Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 11
Sigríður Ella Magnús- dóttir segir frá sjálfri sér, söngferlinum og lífsskoð- unum í tilefni þess að hún er hér til að syngja hlutverk Rósínu í Rakar- anum í Sevilla, sem ^ frumfluttur var hjá ís- lenzku óperunni í gær- kveldi. VIÐTAL: GÍSLI SIGURÐSSON Söngkonan kom til dyra og ljómaði eins og sól í heiði. Tvíburarnir voru farnir á gæzluvöll og hún hafði rétt náð að ljúka uppvaskinu áður en mig bar að dyrum á litla húsinu hennar við Þrastargötu á Grímsstaðaholti Ég lét í ljósi, að mér væri nokkurn veginn sama, hvar uppvaskið væri á vegi statt. En Sigríður Ella áréttaði að með því væri hún að stuðla að sinni eigin vellíðan. í þessu listamannshúsi er ekki allt á rúi og stúi eins og mörgum finnst eiginlega að hljóti að fylgja því að vera lista- maður og bóhem. Og það á víst helzt að fara saman. Þetta hús, sem einhverntíma hefur verið byggt af vanefnum í hverfi grásleppukallanna á Grímsstaðaholti, er notalegt að koma inní. Og það er ekki fyrst og fremst vegna húshitans, held- ur hjartahlýju húsmóðurinnar. Það er næstum því tilbreyting að hitta einhvern sem ekki er í kvörtunarkórnum. Yfirleitt heyrir maður fyrst af öllu, hvað fólk hafi það skítt; hvað verkefn- in séu erfið, skilningur ráða- manna enginn og veðrið svona bölvað ofaná allt hitt. í skammdeginu er hressandi að hitta einhvern, sem ekki er óskaplega þreyttur og svekktur og þorir að viðurkenna, að lífið sé bjart og fagurt. „Mér líður yfirleitt vel, þegar allir eru heilbrigðir," segir Sig- ríður Ella. — „Mér finnst ég slíkur lukkunnar pamfíll, að ég þori varla að segja það upphátt." „En hvers vegna ekki að viður- kenna það og segja það upphátt?" „Jú, ég vil einmitt gera það og njóta hverrar stundar. En ætli þessi tregða stafi ekki af því, að lukkan er brothætt og þessvegna þyki viturlegt að fara varlega í yfirlýsingar. „Sumir hafa talið að lífsham- ingjan standi í einhverju sambandi við vegleg húsakynni og ríkulega innanstokksmuni. Hvaða augum lítur þú a allt þetta, sem nútíma- fólk telur að það verði að hafa í kringum sig til að geta lifað sóma- samlegu lífi?“ „Það hefur ekki meginþýðingu fyrir mig. Aftur á móti skiptir máli, að ég hafi í kringum mig þá hluti, sem mér þykir vænt um. En hvort þeir eru í tízku, eða eftir kröfum tímans, það er svo annað og skiptir alls engu máli fyrir mig.“ „Er þessi skoðun komin frá æskuheimili þínu; eitthvað sem þér var innrætt?“ „Það held ég ekki. En ég ólst upp á sjómannsheimili og er elzt fimm systkina. Það gefur auga leið, að við ólumst ekki upp við íburð af neinu tagi og það var LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. JANÚAR 1984 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.