Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 10
ríkjunum flugu suður á bóginn. Það hlóð niður snjó, og lífið gekk sinn hæga gang í þessum litla bæ. Það var sjaldan, sem ég hitti aðra gesti á hótelinu. Oftast voru það ferðamenn, sem höfðu mjög stutta viðdvöl, áhugasamir, ungir málsvarar inúíta með „landakröfur“ í skjalatöskunum og reynd- ar ekki neinir aðrir. Ég sagði áðan, að ég hefði aldrei séð neinn ísbjörn. Það er ekki alls kostar rétt. Því að ísbjarnartákn eru um allan bæinn. Svo mörg, að mér þótti alveg nóg um. Þau voru á veggspjöldum og veggteppum. Á servéttum matsölustaðanna. Á neonskilt- um hótelanna, á númeraspjöldum bílanna, á jakkaermum, húfum og beltum. Og svo ekki sé minnzt á minjagripabúðirnar. Þar voru heilar ísbjarnarfjölskyldur úr gipsi, postulíni eða flaueli. Og í verzlun Hud- son-flóa félagsins var ekta skinn frá norð- vestur-svæðunum til sölu. 2.390 dollara fyrir arinteppi með augu úr gleri og litla tungu. — Árið 1968 voru ísbirnir alfriðaðir í Manitoba, fylkinu sem Churchill er í, um leið og komið var á kvótakerfi fyrir inúít- veiðimenn á öðrum norðlægum svæðum. Kvótinn nú 719 ísbirnir á ári. LOKSINS KOM BáNGSI En svo loksins í byrjun október fór eitthvað að gerast. Orðrómur var um, að einhver hefði séð nokkra ísbirni við orlofshúsahverfi 20 km fyrir austan bæ- inn. En hinn langi biðtími hafði deyft skilningarvit mín. Ég tók lítið mark á þessum orðrómi, þangað til ég hafði verið eitt kvöld á eina opinbera veitingahúsinu í bænum. Það er ávallt hryggilegt að vera vitni að hóflausum, eyðileggjandi drykkjuskap, og þegar nokkrir búlgarskir sjómenn, ungir indíánar og járnbrautarmenn tóku að slást um stelpur, sem þarna voru og auðvitað höfðu ísbjarnarmyndir á blússunum, var mér nóg boðið og ég ók heim á hótelið. Ég lagði bílnum við ljósastaur handan götunnar. Það var strekkingur, kuldi og snjókoma. Til að komast sem fyrst inn í hlýjuna stytti ég mér leið í myrkrinu yfir nokkra skafla. Þegar ég hafði komizt yfir allháan skafl með djarflegu stökki, lyftist hann upp fyrir aftan mig á undarlegan hátt og hristi sig. Út úr snjónum kom fullorðinn ísbjörn! Ég veit ekki, hvor okkar varð hræddari. Hann eða ég. En ég vildi fyrir enga muni bíða ákvörðunar hans, sem annað hvort varðaði árás eða flótta. Ég þaut inn í and- dyri hótelsins og skellti dyrunum á eftir mér. Hótelstýran var ekki lengi að átta sig á því, hvers ég þarfnaðist hið bráðasta og hellti tvöföldum whiský í glas handa mér. Á flöskumiðanum stóð: „Polar Bears Piss“! Það glamraði í glasinu með ísnum, meðan ég hringdi í lögregluþjóninn, Rob Dean, sem ísbirnirnir heyra undir í Churchill. Þar er októbermánuður aðalárstími ís- bjarna, og þá fær Rob Dean tvo aðstoð- armenn að sunnan. Þeir mynda svo sér- staka ísbjarnardeild, sem hægt er að ná sambandi við allan sólarhringinn í númer 675-2375. Nokkrum mínútum síðar var Rob mætt- ur. En leit að birninum bar engan árangur. Rob hristi höfuðið annað slagið, meðan hann hlustaði á sögu mína og lét síðan koma fyrir bjarnargildru nálægt hótelinu. Það var hugsanlegt, að björninn sneri aft- ur seinna. Þeir Ganga Til Móts VlÐ VETURINN Rob skýrði frá því, að nú væru ísbirnir komnir í nágrenni Churchills svo óyggj- andi væri. Þeir væru á sínu árlega ferða- lagi að sunnan og hefðu nú náð þetta langt. Þeir leggja af stað þegar í ágúst, þegar straumar og vindar hafa borið síð- ustu jakana á grynningar við suðvest- urströnd Hudson-flóa, og birnirnir neyð- ast til að ganga á land. Og þar sem ísbirnir geta ekki aflað sér fæðu úti á rúmsjó, því að til þess eru bæði selir og fiskar of góðir í sundi, hefja þeir þegar göngu sína með- fram ströndinni norður á bóginn. Þeir ganga til móts við veturinn til að geta sem fyrst hafið selaveiðar aftur á hinum nýja ís flóans. En einmitt á þessari leið er bær- inn Churchill og freistar dýranna með matarúrgangi. Rob hélt áfram: — Við reynum að bægja ísbjörnunum frá bænum meðal annars með því að brenna úrganginum og veiða ísbirni í gildrur og fljúga með þá til baka á þær slóðir, þaðan sem þeir komu. Það má segja, að hlutverk okkar sé að vernda menn og birni hvora fyrir öðrum. Við sendum við- varanir til skóla og heimila og hvetjum fólk til að fara að öllu með gát, svo að það lendi ekki í slysaskýrslum. En komi ein- hverjir birnir þrátt fyrir allar ráðstafanir inn í sjálfan bæinn, þá verðum við að hræða þá og reka burt með púðurskotum og flugeldum frá sérbyggðum bíl, sem við höfum til taks. En nú fóru tíðindin að gerast. ísbirnir brutust inn í orlofshús fyrir utan bæinn, og eigendurnir gerðu alls kyns ráðstaíanir í örvæntingu sinni til að bægja þeim á burt. Óð birna elti flugvirkja eftir flug- brautinni og náði af honum einkennishúf- unni, áður en honum tókst að bjarga sér á síðasta augnabliki með því að stinga sér undir flugvél, sem var að búast til brott- farar. Húsbóndinn á einu heimili varð að skjóta björn, sem var kominn hálfur inn um eldhúsgluggann til að ná í kalkúnssteik á eldavélinni. Börnin voru látin halda sig innanhúss. Og yfirleitt var fólk orðið mun varkárara. Áður en menn fóru úr húsi, stungu þeir fyrst höfðinu varlega út um dyrnar og skimuðu í allar áttir. Og á kvöldin forðaðist fólk dimma staði og kyrrstæða bíla, og jafnvel flautaði fólk og söng, þótt það hefði ekki verið í veitinga- húsi, áður en það fór fyrir húshorn. Um þessar mundir hófst einnig um- fangsmikil rannsóknarstarfsemi. Líffræð- ingur að nafni Roy Bukowsky veiddi ís- birni í gildrur, deyfði þá og markaði. Hann telur, að það séu um 600 ísbirnir á svæðinu vestan megin við Hudson-flóa, sem viti um góðgætið hjá Churchill. Það lítur út fyrir að hafi þeir einu sinni sem litlir bangsar bragðað hamborgara á haugunum hjá bænum, komi þeir þangað aftur og aftur, þegar þeir eru orðnir stórir. Hamfarir á SORPHAUGUNUM Nú var hægt að telja milli 10 og 20 ís- birni, sem stöðugt voru á haugunum, sem eru 12 km fyrir utan bæinn. Þar gat að líta furðulegar aðfarir. Yfirleitt halda ísbirnir sig í um hálfs kílómetra fjarlægð hver frá öörum, en þarna óðu þeir um sorphaugana í hópum. Þarna þýddi ekki að leita að konungi ís- hafsins. Þarna réði betlidrottningin. Það var feikistór birna með sviðnar augabrýr, og hún var svo feit, að hún dró vömbina eftir klístrugum óþverranum. Hún og tveir fullvaxnir húnar hennar vildu öllu ráða á staðnum og sýndu mikinn yfirgang. Þau hikuðu ekki við að rífa frá öðrum, það sem þeir höfðu fundið, ef þeim leizt vel á það. Tvisvar á dag kom sorphreinsunarbíll- inn að haugunum og losaði farm sinn. ís- birnir höfðu vanizt svo þessum „gjafartím- um“, að ef bíllinn var venju fremur seinn á ferðinni, þá kjöguðu þau, drottningin og bangsarnir hennar, eftir aðflutningsleið- inni og horfðu önug og óþolinmóð í áttina, sem bíllinn var væntanlegur úr. Það mun vera einsdæmi á okkar undar- legu jörð, að bær skuli efna til skoðunar- ferða fyrir ferðamenn á sorphaugana. En það á sér stað í Churchill. Á ísbjarnatím- anum er mikið um að vera á sorphaugun- um um helgar, þar sem alls kyns bílar ferðamanna og ísbirnir eru í hættulegri ringulreið. Þá virðast menn hafa gleymt hinu góða ráði á viðvörunarspjöldunum, „að hættulaus ísbjörn er ísbjörn, sem er langt í burtu". Foreldrar geta verið svo gálausir að fara út úr bíl sínum og skilja barn eftir í aftursætinu, meðan þau taka myndir fyrir fjölskyldualbúmið af húni að leik, þó að birnan sé ekki nema í 8 metra fjarlægð. Aðeins tvö stökk væru nóg fyrir stærsta rándýr jarðar á landi, og barnið væri orðið munaðarlaust. En Guð almátt- ugur heldur greinilega verndarhendi yfir hinum einföldu. Það eru 12 ár síðan maður var síðast drepinn í Churchill. Ég gat ekki annað en hugsað ýmislegt. Hvernig færi, ef birnirnir yrðu of margir á sorphaugunum, og eitthvað af þessum dýr- um, sem hvorki óttast bíla, menn né skot, héldu áfram inn í bæinn? Þess var ekki langt að bíða að ég fengi svar við þeirri spurningu. Með Slefandi Ginið í Glugganum Nokkrum dögum síðar brauzt ísbjörn inn í starfsmannahús spítalans í útjaðri bæjarins. En næturvörðurinn var nógu snarráður til að grípa þegar tvo potta og slá þeim saman, og hávaðinn nægði til þess að björninn lagði á flótta. En birnir eru vanaföst dýr. Það var hugsanlegt, að þessi björn kæmi aftur og ég fékk að gista í húsinu um nóttina. Og það var rétt til getið. Skömmu eftir mið- nætti næstu nótt birtist björninn á ný. Hann læddist á mjúkum loppunum kring- um bygginguna. Hann slettist áfram framhjá gildru án þess að líta við beitunni — rotnu selspiki. Hann braut nokkrar rúð- ur í miðstöðvarherberginu og hélt síðan áfram að aðaldyrum hússins, en þær höfðu verið treystar þann sama dag. Björninn reis upp á aftufæturna við dyrnar, og slefandi ginið birtist í dyra- glugganum. Fyrir innan stóð hin gerðar- lega ráðskona hússins í ljósrauðum nátt- slopp og miðaði með riffli mitt á milli grænna augna bjarnarins. En þegar hún ætlaði að fara að hleypa af, heyrðust drun- ur í vél og ískur í dekkjum. fsbjörninn skauzt burt inn í skógarþykkni þarna rétt hjá, og á næsta augnabliki stóð Rob Dean í dyrunum með skammbyssu. Nú var hann sannfærður um, að þessi björn væri lífs- hættulegur og myndi vafalaust koma enn einu sinni. Næstu nótt sat ég við hliðina á Rob í hinum sérstaklega útbúna jeppa hans. Bílnum hafði hann lagt gegnt íbúðarhús- inu. Ljósin voru slökkt, bílrúðan dregin niður og í gluggakarminum var 7 mm riff- ill. Yfir tindóttum útlínum grenitrjánna bylgjaðist hin græna slæða norðurljós- anna. Endurskinið flögraði draugalega út yfir freðmýrarnar. Bak við gluggatjöldin í upplýstri byggingunni gátum við séð sjúkl- inga og hjúkrunarkonur hraða sér milli eldhússins og sjónvarpsstofunnar. Annað veifið ýtti einhver gluggatjaldi til hliðar og kíkti út eins og til að fullvissa sig um, að Rob væri á sínum stað. Ég sagði Rob frá því lágum rómi, hvað mér fyndist um sorphaugana og spurði, hvort ísbirnirnir á þessu svæði væru ekki um það bil að breyta atferli sínu. — Það er staðreynd, að æ fleiri ísbjörn- um hefur orðið kunnugt um það lostæti, sem á boðstólum er í Churchill, og með tímanum getur þetta umsátur um bæinn breytzt á óheppilegan hátt. Ég held, en maður þorir varla að hafa orð á því, að viss, takmörkuð veiði undir eftirliti myndi vera gagnleg. Hún myndi halda stofninum í hæfilegri stærð og endurvekja hina eðli- legu styggð dýranna. Lausnin hlýtur að vera hirðing og rækt villidýranna, en ekki alfriðun af tilfinningaástæðum. Allt í einu sáum við þrjú ljósmerki frá anddyri hússins. Næturvörðurinn var að gefa merki. Björninn var á leiðinni. Ég leit á úrið. Klukkan var 2 mínútur yfir tvö. Rob mundaði riffilinn í bílglugganum. Björninn birtist eins og vofa rétt við gildr- una. Hann snuðraði og setti vinstri fram- löppina á járnrörið fremst í gildrunni. Við heyrðum greinilega, þegar klærnar struk- ust við málminn. Björninn lyfti bolnum. Ætlaði hann í gildruna? Nei, hann hætti við, kom niður á framfæturna aftur og tók nú stefnuna beint á okkur. Þegar björninn var i um 10 m fjarlægð, kvað við skot í næturhúminu. Björninn hentist til hliðar, tók nokkur stökk og hné síðan niður. I sama mund urðu norðurljósin óvenju skær. Ég leit upp til himins. Hátt yfir Churchill — heimsborg ísbjarnanna — drógu geislarnir upp mynd af birni, sem synti í áttina til Pólstjörnunnar. Myndin glitraði í nokkrar sekúndur og síðan leyst- ist hún upp. — SvÁ þýddi. Um höfundinn Ivar Silis, fæddur 1940 i Riga, en danskur ríkisborgari frá 1945, kom til Grænlands sem ungur verkfræöingur. Eftir aö hafa starfaö sem jarðeðlisfræðingur ( þrjú ár skipti hann á mælingatækjum og Ijósmyndavél og byssu og slóst i för meö grænlenzkum veiö- imönnum. í meira en áratug feröaöist hann vlöa um norðurslóöir og sérhæföi sig sem Ijósmyndari á heimskautssvæöum og sem fagmaöur í leiðöngrum. Silis hefur tekiö þátt I mörgum rannsóknaferöum varöandi dýralif á Grænlandi, í Kanada og á Svalþarða, og hef- ur búiö I mörg ár meðal eskimóa í Thule. Hann hefur tengzt noröurslóðum sterkum böndum og býr nú I Qaqortoq (Julianeháb) á Suöur-Grænlandi. Hann hefur skrifaö og myndskreytt bækur, en auk þess hafa ferða- pistlar hans ásamt myndum veriö birtir ( helztu timaritum heims svo sem I „Stern“ og „GEO“. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.