Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 4
Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi Trnirm er verðmætasta auðiind okkar Fyrir skömmu hélt forstjóri IBM á íslandi, Gunnar M. Hansson, erindi á félagsfundi hér í borg um tölvuiðnað og tölvuvæðingu hér- lendis og erlendis. í erindinu snerti Gunnar ýmis mikilvæg atriði varðandi þá miklu möguleika sem í tölvunni búa og sem eiga eftir að hafa afgerandi áhrif í rekstri fyrirtækja hvað varðar hagræðingu og þróun, og upplýsingamiðlun hvort sem er á sviði at- vinnulífs eða í einkalífi hvers og eins. Hér er veriö aö fjalla um mál sem á eftir að snerta daglegt líf mannsins hvort sem honum líkar betur eða verr og því mikils um vert að sú framtíðarsýn sé gerð al- menningi kunn. Það þótti því við hæfi að leita upplýs- inga hjá þeim sem gerst vita um hvar við erum stödd í byltingu tölvualdar og hvað okkur ber að gera til að verða ekki eftir- bátar annarra þjóða á þessum vettvangi. „Er ekki best að senda einhvern sem hefur gott vit á þessum málum á fund Gunnars M. Hanssonar"?, spurði undirrit- uð, sem er ein af þeim sem hefur haldið að þetta sé nú mál sem hægt er að skaðlausu að Ieiða hjá sér. „0, nei, best að þú farir," var svarið og svo varð að vera, hvað sem minnimáttarkennd leið. Gunnari M. Hanssyni var gerð grein fyrir tilgangi spjallsins og hann tók mála- leitaninni vel. í upphafi samtalsins sagði hann frá því hvernig heitið „tölva“ komst inn í íslenskt mál. Menn kölluðu fyrirbær- ið í fyrstu „rafreikni" eða „rafeindaheila" en voru ekki alls kostar sáttir við það. Það mun hafa verið Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum menntamálaráðherra, sem minntist á hið gamla íslenska heiti „völva“ við dr. Sigurð Nordal, prófessor, og spurði hann hvort ekki mætti nota það um þennan nýja vél- búnað. Sigurður Nordal hugsaði sig um, leist ekki nógu vel á en sagði síðan: „Hvers vegna ekki „tölva“?“ Og þar með var komið nýyrði í íslenska tungu sem allir hafa sætt sig vel við. „En mér leiðist þegar fólk fer rangt með og segir „þetta er talva". Tækið heitir tölva og beygist eins og „völva“.“ Þú minnist á hina gífurlegu þróun í erindi þínu sem orðið hefur á tölvutækninni á und- anförnum áratugum. Já, tölvutæknin hefur tekið stórstígum framförum og ekki er fyrirsjáanlegt að hægist á. Tölvur geta nú á dögum unnið úr upplýsingum og leyst reikningsdæmi mörg þúsund sinnum hraðar en rafreiknar fimmta og sjötta áratugarins og kosta brot af verði þeirra. Á fjórum áratugum hefur þessi iðnaður þróast úr rafsegulstýrðum gatspjaldavél- um og reiknivélum byggðum úr útvarps- lömpum upp í svo aflmiklar tölvur, að telja verður vinnsluhraðann í milljörðustu hlut- um úr sekúndu. f sannleika sagt, ef við líktum þeirri þróun sem orðið hefur á hlutfalli verðs og afkasta við annan iðnað t.d. flugsamgöng- ur, þá ættum við í dag að geta flogið frá Keflavík hringinn í kringum hnöttinn og lent í Keflavík 5 mínútum síðar og greitt fyrir það litlar 300 krónur. Samt hefur þróun flugsins gengið allrösklega. Á sama tíma hefur rekstraröryggið auk- ist að sama skapi. Ef bifreiðaiðnaðinum hefði tekist að ná sama árangri og náðst hefur á smárarásum tölvanna síðustu tíu árin, þá ættum við að geta ekið bifreiðum okkar 800 þús. km án nokkurra bilana. Þií nefnir hér mikla afkastaaukningu en jafnframt að verðið fari stöðugt lækkandi. Hvaða áhrif hefur það? Eftir því sem tölvurnar verða ódýrari og þar með fjárhagslega viðráðanlegri hverj- um sem er, verður jafnframt réttlætt æ fjölbreytilegri notkun upplýsingatækninn- ar. Pólk mun þá ekki nota tæki þau og tækni, sem í boði eru, eingöngu út frá við- miðun kostnaðar og ávinnings heldur leggja æ meir persónubundið mat á þau og notkun þeirra út frá þægindum og hag- kvæmni, áhugaefnum og menntunar- og afþreyingargildi þeirra. Með þessu ertu eiginlega að segja að tölv- ur rerði í framtíðinni inni á hrers manns borði í einhrerri mynd, ef sro má að orði komast. Hraða menntun þarf fólk að hafa til að geta hagnýtt sér þetta undratæki? Nú er það svo að tölvuseljendur og hug- búnaðarframleiðendur leggja mikið upp úr að gera tölvurnar sem auðveldastar í notk- un. Meginþorri þeirra sem við þær vinnur kemur því aldrei til með að þurfa að læra flókna innviði tölvunnar. En menntun er gulls ígildi og góð grunnmenntun er því mikils virði til að viðkomandi geti tileink- að sér nýjungar er þörf krefur. í fyrirtæki mínu starfa um 60 manns með ýmsa menntun að baki. Vegna eðlis fyrirtækisins erum við með margt há- skólamenntað fólk, þ.e. viðskiptafræðinga, verkfræðinga og tölvunarfræðinga. En hér er einnig fólk, t.d. með almenna verslun- armenntun, flestir starfsmenn tæknideild- ar hafa iðnnám að baki, hér eru stúdentar o.s.frv. Menntunarkröfur eru því margvís- legar og fara þær allt eftir því við hvað fólk á að starfa. Mönnum er löngum tamt að tala um kynslóðabil nú á tímum hvort sem það á rétt á sér eða ekki. Ég tel að í tengslum við þessa þróun tölvutækninnar geti myndast nýtt og öðruvísi kynslóðabil — nefnilega milli þeirra sem tileinka sér þessa tækni og hinna sem leiða hana hjá sér, því menntun í þessari grein fer óhjákvæmi- lega í vaxandi mæli inn í skólakerfið. ÞeiY; sem eru utan þess geta hins vegar auð- veldlega aflað sér menntunar annaðhvort á námskeiðum eða lesið sér til í bókum og bægt þannig þeirri hættu frá. Flestir vilja sjálfsagt tileinka sér þekkingu á þessu sviði en alltaf eru einhverjir sem vilja það .. en mér leidist þegar fólk fer rangt með og segir „Þetta er talva“. Tækiö heitir tölva og beygist eins og völva.“ „Ég tel aö í tengslum viö þessa þróun tölvutækninnar geti myndast nýtt kynslóöa- bil...“ „Mönnum er mikiö í mun jafnrétti kynja á milli en svo gæti jafnvel fariö aö atvinnu möguleikar fyrir stúlkur veröi minni af þessum sök- um.“ 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.