Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 10
Verður
meistaraverki
Leonardos
bjargað?
vopnageymslu og sem hesthús. Franskir
hermenn grýttu postula Krists og klifruðu
jafnvel upp í stiga til að klóra úr þeim
augun.
Þessi misþyrming varð til þess að enn
var farið að gera við og mála yfir og hélt
því áfram fram á þessa öld.
1943 féll sprengja bandamanna rétt við
matsalinn. Kraftaverk mátti kallast að
veggurinn stóð uppi, en hann hafði verið
varinn sandpokum. En hefði sprengjan
fallið einum metra nær, væri myndin lík-
lega glötuð. Faðir Angelo Caccin, núver-
andi ábóti Svartmunkanna, segir:
„Sprengjan var gáfaðri en rnenn."
Þótt matsalurinn hafi verið endurreist-
ur, gengur maður ekki óttalaus inn í hann.
Nútímalíf ógnar ennþá Síðustu kvöldmál-
tíðinni. Mengað andrúmsloft Milanó
óhreinkar og tærir myndina. Rakabreyt-
ingar hrjá vegginn. Myglusveppir vaxa á
leifum gamallar málningar. Við tökum
undir orð Caccins: „Síðasta kvöldmáltíðin
er þýðingarmesti deyjandi hluturinn í
heiminum."
En eins og læknar, sem ógjarna vilja
láta sjúkling sinn deyja, veitum við nú
inni var ein slík í hverjum matsal klaustr-
anna. Hvað varð þess valdandi að svo nýj-
ungagjarn maður sem Leonardo málaði
eina enn? Eitt er að verkið gaf honum
tækifæri til að reyna við viðfangsefni, sem
hann hafði áhuga á.
Takið eftir að þetta er fyrsta Síðasta
kvöldmáltíðin, þar sem Kristur er alveg
einangraður. Venjulega hvílir hinn sérlega
elskaði postuli, Jóhannes, höfuðið á öxl eða
í kjöltu Krists. Kristur Leonardos er um-
lukinn einmanaleika, sem er ef til vill í ætt
við einangrun hins skapandi snillings.
Leonardo hreifst líka greinilega af því
að fá tækifæri til að rannsaka sviksemina.
Myndin greinir frá því augnabliki, er
Kristur segir að einhver þarna inni muni
svíkja hann. Leonardo langaði til að sýna
viðbrögð 12 manna við þessari fullyrðingu.
Sérhver spyr því sjálfan sig hvort hann sé
svikarinn. Sálfræðilega er myndin há-
þróuð. Hún er ekki leikræn. Harmleikur-
inn er allur fólginn í persónunum. Viðgerð
okkar er nú byrjuð að afhjúpa þennan
innri harmleik.
Við erum heppin. Við getum notfært
okkur margskonar nýja tækni og eins og
lokaviðnám. Við reynum raunverulega við-
gerð og erum aðallega styrktir af Olivetti-
fyrirtækinu. Við verðum að viðurkenna að
mikið af meistaraverki Leonardos er al-
gjörlega glatað. Okkur langar til að bjarga
því, sem eftir er af frummyndinni með því
að má í burtu yfirmálningu og óhreinindi.
Jafnvel þótt það kosti að við glötum ein-
hverju af því sem nú sést.
„Síðasta kvöldmáltíðin er ekki lengur
til,“ hefur einn sérfræðingurinn sagt. „Það
er betra að hafa ofurlítið af Leonardo
heldur en alla Síðustu kvöldmáltíðina."
Einmana Kristur í
hópi lærisveinanna
Jafnvel þótt miklu af myndinni hafi ver-
ið breytt, birtist þó mikilleiki sköpunar-
verks Leonardos á þessum sérstaka vegg í
Santa Maria della Grazie. Leonardo var
meistari fjarvíddarinnar. Hann kom því
svo fyrir að loftið í Síðustu kvöldmáltíð-
inni, borðdúkurinn og hæð persónanna var
sú, að öllum í matsalnum fannst þeir sitja
til borðs með Kristi og lærisveinunum.
Á tímum endurreisnarinnar var vinsælt
að mála „síðustu kvöldmáltíðir". í raun-
annig lítur það út að
utan dominikanaklaustrið Santa Maria
della Grazie í Mílanó, sem sá frægi
arkitekt Bramante teiknaði. Og til að
kóróna verkið, var Leonardo da Vinci
fenginn til að mála mynd af hinni heil-
ögu kvöldmáltíð á einn vegginn.
læknar með deyjandi sjúkling í höndunum,
getum við notað hana til gaumgæfilegra
rannsókna á Siðustu kvöldmáltíðinni.
Þessa rannsókn hóf fyrirrennari minn,
Franco Russoli, snemma á áttunda ára-
tugnum. 1977 lést hann skyndilega af
hjartaslagi. Þegar ég kom á vettvang frá
fyrri stöðu minni í Róm, var veggurinn
enn svo dökkur og óhreinn að stórir hlutar
myndarinnar voru næstum ósýnilegir. Enn
hefur dr. Brambilla aðeins lokið litlum
hluta af hreinsuninni.
Ég var, og er enn, steinhissa á meðferð-
inni á myndinni. Ekkert var gert til að
verja hana fyrir raka og mengun. Meira að
segja var miðstöðvarhitinn þá aðeins hafð-
ur á yfir daginn. Þetta olli gífurlegum
hitasveiflum daglega, þegar hitinn kom
eða fór.
Á Ítalíu er skriffinnskukerfi, sem hægir
á öllum framkvæmdum. Fyrirtæki mitt
ber einungis ábyrgð á myndinni sjálfri.
Aðrir umsjónarmenn bera ábyrgð á veggn-
um, sem hún er máluð á, og hitakerfinu í
matsalnum. Oft tekur langan tíma að fá
alla til að fallast á hvað gera skuli.
Samt sem áður höfum við hafist handa.
Efnafræðileg rannsókn á Síðustu kvöld-
máltíðinni er vel á veg komin. Við ætlum
að reyna að komast að öllum mögulegum
orsökum að skemmdum hennar.
Með háþróaða
tækni að vopni
Forgangsverkefni okkar er að lýsa
myndinni og umhverfi hennar á strangvís-
indalegan hátt og koma okkur upp stað-
reyndabanka jafnt fyrir nútíð og framtíð.
Við höfum útvegað þrívíddarmyndavél,
en slíkt tæki nota kortagerðarmenn við
kortagerð úr lofti, og hyggjumst með því
gera n.k. upphleypt kort af málningunni á
veggnum.
Með því að nota bergmálsmæli höfum
við gert þverskurð af þykkt veggjarins á
200.000 mismunandi stöðum. Við getum
greint þykktarmismun allt niður í tíunda
hluta millimetra. Þannig getum við fundið
smáholur og uppgötvum með því móti
staði, þar sem grunnmálningin er horfin
og aðeins ber múrinn eftir.
Með loftrakamælum, innrauðum
myndavélum og rafeindanemum höfum
við gert nákvæma hita- og rakauppdrætti.
Við vonum að ný tækni, sem getur numið
geislavirka ísótópa, geti fundið hvort raki
er á milli málningar, grunnmálningar og
múrverksins.
Við höfum beitt röntgen- og útfjólu-
bláum geislum til að greina steinefnin í
litum Leonardos. Segja má að með því
móti uppgötvum við hvaða tækni hann
beitti við listsköpunina. Spyrja má t.d.
hvort hann notaði fjólublátt eða blátt til
að ná vissum skuggum. Hafi hann notað
blátt, má rannsaka hvers konar blátt.
Þessi tækni hjálpar okkur til að ákvarða
hvaða hluti málníngar er Leonardos. Sum
steinefni voru t.d. ekki notuð í litarefni á
dögum hans.
Hverju erum við svo nær?
Eitt er það að við vitum nú með vissu að
veggurinn er ekki allur jafnþykkur. Þykkt-
in leikur á 35—40 sentimetrum. Miðað við
hæð er þetta mjög þunnur veggur.
Við höfum komist að því að þessi veggur
er mjög næmur fyrir hitabreytingum. Að
baki hans er lítill salur og hitamismunur
milli hans og matsalarins getur valdið því
að veggurinn hreyfist svo nemur broti úr
millimetra. Þessir örlitlu jarðskjálftar
geta valdið því að málningin flagnar af.
Rakamismunur milli salanna er alveg
jafn skaðsamlegur. Gljúpur veggurinn
hleypir rakanum fram og aftur milli sal-
anna. Þannig getur rakinn þést á mynd-
inni. Örsmáir vatnsdropar geta skilið eftir
sig leifar á yfirborðinu, þegar þeir gufa
upp.
Við verðum líka vör við miklar hita- og
rakasveiflur, þegar stórir ferðamannahóp-
ar koma og fara. Ferðamenn bera líka með
sér örverur og óhreinindi á skónum. Okkur
er ljóst, að við þörfnumst nú mjög full-
kominnar loftræstingar í salnum.
T
íkt og á dögum Lcon-
ardos fyrir 500 árum, flykkist fólk í
klaustrið Santa Maria delle Grazie til
að sjá hina frægu kvöldmáltíðarmynd.
Vegna viðgerðarinnar standa nú vinnu-
pallar framan við myndina.
Jafnvel þótt enn sé ekki búið að hreinsa
nema einn þriðja hluta Síðustu kvöldmál-
tiðarinnar, hefur dr. Brambilla þegar gert
margar undraverðar uppgötvanir.
Drungalegir litir hafa vikið fyrir djörf-
um og skínandi litum Leonardos. Fíngerð
smáatriði koma í ljós á hlutunum á borð-
inu og veggskreytingunni umhverfis
myndina. En áhrifamestu breytingarnar
eru samt á postulunum.
Viku að hreinsa blett
á stærð við frímerki
Nef Símonar virðist vera mun minna en
við héldum og skeggið skagar ekki eins
langt fram og áður var álitið. Nú kemur í
ljós að hann hefur sterkbyggða höku og
hálsstellingin er þannig að greinilegt er að
hann er að tala við Mattheus og Taddeus.
Fyrir hreinsun voru klæði hans daufbrún.
Nú eru þau þrílit: dökkrauð, rósrauð og
snjóhvít.
„Munnur Mattheusar var lokaður," segir
dr. Brambilla mér. „Nú er hann opinn og
hann andar. Hann er nú skegglaus. Nefið á
honum er orðið beinna og klassískara.
Hálsinn er fagur sem fuglsháls. Þar kemur
hið sanna handbragð Leonardos í ljós.
Varir Mattheusar eru orðnar munaðarfull-
ar og mjög fagrar. Hann hefur öðlast líf og
tilfinningu. Postularnir eru allir að lifna
við.“
Hve lengi verður öll nýja Síðasta kvöld-
máltíðin að koma í ljós? Dr. Brambilla
andvarpar aðeins við siíka spurningu. Hún
er heila viku að hreinsa svæði á stærð við
frímerki.
„Þetta er erfitt," segir hún. „Verkið er
erfitt og þreytandi. Að beygja sig yfir
smásjána krefst mikillar líkamlegrar
spennu. Mér sortnar fyrir augum eftir fá-
einar klukkustundir. Eg mæti kannski til
vinnu á hverjum degi svo mánuðum skipt-
ir. Síðan verð ég að taka langt frí. Svo er
líka hin sálræna spenna. Augu alls heims-
ins, sem þekkir Leonardo, gefa verki mínu
gætur. Sumar nætur get ég ekki sofið."
Dr. Bram'oilla hefur uppgötvað að á
miklum hluta veggjarins er ekkert eftir af
málningu Leonardos. Þá hluta málar hún
með ljósbrúnum eða gráum vatnslitum og
myndar hlutlausan grunn, sem dregur
fram og skerpir leifarnar af verki Leon-
ardos.
Komandi kynslóðir kunna að deila um
hvort mála skuli aftur þennan hlutlausa
grunn og reyna að höndla upprunalega
hugsýn Leonardos. Við erum þess fullviss
að okkur skortir visku til slfkra tilrauna.
Verk okkar mun á komandi árum leiða í
ljós að minnsta kosti sumt af þeirri vitn-
eskju sem sóst er eftir. Og það sem er
þýðingarmeira: Það mun færa komandi
kynslóðum þá Síðustu kvöldmáltíð sem
enn er til.
Anna María Þórisdóttir þýddi