Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 15
Eitt þeirra gersema á Þjóðminjasafni, sem maður getur aldrei nógsamlega dást að, er Grundarstóllinn, smíðaður um 1550. Það var Þórunn hústrú á Grund, dóttir Jóns biskups Arasonar, sem lét smíða þrjá slíka; þeir bárust til Kaupmannahafnar á 19. öld og er einn týndur, einn er þar úti ennþá, en sá þriðji var gefinn hingað aftur 1930. Þórunn á Grund hafði listamann í sinni þjónustu, sem Benedikt Narfason hét og hefur hann smíðað og skorið út stólinn. Pormið í heild er einstaklega fagurt og það er athyglisvert, að smiðnum hefur ekki þótt skipta máli, að stuðlarnir fjórir á öllum hornum eru ekki beinir. Stóllinn er ekki heldur algerlega samhverfur (symmetrískur) það sést bezt á skreytingum bakstuðlanna og í útskurðinum hefur verið forðast að láta hægri hliðina vera spegilmynd af þeirri vinstri — eða öfugt. Efnið er að mestu íslenzkt birki, en einnig eik, — og stóllinn er um leið hirzla. Það er svo annað mál, að hann er meira fyrir augað en þægindin. Ibílaiðnaðinum hefur örfáum tegundum tekizt að hafa alltaf á boðstólum frábærlega vel teiknaða bíla; Jaguar og Citroén þar á meðal. En reyndin er þó oftast sú, að mest er gert fyrir augað i sjaldgæfum, dýrum tegundum, sem sjást sjaldan eða alls ekki á íslandi. Einn af þeim er Talbot Matra Murena, franskur sportbíll, sem sameinar formfegurð og þær nútíma kröfur um straumlínu, sem byggðar eru á vindstuðli. Útlitið er á látlausan en áhrifamikinn hátt látið segja svo ekki verður um villzt, hverskonar tæki hér er á ferðinni. Þessum bíl er þó lítil framtíð búin, en nýjustu fregnir herma, að Talbot-verksmiðjurnar frönsku hafi lagt upp laupana. Eitt- hvaö fyrir augað Einstaka hlutir eða flíkur úr íslenzkri ull, sem hér eru á boðstólum, eru svo fallega gerðir, að þeir ganga aldrei úr sér á þann hátt að þeir verði leiði- gjarnir. Þá hefur tekizt að láta sjálft efnið, íslenzku ullina, njóta sín til fulls, jafnframt því sem haldið er í gamlar hefðir. Hér er dæmi um ágætan prjónaskap eftir Guðbjörgu Einars- dóttur; handprjónaða hyrnu úr eingirni frá Gefjun og Alafossi. í hyrnunni sem sést á efri myndinni hefur Guðbjörg byggt á mynstri, sem birt var í „Hugur og hönd“ árið 1968, en er hér frábrugðið í þá veru, að hyrnan er ekki í sauðalit- um svo sem tíðkaðist. Einnig er þessi hyrna prjónuð með grófari prjónum en tíðkaðist, sem gerir hana stærri og prjónið gisnara. Langsjalið á neðri myndinni hefur Steinunn Eyjólfsdóttir prjónað og er hér um að ræða gamalt, íslenzkt mynstur. Áður voru svona sjöl notuð við íslenzka búninginn, en nú eru þau bæði notuð hversdags og spari af kon- um á öllum aldri, — og engin tvö sjöl eru alveg eins. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11. FEBROAR 1984 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.