Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 6
í báða lófa. Hann hætti og fór heim. Ég spurði hann, hvað hefði eiginlega verið að, og hann svar- aði: — „Fólk hefur ekki einu sinni tíma til að tala saman í vinnunni hérna." Annað dettur mér í hug, sem háð hefur mörgum landanum hér. Ef þeim fellur ekki eitt eða annað hjá atvinnurekandanum, byrja þeir strax að brúka kjaft eða leggja jafnvel niður vinnu. Þeir eru vanir því heima að geta gengið í vinnu annars staðar hvenær sem þeim hentar aftur. Þetta komast menn ekki upp með hér. Þeir verða að gjöra svo vel að standa sig og ekkert múð- ur. Framboðið af vinnukrafti er miklu meira en nóg. Þetta er svolítill þröskuldur fyrir íslend- ingana, sem hingað leita. Þeir halda, að þeir slái alls staðar i gegn, og þeim standi allar dyr opnar.“ — „Þú nefndir atvinnuleysi áð- an. Veist þú um einhverja íslend- inga, sem ganga atvinnulausir hér?“ — „Nei, þeir eru yfirleitt dug- legir til vinnu og koma sér vel. Atvinnurekandi, sem auglýsir eftir starfsfólki og fær hundrað umsóknir, velur Evrópumenn, ef þeir eru meðal umsækjenda, áð- ur en hann ræður menn af öðr- um kynstofnum. Þetta myndi sjálfsagt flokkast undir kyn- þáttahatur heima, en staðreynd- in er bara sú, að Evrópubúarnir eru miklu betri vinnukraftur. Hins vegar höfum við tekið eftir því nokkur undanfarin ár, að ungt fólk að heiman kemur hing- að á heimsóknarpappírum og hefur í hyggju að dvelja hér um stundarsakir. Margt af því snýr ekki heim aftur. Það vill fremur dvelja hér ólöglega og vinna fyrir negrakaupi en hverfa aftur heim. Þetta segir sína sögu.“ — „Þú nefndir áðan mann- sæmandi laun. Hvað áttir þú við með því?“ — „Einu sinni, þegar ég kom í heimsókn til íslands, hitti ég Guðmund J. Guðmundsson, öðru nafni Jaka. Hann sagði við mig: — „Baddi minn, segðu mér í trúnaði, hvernig hefurðu það fjárhagslega þarna úti?“ Og ég svaraði: „Af daglaunum lifi ég alveg eins og kóngur." Þá and- varpaði hann og sagði: „Það er meira en hægt er að segja hér.“ SMÁBORGARINN Er í FARANGRINUM — „Hafið þið hugmynd um, hversu margir íslendingar eru bú- settir hér í San Francisco og ná- grenni?" — „Ég tel, að hérna muni búa um þrjúhundruð íslendingar." — „Er íslendingafélag starf- andi hér?“ — „Sei, sei, jú. Og nafnið tign- arlegt, The Icelandic American Association of North California. Við höldum jólaball fyrir börnin um áramót, blótum að sjálfsögðu þorra og svo er útiskemmtun eða „picnic“ á sumrin." — „Stundum hefur maður heyrt að illa gangi að fá íslendinga til að starfa saman í félögum sem þess- um.' Hvernig gengur það hér?“ — „Drottinn minn. Þar snert- ir þú helauman blett, feimnis- mál, sem íslendingar hvorki vilja heyra né sjá á prenti. Okkur þykir nefnilega gott að heyra, að við séum duglegir, gestrisnir, gáfaðir, bókmennta- hneigðir og þar fram eftir götun- um. Að landið okkar sé dásam- lega hreint og fagurt. Ef okkur hins vegar er sagður sannleik- urinn umbúðalaust, förum við í fýlu. Svo þegar við komum til útlanda má þekkja okkur í mílu- fjarlægð úr hópi annarra, því að við flytjum smáborgarann með okkur hvert sem við förum. Þessi skrattakollur fylgir okkur nefni- lega og snýr ekki heim aftur fyrr en eftir þrjátíu ár.“ — „Heyrðu, þetta er nú að verða einum of gróft. Eigum við ekki að sleppa þessu?“ — „Nei, við skulum hafa þetta með. Okkur íslendingum er nefnilega í blóð borið að vera stöðugt með nöldur og aðfinnsl- ur út af öllum sköpuðum hlutum. Þetta er landlægur ósiður. Af þessu hljótast vandræðin, sem ég er að tala um í sambandi við stjórnir íslendingafélaganna. Það gefast allir upp á þessu nagi og naggi. Sumir segja þetta merki um sjálfstæði, en ég kalla það smáborgarahátt. Þetta er merki um veikleika en ekki styrkleika. Mér var t.d. sagt, að íslendingafélagið í New York hefði ætlað að halda útiskemmt- un eða „picnic" hinn 17. júní í ár. Því miður náðist ekki samstaða í stjórninni um hvar útiskemmt- unin skyldi haldin, svo að hún féll niður. Þetta er eitt dæmið. Og öðru man ég eftir. fslend- ingafélagið í Los Angeles hafði lengi reynt það sem Islendinga- félögin í Kanada höfðu gert árum saman, að leigia flugvél og fara í hópferð til íslands. Illa gekk að ná samstöðu um þetta mál eins og önnur, en það hafðist að lokum. Ég var í siglingum þegar þetta gerðist en hafði af því spurnir, þegar ég kom í land. Hringdi í formanninn, og bað hann um að skrifa mig á farþegalistann. — „Því miður, Baddi minn,“ sagði hann, — „það eru nú þegar 25 manns á biðlista, þú kemst aldrei með.“ Svo kom að því að flugfélagið fór fram á smávægi- lega innborgun á fargjaldið. Tveir af hundraði sendu greiðsl- una, og þar með féll ferðin niður.“ — „Hefurðu nokkurn tíma velt því fyrir þér, hver sé munurinn á Islendingum í Kanada og fslend- ingum hér í Kaliforníu, hvað þetta varðar?“ — „Já, ég hef einmitt oft gert það. Ég held, að munurinn sé sá, að til Kanada fluttist fólkið af hreinni neyð á sínum tíma. Vegna þess að það átti engra annarra kosta völ. Það syrgði föðurlandið og mótaði líf sitt í annarri heimsálfu í anda þeirra lifnaðarhátta sem það þekkti. Við, sem hérna búum, fluttumst hins vegar hingað af fúsum og frjálsum vilja. Við grátum ekki það sem við höfum misst, en höf- um kosið að aölaga okkur þeim lífsmáta sem hér ríkir." Þau segjast ekki þurfa að fara í heimsókn til íslands. Síðan for- eldrar beggja féllu frá hafa þau engan fastan punkt að hverfa að þar. Að dvelja heima á íslandi í hálfan mánuð og þiggja fjögur til fimm heimboð á hverjum degi er strangasta púl. Hins vegar hefur heimili þeirra ætíð staðið opið vinum og venslafólki að heiman, enda hafa margir komið og dvalið um lengri eða skemmri tíma. Ungur bíómiðaokrari Mig grunar, að Baddi lumi á nokkrum gömlum og góðum prakkarasögum og sting upp á því við hann, að við bregðum okkur um stund aftur í tímann og rifjum einhverjar þeirra upp. Þegar stríðið braust út var Baddi tíu ára. Eins og hressra stráka er siður átti hann sér pláss í miðbænum í Reykjavík, þar sem hann stóð í öllum veðr- um og seldi dagblöð. Gróðavon dagsins var kannski túkall, ef hart var barist. Hvert sem litið var mátti sjá hermenn, og þegar líða tók á daginn flykktust pí- Jólatilboö Bílaleigu Flugleiða er ekki af lakara taginu: 50% afsláttur af daggjaldi og kílómetragjaldi. Lágmarksleiga er 3 sólarhringar. Bíltegund Daggjald Gjald pr/km Söluskattur Golf 275 kr. 2,75 kr. ekki innifalinn Jetta 350 kr. 3,50 kr. ekki innifalinn Mitsubishi 4WD 487 kr. 4,87 kr. ekki innifalinn Allar nánari upplýsingar í síma 21190. FLUGLEIDIR ^ BÍLALEIGA urnar í bæinn til að ná sér í dáta. Skemmtistaðir bæjarins voru ekki margir, en kvikmyndahúsin þrjú urðu vinsælir samkomu- staðir. Þar var þó rökkur og hægt að verða sér úti um einn og einn koss og smávegis kelerí, ef heppnin var með. Venjulega seldist upp á allar bíósýningar í bænum á hálftíma. Þar sem Baddi var sprækur strákur komst hann fljótt á spenann með að kaupa bíómiða og selja aftur á svörtum mark- aði. Hann gerðist sem sé bíó- miðaokrari. Miðinn kostaði tvær og tíu, en þegar nýjar myndir voru sýndar var hægt að selja miðann á tuttugu og fimmkall. Gangverðið fyrstu dagana var þó yfirleitt fimmtán krónur. Þegar ösin fór að minna, tíkall. Bis- nessinn var orðinn lélegur þegar miðaverðið var komið í sjö og fimmtíu. Bíómiðaokrarinn ungi rakaði saman fé. Varð peningagræðgin brátt svo mikil, að ef miðarnir seldust fyrir sjö og fimmtíu, reif hann þá fyrir framan nefið á kaupandanum fremur en selja þá á lækkuðu verði. Stundum hafði hann gamla miða til að rífa; lét kaupandann standa í þeirri trú að þeir giltu á næstu sýningu. Algengt var, að biðin við miðasöluna væri fjórar klukkustundir, og miðarnir voru skammtaðir, fjórir á mann. Okrararnir ungu höfðu því mannskap í vinnu fyrir sig, aðra krakka, sem stóðu í röðinni og keyptu miða. Fyrir að standa í röðinni var borgað smotterí. — „En ég veit ekki, hversu hollt þetta peningaflóð var fyrir strákling eins og mig,“ segir Baddi og glottir. „En þessa atvinnugrein stundaði ég í nokk- ur ár, eða þangað til henni lauk með nokkuð undarlegum hætti, sem enginn sá fyrir.“ Hann var staddur fyrir utan Gamla bíó, var að selja á fimm- sýningu og bisnessinn tregur. Verðið var fallið í sjö og fimm- tíu, og töluvert eftir að óseldum miðum. Skapið var ekki allt of gott. Skyndilega birti upp. Að kvikmyndahúsinu renndi þessi líka fína límúsína og út úr henni snaraði sér glæsimenni mikið með hatt eins og Ólafur Thors, og hvorki meira né minna en tvær fegurðardísir sér við hlið. Glæsimennið vildi fá miða, helst á balkon fyrir miðju. Jú, þeir voru til. Þrjá miða, skrifa þá, gjöra svo vel. Bíómiðaokrarinn starði á greifann. Enginn hafði beðið um bíómiða upp á krít hjá honum fyrr. Hér er ekkert skrifað, sagði hann, einungis kontant greiðsl- ur. Greifinn stakk höndunum í vasana, þandi brjóstið og kerrti hnakkann. Sagðist vera lög- fræðinemi, hvorki meira né minna, og af góðum ættum að auki. Væri ekki með peninga á sér sem stæði, en skyldi gera miðana upp á veitingastofu VR í Vonarstræti klukkan átta þá um kvöldið. Bíómiðaokrarinn hugs- aði sig um, en ákvað svo að treysta þessum ábúðarmikla menntamanni. Klukkan var orð- in fimm hvort eð var, og lítil von um meiri sölu á sýninguna, sem var að hefjast. Klukkan átta var hann mætt- ur á veitingastofuna hjá VR til að fá uppgert. Var honum tekið með kostum og kynjum einsog manni, sem kominn væri til að gera meiriháttar samning. Sett- ur í mjúkan stól og honum borið glas sem í var viskí og sódi. And- rúmsloftið var þægilegt. Hann naut þess að vera skyndilega orðinn mikill maður í hópi fínna vina. Þarna bragðaði hann áfengi í fyrsta sinn og lævísi, gamli Bakkus greip hann sam- stundis heljartökum. Þá var hann fimmtán ára gamall og komst ekki aftur upp að Gamla bíói um kvöldið til að selja mið- ana, sem hann átti á níusýning- una. Niðurlag í næsta blaði. Krislín Sveinsdóttir er húsmóðir í Keykjavík. Hún hefur áður skrifað greinar og viðtöl, sem birst hafa í Les- bók. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.