Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 12
nefna „Leiðið fátæklinginn til sætis við borð yðar“, en kvikmyndaeftirlitið bannaði það. Sú mynd var tilnefnd til Óskarsverð- launa og olli miklum deilum manna á með- al en í henni kemur fram óvægin gagnrýni á kristilegan kærleik. „í þessu landi er enginn kærleikur til, hann hefur aldrei verið til og mun aldrei verða það,“ eru lokaorðin í „Plácido". Sem dæmi um seinni verk Berlanga mætti nefna myndina „Patrimonio nacion- al“ (Þjóðararfur, 1980) enda kemur bölsýni Berlanga glöggt fram í henni. Þarna fjall- ar hann um óumflýjanlega hnignun aðals- stéttarinnar á Spáni. Myndin segir frá því þegar fjölskylda af aðalsættum snýr aftur úr útlegð til Madridborgar eftir dauða Prancos. Hún gerir sér vonir um að taka virkan þátt í lífi hirðarinnar sem hún ímyndar sér að Juan Carlos konungur muni safna í kringum sig. Hún sest að í kastala sínum en gerir sér brátt ljóst að hið nýja konungdæmi fylgir ekki venjum fyrirrennara sinna. Hlutirnir hafa breyst. Vonsvikinn aðallinn gerir tilraun til að lifa samkvæmt hinu nýja gildismati en staða hans í þjóðfélaginu ásamt persónu- legum vandamálum hrekur hann út í auð- mýkjandi aðstæður. „Mynd mín,“ segir Berlanga, „er skýrsla um endalok kynþáttar, þ.e. kynþáttar að- alsstéttarinnar sem nú er orðin utangarðs. Ég skopast að persónunum en sýni þeim jafnframt skilning og hlýju." Luis Berlanga er fulltrúi þeirra kvik- myndagerðarmanna sem lifðu þá tíma þegar erfitt var að gera kvikmyndir á Spáni. Hann er ekki eins „menningarleg- ur“ og Saura, en þrátt fyrir það er hann einn af frumherjunum í viðreisn spænskr- ar kvikmyndagerðar á tímum strangs stjórnarfars. Hann er húmoristi og í stöð- ugri framför. Hann er anarkisti og bölsýn- ismaður og yfirlýstur óvinur viðtekinna skoðana og feimnismála en jafnframt sýn- ir hans persónum sínum ávallt áhuga og hlýju. Skrá yfir kvikmyndir eftir Luis G. Berlanga 1951 Esa pareja feliz 1952 Bienvenido Míster Marshall 1953 Novio a la vista 1956 Calabuch 1957 Los jueves, milagro 1961 Plácido 1962 La muerte y el lenador 1963 El verdugo 1967 La botique 1969 Vivan los novios 1973 Tamano natural 1978 La escopeta nacional 1980 Patrimonio nacional 1982 Nacional tres 1983, SPÁNN Fær ÓSKARSVERÐLAUN Þegar José Luis Garci, 39 ára gamall Madridbúi, skeggjaður efahyggjumaður og mikill aðdáandi Billy Wilders, sté upp á sviðið í Dorothy Chandler Pavillion í Los Angeles til að taka við Óskarsverðlaunun- um, sagði hann: „Allt mitt líf hefur mig dreymt um þetta augnablik, jæja, stund- um verða draumar að veruleika." José Luis Garci er fulltrúi yngstu kyn- slóðar kvikmyndagerðarmanna, kynslóðar sem ýmist tengist Saura eða Berlanga, og með kvikmynd hans „Volver a empezar" (Að byrja upp á nýtt, 1983) hlaut spænsk kvikmynd Óskarsverðlaun í fyrsta sinn. Kvikmyndin er tileinkuð „þeim sem voru ungir á 4. áratugnum og einkum þeim sem hafa eitthvað að segja fyrir hönd þeirrar kynslóðar". Hún segir frá því þegar gamall maður snýr til Spánar í útlegð, nýbúinn að fá bókmenntaverðlaun Nóbels. Enginn í heimabæ hans veit af því og hann hittir aftur gamla vini, á endurfundi við lands- lagið og fyrstu ástina sína sem hann hefur ekki hitt í 40 ár. Minningarnar tengjast hljómplötu með laginu Beguin the Beguine eftir Cole Porter. Myndin vakti engan fögnuð á Spáni, gagnrýnin sem hún hlaut var svo óvægin að Garci neyddist til að loka vinnustofu sinni. Þessar furðulegu móttökur heima fyrir staðfesta að „enginn er spámaður í sínu föðurlandi". Efni myndarinnar bygg- ist á sögu sem faðir Garcis sagði honum af nánum vini sínum, Antonio Albajara, sem einnig er nafn aðalpersónunnar í mynd- inni. Hann var skáld og var handtekinn i lok stríðsins en tókst að flýja og lést síðar úr berklum í Frakklandi. José Luis Garci álítur að „Volver a emp- ezar“ sé sín heilsteyptasta mynd enda batt hann mestar vonir við hana þrátt fyrir móttökurnar heima fyrir. Tvær kvikmyndir hans, „E1 Crack" (1981) og „E1 Crack 11“ (1982) eru tilein- kaðar leynilögreglusagnahöfundinum Raymond Chandler. Þær eru báðar leyni- lögreglumyndir sem gerast í ógeðslegu umhverfi þar sem hvert dauðsfallið rekur annað og spilling og miklir peningar koma við sögu. Báðar eru myndirnar afar vel teknar og undir áhrifum frá glæpamynd- um og kvikmyndinni „Casablanca" sem Humphrey Bogart lék í. Þarna er aðalleik- arinn í rauninni Madridborg að næturlagi, böðuð í köldu skini neónljósanna, og við fylgjumst með henni með augum nátt- fuglsins uns birta tekur af degi. José Luis Garci er ákafur aðdáandi bandarískrar kvikmyndagerðar og heldur því fram að leikstjórarnir John Ford og Raoul Walsh hafi í rauninni fundið upp bæði málfræði og tungumál kvikmynd- anna. Skrá yfir kvikmyndir eftir José Luis Garci 1974-76 Stuttar kvikmyndir, „Al fút- bol“, „Mi Marilyn“, „Tiempo de gente acobrada". 1977 A signatura pendiente 1978 Solos en la madrugada 1979 Las verdes praderas 1980 Alfonso Sánchez (stutt mynd) 1981 ElCrack 1982 El Crack II 1983 Volver a empezar Framsæknir Leikstjórar. Nýjustu Myndirnar Óskarsverðlaunin sem „Volver a empez- ar“ hlaut eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem spænskri kvikmynd hlotnast á árinu 1983. Áður hafði kvikmynd Marios Camús „La Colmena" (Urmullinn) hlotið Gull- björninn í Berlín. Þetta hefur vakið mikla bjartsýni hjá spænskum kvikmyndagerð- armönnum og öðrum sem eitthvað starfa við kvikmyndagerð. Þeir telja sig sjá þarna merki þess að spænsk kvikmynda- gerð sé nú loksins að ná sér eftir Franco- stjórnina og að tiltölulega ungir leikstjór- ar hafi margir hverjir náð miklum þroska nú þegar. Nýjasta mynd Carlos Saura er „Carmen“, um varasaman og sjálfstæðan kvenmann, heillandi spænska sígaunakonu sem getur elskað fram í rauðan dauðann. Söguna skrifaði Merimeé fyrir einni og hálfri öld og líklega er þetta heilsteyptasta og þrosk- aðasta verk Saura sem nú stendur á há- tindi sem leikstjóri. „La Colmena" eftir Mario Camús er gerð eftir samnefndri skáldsögu rithöfundarins C.J. Cela. Hún er sannfærandi lýsing á mannlífinu í Madridborg eftir borgara- stríðið, í kringum 1940, þegar hungur, kuldi og ótti ríkja. Miðstöð atburðanna er kaffihúsið og þangað koma fátækir og lit- ríkir gestir svo sem skáld, skrifstofumenn og ógæfufólk sem ræðir á fremur léttvæg- an hátt um daglegar raunir sínar. Þarna er ekki verið að afskræma veruleikann á nokkurn hátt, rithöfundurinn leikur sjálf- ur smáhlutverk í myndinni, og vonbrigði allra og sérhvers eru sett fram á grátbros- legan hátt. Mario Camús, sem einnig leikstýrði „Fortunata y Jacinta", er ljóst dæmi þess að Evrópubúar fylgjast grannt með því sem er að gerast í spænskri kvikmyndagerð eftir dauða Francos. „E1 Sur“ (Suðrið) eftir Víctor Erice er önnur mynd hins unga leikstjóra og gagn- rýnendur hafa lýst henni sem „stórkost- legri" og „einstakri" og þó er hér aðeins um „hálfa mynd“ að ræða, því myndin er hluti af stærra verki sem hætt var við. Myndin segir frá telpu sem reynir að gera sér nýja mynd af persónuleika föður síns sem hana grunar að hafi lifað tvöföldu lífi „fyrir sunnan". Myndin var sýnd í Cannes .árið 1983 og samkvæmt Erice er hún „til- raun til að koma djúphyggju inn í kvik- myndagerð, enda er slíkt horfið úr nútíma- kvikmyndum, en er atriði sem til dæmis Rosellini hafði áhuga á“. „E1 Sur“ er dular- full kvikmynd sem kann að virðast næsta bókmenntaleg en sem lýsir á djúpstæðan hátt tilfinningum persónanna. „El Pico“ (Goggurinn) er eftir Eloy de la Iglesia, ungan og efnilegan fulltrúa nýrrar kvikmyndagerðar á Spáni. Hann fjallar ávallt um efni sem jaðrar við að vera hneykslanlegt eins og hómosexualisma, eiturlyfjanotkun eða unga afbrotamenn. í „E1 Pico“ (á slangurmáli er sagt að „stinga í sig goggi" fyrir að sprauta í sig eiturlyfi) segir hann frá pilti, syni lögregluforingja í Bilbao, sem verður heróínneytandi og ásamt honum besti vinur hans, sonur vinstrisinnaðs basknesks alþingismanns. Þegar fráhvarfseinkennin fara að hrjá strákana fremja þeir bæði rán og morð. Feðurnir, sem hafa andstæðar pólitískar skoðanir, eru tilneyddir að taka sams kon- ar ákvörðun. Myndin sem gerist í Baska- landi er í blaðamannsstíl afar ólíkum hin- um djúpstæða og íhugandi stíl Saura. „Vestida de azul“ (Bláklædd) eftir A. Gimenez Rico segir frá lífi fataskiptinga. Tekin eru viðtöl við 6 slíka menn og lífi þeirra er nákvæmlega lýst. Gimenez Rico tengir saman skrásetningu heimilda og sálfræði og í ljós kemur hin persónulega togstreita sem þessir menn sem finnst þeir vera konur eiga við að etja. „Vestida de azul“ er fjórða mynd Gimenez Rico sem er 44 ára og starfar að staðaldri hjá spænska sjónvarpinu. Svo eru kvikmyndir eins og „Valentina“ eftir AJ. Betaucon sem þykir sérstaklega góð barnamynd. Anthony Quinn leikur í henni og þetta er ástarsaga byggð á skáld- sögunni „Crónica del alba“ (Skýrsla morg- unsins) eftir R.J. Sender og gerist í bæ á Norður-Spáni í kringum 1911. José Garlés er 12 ára strákur, fullur af lífi, sem veit ekki hvort hann á að verða hetja, dýrling- ur eða skáld. Mosé Joaquín (A. Quinn) er kennari stráksins og gerist smám saman vinur hans og trúnaðarmaður, enda sá eini sem skilur hans sterku ástríður. Myndin „Victoria“ eftir Antoni Ribas sem er sögu- legt verk og lýsir hinu róstusama lífi í heimi stjórnmála og verkalýðsfélaga í Katalóníu á öðrum tug aldarinnar. „La línea del cielo“ (Himinröndin) eftir Fern- ando Colomo sem fjallar um goðsagnir og blekkingar í New York eða „Truhanes" (Pörupiltar) eftir Miguel Hermoso sem er kómedía og saga tveggja afbrotamanna sem lofa að hjálpa hvor öðrum með afar skoplegum afleiðingum. Allt eru þetta kvikmyndir sem hafa verið sýndar og lof- samaðar á kvikmyndahátíðum víða um heim og verðq nú sýndar á Kvikmyndahá- tíðinni í Reykjavík. Þær sanna að spænsk kvikmyndagerð hefur nú náð sér fullkom- lega eftir þann erfiða sjúkdóm sem hrjáði hana á tímum Francos. Myndir þessar sýna að ásamt reyndum og þroskuðum leikstjórum á borð við Saura og Berlanga er til hópur ungra leikstjóra sem vekur athygli á markaði kvikmyndanna bæði heima og erlendis. Þeir fá verðlaun á al- þjóðlegum kvikmyndahátíðum — þeir fá meira að segja Óskarsverðlaun — og það sem mest er um vert þegar í hlut á list- grein sem fæst við mannleg samskipti. Myndir þeirra vekja áhuga. Þýðing: Sigrún Á. Eiríksd. Skíöamenn þjálfaöir í vindgöngum Skíðastökkvarinn finnur, hvern- ig vindurinn æðir um hann, þar sem hann hangir í köðlum í lausu lofti. Fylgzt er með hverri hreyf- ingu hans á sjónvarpsskermi, og mælitækjum hefur verið komið fyrir á gólfinu fyrir neðan. Hann og aðrir væntanlegir keppendur á skíðum fyrir Bandaríkin á Olympíuleikjunum 1984 eru að reyna að bæta straumlínustílinn hjá ser. Þeir gera það í 36 m löng- um blástursgöngum (wind tunnel) í Calspan Tæknistofnuninni í Buffalo í New York. Michael Holden, flugvélaverk- fræðingur hjá Calspan og skíða- maður sjálfur, fékk leyfi hjá stofnuninni til að lána liðinu ein af blástursgöngum hennar til af- nota við æfingar í því skyni að sníða nokkur örlagarík sekúndu- brot af bezta árangri keppend- anna hingað til. „í göngunum er líkt eftir þeim skilyrðum, sem skíðamaðurinn keppir við,“ segir Holden. „Hagkvæmasta stellingin frá sjónarmiði loftaflsfræði er mismunandi í hverju tilviki." Fyrir keppendur í bruni er markmiðið einfalt — að draga úr viðnámi lofts. Hver maður í liðinu er settur í stellingar, sem eru dæmigerðar á vissum hlutum brautarinnar, og síðan fær hann storm í fangið, allt að 100 km á klst. Röð af mælitækjum nemur loftið, sem líkami hans klýfur og tölva segir til um stig viðnámsins. Fyrir skíðastökkvara er málið flóknara, svo sem hvað varðar limaburð og fleira. í alvöru stökki svífur skíðamaðurinn um loftsins vegu á skíðunum niður á jörðina. Til að líkja eftir því, sem þá gerist, fann Holden upp kaðlakerfi, sem heldur skíðamanninum uppi frá loftinu í göngunum. Síðan getur skíðamaðurinn gert tilraunir með ýmiss konar stellingar líkamans og stefnu skíðanna til að minnka mótstöðu lofts og auka lyftingu sína — eða að bera sig þannig að, að líkaminn verði sem svífandi vængur. Holden fékk hugmyndina, þegar hann fylgdist með Vetrarólympíu- leikunum í Lake Placid í New York 1980. „Þangað til þessi æf- ingaaðferð kom til, lærðu skíða- menn af því að horfa á aðra. nú geta þeir lært með því að finna loftstrauminn í öllu sínu veldi á sjálfum sér og ættu því að vera viðbúnir að bregðast við svipuðum aðstæðum í hæðum uppi."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.