Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 8
Ivar Silis í UMSÁTRI ÍSBJARNA Ólundarlegi indíáninn, sem afhenti mér rauða bakpokann minn á flugstöðinni í Churchill, var einhentur. Þó að ég hefði aldrei séð manninn áður, flaug mér strax í hug, að þetta gæti ekki verið neinn annar en John Spence, loðdýraveiðimaðurinn. Ég hafði heyrt sögur af honum áður frá Bjarndýr að róta í sorpinu í Churchill. öðrum veiðimanni, honum gamla Caribou. Fyrir nokkrum árum hafði ég kynnzt Caribou á leiðindaknæpu í Suöur-Kanada. Yfir ölglösunum hafði hann sagt mér frá sínu langa veiðimannalífi í Churchill, þorpi á vesturströnd Hundsonflóa. Reynd- ar hét hann alls ekki Caribou. Það var viðurnefni hans. Það merkir „hreindýr", og það hafði hann fengið þegar á unga aldri. Á þeim tímum héldu endalausir hópar hreindýra fram hjá kofa hans, og hann gat dundað við að skjóta þau út um gluggann hjá sér. Það var einmitt um það leyti, sem ólánið henti John. Þegar hann var að huga að nokkrum bjóragildrum í skóginum, réðst ísbjörn að honum aftan frá. fsbjörninn náði að sníða af honum annan handlegg- inn í einu höggi, áður en vesalings maður- inn gat náð í exina sína — bezta vin skóg- armannsins — og rekið skepnuna á flótta eftir nokkur vel úti látin högg. Mánaðardvöl í Churchill Endurminningarnar gerðu Caribou hugsi, og hann bætti við, um leið og hann horfði á flöskustútana fjarrænu augna- ráði: — En, hugsaðu þér það, maður, hvað tímarnir hafa breytzt. Nú eru hreindýrin horfin frá Churchill. í staðinn er þar urm- ull af ísbjörnum. í mínu ungdæmi urðum við að þræða ísbjarnarspor dögum saman á hundasleðum og þóttumst góðir, ef við náðum bangsa. En núna, núorðið kjaga þeir á hverju hausti inn í bæinn, elta vaktavinnumenn milli húsa á næturnar, leita matar á haugunum og brjótast inn í híbýli fólks. Auðvitað hlustar maður á sögur á bör- um með öllum hugsanlegum fyrirvara. En frásögn Caribous vakti þó forvitni mína. Ég gat ekki gleymt henni og mig fýsti að fara í heimsókn til Churchill. Var eitthvað til í því, sem Caribou hafði sagt? Og loks- ins kom að því. í fyrrhaust var ég svo Hér logar. 7 | |

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.