Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 5
lengi yljað sér við tilhugsunina um að komast á eftirlaun og njóta efri áranna í faðmi fjöl- skyldunnar. Þá kom í ljós, að þeir áttu ekkert sameiginlegt með konunum lengur, urðu eins konar aðskotadýr heima hjá sér. Þessi hjónabönd enduðu ótrú- lega oft með skilnaði. Svo get ég sagt þér frá annarri skoðun, sem ég hef á hjónabandi. Brennivín og hjónaband fer ekki saman. Ekki fremur en súrt skyr og uxa- halasúpa. Hefurðu smakkað það? Nei, gott. Það er hreinasta óæti. En þetta var nú útúrdúr. Við leigðum okkur íbúð fyrst eftir að við fluttumst hingað. Síðan kom Stefán til sögunnar, og var okkur þá sagt upp hús- næðinu. Þar var hvorki leyfilegt að hafa börn né hunda. Þá keyptum við þetta hús, sem við höfum búið í síðan." — „Þú segist hafa .hætt í sigl- ingum. Hvað tók þá við?“ — „Ég hef unnið við flísa- lagnir síðan. Alltaf hjá sama fyrirtækinu." — „Og ferð snemma á fætur eins og allir Ameríkanar?" — „Já, snemma á fætur og snemma í háttinn. Ég byrja að vinna klukkan sjö. Legg af stað í vinnuna klukkan sex á morgn- ana og losna þá við mestu um- ferðina. Oftast er ég kominn heim um hálffjögurleytið á dag- inn. Nú starfa ég sem eins konar verkstjóri, svo að vinnutími minn er heldur lengri en áður. Ég held að sú vinna sem ég stunda myndi heima á íslandi vera nefnd akkorð, vegna þess hve stíft er haldið áfram. Vinnu- brögðin hérna eru frábrugðin því sem þar þekkist. Menn eru mættir á morgnana fyrir tímann og byrja að vinna á slaginu klukkan sjö. Hér fá menn kortér í kaffi á morgnana, og það þýðir kortér en ekki tuttugu eða tutt- uguogfimm mínútur. Klukkan tólf er hálftíma matarhlé, sem stendur í hálfa klukkustund, ekki fjörutíu mínútur. Taki menn sér meiri tíma, er litið á það sem hreinan þjófnað frá at- vinnurekanda, sem það líka er. Við borðum samlokurnar okkar og drekkum kaffið þar sem við erum staddir. Að mínu mati er það vel þess virði að halda vel áfram í vinnunni og fá mann- sæmandi laun fyrir vikið. En margur íslendingurinn, sem hingað hefur komið í atvinnuleit, hefur brennt sig á þessu. Menn halda, að þeir geti miðað vinnuna hérna við vitleysuna heima. íslendingur einn, sem hingað kom og vann við trésmíð- ar um stundarsakir, fékk blöðrur Baddi við útigrillið. átján mánuði. Ég var ákveðinn í að pína mig þar í svækjunni, jafnvel í 36 mánuði, safna pen- ingum og fara síðan í skóla til að mennta mig. Ég var búinn að sigla svo oft til Víetnam, að ég vissi upp á hár, út í hvað ég var að fara. Hins vegar fylgdi bögg- ull skammrifi. Eg varð að ráða' mig frá Seattle í Bandaríkjun- um. Ég hugsaði með mér: Fyrst ég þarf að fara til Seattle, er best að ég skreppi heim til fs- lands áður og heimsæki foreldra mína. Ég hafði hætt að drekka tveimur árum áður eins og ég sagði áðan, og fannst ég skulda foreldrum mínum það að kynn- ast mér edrú, sjá mig einsog ég var í raun og veru.“ Systa skýtur inn í, að Baddi hafi verið svo sæll með, hvað hann var orðinn slank og ele- gant, að erindið hafi fyrst og fremst verið að leyfa vinum sín- um að dást að því, hvað hann var orðinn sætur. — „Svo var hann eins og klipptur út úr tískublaði, þegar hann kom heim.“ — „Já, það er alveg rétt. Ég tók lán og dressaði mig upp. Skuldirnar ætlaði ég síðan að greiða, eftir að ég kæmi með alla peningana frá Víetnam. Eins og ég sagði áðan var það röð af tilviljunum sem olli því að við Systa giftum okkur. Ég átti pantað far vestur um haf ein- mitt þennan laugardag, sem við gengum í hjónaband. Fimmtu- dagskvöldið áður var mér boðið til veislu hjá góðum vini mínum. Þetta var svo skemmtilegt partý, að ég hélt ekki heim fyrr en fór að morgna. Þá átti ég eftir að ljúka við ýmislegt smálegt, áður en ég færi, svo að ég frestaði fluginu fram yfir helgi. Vinur minn, sem ég var í veislunni hjá, kom að máli við mig fáeinum dögum síðar: — „Þú ért nú meiri bóheminn, Baddi. Ert í veislu hjá mér á fimmtudegi og segir mér ekki frá því, að þú sért að fara að gifta þig á laugardeg- inum.“ — „Já, en elsku vinur,“ sagði ég, „hvernig átti ég að geta sagt frá því, sem ég vissi ekki einu sinni sjálfur?" — „Nú voruð þið gift svo að segja án þess að vita af því. Höfð- uð þið haft ráðrúm til að gera framtíðaráætlanir?" Systa hefur orðið. — „Við vor- um sammála um eitt atriði. Við vildum bæði flytjast hingað út aftur. Ég seldi verslunina, íbúð- ina og allt innbúið. Var engu lík- ara en auglýst hefði verið bruna- útsala eða eitthvað álíka spenn- andi. Allt seldist, meira að segja það, sem ég alls ekki hafði ætlað að láta af hendi. Þóttist ég góð að geta bjargað fötunum mínum úr klóm kerlinganna, svo æstar voru þær að kaupa." Hjónaband Og SlGLINGAR ÁTTU EKKI Saman — „Áttir þú hús hérna í San Francisco þá, Baddi?“ — „Nei, biddu fyrir þér. Ég bjó í ferðatösku og átti ekkert nema skuldir. Ég hafði verið í San Francisco í tíu ár og ávallt siglt á farskipum. En ánægjan af því að sigla um öll heimsins höf var ekki lengur fyrir hendi. Kjörin skiptu nú máli, ekki skemmtunin. Eftir að við Systa giftum okkur, hætti ég í sigling- um. Ég var búinn að sjá það fyrir löngu, að hjónaband og siglingar áttu ekki saman. Kvæntir menn, sem ég hafði siglt með árum saman, þekktu ekki heimilislíf, og konan og börnin voru þeim ókunnug. Þess- ir menn höfðu sumir hverjir Yfirleitt hafa vélar í- bílum farið minnkandi og miklu færri gerðir nú en áður með 8 strokka vél. Það sýnist því vel í lagt að hafa 12 strokka vél í bíl. Aðeins stærsta gerðin af Jaguar býður uppá þann möguleika. Hefur svo verið alllengi og þeir Jaguar- menn hafa ekkert gefið sig á því í orkukreppunni, enda vísast að þeir sem spá í Jaguar, séu ekki í neinum sparnaðarhugleið- ingum hvort sem er. Spyrja mætti hvað vinnst með slíkum strokka- fjölda, sem hlýtur að hafa töluverða fyrirferð og þyngd í för með sér. Það mun einkum vera tvennt: í fyrsta lagi orka, sem skil- ar sér í hraða, og í öðru lagi undra- þýður gangur. Því var spáð að 12 strokka vélar mundu brátt heyra sögunni til eins og hverjir aðrir dyn- osárusar. Því koma þau tíðindi á óvart, að BMW muni nú vera á leiðinni með 12 strokka vél. Ekki áttu menn von á neinu slíku frá þeim bæ, því jafn- vel 700-gerðin, sem er stór lúxusbíll og sá dýrasti frá BMW, hefur til þessa ævinlega verið búinn 6 strokka vél og hef- ur þótt gefa sæmi- legt viðbragð og hámarkshraða fyrir því. BMW 728-745 hafa verið í flokki hinna vönduðustu lúxusbíla síðan 1977. Til þessa hafa hönnuðir BMW verið fremur íhaldssamir og ekki þótt ástæða til að gera miklar breytingar á bíl sem selst eins og heitar lummur. En þar fyrir þykir ekki gott að fram- leiða bíl með sama formi í meira en 8—10 ár og nú er á vinnslustigi ný gerð, auðkennd með 730—750, og á hún að koma í stað 700-gerðarinnar, sem framleidd hef- ur verið um 7 ára skeið. Teikningar af þessum nýja BMW 750 sýna að veru- leg breyting hefur verið gerð á útliti. Kílformið er meg- instef og sýnist í fljótu bragði, að formið sé ekki ósvipað og á Mazda 626, sem telst prýðilega vel ; teiknaður bíll. Vindstuðullinn á þessum nýja BMW er 0,32, sem sýnir að straumlínan er góð. Aftur á móti veröur ekki séð í þeim heimildum, sem hér er stuðzt við að þessi gerð verði með fram- drifi fremur en aðrar frá BMW; aftur á móti er verið að spá í sér gerð með drifi á öllum. A þessu stigi er §J ekki margt vitað um þessa nýju gerð af BMW, en hún verður í aðal- • atriðum þrískipt: i 1) Grundvallar- gerð auðkennd með 730, viðbragð í hundraðið: 9,5 sek. og hámarkshraði 210 km á klst. 2) 735i, sem er nokk- uð snarpari; við- bragðið í hundrað- ið 8 sek. og há- markshraði 225 km á klst. 3) 750 með 12 strokka vélinni, viðbragðið í hundraðið 7,5 sek. og há- markshraði 240 km á klst. Nýr 12 strokka BMW FÖK-ELDINGA’ OG VATNSSKAÐATRYGGINGAR TRYGGING HF=™ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 21. JANOAR 1984 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.