Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 3
N LESBOK II ® H @ ® ® ® B ® ® ® (D ® ® Olgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100. Leonardo hélt sig ekki við hefðbundin vinnubrögð, þegar hann vann að hinni frægu Kvöldmáltíðarmynd í Mílanó — og með þeim afleiðingum að nú, 500 árum síðar, er myndin að grotna niður. En með vísindalegum aðferðum er reynt að gera við hana. Tungan er traustasta heimildin um uppruna okkar — við tölum enn tungu víkinga, en ekki keltnesku, segir Matthias Johannessen í Hugdettum sínum um víkinga, hin fögru farartæki þeirra og uppruna okkar — og ekki er langt að fletta: Greinin er á síðunni til vinstri. Saura er nafnkunnastur spænskra kvikmyndahöfunda í nútímanum, en mikil gróska hefur orðið í þessari listgrein á Spáni eftir að Pranco leið. Kvikmyndir eftir Saura og fleiri nútíma Spánverja eru nú sýndar á kvikmyndah'átíð. Frítími fólks lengist og vinnutími styttist að sama skapi vegna tölvubyltingarinnar, segir Gunnar M. Hansson forstjóri IBM á íslandi í samtali um tölvur, bæði í fyrirtækjum og á heimilum. TVOUOÐ EFTIR BO CARPELAN Mállaust gras Hjartanu ber ekki saman við takmörk sín, ljóðinu ekki við veruleikann, veruleikanum ekki við draum Guðs. Hvers konar samræður breyta þér án þess að þú sjálfur breytist? Leitaðu ekki í mállausu grasinu, leitaðu mállausa grassins. Andvaka Það sem ég vil muna gleymi ég. Það sem ég vil gleyma man ég, ligg andvaka eins og fyrir löngu og ásaka lífið. Gefst upp, rís á fætur og geng að glugganum: 1 morgunsárinu er enginn á ferli nema vindurinn, nokkrir hörkulegir vorboðar. JOHANN HJALMARSSON ÞYDDI B Á vit nýrrar fjölmiðlatækni Séu menn sífellt með hugann við stjórnmál er auðvelt að skýra alla hluti út frá þröngum pólitískum hagsmunum. Hafi menn lagt mikið fé í áhættusamt fyrirtæki hneigjast þeir óhjákvæmilega til þess að skýra alla samkeppni sér í óhag. Þetta hvort tveggja gerðist þegar fjögur umsvifamikil atvinnufyrirtæki og Reykjavíkurborg gengu til liðs við ísfilm sf. og rituðu undir samning um að stofnað skyldi nýtt stórfyrirtæki í sjónvarpstækni og myndbandagerð, fyrirtæki sem ætti að hafa getu til að veita alhliða fjölmiðlaþjónustu á sviði þar sem ríkiseinokun setur nú eðlilegri framvindu skorður. Óhætt er að fullyrða að fsland sé eina landið í hinum lýðfrjálsa heimi þar sem ekki er unnt að horfa á nema eina sjón- varpsstöð. Af eigin reynslu hef ég kynnst því að í Belgíu er unnt með viðskiptum við kapalfyrirtæki að horfa á fleiri en eina belgíska stöð, stöðvar í Hollandi, Vestur-Þýskalandi, Luxem- borg, Frakklandi og Bretlandi. Að því er ég best veit er árlegt afnotagjald fyrir þessa þjónustu um og yfir 2000 krónur. Menn þurfa ekki að vera óvenjulega framsýnir til að átta sig á því að núver- andi ástand í sjónvarpsmálum verður ekki þolað á íslandi miklu lengur. Þegar þessi þróun öll og vaxandi áhugi á myndefni almennt er hafður í huga þarf engan að undra að framtaks- samir aðilar hérlendir hafa velt þessari tækni fyrir sér og ákveðið að taka hönd- um saman í því skyni að auka fjöl- breytni á þessu sviði fjölmiðlunar í samræmi við kröfur neytenda og eftir því sem landslög heimila. Af pólitísku viðbrögðunum er aug- ljóst að vinstrisinnar telja nýja fyrir- tækið taka spón úr aski sínum. Hér á landi hefur vinstrisinnum ekki tekist að halda úti eigin málgögnum nema með bullandi tapi og vilja því fá að stunda útbreiðslu hugmynda á „jafnréttis- grundvelli" í skjóli ríkiseinokunar og á framfæri ríkisins. Er ekki vafi á því að eftir „umræðu" í sínum röðum komast vinstrisinnarnir að þeirri niðurstöðu að best sé fyrir þá að þjappa sér enn frekar utan um ríkishítina og forsjá hins opinbera í krafti einokunar á ljósvakan- um. Þessir aðilar munu því sækjast eftir störfum við ríkisfjölmiðlana og frekari ítökum þar en þeir hafa náð nú þegar. Sú viðleitni mun hins vegar aðeins leiða til háværari og almennari krafna um afnám ríkiseinokunarinnar. Ég undrast mest að þeir aðilar sem hafa haslað sér völl á frjálsum markaði við gerð myndbanda og sjónvarpsefnis skuli amast við því að Reykjavíkurborg sé aðili að hinu nýja fyrirtæki. í mínum huga er enginn vafi á því að áræði og forsjálni Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra, í þessu máli verður einkum til þess að treysta stöðu þessara einkafyr- irtækja gagnvart nýja félaginu. Það liggur í hlutarins eðli að unnt er að gera aðrar kröfur til fyrirtækis sem borgar- yfirvöld eiga aðild að en þess sem einka- aðilar eiga og reka einir. Þetta hefur best komið í ljós í umræðunum eftir að skýrt var frá nýja félaginu opinberlega. Annars hafa þátttakendur í þessum umræðum aðeins verið úr þremur hóp- um, stjórnmálamanna, fjölmiðlafólks og eigenda myndbandafyrirtækja. Hér er því fremur „umræða“ áhrifahópa á ferð- inni en málefni sem vekur áhuga alls almennings. Engin ástæða er til að ætla að kveinstafir vinstrisinna, ótti starfsmanna á ríkisfjölmiðlum eða kvíði eigenda myndvera dragi úr áhuga ís- lendinga á því að hér á landi fái að þróast sú fjölbreytni í fjölmiðlun sem setur svip sinn á líf annarra frjálsra þjóða. Það er eitt helsta einkenni „um- ræðu“ af þessu tagi að hún stendur í nokkurn tíma án þess að breyta orðnum hlut. björn barnason LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1984

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.