Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Qupperneq 2
Víkingaskipin voru tækniundur síns tíma. íslendingur, sem horfir á þau í söfnum í Osló og Hróarskeldu, finnur til stolts og gleði yfir þessum tunglferjum síns tíma EFTIR MATTHÍAS JOHANNESSEN I Vesturferðir á skinnpjötlum Öll afrek hefjast með ferðalagi í hugskoti manna með skáldlega sýn. Þannig var Einar Benediktsson farinn að yrkja um afstæðiskenninguna, áður en hann þekkti kjarnann í kenningum Einsteins, ef hann hefur þá nokkurn tíma kynnzt honum eða heyrt kenninga hans getið. Kannski fékk hann af- stæðiskenninguna frá Poe, einhvern tíma minnir mig Kristján Karlsson benda mér á þann möguleika. Hvað sem því líður fóru afkomendur forfeðra okkar, víkinganna, vestur um haf á bókum. Þær eru jafn- góður farkostur og hvað annað. Víkingunum var í blóð borið að sjást um eins og segir í Karlamagnús sögu. Og þeir herbergðust sæmilega vestra, ef draga má ályktanir af skrifuðum heimildum, þar sem fjall- að er um farlengd þeirra svo að enn sé vísað til sögu Karls mikla. En að honum komum við síðar í smælki þessu. Víkingarnir fóru ekki til Ameríku, hefur verið sagt fullum fetum, því að mönnum er einkar lagið að flækja einföldustu hluti; jafnvel — og kannski ekki sízt — fræðimönnum. Samt eru til nákvæmar frá- sagnir af ferðum þeirra, ættaðar frá þeim sem þátt tóku í þeim. Fornminjar hafa staðfest ævintýri þeirra og það eiga fleiri landskikar eftir að koma við sögu en tóttaþorpið í L’Anse aux meadows á norður- hluta Nýfundnalands. Longfellow, bandaríska þjóð- skáldið á síðustu öld, og fleiri unnendur fornrar norrænnar menningar vestur í Boston voru í engum vafa um vesturfarir víkinga og búsetu þeirra. Þeir þóttust vita að víkingar hefðu verið á ferð í Nýja Englandi og skrifuðu margt og mikið um búsetu þeirra þar. Fullyrtu m.a. að rjóðrið í Norumbega utan við Boston bæri nafn Noregs. Reistu þar því merkilegt minnismerki víkingum til heiðurs. En aðr- ir hafa dregið ályktanir þeirra í efa. II Frá einni hugmynd til annarrar Víkingar áttu uppruna sinn í Víkinni í Noregi. Þaðan fóru þeir í víking eins og margsagt er frá í Haralds sögu hárfagra og víðar en tóku sig svo upp og fóru um allar trissur, eins og heimildir herma. Þorpagrundir þeirra voru ekki einungis Norðurlönd og Bretlandseyjar, heldur víðlend lönd önnur í austri og vestri. Því hefur verið haldið fram að aðalástæð- an til þess landnámsmenn lögðust út á íslandi hafi verið skattpíning Haralds konungs. Hann var öðrum mönnum klókari í þeim efnum og seldi farmönnum jafnvel sjófararleyfi. Snorri segir að hann hafi svipt andstæðinga sína óðalsrétti, en raunar hófst land- nám Norðmanna og annarra víkinga fyrir daga hins hárfagra konungs. Sumir eru þess fullvissir að vík- ingar dragi nafn sitt af Víkinni við Osló. En um það er deilt eins og annað. Um uppruna orðsins eru til margar tilgátur fræðimanna. Víkingar skrifuðu sögu sína með skipum. Síðan tóku rithöfundar við og skráðu hana á bækur. Þetta fólk var ekki að flækja einfalda hluti og Grænlend- inga saga hefur reynzt pottþéttari heimild en nokk- urn óraði fyrir, áður en uppgröfturinn hófst á Ný- fundnalandi. Kort Sigurðar Stefánssonar frá því um 1590 er mikilvæg staðfesting á Grænlendinga sögu og öðrum heimildum um vesturfarir víkinga og á því er m.a. sýnt vinlandið á Nýfundnalandi. Það er ekki einsdæmi. Víkingar fundu hagkvæmustu — og þar með stytztu leiðina til Ameríku, skipið. Víkingaskipin voru tækniundur síns tíma. íslendingur, sem horfir á þau í söfnum í Osló og Hróarskeldu, finnur til stolts og gleði yfir þessum tunglferjum síns tíma. Jafnvel Rómverjar gátu ekki keppt við víkingana í þessum efnum og þó var þeim ekki eiginlegt að kunna stolti sínu og metnaði hóf. Heimsveldi þeirra náði þangað sem úthafið tók við. En þar hófst veldi víkinga og þeir sigldu inn í vitundarheim Kólumbus- ar á Grænlendinga sögu, kortum og munnlegum heimildum. Fáar heimildir eru þó traustari en hugmyndir sem ferðast frá einum manni til annars; ekkert ferðalag jafn heillandi. Þess vegna tölum við um Leif heppna og Kólumbus í sömu andrá. III Tungan traustasta heimildin Víkingarnir hafa vafalaust tekið marga þræla og annað fólk á írlandi, Skotlandi, Hjaltlandi og Orkneyjum með sér til íslands, eins og heimildir nefna, og enginn vafi er á því, að keltneskur dropi er í blóði okkar. En nú er svo komið, að beztu menn eru farnir að tala um okkur sem íra; fjöðrin er orðin að hænunni. Enn eitt dæmi um, að einfaldur hlutur er vafinn inn í flóknar umbúðir. „Ég heyrði t.d. greint frá því á dögunum,“ segir Guðmundur Magnússon í grein í Morgunblaðinu 28. jan. sl. að í skóla einum þar sem notað var kennsluefni skólarannsóknadeildar um landnám íslands í 4. bekk hefur kennari enn ekki séð ástæðu til að fjalla um neitt annað í sögu landnáms- aldar en getgátur um dvöl Papa hér á landi, en sú frásögn tekur líka blaðsíðu í ritinu." Norðmenn nú og áður eru ekki sama þjóðin, þeir hafa m.a. glatað tungu sinni. En frændur okkar á fyrrnefndum eyjum glötuðu ekki norrænni tungu fyrr en á 18. öld. írar nú og áður eru ekki heldur sama þjóðin. En við íslendingar tölum enn tungu víkinga, þótt sumt hafi breyzt í framburði. Þó berum við gæfu til þess, að hvert mannsbarn á íslandi getur ennþá lesið fornar íslenzkar bókmenntir með nútímastafsetn- ingu og skýringum. Tunga okkar er norræn. Hún var ekki einungis töluð í Noregi, heldur um öll Norður- lönd. írar eða keltneskt fólk annars staðar hefur aftur á móti aldrei talað íslenzku. Ef íslendingar væru ekki norrænir, heldur keltar, töluðu þeir keltn- eska tungu eins og Melkorka, sem er raunar ómála framan af Laxdælu, en ekki íslenzku eins og raun ber vitni. Þarf frekari vitna við? Þeir, sem láta móð- ann mása um að við séum keltar afsanna það jafnóð- um með því að masa á norrænni tungu. Allar skýr- ingar á yfirstétt og þrælum eru síðari tíma flækjur um einfalt mál. Enskan í Norður-Ameríku og Ástr- alíu og spænskan í Suður-Ameríku segja alla söguna um uppruna landnemanna í þessum löndum, þó að mörg þjóðarbrot komi þar við sögu. Keltneska hefur aldrei verið tunga fjölmennis á íslandi. Hitt er ann- að mál, að írskan skildi eftir nokkur orð í íslenzku, t.a.m. bagall, gjalt, kapall, tarfur, brekán og fjarg- viðrast, e.t.v. komið úr fjalk, sem mun merkja reiði á keltnesku. En við skulum ekki vera að fjargviðrast um það. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.