Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1984, Blaðsíða 13
U R MINU HORNI Skáld eru höfundar allrar rýni. — Það hef ég fyrir satt að þessi orð standi í fornum fræð- um og höfð eftir Snorra Sturlu- syni. Þau hafa fest mér í minni, þótt ég verði að játa, að ég er ekki viss um að ég skilji þau fyllilega, enda hygg ég að þau séu véfrétt gáfumanns, sem upp- haflega hafi mátt ráða á fleiri en einn veg. Og á þeim orðum, sem á eftir fara, má líka skilja að hann stefni þeim að sumu leyti í aðra átt en við munum gera. En sem samtímamaður sjálfs mín, svo sem ég gjarnan vil vera, þætti mér gott að skilja þau sem svo, að rithöfundur eigi að vera gagnrýninn, jafnvel skyldugur til að segja samtíð sinni fleira en það sem henni þykir gott að heyra, vera leiðbeinandi um vit- ræna og farsæla stefnu, eftir því sem hannkann að ráða af mannlegri reynslu, og hann hef- ur gáfur til. Ég nota þá orðið gáfur í allvíðri merkingu. Það er tiltölulega auðvelt, og þó ekki vandalaust að leika hlut- verk skáldsins og rithöfundar- ins, ef hann yrkir og skrifar og lætur þar við sitja, en tekur að öðru leyti ekki þátt í opinberri umræðu. Þá geta menn baðað í ljósi virðingar og vinsælda, ef þeir kunna allvel sitt fag. En flestir, sem fylla þennan sjálf- skipaða flokk, láta nokkuð til sín taka í opinberu lífi, þótt þeir bjóði sig ekki til þings né setji þjóðinni lög. Ég rita þessa grein að gefnu tilefni, vegna þess að mér varð snöggvast heitt í hamsi, kem að því síðar. Hér verður og að geta þess, að hún átti að birtast þá strax, rúmum mánuði fyrr en verða mun. Ég vitna nú 1 grein, sem birtist í dagblaðinu Tímanum 26. nóv. sl. Fyrirsögn hennar er Klessu- verk, og höfundurinn kallar sig Tandra, hvað sem það á að merkja, kannski hinn hreinláti. Ég sleppi úr klausunni pólitísk- um glósum, nóg er nú samt: „Nú er Ragnhildur Helgadótt- ir menntamálaráðherra búin að skipa nefnd til að kanna og leggja drög að nýju fyrirkomu- lagi launa og styrkja af hálfu ríkisvaldsins til listamanna, og nær þessi endurskoðun til allra listgreina. Tandri telur að þessi nefndarskipun sé þörf ... var og er ástandið orðið hroðalegt ... Rithöfundar eru sér kapítuli. Þeir hafa sprottið upp eins og gorkúlur án þess að bækur þeirra hreyfist á bókasöfnum. Stundum hefur Tandra dottið til hugar að þeir rithöfundar, sem hvað lægstir eru á útlánalistum bókasafnanna, eigi hvað auð- veldast með að fá peninga frá hinu opinbera. Hér er yfirleitt um að ræða menn sem skrifa óskiljanlegar bækur, bækur sem hinn almenni lesandi getur ekki hugsað sér að taka með heim.“ Hér hvíli ég greinarhöfund andartak og skýt inn smá at- hugasemd: Vinsældalistar bóka- safnanna eru fáir og lítt mark- tækir. í fyrsta lagi eiga margir rithöfundar, jafnvel þótt viður- kenndir séu hérlendis og þýddir á erlend mál, örðugt með að koma bókum sínum á prent, og þegar það tekst, standa þeir höll- um fæti hjá þeim sem kaupa bækur fyrir opinber söfn. Það sem nemendur í skólum sjá helst eftir þá eru ljósprentanir, sem kennararnir gera. Og hvað er skiljanlegt og hvað ekki, er um- deilanlegt. Ég hef sjálfur af því reynslu, að sú bóka minna sem nú þykir skást, lá nær óhreyfð hjá höfundi sínum í nær 20 ár, 30 eint. seldust fyrstu tíu árin, og yfirleitt eru bækur mínar ekki til í bókasöfnum utan Reykjavíkursvæðisins. En gefum ritara Tímans enn orðið: „Ef ríkið tekur upp Skáld eru höfundar allrar rýni segir Snorri starfslaun er mun auðveldara að fylgjast með hve mikið hver og einn fær og hversvegna." Hér er Tandri kallinn að leið- beina nýskipaðri nefnd og al- þingi. Eins og lesendur sjá er hér æði líkur tónn og var hjá sama blaði fyrir einum mannsaldri, en þá betur orðað það sem sagt var. Þá var jafnhliða ráðist að nýj- ungamönnum í skáldskap og málaralist, þeim sem nú hafa flestir hlotið viðurkenningu al- mennings, en voru þá að ryðja sér til rúms. Það skiptir að sjálfsögðu ekki máli fyrir menn- ingarlegt gildi listaverka hversu fagnandi þeim er tekið í fyrstu eða hvort skapendur þeirra hafa lengur eða skemur mátt búa við skilningsleysi. En áður en ég vík nánar að þessum pistli ætla ég að leyfa mér að vitna til orða tveggja rit- höfunda, annars úr miðkynslóð landsins, en hins úr þeirri yngstu, sjálfur verð ég að teljast til enn eldri manna. Allir eigum við það sameiginlegt að vera kallaðir málsmetandi menn í stéttinni, þótt við séum líka um- deildir. Ólafur Haukur Símonarson er yngstur okkar, höfundur nokk- urra ljóðabóka og skáldsagna. Hann segir í viðtali við Þjóðvilj- ann 26.-27. nóv. sl., að hann og nokkrir fleiri hafi haft lifibrauð sitt af ritstörfum nokkur síðustu árin, og „ýmsu öðru sem því tengist", eins og hann kemst að orði, „þýðingum og vinnu fyrir útvarp og sjónvarp. Það eru fáir, kannski 10—15, sem geta þetta. Þegar búið er að draga frá sölu- skatt og umboðslaun bóksala fær höfundur svona 15—20% út- söluverðs bókanna. Ef miðað er við tíu arka skáldsögu, sem er gefin út í 1500 eintökum, fær höfundur sem svarar þriggja mánaða launum barnakennara fyrir bókina, en hvorki eftir- launa- eða sumarleyfispeninga ... Höfundarlaun fyrir meðal- ljóðabók eru innan við mánað- arlaun kennara. Forleggjarar spyrja þá jafnvel stundum, þeg- ar höfundur kemur á fund þeirra, hvað hann vilji gefa með handritinu." Ennfremur segir Ólafur Haukur: „Hjá starfsstyrkjasjóði getur rithöfundur kannski feng- ið tveggja til sex mánaða laun menntaskólakennara, en svo kannski ekkert næsta ár, á þessu er ekki gefin sýnileg skýring. Sumir telja að ritstörf eigi að vera aukageta fyrir þjóðfélagið. En allt í nútímalífi er orðið svo sérgreint, að fólk getur ekki lengur skipt persónu sinni til margra hluta. Það ætti ekki að vera glæpsamlegt að velja sér það að starfi að skrifa bækur ... Það verður að setja starfslaun- unum betra form og tryggja jafnframt að þau séu ekki mis- notuð." Guðbergur Bergsson hefur gefið út fjölda bóka með ljóðum og sögum, ennfremur marg- reyndur þýðandi. Hann segir í grein, er birtist í nýjast hefti Tímarits M.o.M. „Oft er haft á orði að lista- menn fái listamannastyrk af al- mannafé, og hann er jafnan tal- inn of hár. Mín skoðun er sú að listamenn veiti þjóð sinni meiri listamannastyrk en þann sem þeir þiggja úr höndum fjárveit- ingavaldsins. Hinn raunverulegi listamannastyrkur er sá er lista- menn veita þjóð sinni með verk- um sínum, því ef þau eru ein- hvers virði styrkist þjóðin við að eignast þau. Svo er líka að þótt listamaður hljóti styrk nýtur hann hans aðeins meðan hann lifir en þjóðin nýtur styrks lista- verksins meðan hún hrærist andlega, og við skulum vona að líf þjóða sé lengra en líf lista- mannsins." Hér er ekki rúm til að bæta við mörgum orðum frá sjálfum mér. Þó vil ég minna á það, að fæstir listamenn njóta styrks eða launa nema fárra ára af starfsævi sinni. Fleiri en ritari Tímans mæla með þeirri koll- vörpun á launamálum rithöf- unda t.d., að fella niður lista- mannalaunin og taka upp starfslaunakerfið eingöngu. Þetta yrði þá á kostnað hinna eldri. Hér þarf að fara að með gætni. Jón úr Vör — gengur fyrir jurtaolíu Til þessa hefur Volvo framleitt bíla, sem hafa verið þekktir að traustleika, en síður fyrir fram- úrstefnu. Þó er nú á þeim bæ unnið að merkum tilraunum, sem eiga eftir að koma neytendum til góða einhverntíma áður en mjög langt líður; líklega eftir 1990. Hér er raunar verið að gera að veruleika það, sem mörgum hefur þótt einsýnt að kæmi_. til skjal- anna í stórauknum mæli: nefni- lega notkun á miklu léttari efn- um. Sá tími er líklega ekki langt undan, að bílaiðnaðurinn segi að mestu skilið við hina hefðbundnu málmnotkun, sem hefur þann tvöfalda ókost, að farartækin verða þyngri — og þau ryðga. Þessi gerviefni, sem nú eru í at- hugun, eru plast, ál og magnesí- um. Tilraunabíllinn frá Volvo er auðkenndur LCP 2000, sem stend- ur fyrir Light Component Project (bíll úr léttum efnum) en talan stendur fyrir árið 2000 og vísar til þess að kannski verður bíllinn kominn í fjöldaframleiðslu þá. En trúlega verður það fyrr. Fyrir utan léttleikann er sjálf vélin það sem mestum tíðindum sætir í þessum bíl. Það er þriggja strokka dísilvél, gerð fyrir venju- lega dísilolíu. Annað, sem hlýtur þó að teljast enn áhugaverðara er á döfinni: Þriggja strokka Turbo-dísill, sem brennir jurta- olíu. Hugsanleg er einnig brennsla á afgangsolíu frá iðnaði. Ekki eru þó líkur á að þessi bíll verði vinnslulaus sleði; þvert á móti eru nefndar tölur sem benda til hins gagnstæða: 180 km há- markshraði á klst. og viðbragðið í hundraðið undir 11 sek. sem næst að sjálfsögðu vegna léttleikans. Loftmótstaðan er lítil: Vindstuð- ullinn milli 0,25 og 0,28. Eldsneyt- iskostnaðurinn verður í lágmarki er víst óhætt að segja: 3 lítrar af jurtaolíu á 100 km. Þá er miðað við 90 km hraða á klst., sem kem- ur best út, en á 120 km hraða á klst. verður eyðslan 4 lítrar á hundraðið. Myndin gefur skýra hugmynd um það, hvernig aftur- endinn opnast og annað blasir þar við: Aftursætið snýr aftur. Öryggið er fyrir öllu. Tilrauna-Volvo Leiðrétting Sú villa hefur slæðst inn í Les- bók í tvígang, að Sigurhans Vignir ljósmyndari var rangnefndur, þegar getið var um höfund ljós- mynda frá hernámsdeginum, sem birtust í Lesbók. Var þar stuðst við sagnfræðirit, sem er lítil af- sökun, því allir Reykvíkingar, sem muna eitthvað aftur í tímann, kannast vel við Sigurhans Vigni, sem rak ljósmyndastofu í Reykja- vík áratugum saman. Fyrst var það ásamt Óskari Gíslasyni, en síðan rak hann stofuna einn. Sig- urhans Vignir lézt 81 árs árið 1975. GETUR BÆTT SKAÐANN ÓGILDIST FARSEÐILL VEGNA FORFALLA í efnisyfirliti Lesbókar síðasta ár misritaðist nafn llluga Jökuls- sonar í upptalningu greinahöf- unda og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. o TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SÍMI21120 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. FEBRÚAR 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.