Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 16
Vél úr plasti í kappakstursbíl Menn hafa vanizt því, að plast væri þunnt efni, stökkt og ódýrt. En tím- arnir eru að breytast. Nú eru plastefni, sem kosta hundrað sinnum meira en vélarstál, að taka við af málmi í vélum bifreiða. Um þessar mundir eru verkfræðingar við Poli- motor Research í Fairlawn í New Jersey að smíða fyrstu vélina, sem er að öllu leyti úr plasti, nema hvað varðar þá hluta henn- ar, sem mest reynir á. En af hverju úr plasti? Til að draga úr þunga vélarinnar. „Þeim mun minna sem vél- in vegur, þeim mun minna verður álagið á hinum ýmsu hlutum hennar," seg- ir Matty Holtzberg, for- stjóri tilraunastofnunar- innar. Af því leiðir síðan að þá er hægt að hafa aðra hluti léttari, sem dregur enn úr álaginu. Plastvélin, sem sett verður í evrópsk- an kappakstursbíl á þessu ári, er um 50% léttari en vél, sem er eingöngu úr málmi. Holtzberg vill ekki skýra frá því, hvaða úrvalsplast hann noti, en nokkrar gerðir gætu komið til greina. Amocos Torlon get- ur þolað allt að 15 þús. kg þrýsting á fertommu og 250 gráðu hita á Celsíus í langan tíma. PEEK, sem Britains Imperial Chemic- al Industries hefur fram- leitt, getur þolað 325°C í langan tíma og miklu meiri hita styttri tímabil. Eina hindrunin á út- breiddri notkun þessara efna er framleiðslukostn- aðurinn. PEEK kostar til dæmis yfir 50£ kílóið. Og þegar hægt er að fá hús- grindastál fyrir innan við 50 sent kílóið, getur notk- un slíks úrvalsplasts ekki borgað sig nema í sérstök- um tilvikum. En af hverju er það svona dýrt? „Það er ekki framleitt í því magni, sem gæti gert það ódýr- ara,“ segir Holtzberg. „Þessi efni gætu verið ódýrari, en magnið er ekki fyrir hendi." Jafnvel þótt kostnaður við smíði plastvéla myndi minnka, telur Holtzberg, að nokkur tími myndi líða, áður en almenningur ætti kost á bíl með slíkri vél. Ennfremur muni bruna- hreyfillinn sennilega alltaf vera að nokkru leyti úr málmi. Vél Polimotors er með sveifarás og knastás úr málmi sem og eldhol. „Það er hreinlega ekki treystandi á plast í suma hluta, þar sem hitinn er mestur," segir Holtzberg. Bílaframleiðendur eru nú að gera tilraunir með plast, sem ekki er eins merkilegt og þau sem að ofan greinir, í yfirbygg- ingar bíla. Hinn nýi Fiero hjá General Motors er byggður þannig, að festar eru plastþiljur á botngrind úr málmi. Vagnhúsið á Ballade Sports CR-X frá Honda er að verulegu leyti úr plasti. Yfirbyggingar úr plasti auka ekki aðeins nýtingu eldsneytis, heldur dalast þær og tærast mun síður. KARTÖFLUVERKSMIÐJA ÞYKKVABÆJAR HF. SIGNE SEIM Móðir Teresea Andlit hennar. Þjáning árþúsunda liggur í augnasteinunum, í skugga augnanna, í myrkrinu sem hvelfist endalaust innyfir. Dýpst að innan kemur ljósið. Logi teygist úr ljósopi hennar brýst gegnum myrkrið og verður sólarupprás. Skinið geislar frá Móðir Tereseu, er hún lyftir höndunum, þessum sterku höndum, þjónandi, mót nýjum morgnum. Siguröur H. Þorateinsson þýddi. Signe Seim er fædd 1.5. 1929 I Voss. Hún er kennari og húsmóðir I Voss og hefir nú þriggja ára leyfi á launum, til ritstarfa. Eftir hana hafa komiö út fimm Ijóöabækur. Bærinn er fundinn í 2. tölublaði Lesbókar, 14. janúar, var mynd af gömlum bæ og voru lesendur sem þekktu hann beðnir að láta Lesbók vita. Halldór Jónsson í Króksfjarðarnesi hringdi og kvaðst þekkja bæinn. Myndin er að sögn Halldórs af Garpsdal í Geiradalshreppi í Austur-Barðastrandarsýslu. Leiðrétting í LESBÓK Morgunblaðsins, l.tbl. þessa árs, misritaðist nafn kvæð- isins „17 hækur" eftir Jorge Luis Borges. Hæka er japanskt stöku- form sem Helgi Hálfdanarson hef- ur kynnt hér á landi í bókinni „Japönsk ljóð frá liðnum öldum". Hann lýsir því þannig í formála sínum að bókinni að hækan sé 17 atkvæða staka í þremur ljóðlínum, 5, 7 og 5 atkvæði í línu, en hvorki sé í henni rím né háttföst hrynj- andi sem jafnað verði til bragliða í vestrænu ljóði. Sigrún Ástríóur Eiríksdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.