Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 4
urðu séð allar tegundir af fólki, allt frá sómakærum húsmæðr- um til smáglæpamanna. Þarna er til dæmis bátafólkið, svo- nefnda, Það er fólk, sem flúði frá Víetnam og Kambodíu til Bandaríkjanna á smábátum, eft- ir stríðið þar. Sumt af því stund- ar verslunarrekstur eins og hérna fer fram, vegna þess að það fær ekkert annað að gera. Þarna sérðu heila fjölskyldu. Þetta er bláfátækt fólk. Ef til vill býr það í húsbílnum þarna. Ég get ekki ímyndað mér að það hafi ofan í sig að éta með því að selja annað eins rusl og þarna er á boðstólum. Svo sérðu húsmæð- urnar. Þær eru hérna vegna ánægjunnar eingöngu. Þær taka til í geymslum og skápum og keyra svo allt draslið á markað- inn og selja, í stað þess að fleygja því á haugana. Það er hrein unun að skoða margbreyti- leikann í mannlífinu hérna. Þetta eru Bandaríkin í hnot- skurn. Ég held því fram, að Ameríkanar séu í raun og veru hinar einu, sönnu Sameinuðu þjóðir. Hérna í Bandaríkjunum býr í sátt og samlyndi fólk af öllum kynþáttum og trúarbrögð- um, og er þá ekkert undanskilið. Þetta er alveg stórmerkilegt samfélag, skal ég segja þér. Sameinuðu þjóðirnar svokölluðu, eru píp á móti því ævintýri, sem þú sérð hér í reynd." Eftir að hafa ráfað um glæpa- markaðinn í tvo tíma hef ég sannfærst um það sem Baddi sagði áðan; þar er ekki sá hlutur til, sem ekki fæst falur. Bing og Gröndahl er hægt að fá fyrir líf- ið, og ef þú hefur auga fyrir forngripum eða lætur ekki blekkjast af slípuðu gleri fyrir demant, geturðu gert hér reyf- arakaup. Töfraprjónar Gegn Sígarettum Við höldum ökuferðinni áfram til Hayward, útborgar San Fran- cisco. Ég bið Badda að hleypa mér inn í verslun svo að ég geti keypt mér sígarettur. Þegar ég stíg inn í bílinn aftur, segir Baddi mér, að hann hafi hætt að reykja fyrir tveimur árum með aðstoð nálastungulæknis. Hann hafi reykt þrjá pakka á dag, sem sé nokkuð mikið fyrir mann, sem stundar erfiðisvinnu. Þá ók hann til vinnustaðar og frá ásamt fé- laga sínum, sem var veikur í baki. Gekk sá reglulega til nála- stungumeistara, til að fá bót meina sinna. — „Á meðan félagi minn naut lækninga Kínverjans, sat ég á biðstofunni og reykti eins og strompur. Einn dag stakk slétt- hærð og skáeyg aðstoðarstúlka höfðinu í dyragættina og til- kynnti mér af sinni meðfæddu austurlensku hæversku að bann- að væri að reykja á biðstofunni. Ég spurði hana af dáruskap, hvort ekki væri hægt að stinga á mér með þar til gerðri nál og reka með henni löngunina í eitr- ið á burt. Stúlkan kinkaði kolli og hvarf hljóðlega á braut. Skömmu síðar birtist hún aftur og leiddi mig fyrir Kínverjann. Spurði ég doktorinn hins sama og ég hafði spurt stúlkuna, hvort hann gæti með einhverjum af sínum töfraprjónum megnað að reka burtu sígarettuáráttuna. Ég hefði margoft áður reynt að hætta þessum ósóma, en þau hlé stæðu sjaldnast lengi. „Læknir- inn sagði," heldur Baddi áfram, „að vildi ég sjálfur halda áfram að reykja gæti enginn mannleg- ur máttur hjálpað mér. Hann gæti stungið og gert mig eins og tesíu, en það myndi ekki koma að nokkru gagni. Vildi ég sjálfur hins vegar hætta, og það í fúl- ustu alvöru, gæti hann stungið nálum í eyru mér, sem ég ætti að hafa í eina viku. Þegar löngunin geri vart við sig, skuli ég þrýsta á nálarnar. Muni löngunin þá þverra og að lokum hverfa alveg. Ég vildi reyna þetta. Stakk hann þá nál, sem líktist teikni- bólu, í hvort eyra og límdi hefti- plástur yfir. Þakkaði ég kærlega fyrir mig, og héldum við félag- Götumyndír frá San Francisco. Baddi kominn. Við þekktumst reyndar vel áður, því að við bjuggum samtímis í Los Angel- es, en þá var Baddi ægilega feit- ur og því varla von að ég þekkti þennan spengilega og fallega mann, sem stóð þarna í búðinni hjá mér.“ — „Já, já,“ gellur við í Badda. „Ég bar af öðrum mönnum, enda búinn að létta mig um hundrað og þrjátíu pund.“ — „Reyndar fékk ég reglulega fréttir af honum, því að móðir hans var vön að koma í búðina til mín og bera mér sérstakar kveðjur frá honum í hvert sinn sem hann skrifaði henni bréf.“ — „En hvað vildi hann þennan morgun í búðina til þín?“ — „Já, hvað vild’ann? Hann vildi bjóða mér út að borða ásamt sameiginlegum kunningja okkar frá Los Angeles. En ég bjó með manni um þessar mundir, og þótti honum ekki viðeigandi að ég færi út ásamt tveimur öðr- um karlmönnum." — „Já,“ skýtur Baddi inn í. „Það var ekki fyrr en í þriðju tilraun að hún lét til leiðast að koma með mér út að borða, og þá slóst bróðir hennar í för með okkur sem siðgæðisvörur." Þau horfast í augu og brosa. Eiginmaður í Stað Sambýlismanns — „Sambýlismaður minn tók þetta sjálfstæðisbrölt óstinnt upp,“ heldur Systa áfram. Eftir viku stífni og þögn var ég búin að fá mig fullsadda, hringdi í arnir síðan heim. Löngunin í tóbakið var sterkust á morgn- ana, en þá þrýsti ég á teikniból- urnar eins og Kínverjinn hafði mælt fyrir um. Hvarf þá löngun- in. Þegar vikan var liðin dró ég nálarnar úr eyrum mér. Síðan eru liðin tvö ár og hef ég ekki orðið löngunarinnar var síðan.“ Íslenskt Heimili Við erum nú komin að húsi þeirra Systu og Badda. Systa tekur á móti okkur í dyrunum og fagnar mér eins og gamalli vin- konu. Ég er leidd í húsið, smekk- lega búið og vinalegt. Þar ríkir enginn amerískur „glamorstíll", en andrúmsloftið notalegt eins og best þekkist á gestkvæmum, íslenskum heimilum. Ég heilsa Stefáni, einkasyninum, þrettán ára gömlum. Hann talar prýði- Iega íslensku, þótt hann sé fædd- ur og alinn upp í Kaliforníu og hafi sjaldan komið til íslands. — „Við tölum aldrei annað en íslensku hér heima," segir Systa. „Hingað kemur fjöldinn allur af íslendingum, svo að Stefán heyr- ir varla annað en íslensku á heimilinu. Að vísu beygir hann sum orð skakkt, og við höfum ekki leiðrétt hann mikið vegna þess að við höfum óttast, að þá kynni að hlaupa í hann þrjóska og hann hætti þá að tala íslensk- una.“ Stefán gengur í kaþólskan skóla. Foreldrar hans voru af ýmsum ástæðum óán'ægðir með hinn almenna skóla, sem hann gekk í áður, þessi er miklu betri. Systa býður mér sæti. Hún er falleg kona, hýr og glettin. Mér er borinn bjór og þau setjast bæði hjá mér, hjónin. Mér leikur forvitni á að vita, hvaða ástæður liggja til þess að íslendingar fara utan og setjast að í fjarlæg- um löndum. Systa segist hafa farið til Bandaríkjanna af ævintýraþrá, aðeins nítján ára gömul. Starfaði hún fyrsta árið sem vinnukona og síðan hjá tryggingafyrirtæki og í banka í Los Angeles um árabil. Þar kynntist hún fyrri eiginmanni sínum, sem var íslendingur. Bjuggu þau ytra um skeið, en fluttust síðan heim til Islands þar sem Systa opnaði barnafata- verslun við Laugaveginn. Ari síðar skildu þau hjónin. Ég hef heyrt, að brúðkaup þeirra Systu og Badda hafi borið að með sögulegum hætti. Kven- leg forvitni mín rekur mig til að spyrja þau nánar út í það. Systa hefur orðið: „Ég stóð við af- greiðslu í búðinni minni einn daginn, þegar ég tók eftir bráð- huggulegum manni, sem stóð bakatil í búðinni og beið eftir að ég hætti að afgreiða. Ég kom honum ekki fyrir mig en kannað- ist vel við svipinn. Þar var þá Badda og bað hann að hjálpa mér að koma dóti sambýlis- mannsins út úr íbúðinni minni. Sendum við það allt á vinnustað hans, meira að segja skyrturnar í bleyti í þvottabala, og kvaddi ég hann þar með kurt og pí.“ „... og svo gisti ég hjá henni um nóttina, þessari elsku, til að varðveita hana,“ bætti Baddi við. — „Varstu skotinn í henni, Baddi?“ spyr ég. — „Alla tíð. Ég var að bíða eftir að hún myndi rasa út.“ Við skellihlæjum öll. Þau eru svo blátt áfram og bráðskemmtileg, bæði tvö. — „Hvaö svo?“ — „Næsta morgun, sem var laugardagsmorgunn, vorum við staðráðin í að gifta okkur," segir Systa. Ég hringdi í prestinn áður en ég fór í búðina að vinna og spurði, hvort hann hefði tíma til að gefa okkur Badda saman þennan sama dag. Klerkur fór að hlæja, en ég sagði honum að mér væri bláköld alvara. Við vildum gifta okkur strax í dag. Hann spurði mig, hvort ég hefði skiln- aðarpappírana mína í höndun- um, þá yrði ég skilyrðislaust að hafa. En því miður lágu þeir ennþá uppi í dómsmálaráðu- neyti. Ég spurði prest aftur að því, hvort hann hefði tíma ef ég næði í pappírana." — „... sjáðu til, hún ætlaði ekki að missa af mér,“ útskýrir Baddi. — „Klerkur sagði mér, að í dag væri laugardagur og allar opinberar stofnanir lokaðar. Ég spurði aftur, hvort hann hefði tíma næði ég pappírunum. — „Komið þið klukkan tvö,“ sagði hann og stundi þungan og kvaddi mig. Ég hringdi í Ólaf Walter Stefánsson, sem er kunn- ingi minn og starfar í ráðuneyt- inu, en hann var þá ekki heima. Ég vildi fá að vita, hvar hann væri, því að mikið væri í húfi. Hann var í gufubaði. Ég hringdi í gufubaðstofuna. „Þetta er í dómsmálaráðuneytinu," sagði ég. „Vilduð þér gjöra svo vel að pakka honum Ólafi Walter inn í handklæði og senda hann í sím- ann. Þetta er áríðandi." Það er hundraðprósent maður, Ólafur Walter. Hann sótti pappírana og svo vorum við Baddi gefin sam- an.“ Hringar Og Kampa- VÍN MEÐ HRAÐI — „Ég fór líka á stúfana,“ segir Baddi. — „Til kunningja míns, sem er gullsmiður, og bað hann að útvega hringana með hraði. Annan sendi ég eftir kampavíni. En það var nú svo- lítið skrítið, að þennan morgun skrapp ég heim til mömmu til að skipta um föt og var með hring- ana í vasanum. Þá segir mamma við mig: — „Því reyndirðu nú ekki að giftast henni Systu, Baddi minn?“ Hún var alltaf svo hrifin af henni Systu, hún mamma. Ég sagði við mömmu: — „Heyrðu, elsku mamma mín, hver heldur þú að vilji mig?“ Tveimur klukkutímum seinna komum við Systa heim og vorum búin að gifta okkur. Ég gleymi því aldrei. Mamma stóð á stiga- pallinum, þegar við komum inn og sýndum henni hringana. And- litið datt af henni. Svo fór hún að hlæja og hló í sextán klukku- tima samfleytt. Sagan flaug um bæinn og við skemmtum okkur konunglega yfir öllu saman. Og vegna þess hve íslendingar hafa gaman af spádómum og öllu þess háttar, get ég sagt þér frá því, að nokkr- um árum áður en þetta gerðist var ég í eitt skipti sem oftar staddur á bar í Saigon. Þá gekk þar um afskaplega dularfullur náungi og bauðst til að lesa í lófa á mönnum. Ég hálfvorkenndi karlanganum og rétti honum því höndina. Lófalesturinn hljóðaði eitthvað á þá leið, að ég hefði lengi átt við vandamál að stríða, en innan tveggja ára yrði það úr sögunni, og myndi ég ekki þurfa að hafa áhyggjur af því eftir I það. Ennfremur sagði hann mér,: að þegar ég yrði 39 ára gamall myndi ég ganga í hjónaband. Ég hló að þessu og lagði spádóminn ekki á minnið. En til gamans hafði ég skrifað móður minni þetta í bréfi. Sagði ég henni, að þarna gæti hún séð, að innan tíð- ar þyrfti hún ekki að hafa neinar áhyggjur af mér framar. Þennan ævintýralega brúðkaupsdag dró móðir mín fram bréfið, sem ég hafði skrifað henni fjórum árum áður. Hann hafði ekki verið svo vitlaus eftir allt saman, gamli spákarlinn i Saigon. Tveimur ár- um áður hafði ég hætt að drekka, en áfengi hafði verið vandamál mitt um langa hríð, og viku áður hafði ég haldið 39 ára afmælisdaginn minn hátíðlegan. Við hlógum dátt að þessu. En þessi gifting vakti mikla athygli á sínum tíma, því að „svonalag- að“ gerir fólk ekki, og satt að segja veðjuðu ekki margir á þennan hest.“ — „Hvernig stóð á því, Baddi, að þú varst staddur á íslandi þá?“ — „Þetta var satt að segja keðja undarlegra tilviljana. Eg var kominn til íslands í „skreppitúr", eins og maður seg- ir. Hafði verið í siglingum árum saman- og sigldi síðasta túrinn til Saigon. Þar komst ég í samband við skipafélag, sem var með dráttarbáta í Saigon og við strönd Víetnam. Gat ég fengið vinnu á dráttarbáti fyrir tvöföld laun, skattfrjálst og mikla yfir- vinnu ef ég réði mig í minnst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.