Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Page 8
Ég sé mann, listamann um fer- tugt, sem ræðir viö lögmenn á torgi í Mflanó á endurreisnartímanum. Þolinmæöi hertogans er aÖ þrotum komin, segir einn hinna löglærðu. Samningar hafa verið gerðir og svo koma tímabil, þegar ekkert er unn- iö, segir annar. Kannski hefur hinn frægi Leonardo tekist of mörg verk- efni á hendur, er tilgáta hins þriöja. Enn er hann ekki byrjaður á frum- drögum aö stóra bronshestinum, minnismerki um föður Ludovicos Sforza hertoga. Það stendur líka á tillögum um nýjan vopnabúnað. Get- ur Leonardo ekki flýtt verki sínu í matsal Svartmunkanna? Hvers- vegna tekur svo langan tíma að mála Síðustu kvöldmáltíðina, gjöf hertogans til bræðranna? Hvers- vegna ertu að sulla með olíu og harpis, Leonardo, þegar svona góð reynsla er komin á freskuaðferðina? Allt í einu sé ég hvar Leonardo hverfur á hrott. Andlit vegfaranda hefur vakið at- -hygli hans. Nef og haka hins ókunna manns eru klassísk og fögur. Og í augun- um er dapurleiki og viðkvæmni, sem hann hefur strítt við að ná i frumdrögum sínum svo vikum skiptir. Leonardo eltir ókunna manninn eftir krókóttum götum Mílanó. Listamaðurinn einbeitir allri athygli sinni að því að leggja á minnið andlit og lima- burð mannsins. Loksins hefur honum tek- ist að gera sér grein fyrir útliti Jóhannes- ar postula hins yngra. Leonardo mun nú ekki unna sér hvíldar fyrr en hann getur fært þennan svip og þessa drætti yfir á vegginn í matsal Svartmunkanna. Undir aldaþykkri yfirmálningu Fimm aldir eru liðnar. Enn einu sinni hylja smíðapallar klausturvegginn. í þetta skipti eru þeir þarna til að bjarga einu áníddasta listaverki heimsins. Síðustu sex árin hefur það verið starf mitt sem yfir- umsjónarmanns fagurra lista í Mílanó að annast samræmingu þessa björgunar- starfs. Þegar ég kem nú í klaustrið Santa Maria della Grazie, sé ég konu. Verkeinbeitingu hennar má á stundum líkja við einbeitingu Leonardos. Konan, doktor Pinin Brambilla Barcilon, vinnur með smásjá, sem er á stærð við röntgenmyndavél tannlæknis. Doktor Brambilla færir hana upp og niður og hún stækkar um það bil 40 sinnum leif- arnar af málningu Leonardos frá síðasta tug 15. aldar. Verður meistaraverki Leonardos bjargað? íðasta kvöldmáltíðin, eitt frægasta listaverk heimsins, hefur staðið í fimm aldir á klausturvegg í Mílanó, en er hrikalega illa farið. Ýmist hefur verið reynt að tjasla við það — og miður snjallir menn fengnir til þess — eða aðrir hafa reynt að hreinsa þær sömu viðgerðir af leifum frummyndarinnar. Nú er unnið að því með vísindalegri nákvæmni að bjarga því sem bjargað verður. Doktor Brambilla vinnur með máln- ingarpensli eins og Leonardo og einnig með læknaskurðhníf og hún verður að beita leikni skurðlæknisins. Hún er að skafa í burtu 500 ára gömul óhreinindi, slím og myglu og einnig mörg lög yfir- málningar kappsamra viðgerðarmanna frá fyrri tímum. Þessir viðgerðarmenn bættu hugarfóstr- um eigin skrautgirni við listaverk Leon- ardos. Þeir dekktu málninguna og eyði- lögðu hina djörfu og skínandi liti. Þeir hafa breytt andlitsdráttum postulanna og máð í burtu mörg smáatriði. Andlit Krists, hinn kynngimagnaði brennidepill verks- ins, er einungis gríma. Enginn veit með vissu hverja andlitsdrætti Leonardo skóp Jesú. Okkur grunar einnig að svipur Júd- asar hafi verið enn djöfullegri. Sú viðgerð, sem nú á sér stað, má eiginlega kalla upp- gröft. Hin rétta Síðasta kvöldmáltíð liggur grafin undir aldaþykkri yfirmálningu. Beitti Leonardo rangri tækni? Síðasta kvöldmáltíðin hefur orðið fyrir árásum annarra en viðgerðarmanna. Vandræðin fylgdu myndinni frá upphafi. Nokkrir sérfræðingar halda því fram, að röng aðferð hafi komið Leonardo sjálfum í koll. Veggmyndir eins og Síðasta kvöld- máltíðin voru venjulega málaðar með freskuaðferðinni. Hún er þannig að málað er beint á vott múrverk úr kalki, þannig að það verður eitt með litnum. Freskumálari verður að vinna mjög hratt og það var algjör andstæða þess, sem Leonardo lang- aði til að gera. Ennfremur hefði freskuað- ferðin takmarkað litategundir þær, sem Leonardo gat notað. Vitað er að hann gerði tilraunir með fjölmörg litaafbrigði, sem lítið er vitað um til þess að ná hinum ný- stárlegu litum í Síðustu kvöldmáltíðinni. Til að komast hjá takmörkunum freskuað- ferðarinnar, lét Leonardo mála nýmúrað'- an vegg matsalarins með ljósgrárri grunnmálningu. Þegar hún var þornuð, tók hann til við vinnu sína og réð nú vinnu- hraðanum og notaði þá málningu sem hann kaus helst. Endurreisnarrithöfundurinn, Matteo Bandello, sem fylgdist með Leonardo á unglingsárum sínum, leiðir okkur í nokk- urn sannleika um það hvernig hann vano að Síðustu kvöldmáltíðinni: „Mörgum sinnum hef ég séð Leonardo ganga til vinnu sinnar á pallinum framan við Síð- ustu kvöldmáltíðina. Þar stóð hann frá sólaruppkomu til sólarlags og lagði aldrei frá sér pensilinn, hélt stöðugt áfram að mála og bragðaði hvorki vott né þurrt. Síð- an liðu þrír eða fjórir dagar án þess hann snerti á verkinu, samt eyddi hann nokkr- um klukkustundum á dag til að rannsaka það og íhuga persónurnar gaumgæfilega með sjálfum sér. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.