Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Síða 8
ótt erfitt sé að bregða mælistiku á vinsældir listamanna
sem annarra, benda öll sólarmerki til þess að fáir íslenskir
myndlistarmenn njóti meira álits vestanhafs en Louisa
Matthíasdóttir. Um það vitna umsagnir í virtum blöðum á
borð við New York Times, þar sem verkum hennar er líkt
við Chardin eða Munch, samfylgd þeirra Wayne Thie-
bauds, Philip Pearsteins og Louisu í nýrri bandarískri
bók um níu “raunsæja" listmálara, og ekki síst mikil og
jöfn sala á meðal harðskeyttustu listaverkakaupmanna
veraldar í New York. Á síðustu sýningu Louisu á Robert
Scoelkopf Gallery við Madison Avenue, þar sem hún
hefur sýnt með reglulegu millibili í áratug, seldist hátt
á annan tug málverka við opnun — og það á verði sem
okkur fslendingum þætti eflaust ævintýralegt. Sum
verka Louisu hafa meira að segja ratað í heimsfræg
söfn á borð við hina hringlaga Hirshorn-stofnun í
Washington.
Þrátt fyrir þessa velgengni, og þá staðreynd að Lou-
isa er búin að vera starfandi listmálari í liðlega 40 ár, er
hún einna minnst þekkt meðal landa sinna, af þeim
íslensku listamönnum sem búsettir eru erlendis. Fyrir
tæpum tuttugu árum var mér sjálfum ekki kunnugt um
tilvist hennar. Taldi ég mig þó fylgjast sæmilega með
því sem var að gerast í íslenskri myndlist. Og ekki eru
nema sjö ár síðan ég sá málverk eftir Louisu fyrsta
sinni.
í ljósi þess sem er að gerast í myndlist hennar í dag,
er heldur aumt að þurfa að játa slíkt og þvílíkt upp á
sig. Svona er þetta nú samt.
Kindur, 1980.
Flekkótt ær með lömb, 1983.
HLIÐSTÆÐUR
VERULEIK AN S
Temma íReykjavík, 1982. Nafnið rísar til dóttur iistakonunnar, sem einnig er listmálari og hefur átt heima íReykjavík.
Þó er ég tæpast einn um sökina. En hugsanlega eigum
við, ég og mínir líkar, okkur málsbætur. Louisa Matthí-
asdóttir hefur nefnilega ekkert verið að biðja um at-
hygli. E.t.v. væri nær að segja að hún forðaðist hana
eins og heitan eldinn.
Allt annað en vinnan við málverkið — og velferð
fjölskyldunnar — er Louisu hjóm eitt. Hér á ég við að
allt vafstur kringum málaða mynd er henni á móti
skapi, þar með taldir samkvæmisleikir listáhangenda,
auglýsingastarfsemi hverskonar og kurteislegt hjal um
listræn markmið. Hún tekur elskulega móti gestum, en
fer undan í flæmingi þegar hún er spurð um málverk
sín. I yfirgripsmiklu viðtali í tímaritinu STORÐ, sem
birtist fyrir stuttu, innir Matthías Johannessen, frændi
Louisu, hana eftir uppstillingum hennar, sem amerísk-
um gagnrýnendum hefur þótt sérstaklega mikið til
koma.
„Ja, þetta er allt svo einfalt,“ segir hún. „Maður setur
matinn á borðið og málar svo.“ Um sjálfsmyndir sínar
segir listakonan í sama viðtali: „Ég stend bara fyrir
framan spegil." Punktum, basta. Verkin sýna merkin.
AÐ nálgast Kjarna Málsins
Öll þessi ár hefur Louisa haldið sjálfsvirðingu sinni
og málað samkvæmt bestu sannfæringu. Sú einurð er
nú að bera fullan ávöxt, í tilkomumiklum verkum og
lofsamlegum ummælum gagnrýnenda. Fjallið er komið
til Múhameðs.
Og nú eru landar Louisu einnig komnir til hennar
fyrir alvöru, með sýningu þeirri sem haldin er á Lista-
hátíð.
Ég velti fyrir mér hvort íslendingar hefðu ekki farið
að veita Louisu athygli fyrr, hefði hún verið öðruvísi
málari. Þótt viðfangsefni hennar seú rammíslensk:
kindur, hestar, kýr, reykvísk hús, vestfirskir firðir, þá
eru öll vinnubrögð hennar önnur en tíðkast á íslandi.
Skilgetinn afkomandi þeirra Ásgríms, Jóns Stefánsson-
ar og Kjarvals mundi nota annað og dekkra litróf,
byggja myndir sínar upp í smærri einingum og, umfram
allt vera háðari viöfangsefnum sínum tilfinningalega.
Fjarvera Louisu frá Islandi hefur mótað listræna af-
stöðu hennar til þess. Enginn getur borið henni á brýn
að hún hafi ekki taugar til íslands. En í þeim taugum er
ekki snefill af tilfinningasemi útflytjandans. Louisa
málar aðeins það sem hún skilur, (sjá sjálfsmyndir
hennar, gersneyddar öllu punti), og íslenskt landslag og
fyrirbæri skilur hún best. Eins og hún segir í viðtalinu í
STORÐ: „Ekki vegna þess að íslenskt landslag sé fal-
legra en annað landslag. En það er mitt langslag ... og
hefur fylgt mér.“
Fjarlægð Louisu frá viðfangsefni sínu og meðfædd
hugarró hennar gerir henni kleift að meðhöndla hvert
mótíf af hnífskarpri rökvísi. Hún heggur sig í gegnum
úfið hraunið, skellóttar mosaþemburnar, skörðótt fjöll-
in, — hreinsar til, einfaldar og skýrir, uns hún nálgast
kjarna málsins, opinberar rök hins óreglulega íslenska
veruleika. Sjálfur get ég sagt litla sögu, þessari fullyrð-
ingu til stuðnings. Eitt sinn átti ég heima í gömlu húsi í
austurborginni, sem mér þótti afskaplega hrörlegt og
ómerkilegt. Fyir skömmu sá ég það aftur í málverki
eftir Louisu, næstum óbreytt að útliti. En nú virtist það
vera í „réttu" sjónrænu samræmi við umhverfi sitt, var
orðið stef í hljómkviðu, í stað feilnótu í veruleikanum.
Og þegar ég gerði mér ferð til að skoða húsið á ný,
komst ég ekki hjá því að sjá það með augum Louisu.
Þannig séð gekk tilvist hússins upp í huganum, annars
ekki.
Manni finnst á köflum eins og Louisa sé einn af þeim
fágætu listamönnum sem tekist hefur að varðveita í sér
barnið. Hestar hennar eru stundum eins og sagaðir út í
krossvið, kindurnar sem uppstoppaðar, næstum kími-
legar, kýr og kálfar dittó, og himinbláminn fyrir ofan
þessi klunnalegu en þó þokkafullu dýr, er eins og hann
var þegar við vorum ung og saklaus.
8
!