. Ekki var það kristnin sem innleiddi töframátt dýrsins, því sögum fór af galdri þess austur á Indlandi, í Kína og Japan í árdaga. Alexander mikli reið um löndin á furðuskepnunni Bukefalusi sem reyndar var einhyrningur og var ekki annar fær um að stjórna dýrinu en landavinnarinn mikli, Alexander. f Evrópu miðalda var trú á ein- hyrninga mikil. Karl, sem seinna varð kóngur Frakka, sá sjötti, sá ungur villta menn, loðna, ríða ein- hyrningum og vildi fanga þessar furðuverur. Ekki var það á allra færi að komast í tæri við einhyrning, helsta vonin var sú að óspjallaðri mey tækist það og þá með því að sitja löngum stundum ein og kjurr og óttalaus í lundi. Eru margar sög- ur til af þesskonar tálum. Höfundurinn hefur sent frá sér smásögur, tímaritsgreinar og þrjár barnabækur. Hún býr í Los Angeles. Bflar Frh. af bls. 13. inganna frá Miinchen, var nýr og helst til háfættur BMW- „þristur" þyngdur um 200 kíló fyrir auglýsingamyndatökuna. Arangurinn má sjá af meðfylgj- andi myndum. Þessar myndir gefa þó tilvonandi kaupendum BMW hér á landi ef til vill ekki svo ranga mynd af bílnum, því það nægir venjulega hvaða fólksbíl sem er að fara eina ferð eða svo á holóttum hringvegin- um, til þess að líta ögn lægri og „sportlegri" út. Hins vegar gefur Chico-hálf- jeppinn hugsanlegum íslenskum aðdáendum ekki alveg nógu og rétta mynd af klifurhæfileikum sínum, þar sem hann svífur upp snarbratta brekku, hér á ann- arri mynd. Ef vel er að gáð, má nefnilega sjá að skýið á mynd- inni hallast talsvert, — næstum eins mikið og hálfjeppinn sjálf- ur. Eða kannski haga þýsk ský sér svona allt öðruvísi en önnur, sem láta sér bara nægja að horfa á leiki mannanna? Hvað sem því líður, þá virðist þetta vera hið allra efnilegasta alt- mulig-farartæki. Hann skortir reyndar drif á framhjólin til að geta talist til ættbálks alvöru- jeppa, en bætir það að nokkru leyti upp með veltilið fyrir aftan ökumannshús. Þetta er talsvert sniðug útfærsla, sem gerir hon- um mögulegt að hafa stöðugt fast land undir öllum fjórum. Væri þetta farartæki búið drifi á öllum hjólum, yrði það líkast til nokkuð vel rólfært hér á landi. Chico var annars hannað- ur af MBB-flugvélaverksmiðj- unum (Messerschmitt-Bölkow- Blohm), en er samkvæmt nokk- uð áreiðanlegum heimildum framleiddur á Irlandi. Jón R Þorbjörnsson stundar nám í bOaverkfræði í Vestur-Þýzkalandi og greinin er önnur í röðinni al þremur um ýmislegt það er nú er á dagskrá í bílaiðnaðinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.