Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 13
MinningaR MorgunblaðsáruIVI EFTIR PÉTUR ÓLAFSSON MinmhgaR tootoUNBLADSÁHulVl hrin^nS^^‘ $*Thors m,dJa nótt Valtýr svarar tð saka fyrir frétt um sjóhemaðinn fásinninu á íslandi á kreppuárunum milli heimsstyrjaldanna beggja, þótti góð tilbreyting að fá í heimsókn á sumrin stór skemmtiferðaskip sem dvöld- ust hér dagstund eða tvær. Einnig komu stundum fræg skip, sem menn þekktu af afspurn, eins og skemmtisnekkja Hitlers, Aviso Grille, og um sama leyti stórt breskt beitiskip. Okkur blaðamönnum þótti fróðlegt að veita athygli áherslumuninum hjá Bretum og Þjóðverjum, er þeir voru að sýna okkur skip sín. Þjóðverjar voru einkum hrifnir af vopnabúnaði skipa sinna, einnig snekkj- unnar, þótt ætluð væri til skemmtiferða. En Bretar fóru með okkur svo að segja beint í eldhúsið til að sýna okkur að þeir færu vel með sjóliða sína. Oft siðar hefir mér komið þessi samanburður í hug. Eitt hinna stóru skemmtiferðaskipa sem oft komu hingað fyrir stríð var Atlants- hafsfarið Franconia, meira en tuttugu þúsund smálesta skip, með öllum þægind- um, jafnvel bíósölum, keppnisvöllum og vínbörum. Skip þetta var býsna ólíkt farþegaskipum okkar íslendinga, Gullfossi (hinum fyrsta) og Dronning Alexandrine, fimmtán sinnum smærri skipum en Franc- onia var. Viku eftir hernmámsdaginn lá Franc- onia skyndilega á ytri höfninni í Reykja- vík, ásamt systurskipi sínu, Lancaster. Með þessum skipum var sagt að komið hefðu 5—6 þúsund hermenn. Bretinn kom víða við í dagbók Alan Brookes, sem getið verður um síðar, segir á einum stað um veturinn 1940—41: „Hvern mánuð voru 40.000—50.000 hermenn og flugliðar, skipakostur var ekki til handa fleirum, sendir að heiman frá Englandi til her- stöðva víða um heim. Herbúðirnar voru furðu margar, í Norður-írlandi, á íslandi, Bermuda, í Vestur-Indíum, Gíbraltar og Möltu, Vestur- og Austur-Afríku, Eritreu, Abessiníu og Súdan, Egyptalandi, Palest- ínu, Sýrlandi, Kýpur, írak, Arabíu, Maur- itius, Indlandi, Ceylon og áður en Japanir komu í stríðið, Burma, Malaya, Borneo og Hong Kong fullkomnlega." Þegar litið er á alla þessa upptalningu verður kannske skiljanlegt hversvegna breska þjóðin varð ekki neitt sérstaklega uppnæm er henni bárust þau tíðindi að nýtt land væri komið í hópinn og breskt lið væri komið til íslands. Bretar litu varla upp þegar þeir heyrðu í útvarpinu að her þeirra hefði lagt undir sig ísland. Að því verður vikið nánar síðar. Bretar hafa um fullra tveggja alda skeið og gott betur haft mikil umsvif í heimin- um. Fræg er lýsing þýska heimspekingsins Hegel á Bretum á þessa leið: „Líf þeirra byggist á verslun og iðnaði og þeir hafa axlað þá byrði að vera boðberar menning- ar i heiminum. Verslunaráhugi þeirra er með þeim hætti að þeir þjóta yfir lönd og höf til að taka upp tengsl við menning- arsnauðar þjóðir, búa til vöruskort hjá , Ein orrustan sem Bretar voru um það bil að tapa, kannski sú mikiivægasta, var orrustan um Atlantshafíð. í þeirri orrustu kemur ís- land við sögu og hafði að vissu leyti úrslita- áhrif. þeim, örva framtak og koma á þjóðfé- lagsskipan svo verslun fái þrifist, þ.e. að lagalaust ofbeldi takist af, eignarétturinn verði virtur og ókunnugum sýnd kurteisi." Þessi ummæli Hegels leiddu til þess að farið var að kalla Breta „þjóð búðarkarla". Einmitt um sama leyti og lýsing Hegels birtist lögðu breskir þegnar leið sína til fslands, eins og sagt er frá á einum stað (dr. Jón Helgason, prófessor, í greininni „fslensk handrit í British Museum"). Jón segir að til sé í einu handriti „til að mynda tillaga samin árið 1801 að Bretar leggi undir sig fsland. Höfundur nafngreinir sig ekki en kveðst hafa komið til þessa lands 1772, og er þá sýnt að þetta er Sir Joseph Banks. Hann segir að sér hafi virst sem öllu fólki á fsiandi vegni illa og spáir að það mundi þegið að hafa húsbóndaskipti. Ef þangað væru sendir 500 menn með fá- einar byssur muni þeir geta lagt undir sig landið fyrirhafnarlaust og telur hann þetta mundu vera hyggilega ráðstöfun." „Hyggileg ráðstöfun,“ segir Sir Joseph Banks í maí 1940 þóttist breska stjórnin sjá ástæðu til að senda „fáeinar byssur" til íslands. í raun var þá að hefjast tímabil í sögu bresku þjóðarinnar, sem þeir kalla sjálfir „their finest hour“ — sína fegurstu stund. Fegursta stundin hófst með varn- arsigri bresku Hurricane- og Spitfire- flugvélanna í loftbardögum við þýskar Messerschmitt-flugvélar yfir Englandi í september 1940. Síðan komu ótal orrustur, sem þeir töpuðu áður en þeir unnu stríðið. Ein orrustan sem þeir voru um það bil að tapa, kannske sú mikilvægasta, var orrust- an um Atlantshafið. f þeirri orrustu kem- ur ísland við sögu og hafði að vissu leyti úrslitaáhrif. Mig langar til, í þessari upp- rifjun, að sýna grimmdina í sjóhernaðin- um með því að prenta hér orðrétta frétt, sem birtist á aðalfréttasíðu Morgunblaðs- ins haustið 1941: Mbl. 16. september 1941 „Nokkrir skipbrotsmenn úr skipaflota, sem varð fyrir árás kafbáta í Norður- Atlantshafi, hafa dvalist hér í Reykjavík. Tíðindamaður blaðsins átti tal við einn þeirra sem skýrir svo frá að búið hafi verið að sökkva 19 skipum af 64 í skipaflotanum er skipið, sem hann var á, varð fyrir tund- urskeyti. Kafbátaárásin hafði þá staðið í tvær nætur. Frásögn skipbrotsmannsins, sem er ung sænsk stúlka, er í stórum dráttum þessi: Skipaflotinn hafði verið á siglingu í nokkra daga, þegar aðvörun kom um að kafbátar væru í grennd. Við höfðum áður breytt um stefnu, e.t.v. til að komast fram- hjá kafbátunum. En um nóttina hófst at- gangurinn. Tunglskin var bjart. Allt í einu heyrðum við hvell og við sáum strók standa upp úr einu skipanna. í fyrstu héldum við að hér væru aðeins einn eða tveir kafbátar á ferð. En nú sáum við skip stingast á kaf bæði á bakborða og stjórnborða. Um leið gaus upp strókur langt aftur í skipaflotanum. Kaf- bátarnir hljóta þvi að hafa verið margir. Við sáum aldrei neina kafbáta. Þeir virðast hafa komið upp í miðjum skipaflotanum. Nokkrar flugvélar, senni- lega breskar, komu á vettvang og vörpuðu niður rauðum blysum. Munu blysin hafa átt að leiðbeina herskipunum, sem skipa- lestinni fylgdu, hvar kafbátarnir lægju í leyni, því skipin hófu strax harða skothríð, þar sem blysin komu niður. Einnig vörp- uðu þau í sífellu djúpsprengjum. Það sem þarna gerðist var hræðilegt. Sum skipin sukku með allri áhöfn. Eitt skipið var hlaðið járnmálmi. Það sökk um leið og það var hæft. Olíuflutningaskip sprungu í loft upp og lýstu upp himinhvolfið. Þau urðu samstundis alelda stafna í milli. Næsta dag var hlé. Nóttina eftir héldu árásirnar áfram. Við óttuðumst að röðin kæmi þá að okkur. Þegar skip okkar var hæft, fannst mér það næstum eins og léttir, eftir að hafa heyrt ópin frá hinum skipunum. Það var ægilegt. Farmur okkar var timbur. Hefði farm- urinn verið annað, er ekki líklegt að nokk- ur okkar hefði bjargast. Við komumst öll nema sex í bátana. Þessir sex munu hafa farist í sprengingunni. Með okkur var ung- ur maður, sem bjargast hafði tvisvar áður af skipum sem skotin voru í kaf. Nú er hann víst búinn að fá nóg. Það var greini- legt að ekki var hann bráðfeigur. Þungir bitar féllu á báðar hliðar honum og mynd- uðu hlið, sem hann gat gengið í gegnum. Með okkur var einnig danskur piltur. Hann hafði dreymt, áður en við lögðum af stað, að hann myndi farast með þeim hætti að hann yrði kraminn. Hann hló að draumnum. Þegar tundurskeytið hæfði skipið var hann aftur á hjá timburhlaðan- um. Ég var stödd í messunni, áður en skeytið hitti. Skipskötturinn lét þar fara vel um sig. Ekkert hugboð hafði hann fengið, því hann sýndi engin merki um að sér væri órótt. Skipið sem stúlkan var á var sænskt, en í þjónustu Breta. Aðeins einu sinni áður hafði það orðið fyrir árás. Þá var það í förum milli Spánar og Englands. Þýskar flugvélar gerðu árás á skipið og 10—20 önnur skip í sömu skipalest. Engin LESBOK MORGUNBLAÐSINS 21. JANUAR 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.