Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Page 6
Það er á köldum janúardegi í Helsinki sem við Bo Carpelan hittumst og rifjum upp gömul kynni frá rithöfundaþingi í , Stokkhólmi 1978. Það fer vel um okkur á barnum á Hotelli Presidentti. Ég er nýkominn af fundi Bókmennta- verðlaunanefndar Norðurlandaráðs þar sem ákveðið var að veita sænska skáldinu og skáldsagnahöfundinum Göran Tun- ström verðlaunin fyrir skáldsöguna Jul- oratoriet. Þetta er merkileg skáldsaga, segir Carpelan, en ég gæti trúað að vinur minn Lassi Nummi væri dapur í dag. Ljóðabók Nummis Kaksoiskuva var til- nefnd af Finna hálfu í sænskri þýðingu Carpelans og nefndist á því máli Dubbel- bild. Ljóðabók Tua Forsström September var hin bókin sem Finnar tilnefndu. Ég spyr Carpelan um álit hans á skáldunum og svarið er hnitmiðað að hans hætti: Ljóð Nummis eru einföld og músíkölsk, Forr- ström er gott skáld, en ungt. Sjálfur fékk Bo Carpelan Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1977 fyrir Bóðabókina I de Mörka rummen, í de ljusa. I fyrra kom út eftir hann ný ljóðabók: Dagen vánder. Gagnrýnendur hafa sjaldan verið jafn einhuga um mikilvægi bókar og í skrifum sínum um Dagen vánder. Áhuga- sömum lesendum er bent á íslenska um- sögn um bókina (Því sem ég vil muna gleymi ég, Morgunblaðið 29. júlí 1983). Eg hef vont minni, segir Carpelan; eftir Flaubert er haft að rithöfundar séu menn með slæmt minni, þess vegna skrifi þeir í því skyni að rifja upp fyrir sér hlutina. Ég býð honum vindil. Þessi er of sver, segir hann, ég fæ mér heldur sígarettu. Við drekkum viskí. Sjússarnir eru naumt skammtaðir. Síðan fáum við okkur bjór, Carpelan léttan, ég sterkan. Bo Carpelan er kominn hátt á sextugs- aldur, fæddur 1926. Hann hefur að vonum elst síðan ég sá hann síðast, en augun eins og í æskumanni og í þeim mikil hlýja. Andlitið er sékennilegt, ekki síst vegna þess hve hakan er löng. í anddyri Hotelli Presidentti skar hann sig úr fjöldanum. Hann stóð þar í síðum frakka og með hatt í hendi eins og hann væri að bíða eftir næstu lest. í fari hans er í senn ákafi skáldsins og fáguð framkoma heims- mannsins. Carpelan hefur lengi starfað sem bóka- vörður Borgarbókasafnsins í Helsinki og verið yfirbókavörður í forföllum. Hann hefur verið í leyfi frá störfum síðan 1980, en býst við að hefja aftur störf í safninu í september á næsta ári. Þá er útrunnið það tímabil sem hann hefur notið ríkislauna til ritstarfa. Ekki hefur hann setið auðum höndum undanfarin ár. í haust er væntanlegt eftir hann hjá Bonniers í Stokkhólmi digurt safn ljóðaþýðinga úr finnsku, 340 bls. verk. í bókinni eru þýðingar á ljóðum 24 skálda. Svo nokkurra sé getið má nefna Anhava, Haavikko, Holappa, Manner, Nummi, Saarikoski, Saaritsa og Rekola. Um ljóða- þýðingar segir Carpelan að það sé fráleitt að hann geti þýtt skáld sem eru óskyld honum. Þýðing eftir mig verður að vera sænskt ljóð, ekki hljóma eins og þýðing. Það er staðreynd að sænskan er orðfátæk- ari en finnskan, heldur hann áfram, finnskan á til fleiri orð yfir hið sarria. Bo Carpelan er fús til að ræða og jafnvel skilgreina bækur sínar. í Den svala dagen Finnland tilheyrir okkur Með Bo Carpelan í Helsinki EFTIR JÓHANN HJALMARSSON (1961) segir hann að tónninn sé einfaldur. 73 dikter (1966) einkennist af því að ljóðin eru svo hnitmiðuð og fáguð að þau minna á fiskbeinagrind. í Gárden (1969) er stíllinn breiðari. Bókin fjallar um bernsku skálds- ins í Helsinki. Ljóð sem ég hef ort eftir að Gárden kom út hafa verið sundurlausari; mér hefur ekki tekist að yrkja nema sund- urlaust eftir það. Form og innihald verða að haldast í hendur, segir Carpelan. Skáldið yrkir sí og æ um hið sama: fæðingu, þjáningu, ást, dauða. Að vera skáld er að sjá húsvegg nágrannans í fyrsta sinn svo að vitnað sé til Gunnars Björling. Að sjá er mikilvæg- ast. Það er mikilvægt að miðla öðrum af fegurð. Á sínum tíma voru mörg skáld, ég þar á meðal, kölluð sumarhúsaskáld í niðr- andi merkingu, sagt að við ortum ekki um annað en sólarlag og skóga, vildum ekki taka þátt í raunveruleikanum, tileinka okkur félagsleg viðhorf. Slíka gagnrýni hirði ég ekki um! Meðal skálda sem hafa verið sama sinnis er T.S. Eliot. Ég tel mig ekki í slæmum félagsskap að þessu leyti. Við getum nefnt tvenns konar skáld seg- ir Carpelan með nokkrum þunga: skáld eins og Björling sem búa í eigin málfars- legum alheimi og yrkja þúsund tilbrigði við eigin Ijóð. Einnig getum við nefnt skáld sem eru sífellt að klífa fjöll, upp og niður og svo aftur upp. Maður heldur að maður hafi fundið eitthvað, en ferðinni lýkur aldrei. Þar sem prósaljóð eru nú mjög til um- ræðu á Norðurlöndum spyr ég Carpelan um viðhorf hans til þeirra. Sjálfur hefur hann ort mörg prósaljóð. Prósaljóðið er saga, ekki ljóð, segir Carpelan. Það er ljóð án þess að vera ljóð, smásaga án þess að vera smásaga. Þetta er mjög erfið list, eins og að ganga á línu eða verða skyndilega kalt. Hvað skiptir mestu máli fyrir Ijóðið, einkennir það helst? Innri hrynjandi er veigamest, annars verður ljóðið prósi. Carpelan kemur með sína eigin útgáfu á frægum orðum Gunnars Ekelöf: Það sem þú hefur skrifað hefur þú í senn skrifað milli línanna og í línuna. Ég hef alltaf haft áhuga á að skrifa á fjölbreyttan hátt, segir Carpelan, fleira en ljóð. Ég hef samið barnabækur, unglinga- bækur og fullorðinsbækur. Hver man ekki Bogann sem kynnst hefur þeirri sérkenni- legu unglingasögu? Hún kom út í þýðingu Gunnars Stefánssonar fyrir tveim árum. Auk hennar hefur Carpelan samið skáld- sögur, sumar þeirra eru eins konar sam- bland æsisagna og sálfræðilegra kannana: Rösterna í den sena timmen, Din gestalt bakom dörren, Vandrande skugga. Ég hef lengi verið með skáldsögu í smíð- um, segir Carpelan, um lítinn mann í skugga stórs manns. Þessi maður var afa- bróðir minn. Það er skrýtin bók sem ég er að vinna að núna. Marginalia á hún að heita og er um grísk og rómversk skáld, eigin hugleið- ingar um efnið og með mörgum tilvitnun- um. Kannski gefur Bonniers hana út í haust? Okkur verður tíðrætt um brautryðjend- ur í norrænni ljóðlist: Edith Södergran, Elmer Diktonius, Gunnar Björling og Rabbe Enckell. Þessi sænskumælandi finnsku skáld höfðu ekki sist áhrif á sænsk skáld eins og Gunnar Ekelöf, Arthur Lundkvist og Harry Martinson. Þau hafa líka skipt máli fyrir ung finnskumælandi skáld, einkum hefur Björling verið mikils metinn. Um hann skrifaði Bo Carpelan doktorsritgerð sína: Studier i Gunnars Björlings diktning 1922—1933 (1960). Að mati Carpelans er Björling mestur finnskra skálda, síðan koma í þessari röð: Enckell, Södergran og Diktonius. Helsta arftaka Gunnars Björlings telur Bo Carpelan vera Peter Sandelin. Finnsk-sænsku módernistarnir þoldu ekki skraut og mælgi í skáldskap, segir Carpelan. Þeir voru á móti rími sem skrauti. En finnsk-sænskur skáldskapur er í nokkurri hættu. Hverri? Að láta stað- ar numið í finnsk-sænskum módernisma, endurnýjast ekki. Carpelan minnist á árið 1954 sem eftir- minnilegt ár fyrir finnskan nútímaskáld- skap. Þá komu út bækur eftir tvö meiri- háttar finnsk skáld: Eeva-Liisa Manner og Paavo Haavikko. Haavikko er frábært skáld, heldur Carpelan áfram, en Svíar skilja hann ekki, skrifa ekki gagnrýni um bækur hans. En allt bendir nú til þess að hann sé að verða viðurkenndur í Banda- ríkjunum, sem einn hinna stóru. Spurður að því hvort hann líti að nokkru leyti á Svíþjóð sem sitt land, svarar Carp- elan: Svíþjóð var og er framandi land. Finn- land tilheyrir okkur. Carpelan minnist á gildi margra skálda fyrir sig. Ekki síst telur hann upp rússn- esk skáld: Pasternak, Ahkmatovu, Mand- elstam, Tvsetaévu. Carpelan hristir höfuðið þegar pólitík ber á góma. Hann segir: Að maður skrifar, þýðir að maður lifir. í framhaldi af því að Carpelan telur að um töluverð áhrif sé að ræða frá rússnesk- um bókmenntum í finnskum skáldskap, ekki síst Majakovskí-áhrif meðal hinna finnskumælandi, förum við á rússneskan veitingastað og fáum okkur að borða. Við ræðum meðal annars um það tjón sem finnskar bókmenntir hafa orðið fyrir með fráfalli Pentti Saarikoskis í fyrra- sumar. Carpelan segir að Saarikoski hafi verið menntaðri en önnur finnsk skáld; þau lesa yfirleitt lítið. Klassísk menntun er skáldskapnum ávallt styrkur. Bo Carpelan kemur til Islands í febrúar og kynnir verk sín og les upp í tengslum við norrænt bókmenntaár. Hann kveðst ekki vera vel að sér í íslenskum bókmennt- um. En meðal íslenskra skálda sem hann hefur hrifist af nefnir hann Ólaf Jóhann Sigurðsson. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.