Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 9
Ég sé hann líka, þegar sköpunargleðin greip hann og hann fór frá Corte Vecchia, þar sem hann vann við hinn risastóra leirhest (frummynd hinnar geysistóru riddarastyttu til minningar um föður Ludovicusar, sem aldrei var reist) og beint til Grazie. Þar klifraði hann upp á pallinn, tók pensil og málaði örfáa drætti í ein- hverja persónuna og fór svo allt í einu eitthvað annað." E miliT yðingin sést vel á myndinni, sem sýnir lærisveininn Fili- pus. I stað þess að mála fresku svo sem tíðkaðist, fór Leonardo út á óreyndar slóðir í tækni og því fór sem fór. Flagnaði strax á dögum Leonardos Þessi grunnmálningaraðferð, sem veitti Leonardo þann munað að geta íhugað verk sitt gaumgæfilega, var á of miklu tilrauna- stigi að sumra áliti. Svo fór að sprungur komu í grunnmálninguna og strax meðan Leonardo lifði, byrjaði málning hans að flagna af. inni og mótmælti ákaft. Líklega voru það mótmæli hans, sem fengu ábóta Svart- munkanna til að láta Mazza hætta. Rétt búið að sprengja myndina í tætlur Kannski varð niðurlæging myndarinnar mest 1796, þegar hersveitir Napóleons hertóku Mílanó. Þeir notuðu matsalinn til F ^JHL. JIBkkVöldmáltíðarmynd Leonardos sýnir viðbrögð lærisveiri- anna við orðum Frelsarans: Einn yðar mun svíkja mig. Leonardo leysti þetta myndefni allt öðruvísi en áður hafði verið gert, sérstaklega þykir hann túlka vel sálræna þáttinn. Myndskipunin er líka sérstæð vegna þess að Leonardo skiptir lærisveinunum í fernt; þrír í hverjum hópi, en Jesús Kristur verður miðpunktur myndarinnar. átl heimsstyrjöldinni, árið 1943, lenti sprengja svo nærri klaustrinu, að hluti þess hrundi, en meðal þess sem stóð eftir var veggurinn með mynd Leon- ardos. Aðferð Leonardos var ekki óþekkt, hanri var einfaldlega svo gætinn maður að hann hefði aldrei farið að gera kæruleysislegar tilraunir. Mig grunar að náttúran sjálf sé einnig sökudólgur hvað varðar skemmdir Síðustu kvöldmáltíðarinnar. Líta má á að ár þau, sem Leonardo málaði myndina, voru vetur óvenju þurrir. Til dæmis er það vitað, að hinir nálægu Alpar voru snjó- lausir. Þannig kann múrverkið að hafa þornað hraðar en venjulega og flýtt fyrir sprungum í grunnmálningunni og síðan flögnun málningarinnar. Þótt strax væri gerður góður rómur að Síðustu kvöldmáltíðinni, þegar verkinu var lokið undir aldamótin 1500, var vitað strax um 1517 að málningin var farin að flagna af. Nokkrar mjög stórár eftirmynd- ir voru gerðar lúeðan Leonardo lifði. Að minnsta kosti tvær voru eftir nemendur 'hans. Francis I Frakkakonungur pantaði eftirmynd og einnig ofna mynd, gjafir, sem hann ætlaði páfanum. 1587 var myndin sögð „hálfeyðilögð". 1652 stækkuðu munkarnir litlar dyr gegn- um vegginn, ef til vill vegna þess að þeir álitu Síðustu kvöldmáltíðina horfna fyrir fullt og allt. Við það tóku þeir af fætur Krists. Samt hélt myndin áfram að vera ein hin dáðasta i Evrópu. Á 18. öld tjölduðu munk- arnir fyrir hana og tjaldið var aðeins dreg- ið frá, þegar tignargestir komu í heim- sókn. Auðvitað ýfði tjaldið hinn flagnandi vegg. Það hélt líka inni raka. Annálar frá 18. öld greina frá því að „smálækir" renni niður bak við tjaldið. Um þetta leyti hófu munkarnir hina fyrstu svokölluðu viðgerð. 1726 réðu þeir svotil óþekktan málara, Michelangelo Bell- otti til að mála upp alla frummyndina. Verk hans reyndist svo lélegt að 1770 var annar málari, Giuseppe Mazza, ráðinn til að fjarlægja verk Bellottis með skurð- læknishníf. írskur listamaður, James Barry, sá skemmdirnar, sem Mazza olli með sköfun- LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11. FEBROAR 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.